Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.05.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 13.05.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 13. maí 1960 Nýtt iðnfyrirtæki á Akureyri Sparar togurum og togbátum fé og þjóðinni erlendan gjaldeyri I»au munu ekki mörg iðnfyrirtækin hér á landi, sem geta státað af því, að þau selji framleiðsluvörur sínar lægra verði en fob-verð sambærilegrar vöru er erlendis. En hér í bæ er fyrir nokkru tekið til starfa fyrirtæki, sem selur sína vöru mun lægra verði en hægt er að fá hana erlendis og á að geta sparað þjóðinni I—IV2 milljón króna í gjaldeyri árlega. húsnæði, og takmarkast fram- Þetta fyrirtæki er ennþá nafn- laust, en það er til húsa við Kald baksgötu og aðaleigendur þess eru feðgarnir Albert Sölvason járnsmíðameistari og Jón Guð- mann Albertsson vélaverkfræð- ingur. Sú vara, sem fyrirtækið framleiðir er járnbobbingar þeir, sem notaðir eru á togvörpur tog- ara og togbáta. Fram til þessa hafa allir þeir bobbingar, sem togararnir hafa notað, verið keyptir erlendis fullsmíðaðir. En á fyrra ári hófu framangreindir feðgar að útbúa verkstæði eða litla verksmiðju, sem gæti smíðað bobbingana úr plötujámi, og í síðastliðnum mar^anánuði hófst framleiðslan. Vélakost og tæki verksmiðj unnar hafa þeir að mestu smíðað sjálfir, aðeins eina vél, suðuvél hafa þeir keypt tilbúna erlendis frá. En vélar þær, sem þeir hafa smíðað, teiknaði Jón Guðmann einnig með tilliti til þessarrar sérstöku notkunar. Virðist gerð þeirra hafa heppnast mjög vel, og er ástæða til að ætla, að bobbingarnir frá þessarri litlu verksmiðju reynist sízt verri en erlendir bobbingar. Ennþá munu þeir ekki komnir í notkun nema hjá Akureyrartogurunum og hafa þar líkað vel. og leiðslugeta hennar mjög af því. Við þessa aðstöðu mun ekki unnt að framleiða nema sem svarar helmingi árlegrar þarfar tog- skipanna fyrir þobbinga. En eig- endurnir hafa hug á að komast í betra húsnæði áður en langir tímar líða og geta þá aukið fram- leiðsluna svo, að fullnægi allri þörf fyrir þessa . framleiðslu í landinu, og jafnframt hafa þeir í huga, að taka þá upp smíði fleiri hluta fyrir útgerðina, eink- um í sambandi við veiðarfærin. Að svo komnu vinna aðeins þrír menn í verksmiðjunni, einn maður auk þeirra feðganna, Al- berts og Jóns Guðmanns. Þegar verksmiðjan hefur fengið að- stöðu í betri húsakynnum til að auka framleiðshma, telja þeir, að þurfa myndi fimm menn til að anna allri eftirspurn eftir bobb- ingum, en þeir eru hvergi annars staðar smíðaðir hér á landi, heldur hafa allir verið fluttir inn. Innanlandsflugið í sumar Sumaráætlim innanlandsflugs Flugfélags íslands h.f. gekk í gildi 1. maí síðastl. Samkvæmt hinni nýju áætlun fjölgar ferðum verulega frá því sem var í vetur, og er gert ráð fyrir örari flugferðum til ýmissa staða en sl. sumar. Þannig eru þrjár ferðir á dag milli Reykja- víkur og Akureyrar: mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstu- daga, en tvær ferðir aðra daga. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir á dag, nema sunnudaga og mánudaga, þá ein ferð. Til ísa- fjarðar og Egilsstaða verða flug- ferðir alla virka daga og eftir 9. júní hefjast einnig sunnudaga- ferðir til ísafjarðar. Til Horna- fjarðar verða þrjár ferðir í viku. Tvær ferðir á viku verða til eft- irtalinna staða: Fagurhólsmýrar, Flateyrar, Húsavíkur, Kópa- skers, Patreksfjarðar, Sauðár- króks, Siglufjarðar, Þingeyrar og Þórshafnar. Ein ferð á viku verður til Hólmavíkur og Kirkju bæjarklausturs og frá Vest- mannaeyjum til Hellu og Skóga- sands. Eftir að ísafjarðarflugvöllur verður fullgerður og tekinn í notkun, leggst flug til Flateyrar niður. Þá er ekki gert ráð fyrir flugi til Blönduóss í sumaráætl- un félagsins. * 1 ■ 11111 ■ 111111 ■■ 1 ■ 1 ■ ■ 11111 ■■ 111 ■ 1 ■ ■ 1 • ■ 111 ■ 1 ■ 1 ■ 1111 ■ 111111 ■ 1111111 m 11 ■ 1 n 11 ■ ■ 1 m ■ 1 ■ 111 ■ 1 11111111111111111111111*^ Ávarp fil safnaðar Ak.kirkju Gjaldeyrissparnaður. Enda þótt mikill hluti af verði hvers bobbings sé erlent efni, þ. e. járn, þá verður verulegur gjaldeyrisspamaður af því, að smíða þá í landinu fremur en að flytja þá inn fulltilbúna. