Verkamaðurinn - 09.05.1958, Síða 1
VERKHDlJIÐUfi nn
KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN.
Ilann er ómissandi öllum þehn,
sem fylgjast vilja með íslenzk-
um stjórnmálum. — Áskriftar-
sími á Akureyri 1516.
Akureyri, föstudaginn 9. maíl958 16. tbl.
1LÁTUM EKKI KÚGA OKKUR
XLI. árg.
Kannski þekkið þið þessa náunga, en það eru þeir Ragnar Sig-
tryggsson og Jón Ingimarsson í hlutverkum sínum í „Afbrýðisöm
eiginkona“. Sjá grcin á 2. síðu. (Foto: E. Sigurgeirsson.).
l.-maí hátíðahöldin tókust vel
Bretar leggja fast að Nato-ríkjimum að hafa
áhrif á íslendinga í landhelgismálinu
Nýlokið er í Kaupmannahöfn fundi utanríkisráðherra Atl-
antshafsbandalagsins, Nato. Á þeim fundi kom landhelgls-
málið m. a. á dagskrá og lýsti fulltrúi Breta því þar enn yfir,
að þeir gætu ekki fallizt á, að íslendingar færðu fiskveiði-
landhelgina út í 12 mílur.
Ennfremur er vitað, að hann ræddi sérstaklega um þetta
mál við ýmsa af ráðherrunum og leitaðist við að fá þá til að
beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir, að íslendingar
færðu út fiskveiðitakmörkin.
Ágætt veður var hér 1. maí.
Að vísu fremur kalt, eins og
verið hefur flesta daga að und-
anförnu, en bjart og stillt veður.
Hátíðahöld verkalýðsfélaganna
hér á Akureyri hófust með úti-
fundi við Verkalýðshúsið kl. 1.30.
Lúðrasveit Akureyrar lék í upp-
hafi fundarins og á milli atriða.
Ræðumenn á fundinum voru:
Jón B. Rögnvaldsson, form. Full-
trúaráðs verkalýðsfélaganna, sem
setti fundinn og stjórnaði honum,
Gunnar Berg Gunnarsson, form.
Iðnnemafélags Akureyrar, en
Iðnnemafélagið kom nú í fyrsta
sinn fram sem fullgildur aðili að
hátíðahöldum dagsins, Jón Þor-
steinsson, lögfræðingur og starfs-
maður Alþýðusambands íslands,
og Rósberg G. Snædal, rithöf-
undur, ritari Verkamannafélags
Akureyrarkaupstaðar. Þá söng
Jóhann Konráðsson nokkur lög
með undirleik Jakobs Tryggva-
sonar.
Fundurinn var vel sóttur,
miðað við það, sem við höfum átt
að venjast hér, en of margir af
meðlimum vei'kalýðsfélaganna
sitja þó heima þenna dag.
Ræðumenn á fundinum hlutu
allir hinar beztu undirtektir
áheyrenda og var fundui'inn í
heild vel heppnaður, að öðru
leyti en því, að nokkur truflun
varð vegna bilunar á magnara
kex'fi. Ennfremur hefði verið
Aðalfundur MÍR
Akureyrardeild MÍR heldur
aðalfund sinn í Ásgarði þxáðju-
daginn 13. maí kl. 8.30 e.h. Auk
venjulegra aðalfundarstarfa verð
ur flutt erindi og sýnd kvikmynd.
æskilegt, að fleiri af fánum vei'ka
lýðsfélaganna hefðu verið bornir
meðan á fundinum stóð, en þar
sáust aðeins fánar Verkamanna-
félagsins og Bílstjórafélagsins.
Að loknum útifundinum var
barnaskemmtun í Alþýðuhúsinu
og var þar húsfyllir, sömuleiðis á
dansleik 1. maí-nefndar um
kvöldið.
Merki dagsins voru seld á göt-
unum og gekk sala þeirra allvel.
Samkvæmt fréttum Reykja-
víkurblaðanna voru hátíðahöld-
in þar með allra fjölmennasta
móti og vel heppnuð, utan hvað
einn íhaldsmaðux’, sem talaði á
útifundinum varð sér og samtök-
unum til skammar. Mátti raunar
við því búast, því að íhaldið hef-
ur aldrei aukið við hróður verka
lýðssamtakanna, en hvarvetna
orðið til ills, þar sem það hefur
nálægt starfi þeirra komið.
