Verkamaðurinn - 09.05.1958, Qupperneq 2
2
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 9. maí 1958
uERKflmneuRinn
. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON.
Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21.
Askriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Fælum ekki fólkið burtu
Leikfélag Akureyrar:
Afbrýðisöm eiginkona
í síðasta hefti Sveitarstjórnar-
mála birtist fróðleg grein um
mannfjölda á íslandi og hverjar
líkur eru fyrir fjölgun þjóðar-
innar næstu áratugi miðað við
svipað hlutfalla fæðinga og
dauðsfalla og verið hefur síðustu
árin. Grein þessarri, sem rituð er
af Guðjóni Hansen, fylgja nokkr-
ar töflur til skýringar og glöggv-
unar. Má af þeim sjá, að gera má
ráð fyrir mjög mikilli fjölgun
íbúa landsins, ef ekkert óvænt
kemur fyrir, eða um 1,9% á ári.
Við manntal 1. des. 1956 töld-
ust íslendingar, búsettir í land-
inu, 162.654. Samkvæmt útreikn-
ingum Guðjóns verða þeir árið
1970 orðnir 209 þús. talsins og
1980 um það bil fjórðungur
milljónar. Árið 2000 má gera ráð
fyrir, að þeir verði orðnir yfir
370 þús., eða meira en helmingi
fleiri en nú er.
íbúar Akureyrar eru nú rúm 8
þúsund talsins. Þeim hefur að
vísu lítið fjölgað síðustu árin, þar
sem öll mannfjölgunin í landinu
hefur lent á Suð-vesturlandi. —
Hins vegar er ekki hægt að gera
ráð fyrir að svo verði framvegis
og tæpast æskilegt heldur.
Við verðum að gera ráð fyrir,
að hér verði á næstu árum og
áratugum mannfjölgun í svipuðu
hlutfalli og verður á landinu í
heild. En samkvæmt framan-
greindum áætlunum um hana
ætti íbúatala bæjarins að tvö-
faldast á næstu fjórum áratugum
•og jafnvel er varlegt að gera ráð
fyrir að það geti orðið nokkuð
betur.
Þetta eru atriði, sem taka verð-
ur til greina við skipulagningu
bæjarins og uppbyggingu at-
vinnulífsins á næstu árum. Við
megum ekki gera ráð fyrir og
miða allar aðgerðir eða fram-
kvæmdir við óbreytta íbúatölu,
heldur verðum við að reikna með
ört vaxandi fólksfjölda, og taka
fullt tillit til þess.
Skipuleggja verður bæinn með
tilliti til þess, að hér rísi á næst-
unni miklar byggingar, bæði
íbúðabyggingar og fyrir atvinnu-
fyrirtæki. Ennfremur verður
þegar að hugsa fyrir meiri háttar
uppbyggingu atvinnulífsins og
nýjum atvinnugreinum. Við
megum ekki hugsa okkur, að þó
að takizt að koma togaraútgerð-
inni á réttan kjöl og halda gang-
andi öðrum þeim atvinnufyrir-
tækjum, sem starfandi eru í
bænum, megi láta þar staðar
numið.
Drfáttarbraut fyrir togarana er
mál, sem alllengi hefur verið á
döfinni og vonandi kemst í fram-
kvæmd áður en langt líður. Þá
verður um leið að hefja hér
báta- og skipasmíði í allstórum
stíl og skapa þannig verulega at-
vinnu í sambandi við dráttar-
brautina.
Þá verður einnig að hugsa fyr-
ir aukningu útgerðar frá bænum,
það þarf að fá nýja togara straþ
ig unnt verður. Ennfremur þurf-
um við að fá smærri skip til að
leggja hér upp, til að tryggja
betur en enn er rekstur hrað-
frystihússins og Krossanesverk-
smiðjunnar. Er enda sennilegt að
betri grundvöllur verði fyrir út-
gerð slíkra skipa héðan, þegar
fiskveiðilandhelgin hefur verið
færð út.
Svo þarf jafnframt að byggja
upp fjölbreyttari fiskiðnað. Eins
og oft hefur áður verið bent á
hér í blaðinu, fer sífellt vaxandi
notkun niðursoðinna vara, hvar-
vetna um heim, og því mikill
grundvöllur fyrir slíkan iðnað.
Þess vegna þarf nú þegar að
hefja undirbúning stórrar niður-
suðuverksmiðju, sem við það
verði miðuð, að þar verði unnt að
vinna allt árið.
Ymsar aðrar iðngreinar þarf að
leggja áherzlu á að byggja upp í
bænum, bæði þær, sem byggjast
á fiskafurðum, og aðrar.
Aðalatriðið er, að draga ekki of
lengi, að hefjast handa um fram-
kvæmdir til atvinnuaukningar,
svo að atvinnuleysi standi ekki
í vegi fyrir eðlilegri fólksfjölgun
og uppbyggingu.