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Albert Sölvason gaf fréttamönn- um nú í vikunni, hefur árleg notkun togaranna af bobbingum verið að meðaltali sem næst 75 stykki á hvert skip, og árlegur gjaldeyrisspamaður af því að smíða alla þessa boþþinga í land- inu ætti að verða ein til ein og hálf milljón króna. Og lægra verð. En auk gjaldeyrissparnaðarins selur þetta umrædda fyrirtæki framleiðslu sína á lægra verði en fob-verð bobbinga er nú í t. d. Englandi. Aðallega eru notaðar tvær stærðir, og er stærri gerðin frá verksmiðjunni nú ca. 70 kr. og minni gerðin ca. 127 kr. ódýr- ari en fob-verð er í Englandi. — Minni gerðin kostar frá verk- smiðjunni kr. 900.00 og sú stærri kr. 1200.00. Ófullkomið húsnæði. Umrædd bobbingaverksmiðja er, eins og áður segir, við Kald- baksgötu í litlu og ófullkomnu Eins og kunnugt er hafa for- ráðamenn Akureyrarsafnaðar ákveðið, að kirkjan eignist vandað og fullkomið pípuorgel. Vonir standa til, að það verði komið fyrir 17. nóv. n.k. Þá verður Akureyrarkirkja 20 ára, en eftir 3 ár verður öld liðin síðan kirkja var reist í þænum. Að dómi færustu sérfræð- inga hefur Akureyrarkirkja hin beztu skilyrði til hljómlistar- flutnings og hefur gerð og stærð orgelsins verið áformað í samræmi við það. Nú er hafin smíði orgelsins í Þýzkalandi og miðar verkinu vel áfram. Ollum má Ijóst vera, að söfnuðurinn þarf að standa saman um þetta velferðarmál kirkjunnar. Þó að nokkuð hafi safnazt til að greiða orgelið, vantar enn mikið á, að nægilegt fé sé fyrir hendi til þess að greiða það að fullu. Þess vegna viljum við hvetja Akureyrarsöfnuð til þess að ljá málinu- lið-. Ef allír leggja fram sinn skerf, verður orgelið auð- veldlega greitt á tilsettum tíma. Tímamótin vekja oss til um- hugsunar, hvers virði kirkjan sé og hennar starf. Hljómlistin er veigamikið atriði í hverri kirkjulegri athöfn. Ekki verður of miklu varið til að skapa þá tóna, sem dýpstum áhrifum valda í sál þess safnaðar, sem hrifinn er til söngs og lofgerðar fyrir augliti skaparans. Kirkja vor hefur oft verið nefnd Matthíasarkirkja. — Hér var þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson prestur í 14 ár. — Á 20 ára afmæli kirkjunnar verða liðin rétt 125 ár frá fæð- indardegi hans. Varla væri hægt að hugsa sér fegurri minn isvarða í kirkju vorri um hið fræga þjóðskáld en að þangað komi hið væntanlega pípuorgel til að leiða söfnuðinn í söng á sálmum hans. Tökum höndum saman,- Ak ureyringar. Kirkjan hefur áður notið fórna safnaðarins og þess vegna rís hún, fögur og mild á hæðinni. þar sem hinn eilífi fagnaðarboðskapur er fluttur. Vér treystum því að sá fórnar hugur ríki áfram. — Það, sem gert er fyrir kirkjuna, er unnið í þágu guðsríkis. Þar eru einnig tónarnir, sem tala. Pétur Sigurgeirsson. ’ Kristján Róbertsson. Páll Sigurgeirsson. Jón Júl. Þorsteinsson. Jakob Tryggvason. Árni Björnsson. Kristinn Þorsteinsson. Sesselja Eldjárn. Sigríður L. Árnadóttir. S. G. Guðmundsdóttir. Áskell Snorrason. Áskell Jónsson. Iðnskóli Akureyrar lýkur sförfum Þann 25. f. m. var Iðnskóla Akureyrar slitið eftir sjö mán- aða starf. Skólastjórinn, Jón Sigurgeirsson, afhenti þá brautskráðum iðnnemum skír- teini þeirra og flutti þeim ágætt ávarp. Jafnframt skýrði hann frá skólastarfinu á liðnum vetri. Alls voru innritaðir í skólann 80 nemendur. 