Sá fui'ðulegi atburður varð í
sambandi við undirbúning há-
tíðahaldanna í Reykjavík, að Út-
varpið neitaði Alþýðusambandi
íslands um að annast dagskrá
útvarpsins þetta kvöld, en öllum
er kunnugt, að mikill fjöldi fé-
lagasamtaka í landinu fær árlega
til umráða eitt kvöld í dagskrá
útvarpsins. Kemur það því ein-
kennilega fyrir sjónir, að sam-
tökum launþega og fjölmennustu
félagssamtökum í landinu skuli
neitað um sama rétt og þann,
sem jafnvel mjög fámenn félög
hafa.
Er framkoma útvai'psráðs, eða
meirihluta þess, hin argasta
móðgun við allan verkalýð lands
ins og á engan hátt vei'jandi. —
Vonandi er, að sú saga eigi ekki
eftir að endurtaka sig.
„Horft af brúnni“
Frétzt hefur, að í byrjun næsta
mánaðar muni leikflokkur frá
Þjóðleikhúsinu halda í þriggja
vikna sýningai'ferð um Vestur-
og Norðurland og sýna hið ágæta
leikrit Millers „Horft af bnínni“.
Væntanlega gefst okkur Akur-
eyringum þá kostur á að sjá leik
þenna.
r
Anægjulegar söng-
skemmtanir
í þessarri viku hafa farið fram
þi'jár söngskemmtanir á vegum
Tónlistarfélags Akureyrar. Fyrst
söng frú Þuríður Pálsdóttir á
sunnudaginn, en þann dag, 4.
maí, voru rétt 15 ár liðin frá
stofnun Tónlistarfélagsins. Næsta
söngskemmtunin var á miðviku-
dagskvöldið og þá söng ungfrú
Guðrún Á. Símonar, og auk ein-
söngslaganna söng hún nokkra
dúetta með Guðmundi Jónssyni.
Síðasta söngskemmtunin var svo
í gæi’kvöld. Þá söng Guðmundur
Jónsson. Allar heppnuðust söng-
skemmtanir þessar mjög vel, svo
sem vænta mátti, þar sem svo
ágætir söngvarar áttu hlut að
niáli. Undii-leik annaðist á öllurn
samkomunum okkar ágæti píanó
leikari ungfrú Guðnin Kristins-
dóttir.
Söngskemmtanir þessar voru
fyrst og fremst fyrir styrktarfé-
laga Tónlistarfélagsins, en mjög
mikil eftix-spurn hefur verið eftir
miðum og færri komizt í Nýja-
Bíó þessi kvöld en viljað hafa. En
allir, sem heyrt hafa til söngvar-
anna munu þeim þakklátir fyrir
komuna. — í næsta blaði verður
nánar sagt frá söngskemmtunum
þessum.
Síðastliðinn mánudag var stofn-
að hér á Akureyri nýtt félag, sem
ber nafnið: Matthíasarfélagið á
Akureyri. Er tilgangur þess sá,
að heiðra minningu séra Matthí-
asar Jochumssonar. Hyggst það
einkum beita sér fyrir stofnun
safnhúss, er hafi að geyma sem
flesta muni úr eigu séra Matthí-
asar og minni á annan hátt á
stöi'f hans og ritverk.
Tvö hús koma til greina í þessu
sambandi. Er annað þeirra Sig-
urhæðir, sem stendur í bi'ekk-
unni skammt frá núverandi Ak-
ureyrarkii'kju. Hitt er húsið við
Aðalstræti 50, en í hvoru þess-
ai'ra húsa um sig bjó séra Matt-
hías um 17 ára skeið, og ekki
,annars staðar hér á Akureyri.
Enn er ekki komið í ljós, a. m.
k. ekki opinberlega, hvað Nato-
ríkin aðhafst til að reyna að
beygja okkur til hlýðni og stöðva
áform okkar um útfærslu land-
helginnar, en vitað er þó, að
ýmis þeirra munu gera sitt til að
hafa áhrif á gerðir okkar og
styðja Breta í kröfum þeirra.
