Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.11.1959, Side 1

Verkamaðurinn - 27.11.1959, Side 1
VERKfllTlflÐUfiitin XLII. árg. Akureyri, föstudaginn 27. nóvember 1959 41. tbl. Alþýðubandalagið er í andstöðu við þa ríkissljórn, sem tekið hefur viS völdum Árásir á lífskjör og réttindi vinnandi stétta eru nú yfirvofandi Hinn 20. þ. m. settist ný ríkisstjórn að völdum, samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, undir forsæti Olafs Thors. Ólafur kynnti hina nýju stjóm á Alþingi að lokinni þingsetningu, sem fram fór sama dag og stjórnin tók við. — Ráðherrar eru, auk Ólafs, sem heita má valdalaus í stjórninni, Bjami Benediktsson dómsmála- og iðnaðarmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, Ingólfur jónsson landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra, Emil Jónsson sjáv- arútvegs- og félagsmálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason mennta- mála- og viðskiptamálaráðherra og Guðmundur 1. Guð- mundsson utanríkisráðherra. lýsti því yfir, að Alþýðubanda- lagið væri í andstöðu við þessa ríkisstjórn. Það er ljóst, að stjórnarand- staðan er nú sterk, og ef þeir flokkar, sem í andstöðu eru við stjórnina, Alþýðubandalagið og Framsóknai-flokkurinn, bera gæfu til að standa sameiginlega vörð um lífskjör hins vinnandi fólks til sjávar og sveita, eru nokkrar vonir til, að ríkisstjórnin þori ekki að ganga jafn langt í árásum á lífskjörin og ella mundi. En þess verður áreiðanlega þörf, að vel verði staðið á verði. Ræða Einars Olgeirssonar Ólafur Thors flutti Alþingi stetfnuyfirlýsingu hinnar nýju stjórnar, en sú stefnuyfirlýsing er að því leyti sérstæð, að þar kemur ekkert fram um það, hvaða stefnu stjórnin hyggist taka í hinum þýðingarmestu málum. Er aðeins sagt, að sér- fræðingar vinni að rannsókn efnahagsmálanna, og ríkisstjórn- in muni leggja fram sínar tillög- ur að þeirri rannsókn lokinni. En síðan eru taldin upp fjögur atr- iði, sem stjórnin hafi ákveðið að beita sér fyrir „til að tryggja, að þær heildarráðstafanir, sem gera þarf, verði sem réttlátastar gagn- vart öllum almenningi.11 Þessi fjögur atriði eru: Að hækka verulega bætur almannatrygg- inganna, að afla lánsfjár til íbúðabygginga, að koma lána- sjóðum atvinnuveganna á traust- an grundvöll og að endurskoða skattakerfið. Um þessar ráðstafanir, þessi fjögur atriði, er ekki nema gott eitt að segja. En vert að veita því athygli, að ríkisstjórnin * ætlar ekki að gera þetta til að bæta kjör alþýðunnar, heldur til þess, Húsavíkurbátar róa með net Ilúsavík í gær. — Hér hefur verið óstillt tíð að undanförnu, en þó er róið þegar gefur og hafa smábátarnir aflað sæmilega. Stærri bátamir hafa einnig ró- ið upp á síðkastið með net og fengið dágóðan afla, Mikið hefur rignt undanfarna daga og snjórinn minnkað. Fjölsótt G-listahátíð á Húsavík Húsavík í gær. — Sl. laugar- dagskvöld héldu Alþýðubanda- lagsmenn á Húsavík G-listahátíð og var hún fjölsótt. Þar flutti Páll Kristjánsson ræðu, kvartett söng, þá var upplestur, gamanþáttur og að lokum dans. Var samkoin- an í alla staði hin ánægjulegasta. að gera heildarráðstafanirnar ,sem réttlátastar gagnvart öllum almenningi.“ Má af því ráða, að heildarráðstafanirnar eiga að beinast gegn lífskjörum almenn- ings, en atriðin fjögur eiga að vera til þess að milda ráðstafan- irnar í augum almennings. Sterk stjómarandstaða. Eftir að Ólafur hafði flutt Al- þingi „stefnuyfirlýsinguna“ stóð Eysteinn Jónsson á fætur og lýsti afstöðu Framsóknarflokksins, sem hann kvað hvorki myndi styðja þessa ríkisstjórn né veita henni hlutleysi. Hann kvað Framsóknarflokkinn hafa viljað mynda nýja vinstri stjórn, en sem kunnugt er var Alþýðuflokk urinn ekki til viðtals um slíkt. Hann gat ekki hugsað sér sam- vinnu við aðra flokka en íhaldið. Næstur á eftir Eysteini talaði Einar Olgeirsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, og Hér fer á eftir meginmál þeirr- ar ræðu, sem að framan er getið, að Einar flutti á Alþingi eftir að Ólafur Thors hafði kynnt nýju stjórnina: „Alþýðubandalagið er í and- stöðu við þessa ríkisstjórn. Góð- um málum mun það vissulega fylgja, hvaðan sem þau koma, en oss uggir að alþýða manna megi vænta illra tíðinda og árása á hag sinn, þegar ein ríkisstjórn byrjar að berja barlóminn um að þjóðin hafi lifað yfir efni fram. Slíkur barlómur er venjulega yfirskyn afturhalds og yfirstétta til þess að skapa það pólitíska andrúmsloft, er geri hægara fyrir um