Verkamaðurinn - 09.05.1958, Page 3
Föstudaginn 9. maí 1958
VERKAMAÐURINN
3
LANDHELGI - SJÁLFSTÆÐI
Svar við árás Sæmundar
Kafli úr ræðu Rósbergs G. Snædal, rith., á úti-
fundi verkalýðsfélaganna 1. maí siðastliðinn
Eitt er það hagsmunamál, sem
hæst ber þessa stundina, og
snertir íslenzka alþýðu alla. í því
máli getur enginn íslendingur
verið hlutlaus, enda munu skoð-
anir manna lítt eða ekki greindar
varðandi það. En það er ekki nóg
að hafa skoðun, og ekki nóg að
vera einhuga, ef athafnir fylgja
ekki eftir.
Eg á hér við landhelgismálið,
vemd grunnmiðanna og óskor-
aðan rétt íslendinga til þessai'rar
einu gullkistu og eina forðabúrs-
ins, sem við eigum og hljótum að
byggja okkar fjárhagsafkomu á,
um ófyrirsjáanlega framtíð.
Við höfum undanfarna daga og
vikur fylgzt með gangi mála á
hinni svokölluðu Genfarráð-
stefnu, um fiskveiðirétt og land-
helgi strandríkja. Sjaldan hygg
eg að þjóðin hafi fylgzt öllu bet-
ur með fréttum, en fréttunum
þaðan. Þeirri ráðstefnu er nú
lokið og án þess að afgerandi
samþykktir væru gerðar, — án
þess að stóru ríkin, „vinaþjóðir"
okkar og „frændur“, sem svo oft
er talað fjálglega um, vildu við-
urkenna rétt okkar yfir land-
grunninu. Engar þjóðir lögðust
þó rækilegar gegn málstað okkar
þar; eins og „verndarar“ okkar
fyrr og síðar, Bretland og Banda
ríkin. Bandaríkin launa okkur nú
öll þægilegheit síðustu áratuga,
með því að leggja til, að brezkir
togarar, sem fram að þessu hafa
skrapað landgrunnið rétt heim
við bæjardyr okkar, og brotið á
okkur lög seint og snemma, fái
áfram að reka þá iðju sína óá-
reittir, og Bretar heimta að floti
Hennar hátignar verði sendur á
íslandsmið til verndar ráninu, ef
við dirfðumst að bjarga okkur
frá svelti með stækkun land-
helginnar.
Sjaldan höfum við séð það
glöggar, að enginn er annars
bróðir í leik, og hve innantómt
kjaftæði það er, að stórveldin,
jafnvel þó þau séu „vestræn"
og „vinsamleg“, styðji okkar
málstað og haldi yfir okkur hlífi-
skildi, bara af því að við erum
fáir og smáir, en þau stór og
sterk. Brezk stórblöð ræða nú
hvað ákafast um það, jafnframt
hótunum um að senda her á ís-
landsmið, að beita sér fyrir sam-
tökum þjóða í milli um það, að
þær kaupi ekki fisk af íslending-
um, ef hróflað verði við núver-
andi landhelgislínu. Og þá er það
ekki síður táknrænt og lærdóms-
ríkt fyrir okkur, sem höfum, illu
heilli, verið innlimaðir í hernað-
arbandalag, sem nefnist Norður-
Atlantshafsbandalagið', að ekki
eitt einasta ríki innan þess vé-
banda studdi málstað okkar á
ráðstefnunni í Genf. — Þannig
reyndist brdðurþelið í því banda-
laginu.
En þrátt fyrir þetta vorum við
svo heppnir, að Genfarráðstefn-
unni lauk án þess að „vinaríkin“
kæmu sér saman um hve langt
ætti að ganga í því að setja okk-
ur, og öðrum strandríkjum, stól-
inn fyrir dyrnar. Þess vegna
höfum við nú óbundnar hendur í
þessu efni, og það er k'rafa okkar
allra, að stjórnarvöldin bíði ekki
frekari aðgerða af hálfu okkar
„vina“ og „verndara", en ákveði
sjálf hverja landhelgi ísland
óskar að hafa í náinni framtíð.
Réttur okkar til slíkra aðgerða
verður ekki véfengdur, og brýtur
ekki í bága við nein boð né bönn.
Við höfum hér öll rök með okk-
ur, og það er okkur brýn lífs-
nauðsyn að friða landgrunnið.