Við verðum, Akureyringar, að
leggja metnað okkar í að standa
ekki öðrum að baki og fæla ekki
fólkið í burtu. Hér á að verða
vaxandi bær með blómlegu at-
vinnulífi. Um það verða allii-
bæjarbúar að sameinast, en for-
ystuna hlýtur bæjarstjórn að
hafa, og er vonandi að hún reyn-
ist nógu framsýn og víðsýn til
þess að vel fari.
Akureyri er fallegasti bær á
landinu, segjum við oft við að-
komufólk, og ekki er ótítt, að það
fallist á þá skoðun. En við meg-
um ekki láta okkur nægja að
eiga fallegasta bæinn. Við verð-
um einnig að gera hann eftir-
sóknarverðan fyrir fleiri hluta
sakir. Þá mun vel fara.
Körfuknattleiksmót
Akureyrar
Körfuknattleiksmótinu lauk í
síðustu viku og stóð úrslitaleik-
urinn milli Þórs og A-liðs KA.
Leikar fóru þannig, að KA vann
með 96 stigum gegn 41.
Meindýra eyðir
Bæjarráð hefur nýlega ráðið
Harald Skjóldal til að hafa með
höndum eyðingu refa og minka í
lögsagnarumdæmi Akureyrar
samkvæmt lögum frá síðasta ári,
en þar er svo ákveðið, að skylt
sé að ráða mann til slíkra starfa
í hverju sveitarfélagi.
Tjaldstæði
Bæjarstjórn hefur samþykkt í
tilefni af erindi frá Fegrunarfé-
lagi Akureyrar að láta á komandi
sumri skipuleggja tjaldstæði fyr-
ir ferðamenn á svæðinu sunnan
sundlaugarinnar og láta koma
þar fyrir nauðsynlegum hrein-
lætistækjum.
Víst má telja, að margir ferða-
menn verði bæjarstjórn og Fegr-
unarfélaginu þakklátir fyrir
þessa nýbreytni. Það hefur oft
valdið ferðafólki erfiðleikum að
finna hér í bænum stað, þar sem
því væri frjálst að tjalda um
nætursakir, en margt ferðafólk á
sumrin kýs helzt að búa í tjöld-
um, sem það hefur með sér, enda
oft ekki kostur hótelrúms.
Nonnahúsið verður framvegis
opið á sunnudögum kl. 2.30—4
e. h.
Leikfélagið frumsýndi á þriðju-
dagskvöldið gamanleikinn Af-
brýðisöm eiginkona. — Höfundar
leiks þessa nefnast Guy Paxton
og Edvard Hoile, og munu vera
ástralskir, en Sverrir Haraldsson
hefur þýtt leikinn á íslenzku.
Efni leikritsins er afar léttvægt
og því sýnilega ekki ætlað að
flytja neinn sérstakan boðskap,
heldur aðeins að vekjá hlátur
leikhúsgesta eina kvöldstund, og
því hlutverki nær það vel í með-
ferð góðra leikara.
Leikstjóri hér er Jóhann Og-
mundsson, og er þetta fyrsta
leikritið, sem hann setur á svið.
En hann fer vel af stað. Sérstak-
lega hefur honum tekizt vel val
leikenda. Þótt fjórir af níu leik-
endum séu nýliðar á sviðinu,
falla þeir allir býsna vel inn í
hlutverk sín. Það er léttur blær
yfir leiknum eins og vera ber og
allt gengur eftir áætlun, næsta
misfellulítið. Vonandi á Jóhann
eftir að reyna kráfta sína síðar
við stjórn stórbrotnari verka en
þessa, og mun þá betur koma í
ljós, hvers hann er megnugur
sem leikstjóri.
Hlutverk í leiknum og leik-
endui’ eru:
Charles Pentwork, leikhússtjóri,
leikinn af Emil Andersen. Emil
er að vanda traustur á sviðinu og
sérstaklega öruggur. Hann myndi
sóma sér vel á hvaða leiksviði
sem væri. Gerfi hans er einnig
ágætt.
Margrét, hin afbrýðisama eig-
einkona leikhússtjórans er leikin
af Þórhöllu Þorsteinsdóttur.
Þetta er fremur lítið hlutverk en
vel með farið.
Dick, son leikhússtjórans, leik-
ur Guðmundur Ólafsson, Guð-
mundur er nýr maður á sviðinu,
en hann er frjálslegur og eðlileg-
ur í framkomu og sýnir á köflum
talsverða leikarahæfileika.
Robert Bentley, leikara, leikur
Ragnar Sigtryggsson, sem til
þessa hefur verið þekktari sem
leikmaður á knattspyrnuvelli en
á sviði leikfélagsins. Hlutverk
það, sem hann fer þarna með er
vandasamasta hlutverk leiksins,
en hann reyndist vandanum
vaxinn og vakti óskipta hrifn-
ingu áhorfenda. Hann virðist
einn þeirra fáu, sem eru fæddir
leikarar, og margir frumsýning-
argestir munu hafa spurt bæði
sjálfa sig og aðra eitthvað á
þessa leið: Hvernig stendur á
því, að hann „Gógó“ skuli ekki
hafa sézt hér á sviðinu fyrr.
