Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.04.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 22.04.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 22. apríl 1960 VERKAMAÐURINN 3 Öllum þcim, sem veittu okkur samúð og hjálp við andlát og jarðarför sonar okkar, ELÍSAR, þökkum við af hjarta. — Guð blessi ykkur öll. Guðrún Guðmundsdóttir, Bjarni Þorbergsson. * l S Bezlu þakkir fyrir auðsýndan lieiður og vindttu d | Í sextugsafrnœli minu, þann 19. þessa mánaðar. ^ © ^ £ TRYGGVIHELGASON. t I ? Samsöngur KARLAKÓR AKUREYRAR i holdur samsöng í Nýja-Bíó í tilefni a£ 30 ára afmæli sínu. Föstudaginn 22. þ. m. kl. 9 e. h. og sunnudaginn 24. þ. m. kl. 2 e. h. Frá Iðnskólanum Skólanum verður slitið mánudaginn 25. þ. m. kl. 8.30 síðdegis. — Sýning verður á teikningum nemenda sunnudaginn 1. maí frá kl. 1—6 síðdegis í Húsmæðra- skólanum. SKÓLASTJÓRI. SOSIALISTAFELAG AKUREYRAR Félagsfundur mánudagskvöld kl. 8.30 í Ásgarði. D A G S K R Á : 1. Framhaldsumræður um flokksþingið. STJÓRNIN. 2. Félagsmál Frá bæjarskrifstofunni á Akureyri Athygli útsvarsgjaldenda í Akureyrarkaúpstað, sem enn ekki hafa að fullu lokið greiðslu útsvara frá 1959, skal vakin á eftirfarandi ákvæði í frumvarpi til laga um útsvör, sem nú liggur fyrir Alþingi. „Við álagningu útsvara 1960 skal leyía til frádrátt- ar tekjum útsvör, álögð 1959 og greidd sveitarsjóði að fullu fyrir 1. maí 1960.“ Akureyri 20. apríl 1960. BÆJARRITARINN. - TRYGGVI HELGASON SEXTUGUR (Framhald af 4. síðu.) Upphaf og þróun togaraútgerð- arinnar hér á Akureyri, sem nú er ein styrkasta stoðin undir at- vinnulífinu og afkomu almenn- ings, verður beint rakin til af- skipta og baráttu verkalýðsfélag- anna og þaðan til Tryggva Helga- sonar, sem þar hafði forustuna frá fyrstu tíð, eygði fyrstur möguleika meðan flestir eða allir ráðamenn bæjarins töldu að um skýjaborgir einar væri að ræða, þar til sigur vannst. Við, sem skipum verkalýðs- hreyfinguna og flokk sósíalista á Akureyri, eigum allir mikla þakk arskuld að gjalda Tryggva Helgasyni fyrir þrjátíu ára sam- starf og forustu. Árangur starfa hans er þegar orðinn mikill og áreiðanlega stórum meiri en í augum liggur opið við fyrstu sýn. En þakkarskuldin er ekki sprott- in af hinum áþreifanlega árangri einum, heldur því lífsláni okkar að hafa átt hann og eiga hann að baráttufélaga og vini. Eg veit því að eg mæli ekki aðeins fyrir sjálfan mig, heldur allra okkar félaganna, þegar eg flyt Tryggva og hans ágætu konu, Sigríði Þor- steinsdóttur, innilegustu ham- ingjuóskir og þakkir á þessum tímamótum í ævi hans og ber jafnframt fram þá eigingjörnu ósk, að við megum njóta mann- kosta hans og forustu um langan aldur. Það er að vísu satt, að snáð- arnir, sem léku sér í fjörunni á morgni aldarinnar, eru teknir að reskjast og ný kynslóð hefur ver- ið kvödd til skips, djarfleg í fasi, trúuð á mátt sinn og hlutverk sitt í lífinu. Það eru menn eins og Tryggvi Helgason, sem með starfi sínu, þrotlausri baráttu fyrir bættum lífskjörum og framför- um hafa mótað þessa kynslóð í ríkum mæli. Tryggvi Helgason er einn hinna fremstu, sem hafa verið í fararbroddi fyrir nýjum tíma fyrir íslenzka sjómannastétt. Þess vegna kýs hún að eiga hann að foringja og fyrirsvarsmanni, þótt árin færist yfir, og mun enn gera lengi, ef gifta ræður. Björn Jónsson. TILKYNNING NR. 16, 1960. Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið hámarksverð á eftirtöldum unnum kjötvörum svo sem hér segir: Heildsöluverð Smásöluverð Vínarpylsur, pr. kg. ... kr. 23.65 kr. 29.00 Kindabjúgu, pr. kg. . . — 21.70 - 27.00 Kjötfars, pr. kg — 14.65 - 18.00 Kindakæfa, pr. kg — 29.15 - 39.00 Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 13. apríl 1960. VERÐLAGSST JÓRINN. SPIL AKVÖLD HJÁ IÐJU Iðjuklúbburinn verður sunnudagskvöldið 24. þ. m. kl. 8.30 í Alþýðu- húsinu. Spiluð félagsvist, góð kvöldverðlaun. Dans á eftir. Hljómsveit hússins leikur Helena syngur með hljóm sveitinni. — Fjölmennið. Skemmtið ykkur. Hvergi meira fjör. Stjórnin. ATVINNA! Umsjónarmannsstarfið við íþróttavöll bæjarins er laust til umsóknar. Upp- lýsingar um kjör og störf gefur Tryggvi Þorsteins- son, Munkaþverárstr. 5, sími 1281. Umsóknarfrest- ur til 10. maí. Vallarráð. AUGLYSING um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Ak- ureyrarkaupstaðar og Eyjaf jarðarsýslu Samkvæmt umferðalögum tilkynnist hér með, að aðal- skoðun bifreiða fer fram á Akureyri frá 26. apríl til 3. júní n. k. að báðum dögum meðtöldum, sem hér segir: Þriðjudaginn 26. apríl Miðvikudaginn 27. apríl Fimmtudaginn 28. apríl Föstudaginn 29. apríl Mánudaginn 2. maí Þriðjudaginn 3. maí Miðvikudaginn 4. maí Fimmtudaginn 5. maí Föstudaginn 6. maí • Mánudaginn 9. maí Þriðjudaginn 10. maí Miðvikudaginn 11. maí Fimmtudaginn 12. maí Föstudaginn 13. maí Mánudaginn 16. maí Þriðjudaginn 17. maí Miðvikudaginn 18. maí Fimmtudaginn 19. maí Föstudaginn 20. maí Mánudaginn 23. maí Þriðjudaginn 24. maí Miðvikudaginn 25. maí Þann 27. og 30. maí n. k. fer fram skoðun á reiðhjól- um með hjálparvél og enn fremur á bifreiðum sem eru í notkun í umdæminu en skrásettar eru annars staðar. Ber bifreiðaeigendum að færa bifreiðir sínar til bif- reiðaeftirlitsins Gránufélagsgötu 4, þar sem skoðun fer fram kl. 9—12 og 13—17, hvern auglýstan skoðunar- dag. Skoðun bifreiða fer franl á Dalvík dagana 2. og 3. júní n. k. fyrir Árskógs-, Dalvíkur- og Svarfaðardals- hreppa, frá kl. 10 f. h. til kl. 17 e. h. báða dagana og gildir því ofanskráð ekki urn bifreiðir úr þeim hrepp- um. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Enn fremur ber að sýna skilríki fyrir því að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi, svo og kvittun fyrir opinberum gjöldum. Áður en skoðun fer fram, ber þeim er viðtæki hafa í bifreiðum að greiða afnotagjaldið. • Enn fremur ber þeim bifreiðaeigendum, sem hafa farþegaskýli og tengivagna að niæta með þau tæki við skoðun. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á tilteknum tíma, án þess að tifkynna um lögleg forföll, verður bifreiðaeigandi látinn sæta ábyrgð samkvæmt umferðalögum og bifreiðin tekin úr uimferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum, er hlut eiga að máli til eftirbreytni. Bæjarfógetinn á Akureyri og sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Akureyri, 11. apríl 1960. SIGURÐUR M. HELGASON — settur. — A—1 — A—50 A—51 — A-100 A—101 — A-150 A-151 — A-200 A-201 — A-250 A-251 — A-300 A-301 — A-350 A-351 — A-400 A-401 — A-450 A-451 — A-525 A-526 — A-600 A-601 — A-675 A-676 — A-750 A-751 — A-825 A-826 — A-900 A-901 — A-975 A-976 — A-1050 A-1051 — A-1225 A-1226 — A-1300 A-1301 — A-1375 A-1376 — A-1450 A-1451 A-1525

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.