Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.05.1959, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 15.05.1959, Qupperneq 1
VERKHmflÐURinn XLII. árg. Akureyri, föstudaginn 15. maí 1959 18. tbl. Alþingiskosningar lara fram 28. júní næslkomandi Þinghaldi ársins 1958 lauk í gær Hinn 11. þ. m. gaf forseti fs- lands út forsetabréf um þingrof og almennar kosningar til Al- þingis 28. júní 1959. Alllengi hef- ur verið búizt við því, að kosn- ingar yrðu þennan dag og ýmiss undirbúningur kosninganna haf- inn, m. a. hafa stjórnmálaflokk- arnir þegar tilkynnt mörg fram- boð og eru sem óðast að ganga frá framboðum í þeim kjördæm- um, þar sem það hefur ekki ver- ið gert ennþá. Ekki er ennþá fullljóst, hversu margir flokkar bjóða fram að þessu sinni ,en það verða a. m. k. Alþýðubandalagið, Alþýðuflokk- urinn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. En að auki má búast við að Þjóðvernar- flokkurinn bjóði fram í einhverj- um kjördæmum, sennilega þó ekki nema í Reykjavík. Umræð- ur hafa að undanförnu farið fram milli Þjóðvarnarflokksins og Al- þýðuflokksins um, að þessir flokkar biðu fram sameiginlega í Reykjavík og þá undir nafni A1 þýðuflokksins til þess að reyna þannig að tryggja Alþýðuflokkn- um að fá mann kosinn í Reykja- vík, en fullyrt er nú, að endan- lega hafi slitnað upp úr þessum viðræðum og Alþýðuflokkurinn muni neyðast til að róa einn á báti í Reykjavík. En furðulegt verður það að teljast, að Þjóð- varnarflokkurinn, sem hefur það eina mál á sinni stefnuskrá, að herinn verði látinn víkja úr landi, skuli hafa léð máls á því, að til greina kæmi sameiginlegt fram- boð hans og Alþýðuflokksins, harðsvíraðasta hernámsflokksins. Um kosningahorfur almennt er nokkuð snemmt að spá ennþá, en óhætt er þó að slá því föstu, að Þjóðvarnarflokkurinn fær engan mann kjörinn, þó að hann kunni að bjóða fram, og mjög sterkar líkur eru til að eins fari fyrir Al- þýðuflokknum. Að vísu er talið að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að veita honum stuðning á Seyðis- Framhald á 2. siðu. Framboð Alþýðu- bandalagsins í Útsýn, blaði Alþýðubanda- lagsins, sl. mánudag voru þessi framboð tilkynnt: í Hafnarfirði: Geir Gunnarsson, skrifstofustjóri Hafnarfjarðarbæj arf. Geir er fæddur í Hafnarfirði 12. apríl 1930 og hefur alla tíð átt þar heima. Hann var í framboði í Hafnarfirði við síðustu kosningar og náði þá mjög góðum árangri. Hann varð þá annar landskjörinn varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins og hefur nokkrum sinnum setið á þingi í forföllum á kjör- tímabilinu. Nú hafa Hafnfirðing- ar mikinn hug á að tryggja hon- um setu á þingi. í Austur-Húnavatnssýslu: Lár- us Valdimarsson verðlagseftir- litsmaður. Lárus er fæddur að Kollugerði á Skagaströnd 29. nóv. 1928. Hann var einnig í framboði fyrir Alþýðubandalagið í Austur-Húnavatnssýslu í kosn ingunum 1956 og gat sér hið bezta orð. Hann er fulltrúi A1 þýðubandalagsins í hreppsnefnd Höfðakaupstaðar og hefur látið sér mjög annt um framfaramál kauptúnsins og sýslunnar allrar. Kosningaskrifstofa Aiþýðubanda- lagsins opnuð í dag Verður opin kl. 10-12 og 16-19 daglega Alþýðubandalagið, Akureyri, opnar í dag kosningaskrif- stofu sína og verður hún framvegis opin alla daga frá kl. 10 til 12 fyrir hádegi og kl. 4 til 7 eftir hádegi. Skrifstofan verður í Ásgarði (Hafnarstræti 88), sími augl. í næsta blaði. Mjög áríðandi er, að stuðningsmenn Alþýðubandalagsins hefji nú þegar vinnu við undirbúning kosninganna af fullum krafti og hafi sem oftast samband við skrifstofuna. Þar liggur frammi kjörskrá fyrir Akureyrarkaupstað, og er þeim, sem ný- lega haía flutt í bæinn, sérstaklega bent á að athuga, hvort þeir eru á kjörskrá. Nauðsynlegt er, að skrifstofunni berist sem fyrst upplýsing- ar um alla þá, sem líklegt er að dveljist utan bæjar á kjördag, svo að unnt verði að hafa samband við þá og atkvæði þeirra komist til skila í tæka tíð. Skrifstofan tekur við framlögum í kosningasjóð Alþýðu- bandalagsins. Alþýðubandalagið á enga sjóði til að kosta und- irbúning kosninganna og verður í þeim efnum algerlega að treysta á frjáls framlög stuðningsmanna sinna, skilning og fórnfýsi. Undirbúningur kosninganna kostar mikla vinnu og mikið fé, en á miklu veltur, að sá undirbúningur sé nægjan- lega vel af hendi leystur. Alþýðubandalagið hefur mikla möguleika til að vinna stóra sigra í þessum kosningum, og þá möguleika verður að nýta til fulls. Atvinnutekjur af yfirvinnu við út- flutningsframleiðsluna skaftfríar Tillaga Alþýðubandalagsins um þetta loks samþ. Árið 1954 var í fyrsta skipti flutt á Alþingi frumvarp þess efnis, að tekjur manna af yfir- vinnu í þágu útflutningsfram- leiðslunnar yrðu ekki skattlagð- ar. Var frumvarpið þá flutt af Stiórnmálasambandi viS Brela verði sliliS og afhugaS um úrsögn úr bandalaginu Skorinorð ályktun sýslunefndar Eyjafj.sýslu Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu var haldinn á Akureyri dagana 4. —9. maí sl. og voru nefndarmenn mættir fyrir alla hreppa sýslunn- ar. Fundinum stjórnaði Sigurður M. Helgason settur sýslumaður. Afgreidd voru öll venjuleg sýslufundarmál auk ýmissa ný- mæla. Helztu málefni sýslufund- arins, eins og jafnan, voru vega- málin. Áætlað fé til sýsluveganna á þessu ári er rösklega 377 þús. krónur. Helztu liðir á gjaldaáætl- un sýslusjóðs eru stjórn sýslu- mála 36 þús., til menntamála um 24 þús., þar af 10 þús. til byggða- safns, til búnaðarmála 122 þús., til heilbrigðismála um 83 þús. og 45 þús. í ýmis gjöld, þar af 10 þús. til kaupa á nýrri flugvél til sjúkraflutninga. Fundurinn sendi Friðjóni Skarphéðinssyni, dómsmálaráð- herra, og Þórarni Eldjárn, sýslu- nefndarmanni, sem ekki gat mætt sökum sjúkleika, kveðjur fund- arins. í landhelgismálinu samþykkti fundurinn svohljóðandi ályktun „Aðalfundur sýslunefndar Allanlshals- Eyjafjarðarsýslu, haldinn á Akureyri í maí 1959, lýsir ein- huga fylgi sínu við stækkun landhelginnar í 12 mílur og þakkar landhelgisgæzlunni drengileg og vel unnin störf í erfiðri og áhættusamri baráttu sinni á hafinu undanfarna mánuði, við hina brezku of- beldismenn. Jafnframt skorar fundurinn á rikisstjórnina að slíta nú þegar stjórnmálasambandi við Breta og taka til alvarlegrar íhugunar að íslcndingar segi sig úr Atlantshafsbandalaginu meðan ein voldugasta þjóð þess lætur sér sæma að beita smæsta aðildarríkið svo skefja- lausu, hernaðarlegu ofbeldi.