Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.05.1959, Page 3

Verkamaðurinn - 15.05.1959, Page 3
Föstudaginn 15. maí 1959 VERKAMAÐURINN 3 Frá aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga Um 80 þúsund trjáplöntur voru gróðursettar á félagssvæðinu á síðasta ári Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn að Hótel KEA 7. þ. m. Fundinn sóttu 26 fulltrúar frá 8 deildum. Formaður félagsins, Guðm. K. Pétursson, flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu ári og kvað þau hafa farið að mestu eftir áætlun, þó hefði verið þröngt í búi fjár- hagslega, en miklu hefði munað, að KEA veitti félaginu 20 þús. kr. styrk á árinu og tekjur félagsins urðu þess vegna meiri en áætlað hafði verið. Þakkaði formaður kaupfélaginu þennan góða stuðn- ing. Þá hafði sjálfboðavinna verið með mesta móti, enda mjög vel skipulögð. Færði formaður öllum, sem að þessu höfðu unnið alúðar þakkir. Félagið hafði sem áður á hendi hirðingu Gróðrarstöðvarinnar. — Heimsóknir þangað voru svo margar, að ekki varð tölu á kom- Framkvæmdastjóri fór víða um héraðið, bæði einn og með erind- reka Skógræktarfélags íslands. Mælingar voru framkvæmdar á árssprotum og öðrum vexti í skógarreitum. Félagar voru 614 við árslok og hafði aðeins fjölgað um 12 á ár- inu. Benti formaður á, að enn horfði alvarlega með það, hve fá- ir félagsmenn væru. Gróðursettar voru á árinu sam- tals um 80 þús. plöntur. Úr gróðrarstöð félagsins voru af- hentar 36.783 plöntur. Sáð var í 524 fermetra og dreifsettar rúm- lega 80 þús. pl. Sú nýung var upp tekin að potta plöntur til gróður- setningar, og var keypt vél til þeirra hluta. Hefur þessi aðferð reynzt vel syðra, en enn er ekki fengin reynsla á því hér. Fjárhagsáætlun. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar Skógræktarfélags Eyfirð- inga fyrir yfirstandandi ár eru kr. 266 þúsund. Tekjuliðir eru: Styrkur frá Skógræktarfélagi íslands kr. 35 þús., frá Akureyrarbæ 30 þús., frá Eyjafjarðarsýslu kr. 2 þús. og frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar kr. 1 þúsund, árgjöld deilda kr. 6 þús., frá Landgræðslusjóði kr. 50 þús., tekjur af uppeldisstöð kr. 140 þús. og vextir kr. 2 þúsund. Gjöld eru áætluð þessi: Styrk- ir til deilda kr. 30 þús., laun fram kvæmdastjóra og bifreiðakostn- aður kr. 38 þús., árgjald til Skóg- ræktarfélags Isands kr. 1200, kostnaður við uppeldisstöð kr. 140 þús., stofnkostnaður við upp- eldisstöð kr. 10 þús., kostnaður við skógarreiti kr. 45 þús. og óviss útgjöld kr. 1800. Eins og sést af framanskráðu er gert ráð fyrir, að rekstrar- kostnaður uppeldisstöðvar og tekjur af stöðinni standist á. — Formaður skýrði frá því, að ákveðið væri að ráða 16 drengi á aldrinum 12 til 14 ára til vinnu við gróðursetningarstörf, sam- kvæmt samkomulagi því, sem gert var við bæjarstjórn Akur- eyrar um unglingavinnu við gróðursetningu gegn hækkuðu framlagi frá Akureyrarbæ til 6kógræktarfélaganna. Vilja bændur láta land til skógræktar? Séra Benjamín Kristjánsson vakti máls á því á fundinum, að reynt yrði að fara þá leið í út- vegun lands til skógræktar, að auglýsa eftir, hvort bændur vildu ekki láta af hendi landskika til skógræktar á jörðum sínum. Margir bændur hafa yfrið land til umráða, og er ekki ósennilegt, að þeir vildu gjarnan að skóg- rækt verði hafin á jörðum þeirra. Hins vegar hafa bændur almennt ekki mikinn tima aflögu til að sinna slíkum störfum og ætti því að vera kærkomið að Skógrækt- arfélagið hlypi þar undir bagga. Sá tími er varla langt undan, að það verði metnaðarmál bænda að hafa sem fegursta skógarreiti á jörðum sínum. Kosningar. Úr stjórn skógræktarfélagsins áttu að ganga Ármann Dalmanns son, Benjamín Kristjánsson og Helgi Eiríksson, en voru allir endurkosnir. Fulltrúar á aðal- fund Skógræktarfélags íslands voru kosnir: Ármann Dalmanns- son Guðmundur Karl Pétursson, Tryggvi Þorsteinsson, Steindór Steindórsson, Benjamín Krist- jánsson og Sigurður O. Björns- son. Bók um Önnu Frank Á næsta hausti gefur Kvöld- vökuútgáfan út bók um Önnu Frank, sem þýzkur blaðamaður, Ernst Schnabel hefur ritað og náð hefur mikilli útbreiðslu og verið þýdd á fjölda tungumála. 