Við vinnum að því að auka til
stórra muna okkar skipastól, og
vitum, að þrátt fyrir hallarekstur
útgerðarinnar nú, er verndun
fiskimiðanna kringum landið
eina ráðið til þess að við getum
lifað hér mannsæmandi lífi. En
um leið horfumst við í augu við
þá sjálfsögðu staðreynd, að aðrar
fiskiþjóðir, og ekki sízt þær, sem
nú sækja feng sinn heim í hlað-
varpann hjá okkur, auka einnig
og margfalda sinn fiskveiðiflota á
næstunni og senda á okkur. Þess
vegna er það ekkert vafamál, að
bítum við ekkert frá okkur í
þessu tilliti, verðum við étnir
upp fyrr en varir. Við trúum því
og treystum, að fumlausar en
ákveðnar aðgerðir ríkisstjórnar-
innar í landhelgismálinu, leiði
fljótt til siðferðilegs sigurs okkar.
Ef við sláum ekki undan og lát-
um engan bilbug á okkur finna,
þá sigrum við í þessu máli með
rökum og rétti, eins og við höfum
margoft áður gert. Það er reynt
hvað hægt er, að hræða okkur
með brezkum her, en við vitum
að það eru hótanir einar. Við vit-
um að Hennar hátign Elísabet
Georgsdóttir sendir ekki her sinn
á íslandsmið til að vemda veiði-
þjófa, til þess er réttur okkar of
ótvíræður og siðferðileg aðstaða
sterk. En það er löngum reynt að
hræða þann sem hikar.
Það voru skýlaus loforð núv.
ríkisstjórnar, þegar hún tók við
völdum, að landhelgin skyldi
færð út, og því er það höfuðkrafa
alþýðunnar, og allrar þjóðarinnar
í dag, að staðið sé við þau fyrir-
heit.
Eins eru það og jafnframt kröf-
ur okkar, að íslenzka þjóðin
verði ekki ánetjuð neinum hags-
muna- og hernaðarsamtökum
stórveldanna í framtíðinni. Með
slíkt höfum við ekkert að gera og
viljum ekki hafa. Við þurfum
ekki her eða hervernd, því að við
förum ekki með báli og brandi
að neinum. Okkar eina vopn og
eina vernd, er söguleg tilvera
okkar ótvíræður réttur til lands-
ins og þess gæða, og sjálfstæði
okkar, stutt þeim rökum, sem
eru hverju vopni betri. Ef heim-
urinn virðir ekki sjálfstæði okk-
Iar, hlutleysi og óáreitni, þá virðir
hann enn síður þau vopn og þær
Rósberg G. Snædal.
varnir, sem við kaupum okkur
fyrir afsal landsréttinda.
Það er grátbrosleg heimska, en
jafnframt hættuleg heimskupör,
þegar íslenzkir ráðamenn og ráð-
herrar láta hafa sig til þess að
sitja hverja hernaðarráðstefnuna
eftir aðra með fulltrúum og her-
foringjum herveldanna, þar á
meðal nýlendukúgurum og styrj-
aldarfrumkvöðlum. Hvað erum
við að vilja þangað? Er ekki
sæmra að líta sér nær? Eru ekki
ærin verkefni heima fyrir, sem
krefjast úrlausnar, og væri ekki
sæmra að Alþingi og ríkisstjórn
framkvæmdu það skýlausa loforð
sitt, að losa landið við hernám og
heræfingar, en taka þátt í múg-
morða-spekúlatsjónum með fram
andi þjóðum? Er ekki nær að
vemda íslenzk börn í heimahög-
um fyrir amerískum vítissprengj
um, en kalla yfir sig flugvélar
hlaðnar vetnissprengjum, sem
þær þá og þegar geta gloprað
niður í hausinn á okkur?
ísland er aðili að samtökum
Sameinuðu þjóðanna, og á þeim
vettvangi eigum við að beita
okkur, — beita okkur þar, sem
hið minnsta en friðsamasta ríki
veraldar, fyrir samningum milli
herveldanna, blokkanna og
bandalaganna, — og fyrir af-
vopnun umfram allt. Það er
lokatakmarkið og það eina tak-
mark, sem sæmir menningu
frjálsra þjóða. Þar getur ísland
gegnt stóru hlutverki. ísland
sigrar aldrei neinn með vopnum,
en sögulegar forsendur fyrir
frelsi okkar og tilverurétti, eru
öllum vopnum áhrifaríkari, og
þar verðum við ekki auðsóttir, ef
við viljum og þorum að vera
menn.
Með heitri ósk um það, að ís-
lenzk alþýða beri gæfu til að
knýja valdamennina inn á heil-
brigðari brautir í utanríkismál-
um, en hingað til hafa verið
gengnar, læt eg nú senn lokið
máli mínu.
Þið öll — og við öll, sem skip-
um raðir verkalýðsfélaganna,
höfum stóru og ábyrgðarmiklu
hlutverki að gegna á næstunni,
eins og hingað til, — og þess er
hollt að minnast í dag. Ef við
höldum vöku okkar fyrir sjálf-
stæði og sjálfsákvörðunarrétti
íslands í hverju máli, þá mun
alltaf vel fara að lokum.