Það hefur hingað til verið
túlkað svo, hér á landi a. m. k.,
að Atlantshafsbandalagið væru
varnarsamtök þeirra ríkja, sem
aðild eiga að þeim. En nú lítur út
fyrir, að við fáum að sjá nýja
hlið á þeirri vörn, ef „varnar-
samtökin" ætla að fara að kúga
smæsta ríki samtakanna til að
leyfa öðru voldugasta ríki þeirra
að ræna auðlindir þær, sem eru
undirstaða þess, að hin fámenna
þjóð geti lifað í landinu.
Látum ekki hræðast.
En við megum ekki láta hræða
okkur til undanhalds í þessu
máli. Hvað sem Bretar eða aðrar
þjóðir innan Nato kunna að
segja, eigum við og verðum að
halda okkur okkur við yfirlýsta
stefnu okkar í landhelgismálinu,
og alls ekki að slá því á frest
lengur en orðið er.
Fiskafli á miðunum kringum
landið hefur farið minnkandi
Stjórn hins nýja félags er
þannig skipuð: Foimaður Mar-
teinn Sigurðsson, ritari Steindór
Steindórsson, gjaldkeri Kristján
Rögnvaldsson, meðstjórnendur
Hannes J. Magnússon og Eyþór
Tómasson. Varamerm eru Krist-
ján Róbertsson og Guðmundur
Guðlaugsson.
Samþykkt var á stofnfundinum
að gera Jónas Jónss., fyri-v. ráð-
herra, að heiðursfélaga í þakk-
lætis- og virðingarskyni fyrir
forgöngu hans að því, að minn-
ingu séra Matthíasar verði verð-
ugur sómi sýndur, en Jónas hef-
ur lengi barizt fyrir því, að Ak-
ureyrarbær eignaðist Sigurhæð-
ir, og gerði það að safnhúsi í
minningu Matthíasar. Hefur Jón-
undanfarin ár vegna ránveiði. Ef
svo heldur áfram verður ekki
lengi hægt fyrir þjóðina að búa í
þessu landi. Fiskveiðamar eru sú
undirstaða lífsmöguleika okkar
íslendinga, sem ekkert getur
komið í staðinn fyrir.
Fólkinu í landinu fer fjölgandi.
Til þess að ekki harðni í búi hjá
okkur þurfum við að veiða meiri
fisk en við höfum gert og nýta
hann betur. En þetta verður ekki
gert, ef fiskurinn hveríur. Eina
ráðið til að koma í veg fyrir það,
er að draga úr veiðum annarra á
okkar miðum. Við eigum tví-
mælalaust meiri rétt til þeirra en
aðrir.
Enginn bóndi lætur aðra
beita landareign sína, ef hann
sjálfan skortir beitiland. Eins
kemur ekki til greina, að við
leyfum öðrum að fiska á okkar
miðum, þegar við sjálfir þurf-
um á þeim fiski að halda, sem
þar er að hafa og óhætt er að
draga úr sjó, án þcss að fiski-
miðin eyðist.
Við eigum ekki að hlusta á
Breta eða Bandaríkjamenn eða
neina aðra, sem reyna að draga
kjark úr okkur í þessu máli.
Við eigum að færa landhelgina
út í 12 sjómílur og það tafar-
laust.
as skrifað margar greinar um það
mál og átt í bréftaskiptum við
bæjarstjói’n.
Síðustu árin hefur nokkuð
verið xinnið að söfnun muna úr
eigu séra Matthíasar með það
fyrir augum, að þeir yrðu til
staðar, þegar safnhús í minningu
hans kæmist upp. Eru það eink-
um frú Laufey Pálsdóttir, Stein-
dór Steindórsson og Haukur
Snorrason, sem að þessu hafa
unnið. Þá hefur bærinn lagt fram
nokkra upphæð í þessu skyni
síðustu tvö árin.
Ákveðið var á stofnfundinxim,
að þeir, sem fyrir 1. júlí n.k. létu
skrá sig sem félaga Matthíasar-
félagsins á Akureyri skyldu telj-
ast stofnendur þess.
„Mallhíasarfélagið á Ákureyri" stofnað