Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.11.1958, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 21.11.1958, Qupperneq 1
vERKHmflÐumnn XLI. árg. Akureyri, föstudaginu 21. nóvember 1958 40. tbl. HefSi smasíldaraflinn í fyrravetur fariS til niSursuSu, hefSi verðmæti hans meira en tífaldast í síðasta blaði var birt þingsályktunartillaga sú, sem Björn Jónsson og Friðjón Skarphéðinsson hafa flutt á Alþingi um byggingu niðursuðuverksmiðju á Akureyri. Tillagan hefur nú verið tekin til fyrri umræðu, og hér fer á eftir framsögu- ræða sú, er Björn Jónsson flutti, er hann fylgdi till. úr hlaði. Síldveiðar í Eyjafirði. Allt frá þeim tíma, að síldveið- ar hófust hér við land, hefur ver- ið vitað að síld, einkum smásíld, berst árlega inn í Eyjafjörð, allt inn á Akureyrarpoll. Kunna elztu menn við Eyjafjörð sagnir af því, er síldargöngur björguðu Eyfirðingum í vorharðindum og bændur fjölmenntu víðs vegar að til þess að afla heimilum sínum þessarrar ágætu matbjargar. — Síldin var þá eingöngu veidd í landnætur og lagnet. Síðar kom herpinótin til sögunnar og þar með hin svonefndu „nótab'úk“, en þau hafa síðan og allt til þessa dags verði fastur þáttur í atvinnu lífi Akureyrarkaupstaðar. Hafa þau aflað nær því allrar þeirrar beitu, sem verstöðvar við Eyja- fjö.i ð hafa þarfnast til línuveiða og eínnig að nokkru fyrir fjar- lægari staði. Hefur svo verið um tugi ára. Vitneskja manna um árvissar síldargöngur í Eyjafirði er því engan veginn ný. En það er ekki fyrr en á síðustu ánim, að nokk- uð örugg vitneskja fæst um það að það er, oftast a. m. k., um mjög mikið síldannagn að ræða, og að því er margir telja, nær óbrigðult mikinn tíma árs eða jafnvel allt árið. Eins og alkunnugt er hafa, einkum 2—3 síðustu árin, orðið mjög miklar framfarir tæknilega við síldveiðar, koma þar einkum til nætur úr hentugri efnum en áður þekktust og nýtízku leitar- tæki. Gagnsemi þessarra tækja getur þó hvergi orðið slík, sem við veiðar innfjarða, þar sem dýpi er ekki mjög mikið og unnt eý að kasta nótunum til botns, eða því sem næst. Virðist hugs- anlegt við slíkar aðstæður að ná mjög mikilli hlutfallslegri veiði miðað við það magn, sem af er að taka, ekki sízt er við bætist að véður hamla sjaldan veiðum. Veiðimöguleikar á ungsíld þeirri, sem árlega gengur í Eyja- fjörð, eru þvi áreiðanlega orðnir mjög miklir, ef til veiðanna er beitt hinum beztu tækjum, sem nú er völ á. Þessir möguleikar til stórfelldr- ar veiði hafa lítið verið notaðir til þessa. Hvort tveggja er að lengst af hefur markaður verið bundinn að mestu við beituþörf verstöðvanna við Eyjafjörð og þar í grennd og nú síðari ár einnig lítillega að auki við hrá- efnisöflun fyrir litla niðursuðu- verksmiðju, sem framleitt hefur síldarsardínur fyrir innanlands- markað — og að fullnægjandi veiðarfæri hafa ekki verið fyrir hendi fyrr en á allra síðustu ár- um. Aflinn í fyrravetur hefði tífaldast í verði. í nóv. sl. ár varð sú breyting á, að nokkrir hringnótabátar hófu smásíldarveiðar á innanverðum Eyjafirði og stunduðu þær þar til í febr.mán., en „nótabrúk“ héldu veiðunum áfram þar til í, ágúst- mán. sl. með nokkrum hléum. — Mestöll veiðin var lögð upp til bræðslu í síldarverksmiðjunni í Krossanesi. Tók verksmiðjan, að samanlögðu, alls á móti 40 þús. málum og mun útflutningsverð- mæti þess magns nema, að með- töldum uppmótum um 5,5 millj. króna. Þessi nýting á smásíldinni verður þó að teljast algerlega ófullnægjandi, þar sem hér er um að ræða mjög verðmæta vöru til manneldis. Samkvæmt verð- tilboðum erlendis frá, sem flm. er kunnugt um að liggja fyrir í niðursoðnar „síldarsardínur", unnar úr Eyjafjarðarsíld, mundi útflutningsverðmæti þess magns, sem fór til bræðslu mánuðina nóv.