(Framhald á 4. síðu.)
Eg er ein í hópi þeirra, sem
sóttu samkomu Sæmundar Jó-
hannessonar á sunnudaginn var,
er hann hélt hér í Nýja-Bíó, en
mig setti hljóða, er hann leyfði
sér að láta þau orð falla um
miðla og þeirra starf, að það
væri allt byggt á sjúklegum heila
truflunum, sem lækna mætti
með meðulum, sem sagt, að engir
raunverulegir miðlar væru til,
spíritisminn væri blekking og
undirstaða hans mannlegir sjúk-
dómar.
Sæmundur varaði fólk ein-
dregið við að sækja fundi miðla
eða spíritista eða hafa nokkuð
saman við þá að sælda. Þar væri
um tóm svik og svindl að ræða,
sem varast bæri.
Á svona tal get eg, sem tel mig
til spíritista, ekki hlustað, án
þess að svara því nokkrum orð-
um.
Það, sem einum eða öðrum er
af guðs náð gefið, tekur að vísu
enginn frá þeim, og ásakanir eða
árásir Sæmundar breyta engu
um getu eða hæfileika einstakra
manna, en samt er ekki hægt að
láta þær sem vind um eyru
þjóta, þar sem hér er um að ræða
mann, sem telur sig trúaðan og
veifar biblíunni framan í þá, sem
hann hefur að áheyrendum og
vitnar í or ðhennar. En er það
ekki svo með biblíuna, að ýmis
orð hennar megi skilja á fleiri en
einn hátt og þar fylgi hver og
einn þeim skýringum, sem hann
telur réttastar. Eg er æði smeyk
um, að Sæmundur sjái ekkert út
fyrir biblíuna og haldi sig við
eigin skýringar á orðum hennar.
Eg hef sannanir fyrir margs
konar lækningum, sem eg og
aðrir hafa hlotið fyrir milligöngu
miðla og einnig á fleiri háttu
fengið að þreifa á sannleiksgildi
þess, sem þeir hafa fram borið.
Því tel eg það hina freklegustu
móðgun við mig og aðra
spíritista, þegar Sæmundur lýsir
allt það blekkingar tómar, sem
orsakist af heilatruflunum. Og
allra helzt álít eg það illt og leið-
inlegt, að maður, sem telur sig
svo trúaðan og guðrækinn, sem
Sæmundur gerir, skuli boða sína
trú á þann hátt að ráðast á skoð-
anir annarra og segja þær
heimsku eina. Það er góðra
manna siður að fullyrða sem
minnst um það, sem þeir ekki
geta sannað, og trúa að lokum
því, sem sannast reynist.
Það er ekki á valdi Sæmundar
eða annarra að dæma alla miðla
svikara eða sjúklinga og gera
ómerka trú og traust spíritista á
þeim. Það gefst oft betur að fara
að öllu með gát en beita ekki of-
forsi og fullyrðingum til að knýja
fram eigin skoðanir og kenn-
ingar. S. G. S.
MÍR MÍR
AÐALFUNDUR
Akureyrardeildar MÍR
verður í Ásgarði (Hafnarstr.
88) n. k. þriðjudag, 13. maí,
kl. 8.30 síðd.
DAGSKRÁ:
Aðalfundarstörf.
Erindi.
Kvikmynd.
STJÓRNIN.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
HERMANN JAKOBSSON,
sem lézt að Kristneshæli 2. maí sl., verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju laugardaginn 10. maí kl. 2 e. h.
Guðrún Magnúsdóttir og böm.
TILKYNNING
um sölu og útflutning sjávarafurða.
Samkvæmt lögum nr. 20 frá 13. apríl 1957, um sölu og
útflutning sjávarafurða o. fl., má engar sjávarafurðir
bjóða til sölu, selja eða flytja úr landi nema að fengnu
leyfi Utflutningsnefndar sjávarafurða.
Eftir 26. þ. m. ber að senda umsöknir um útflutnings-
leyfi fyrir umræddum vörum til nefndarinnar að Klapp-
arstíg 26. Sími nefndarinnar er 13432.
Reykjavík, 25. apríl 1958.
Útflutningsnefnd sjávarafurða.
Frá Vafnsveifu Akureyrar
Að gefnu tilefni tilkynnist, að vegna vatnsskorts er
stranglega bannaður glugga- og gangstéttaþvottur með
rennandi vatni frá vatnsæðum bæjarins. Sömuleiðis
vökvun lóða og gatna. T'ilkynning þessi gildir þar til
auglýst verður um afnám skömmtunarinnar.
VATNSVEITUSTJÓRINN.