árásir á lífskjör alþýðu. Það er ekki aðalmeinsemd ís- lenzks efnahagslífs, að þjóðin hafi lifað yfir efni fram, — heldur hitt að í heilan áratug var van- rækt að auka svo efni hennar, — þ. e. framleiðslutækin, — að þau stæðu undir eðlilegum og vax- andi kröfum fólks til lífsins, og að enn hefpr ekki verið komið heildarstjórn á þjóðarbúskap ís- lendinga, er sameini krafta þjóð- arinnar til voldugra, samstilltra átaka í uppbyggingu atvinnulífs- ins á grundvelli réttlátrar skipt- ingar þjóðarteknanna. Þeir tveir flokkar, sem nú hafa myndað sameiginlega ríkisstjórn, hófu í vetur harkalega árás á lífskjör alþýðu og réttindi verka- lýðssamtakanna. Stefnuyfirlýsing hæstvirtrar ríkisstjórnar og um- mæli stjórnarblaðanna gefa ástæðu til að óttast að reynt verði að halda áfram á þeirri óheillabraut lífskjararýrnunar og réttindaskerðingar. Það er venjulega vá fyrir dyr um hjá almenningi, þegar ríkis- stjórn fer að boða rannsókn sér- fræðinga, til að skapa „traustan efnahagsgrundvöll". Frá því ís- lenzk yfirvöld hættu að treysta eigin dómgrein í slíkum mál- um og tóku að sækja til út- lenzkra efnahagsráðunauta til þess háttar ráðlegginga hafa slík ir „sérfræðingar“ aldrei fundið annan traustan grundvöll fyrir gjaldeyri landsmanna en kaup- getuleysi almennings, þ. e. fá- tækt og atvinnuleysi hjá alþýðu manna. Gengislækkunin 1950 og atvinnuleysið, sem á eftir kom er ólýgnust raunin. Eg óttast af illri reynslu, að ráð Framhald á 4. siðu Akureyrardeild MlR sýnir kl 4 á sunnudaginn kvikmynd frá Heimsmóti æskunnar í Moskva. Úr gamanleiknum Á elleftu stundu. Svanhildur Leósdóttir, Haukur Ilaraldsson, Jón Kristinsson og Björg Baldvinsdóttir á sviðinu í öðrum þætti. — (Sjá grein á 4. síðu í blaðinu í dag.) VERÐUR ÞINGH) SENT HEIM? Heyrzt hefur, að nýja ríkis- stjórnin sé ekkert hrifin af því að hafa Alþingi sitjandi á rökstól- um, þar sem hún hafi engar til- lögur í efnahagsmálunum til að leggja fyrir það að svo stöddu. Talið er syðra, að stjómin hafi jafnvel í hyggju að gefa þing- mönnum frí næstu daga og kalla þá ekki til funda aftur fyrr en einhvern tíma eftir áramótin, jafnvel ekki fyrr en i febrúar. Tímann á meðan þingið cr í fríi ætlar stjórnin eflaust að notá til að sjóða saman einhverjar efnahagsmálatillögur, ef að „sér- fræðingar“ hennar ljúka þá eiri- hvern tíma störhun. En í sambandi við þetta váknar sri spurning, hvernig stjórnin ætli að komast hjá því að gera eitthvað í efnahagsmálununi strax um áramótin. Margir óttast, að útgerðin muni þá stöðvast, ef ekki verði búið að ganga frá starfsgrundvelli hennar og kjara samningum. En kannski hugsar ríkisstjómin ekkert uni það, hún ætlar e. t. v. að taka strax upp háttu fyrri íhaldsstjórna og láta veiðiflotann vera bundinn í höfn einn til tvo mánuði eftir ára- mótin. Ekki mun þó af veita, að gjald- eyris sé aflað, því að svo er nú komið, að alger skortur má heita á frjálsum gjaldeyri og hafa bankamir tekið fyrir allar stærri yfirfærzlur og viðskipti eru nú aðeins með eðlilegum hætti við jafnvirðiskaupalöndin. Eins og áður hefur verið bent á stafar þessi mikli gjaldefyris- skortur m. a. af því, að mikið af framleiðsluvörum ársins liggur enn óselt í landinu, og virðist kratastjórnin hafa verið ódugleg að selja og ennþá óduglegri að koma því á markað, sem selt hefur verið. Hvort þetta gengur eitthvað betur hjá íhaldinu, skal ósagt látið, en margt bendir þó til þess, að verzlunarmenn þess séu duglegri innflytjendur en út- flytjendur. Það skortir ekki braskara og alls konar spákaup- menn til að taka við gjaldeyrin- uiti og eyða honum, en færri munu leggja mikið á sig til að afla markaða crlendis fyrir okk- ar vörur. Mjög er hætt við, að á meðan íhaldsstjómin sitxer. og skortur verður á gjaldeyri, og það þarf víst varla að gera ráð fyrir öðru en skorti, þá muni braskaralýð- urinn sitja að lionum öðrum fremur, en erfitt verða uin leyf- isútveganir fyrir venjulega menn eða samvinnufélög. En vafalausl er, að gcgn samvinnufélögununi hyggst íhaldið nú snúa geiri sín- um af fullum krafti. Hin nýja stjórn er ráðvillt nú í upphafi og veit ekki hvað gera skal. Hún hefir nú í hyggju að senda þingið heim og ætlar að leggjast undir feld og hugsa mál- in. En skyldu ekki ráð hennar, þegar hún aftur skríður undan feldinum verða léttvægari en hjá Þorgeiri forðum? Er þess nokkur von, að hún verði ráðabetri í fe- brúar en hún er nú?

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.