—ágúst sl. í Krossanesi, hafa numið 58 millj. kr., ef það hefði verið unnið í niðursuðuverk- smiðju, eða rúml. 11-falt meira en raun varð á. Kunnugt er, að meginið (1954 72,3%) af heildarútflutningi nið- ursoðinna sjávarafurða í Noregi, er sardínur úr „brislings“ eða smásíld. Þessar tvær tegundir af sardínum hafa löngum verið að- algrundvöllurinn undir vaxandi niðursuðuiðnaði Norðmanna og hefur tilvera þeirra leitt til þess að ýmsar aðrar tegundir hafa einnig verið framleiddar. Ekki leikur vafi á að ungsíldin, sem hér veiðist er miklum mun betra hráefni til vinnslu en það sem Norðmenn eiga kost á. Kemur þar einkum til greina hærra fitu- magn íslenzku ungsíldarinnar. — Hérlendis mun það nema 7—13% meirihluta árs, en í Noregi 4— 6%, þegar bezt lætur. Eins og eg hef áður getið um, starfar á Akureyri lítil niður- suðuverksmiðja. Getur hún unn- ið úr ca. 30 tunnum síldar á dag. Þrátt fyrir ófullnægjandi véla- kost, lítið framleiðslumagn og ýmsa aðstöðu mjög ófullkomna, hefur þessi verksmiðja framleitt nú upp á síðkastið fyrir útflutn- ing, í smáum stíl að vísu, og virð- ist ekki skorta mikið á, að sá út- flutningur geti verið arðvænleg- ur. Lítill vafi er á, að íramleiðsla í stórum stíl með nýtízku véla- kosti mundi jafna metin að fullu. Er hráefni nægilegt? Þá vaknar sú spurning, hvort um sé að ræða nægilegt hráefni til stórframleiðslu og hvort mark aðshorfur séu fullnægjandi. Að fyrra atriðinu hef eg áður vikið nokkuð. Því vil eg þó þar við bæta, að reynzla hefur sýnt að veiðitími smásíldarinnar er ætíð miklum mun lengri en annarrar síldar hér við land. Telja þeir, sem sérstaklega eru kunnugir innfjarðarveiði í Eyjafirði, að yf- irleitt megi reikna með 6 mánaða veiðitíma, sem gefi gott hráefni til niðursuðu, en nokkurn tíma árs lækkar fitumagn síldarinnar svo, að hún verður tæpast nýtt til þeirra hluta. Þá má og benda á, að enda þótt ungsíldargöng- urnar séu einna bezt þekktar í Eyjafirði ,er vitað að hún geng- ur víðar inn í firði norðanlands, t. d. Skagafjörð, og virðist því engan veginn útilokað að hugs- anlegur aflabrestur í Eyjafirði yrði að einhverju bættur með veiði á nálægum slóðum. Enn þarfnast það athugunar, hvort hagkvæmt væri að slík niður- suðuverksmiðja fengist við fram- leiðslu annarra útflutningsvara úr sjófangi þann tíma, árs, sem hún gæti ekki framleitt síldar- sardínur og þá hverra. Markaðshorfur. Um markaðshorfur fyrir fram- leiðslu slíkrar niðursuðuverk- smiðju verður ekki fullyrt að svo komnu. Hitt er vitað, að Norð- mönnum tekzt að selja sína fram leiðslu, enda þótt þar sá um lak- ari vöru að ræða. Einnig er vitað að tilboð um mjög veruleg kaup og stöðug bggja nú þegar fyrir og að kaupsýslumenn, sem forgöngu hafa haft um að afla þeirra til- boða, eru mjög bjartsýnir á sölu- möguleika slíkrar vöru víða um heim. Hér er ekki um að ræða lúxusvöru á borð við sumar vör- ur, sem vinna má úr Norður- landssíld,heldur tiltölulega ódýra framleiðslu, sem getur orðið al- menn neyzluvara í markaðslönd- um okkar og því seljanleg í miklu magni. Flm. þessarrar þál. virðist