Mole, fyn-verandi skátafor-
ingja, glaðlyndan gæðakarl, en
óvanan tálsnörum heimsins,
skrítinn og broslegan í meira
lagi, leikur Jón Ingimarsson. Jón
gerir hlutverki þessu hin beztu
skil og tekst að gera þennan
skrítna náunga mjög svo eðlileg-
an og eftirminnilegan. Hlutverk
þetta er nokkuð ólíkt þeim hlut-
verkum, sem Jón hefur tíðast
farið með, en sennilega hefur
honum sjaldan tekizt betur.
Jallop, bílstjóx-a, leikur Oddur
Kristjánsson og frú Harris, ráðs-
konu, Sigríður P. Jónsdóttir. Eru
þetta hvort tveggja lítil hlutverk.
Mollý, dóttur ráðskonunnar,
leikur Mai’ía Jóhannsdóttir, og
Fritsy Williers, leikkonu, leikur
Svanhvít Jósefsdóttir. Eru þær
báðar í hóþi nýliða, en standa sig
vel og vekja vonir um, að þar séu
efnilegir kraftar á ferðinni.
Leiktjöld hefur Aðalsteinn
Vestmann gert að þessu sinni.
Þau eru einföld, enda sama leik-
svið allan tímann, en smekkleg
og viðkunnanleg.
•
„Ást og ofurefli“ er án efa
merkasta viðfangsefnið, sem
Leikfélag Akureyrar hefur tekið
sér fyx’ir hendur á því leikári,
sem nú er að líða, en aðsókn að
því varð lítil. Leikfélagið ætti
það skilið, að aðsókn yrði nú
meiri. Það er dýrt að setja leik-
x’it á svið, svo að félagið má ekki
við því, að léleg aðsókn verði að
möi’gum í röð. Sennilega þarf
heldur ekki að óttast aðsókn að
þessum leik. Hann er svo „vit-
laus“. Þ.
AFGÖMLUM BLÖÐUM
Svo sem flestum mun kunnugt varð stórbruni á Akureyri hinn
19. des. 1901 og brunnu þá mörg hús. Alls urðu 52 menn húsvilltir
og tjónið var metið á 100 þús. kr. að þeirra tíma verðlagi. Þetta var
þá talinn mesti bruni, sem orðið hefði á íslandi.
í blaðinu Norðurlandi birtust þá skömmu síðar eftirfarandi skrítl-
ur, sem orðið höfðu til í sambandi við brunann:
-----o------
Ungur kaupmaður hér í bænum, sem að minnsta kosti hafði
beðið 8000 kr. tjón í eldinum, átti á fimmtudagskvöldið tal við
kunningja sinn og var glaður í bragði.
„Ég sé enga ástæðu til að vera hnugginn eða fara svo sem neitt
að örvænta," sagði hann. „Ég byrjaði fyrir 5—6 árum með tvær
hendur tómar. Nú á ég þó nokkuð eftir.“
------o-----
„Það er leiðinlegt — þetta er þá allt að verða búið. Það ætlar
ekkert að verða úr því og ekkert meira að sjá,“ sagði ofurlítill
drenghnokki um það leyti, sem eldurinn tók að réna, og vonbrigði
voru auðsæ á andlitinu á honum.
------o-----
Eftir brennuna tóku menn að leita áhyggjufullir að munum sínum
í húsgagnabreiðunni í fjörunni. Marga vantaði dýrindis-muni, þvi
að öllu hafði verið dembt hverju innan um annað í uppnáminu.
Meðal þeirra, sem vandlegast leituðu, var gömul kona. Hún gekk
frá manni til manns með sömu spui’ninguna:
„Hafið þið ekki séð steinolíuflöskur?“
Nei, enginn hafði séð þæi’.
„Ég hefi misst þær tvær,“ bætti hún við. „Þær voru reyndar báð-
ar tómar. En mér þykir samt hart að missa þær.“
-----o------
Meðan slökkvihríðin var hörðust, allir bæjarmenn, sem vettlingi
gátu valdið, voru að berjast við eldinn af öllum mætti og öllu sínu
viti, sat maðurinn, sem allt stafaði af, úti undir búðarvegg og
snæddi úr nestispoka sínum.
------o-----
Sumum mönnum tókst björgunarstarfið ekki sem höndulegast,
þó að kappið væri nóg. Einn kom inn til Laxdals verzlunarstjói’a
til að bjarga munum þar. Hann tók fullt fangið af diskum og öðr-
um leirvörum og — fleygði öllu út um gluggann.
Annar náungi var að bjarga hjá séra Geir Sæmundssyni. Hann
tók poka með steyttum sykri og — hvolfdi vandlega úr honum út
um glugga.