“ Karli Guðjónssyni, en varð ekki afgreitt. Síðan hafa þeir Karl og Gunnar Jóhannsson flutt sams konar frumvarp á hverju þingi en án árangurs. Nú í vikunni gerðust hins veg- ar þau tíðindi, er efri deid hafði til meðferðar stjórnarfrumvarp um breytingar á lögunum um tekju og eignaskatt, að Björn Jónsson tók upp í breytingartil- lögu við það frumvarp meginefn ið úr frumvarpi þeirra Karls og Gunnars. Fékk Björn Sigurvin Einarsson til að flytja tillöguna með sér og var hún samþykkt í deildinni, og síðan staðfest af neðri deild. Hefur þannig þessu mikilsverða hagsmunamáli verka fólks verið komið fram. Ákvæði laganna um skattfrelsi yfirvinnunnar er á þá leið, að frá tekjum skuli draga áður en skattur er á þær lagður „at' vinnutekjur þær, er skattþegn hefur aflað sér með eftir-, næt ur- og helgidagavinnu við störf þágu útflutningsframleiðslunnar og ekki eru orlofsskyldar." Þetta þýðir það, að af tekjum, sem menn hafa af yfirvinnu við þessi störf verður ekki skattskyld Framhald á 2. siðu. Eldhússdagsumræð- urnar Á mánudags- og þriðjudags- kvöld fóru fram eldhússdagsum- ræður á Alþingi, og gafst þjóð- inni þá tækifæri til að hlýða á málflutning fulltrúa þingflokk- anna, og hafa ræður þeirra verið helzta umræðuefni manna síðan. Stjómarliðið var mjög slappt að þessu sinni, enda erfitt fyrir það að koma fram fyrir þjóðina, ekki sízt „verkalýðsflokkinn“, sem í öllum málum hefur svikið verkalýðinn á því þingi, sem nú er að ljúka og jafnvel ráðist á kjör hans af meiri ósvífni en sjálft íhaldið hefur nokkru sinni þorað að gera. Alþýðuflokks- menimir voru enda rislægstir í þessum umræðum, og var t d. auðfundið, að varaforseta Alþýðu sambandsins, Eggert Þorsteins- syni, leið mjög illa. íhaldsmennimir reyndu að belgja sig út og þvo hendur sínar af óhæfuverkum ríkisstjómar- innar, en gekk það ekki vel, enda er sama, hvað þeir segja, allir vita, að Alþýðuflokksráðherram- ir eru aðeins þægir þjónar íhalds foringjanna. Framsóknarmennirnir töluðu mest um kjördæmamálið, og berja enn höfði við steininn með »ví að halda fram, að verið sé að vinna óhæfu- og ólánsverk með >ví að jafna kosningarétt kjós- enda í landinu og styrkja þannig lýðræðið. Hétu þeir ákaft á bændur og aðra íbúa sveitanna að duga sér nú og gefa sér meiri hluta á þingi til að koma í veg fyrir kjördæmabreytinguna. — „Mikil er trú þín, kona“, var ein- hvem tíma sagt. Og ekki er álit Framsóknarmanna á sveitafólk- inu mikið, ef það heldur að það geti vélað svo um fyrir því, að það trúi því að svart sé hvítt og hvítt svart, réttlæti ranglæti og ranglæti réttlæti. Ræður þingmanna Alþýðu- bandalagsins einkenndust af þrótti og trú á framtíðina. Þó að íhaldið ráði nú mestu í þessu landi, er Alþýðubandalagið sann- fært um, að betri tímar em fram- undan fyrir alþýðu þessa lands, ef hún lærir að standa saman um sín málefni, og einmitt nú eru miklar vonir til að svo verði. Al- þýðubandalagið er nú sá eini flokkur, sem á sviði stjórnmál- anna heldur uppi vörn og sókn fyrir alþýðu þessa lands, og um það hlýtur alþýðan að fylkja sér í þeim kosningum, sem í hönd fara. Verðlaun handa krötum í síðasta blaði Útsýnar er rit- stjórum Alþýðublaðsins heitið góðum verðlaunum, ef þeir geti upplýst eftirfarandi: „Hvar í heiminiun, utan fs- lands, er til Alþýðuflokkur (sósíaldemókratiskur flokkur), sem hefur verið lyft til valda af flokki stóreignamanna og atvinnu rekenda og hlítir forsjá íhalds- manna í stjórnarráði, þingi, bæj- arstjómum og verkalýðsfélög- um?“ Kosningaskrifstofa Alþýðu bandalagsins er í Ásgarði. Opii alla daga kl. 10—12 og 16—17. -

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.