allt benda til þess, að með því að koma upp fullkominni og stór- virkrd niðursuðuverksmiðju á Akureyri, sem einkum væri ætl- að að hagnýta smásíldina í Eyja- firði, mætti skapa nýja útflutn- ingsgrein, sem gæfi milljónatugi gjaldeyris og veitti jafnframt mikla atvinnu. Þessi útflutnings- aukning fengist úr hráefni, sem til þessa hefur lítið verið notað, eða þá á mjög ófullnægjandi hátt, en er auðveldara að afla en e. t. v. nokkurs annars hráefnis, sem fiskiðnaður okkar byggist á. Rannsókn nauðsynleg. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að undirbyggja slíka framkvæmd svo vel sem nokkur kostur er á, og því er þál. þessi borin fram, að svo geti orðið, enda eru sumir þættir þeirrar athugunar, sem nauðsynleg verður að teljast, naumast á færi annarra en opin- berra aðila. Það er kunnugt, að niðursuðu- iðnaður okkar hefur fram til Helgileikurinn Bartimeus blindi var frumsýndur í Akureyrar- kirkju á afmælisdegi kirkjunnar, 17. þ. m., og tókst sýningin með ágætum. Aðsókn var svo mikil, að kirkjan var troðfull og hús- fylli varð aftur á þriðjudags- kvöldið, þegar leikurinn var fluttur í annað sinn. Upphaflega var ætlunin, að aðeins yrðu þessar tvær sýningar, en vegna hinnar miklu aðsóknar var leik- urinn sýndur í þriðja sinn í gær- kvöld. Ágúst kvaran var leikstjóri og fórst það vel, svo sem vænta mátti. Hann annaðist einnig hlut- Hvað dvelur ríkis- stjórnina? íslenzkum almenningi þykir ríkisstjórnin svifasein og at- hafnalítil í landhelgisstríðinu við Breta. Hvaðanæía af landinu hafa heiuii borizt áskoranir um að slíta stjóm- málasambandi við Breta meðan þeir halda uppteknum hætti um rán og vopnað of- beldi á löglegu yfirráðasvæði íslenzku þjóðarinnbr, virða að engu íslenzk lög né heldur þær reglur, sem enginn ágrein ingur er um að séu alþjóða- lög, og hafa í liótunum mn að drepa íslenzka löggæzlumenn og sökkva íslenzkum varð- skipum. Það mun varla fyrirfinnast sá maður, sem ekki telur sjálfsagt, að stjórnmáiasam- bandi við ræningjaþjóðina sé slitið, en samt er ekkert að- hafst. Við hvað er ríkisstjóm- in hrædd? Sér hún ekki það, sem allur almenningur sér, að öruggasta ráð okkar til að vinna fullnaðarsigur í land- helgisdeilunni er, að sýna Bretum alla þá alvöm og hörku, sem við getum. At- hafnaleysið í þessu máli er okkur hættulegast. Við eig- um að segja slitið stjórnmála- sambandi við Breta og segja okkur úr Atlantshafsbanda- laginu. Það er öruggasta og sjálfsagðasta leið okkar til sigurs. verk lesara og naut hin þrótt- mikla rödd hans sín þar með ágætum. Með aðalhlutverkið í leiknum, hlutverk blinda manns- ins, fór Ámi Jónsson og mun það hafa verið vel valið. Önnur hlut- verk önnuðust: Sverrir Pálsson, Matthildur Sveinsdóttir, Jóhann Valdemarsson, Björg Baldvins- dóttir, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Ólafsson, Guðný Sigurðardóttir, Erla Kristjáns- dóttir, Anna G. Jónasdóttir, Anna Þ. Þorkelsdóttir og Guðný Ögmundsdóttir. Auk þess að- stoðuðu sóknarprestarnir og (Framhald á 4. síðu.) f þessum mánuði vann Guðmundur Adólfsson, Hlíðargötu 10, Moskvitch-bifreið í Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Mynd þessi var tekin, er Finnur Daníelsson, unrboðsmaður DAS á Akureyri, afhenti Guðmundi (t. h.) bifreiðina. Ljósm.: Gísli Ólafss. (Framhald á 4. síðu.) Mikil aðsókn að helgileiknum Bartimeusi blinda

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.