26 þeirra luku burtfararprófi, en auk þess þreyttu 5 nemendur loka- próf í iðnteikningu og raf- magnsfræði. Hæstu einkunnir á burtfarar- prófi hlutu þeir Páll Þór Elís- son, bifvélavirki, I. ágætiseink- unn 9.13, og Guðmundur Þor- steinsson húsasmiður, I. eink- unn 8.86. Brautskráðir iðnnemar: Aðalgeir G. Finnsson, húsasm. Birgir Stefánsson, bifvélav. Birgir F. Valdimarsson, rafv. Björn M. Snorrason, vélvirki. Davíð Jónsson, húsasm. Gísli B. Hjartarson, múrari. Guðjón R. Valtýsson, rafv. Guðm. R. Pétursson, húsasm. Guðm. Þorsteinsson, húsasm. Héðinn Baldvinsson, rafv. Hjalti Þorsteinsson, málari. Hreinn Hermannsson, rafv. Ingólfur B. Hermannsson, hús- gagnasm. ívar Baldvinsson, rennism. Jóhannes Sigurjónss., húsg.ssm. Jónatan V. Guðmundss., rafv. Kolbeinn Kristjánss., Ketilsm. Matthías Þorbergsson, húsasm. Ólafur Larsen, ketilsm. Páll Möller, rennism. , Páll Þór Elísson, bifvélav. Sigurður K. Oddsson, húsasm. Sigurlaug Jökulsd., hárgreiðslu mær. F ormannaráðstef nu sem fyrst Á fundi formanna verkalýðs- félaganna á Akureyri, sem hald- inn var 8. þ. m., var eftirfarandi samþykkt: „Fundur undirritaðra formanna verkalýðsfélaganna á Ákureyri, samþykkir að bcina þeirri ósk til stjórnar Alþýðusambands ís- lands, að hún, eins fljótt og tök eru á, kalli saman formannaráð- stefnu verkalýðsfélaganna, til að ráðgast um hvaða leiðir fara skuli til að bæta launþcgum í landinu upp þá kjaraskerðingu, sem orðin er.“ Margrét Magnúsdótitr, form. Einingar. Jón B. Rögnvaldsson, form. Bílstjórafél. Akureyrar. Jón Ingimarsson, form. Iðju, félags verksm.fólks. Stefán K. Snæbjörnsson, form. Sveinfélags járniðnaðarm. Þórir Daníelsson, varaform. Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. Kristján Kristjánsson, form. Vélstjórafél. Akureyrar. Guðmundur Snorrason, form. Vörubílstjórafél. Valur. Þór Ingólfsson, prentari. Þorsteinn Eiríksson, húsasm. Ævar Þórhallsson, vélvirki. Daníel • Williamsson, rafvirki, (lokapróf í rafmagnsfræði og iðnteikningu). Stöðumælar í sambandi við umræður um Ráðhússtorg á síðasta bæjar- stjórnarfundi svaraði bæjarstjóri fyrirspurn um það, hvort ætlun- in væri að setja upp stöðumæla í miðbænum. Hann kvað lítillega hafa verið rætt um að fá stöðumæla í Hafn- arstræti frá Kaupvangsstræti að Ráðhússtorgi, en ákveðnar tillög- ur um þetta hefðu ekki komið, hvorki frá umferðanefnd eða öðrum aðilum og því engar ráð- stafanir gerðar í þessum efnum, nema hvað leitað hefði verið upplýsinga um verð stöðumæla, og hefðu þeir fyrir gengislækkun kostað um kr. 3000 hver. - Niðursuðuverksmiðja Framhald af 1. síðu. Aðeins byrjun. Eins og menn minnast fluttu þeir Björn Jónsson og Friðjón Skarphéðinsson þingsályktunar- tillögu á Alþingi 1958 um skipun nefndar til að gera áætlun um stofnkostnað og rannsaka rekst- ursmöguleika niðursuðuverk- smiðju á Akureyri með vinnslu smásíldar einkum fyrir augum. Þessi tillaga var samþykkt og nefndin hefur fyrir nokkru skil- að áliti. Varð hún sammála um að leggja til, að fyrst í stað yrði ekki ráðizt í byggingu mjög stórrar verksmiðju, en stuðla að því, að K. Jónsson 8c Co. gæti fært út kvíarnar og þá fengist betur kannað, hversu miklir möguleikarnir væru og hvemig reksturinn stæðist og þá yrði síð- ar hægt að ráðast í stærri fram- kvæmdir, ef reynzlan lofaði góðu. I viðtali við Kristján Jónsson, kvaðst hann einnig vonast til þess, að sú aukning á húsa- og vélakosti verksmiðjunnar, sem nú er ákveðin yrði aðeins byrjun og síðar kæmi meiri stækkun og meiri framleiðsla. Tilbúin í sumar. Það er ætlun eigenda niður- suðuverksmiðjunnar, að hraða svo byggingaframkvæmdum og niðursetningu véla, að unnt verði að vinna eitthvað í verk- smiðjunni í sumar og senda á markað í Tékkóslóvakíu til þess að síður verði hætta á, að aðrir taki þann góða markað, sem þar er fyrir hendi. Hugmyndin var að byrja miklu fyrr á fram- kvæmdum, en af því gat ekki orðið vegna þess, hve langur tími fór í útvegun allra nauðsyn- legra leyfa, útvegun fjármagns o. s. frv. En vonandi verður ekk- ert til að tefja fyrir úr þessu, og nú er unnið af fullum krafti. í gær var verið að steypa í rásir, undirstöður stálhússins.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.