1 bók þessari skýrir höfundur frá viðtölum sínum við 42 einstakl- inga, sem þekktu Önnu frá barn- æsku og margir dvöldu með henni í fangabúðunum þýzku. Á íslenzku heitir bókin Hetja til hinztu stundar og er þýdd af Jónasi Rafnar lækni, en Krist- björg Kjeld leikkona, sem lék hlutverk Önnu Frank, er leikritið um ævi hennar var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu, ritar formálsorð fyrir bókinni. MÍR AÐALFUNDUR Akureyrardeildar MÍR verður í kvöld (föstudag) kl. 8.30 í Ásgarði. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvikmynd. STJÓRNIN. Alþýðufl. í greipum íhaldsins og til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins er óvirt með því að svipta hana sjálfstæði því, sem venjulegar ríkisstjórnir hafa. íhaldið mun nú ákveða ýmis framboð Alþýðuflokksins. Þannig vill íhaldið hafa Jónas pýramída- spámann frambjóðanda Alþýðu- flokksins á Seyðisfirði og Áka á Siglufirði. Hvort tveggja mun þetta þó vera í andstöðu við vilja Alþýðuflokksmanna. En íhaldið ræður Alþýðuflokkn um. Það segir honum, hvað hann eigi að lækka kaup verkamanna mikið og hvað skuli gefa at- vinnurekendum mikið. Þannig er komið fyrir Alþýðu- flokknum. — ("Útsýn.) AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA verður haldinn £ Nýja-Bíó, Akureyri, miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. maí 1959. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis miðvikudaginn 27. maí. DAGSKRÁ: 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 2. Skýrsla stjórnarinnar. 3. Skýrsla framkvæmdastjóra. - Reikningar fé- lagsins. - Umsögn endurskoðenda. 4. Ráðstöfun ársarðsins og innstæðna innlendra afurðareikninga. 5. Erindi deilda. 6. Framtíðarstarfsemi. •• 7. Onnur mál. 8. Kosningar. Akureyri 7. maí 1959. DOPPÓTT SUMARKJÓLAEFNI Þarf ekki að strauja. HVÍT GLUGGATJALDAEFNI tekin upp í dag. ÓDÝRAR VINNUSKYRTUR VERZLUNIN LONDON Aumkunarverður flokkur er Alþýðuflokkurinn. Nú ræður íhaldið gerðum hans í einu og öllu og lætur hann jafnvel einan taka ábyrgð á óvinsælustu verk- unum. Fyrir ári síðan réð Fram- sókn yfir Alþýðuflokknum eins og sínum eigin flokki. En svo sveik Alþýðuflokkurinn samning sinn við Framsókn. í verkalýðshreyfingunni samdi Alþýðuflokurinn við íhaldið, en á síðasta Alþýðusambandsþingi sveik Alþýðuflokkurinn þann samning. Næst samdi Alþýðuflokkurinn við Alþýðubandalagsmenn um sambandsstjórn í Alþýðusam- bandinu, en strax næstu daga sveik Alþýðuflokkurinn það samstarf með nýjum samningi við íhaldið um almenna kaup- lækkun. Nú lætur Alþýðuflokkurinn samþykkja milljónagjafir til stór- atvinnurekenda. Nú lætur íhaldið Alþýðuflokk- inn samþykkja að afnema orlofs- lögin, samþykkja að skera niður framlög til skóla og sjúkrahúsa, samþykkja að lækka lögboðin framlög dl verkamannabústaða Nonnahúsið verður opið á ann- an hvítasunnudag kl. 2.30—4 e. h. og framvegis á hverjum sunnu- degi á sama tíma. Annarra orð Gunnar Dal rithöfundur segir í Tímanum í gær um Alþýðu- flokkinn: „Héðan af fer bezt á því fyrir alla aðilja að þögnin og gleymsk- an breiði miskunnsama vængi sína yfir minningu hans — flokksins, sem sveik allar hugsjón ir sinar, verkalýðsflokksins, sem gekk á mála hjá íhaldinu, flokks skáldsins og hugsjónamannsins Þorsteins Erlingssonar, sem nú endar skeið sitt með því að gefa út blað sitt fyrir erlent mútufé.“ SAMSÖNGUR. Geysir syngur í Nýja-Bíó á Akureyri 2. hvítasunnudag kl. 3.15 e. h. og miðvikud. 20. þ. m. á sama stað kl. 9 e. h. Nánar í götuauglýsingum.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.