Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.06.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 17.06.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 17. júní 1960 VERKAMAÐURINN 3 aSIHUUBIl - vlkublað - Keaux ut á Akureyri á föstu- d'ósnm. títárefandi ex stofa blaðsins er í fíafnar- at^óri^Þorsteina Jónataasaon Blaðið er prentað í Prení- fí» f * 17. júní 1960 í DAG er 17. júní, þjóðhátíðardagur ís- lendinga. Sextán ár eru liðin frá lýðveldis- stofnuninni. Þessi sextán ár hafa um flest verið mikill framfaratími og þjóðinni á mörgum sviðum miðað vel áfram á framtíð- arvegi. En ýmsa dökka skugga hefur einnig borið yfir, margvísleg spillingaráhrif hafa færzt í aukana og ógna sjálfstæði og andlegu heilbrigði þjóðarinnar. Langstærsti og hættulegasti skugginn er dvöl erlends herliðs í landi okkar. Litlu skuggarnir eru flestir fylgifiskar þessa stóra skugga. Það eru nú liðin full 20 ár frá því að erlent herlið settist fyrst upp hér í landi. Fáir fögn- uðu komu þess þá, en undu þó sæmilega við vegna þess, að herinn kom frá þeim þjóðum, sem í heimsstyrjöldinni áttu samúð Islend- inga. Flestir hugsuðu eitthvað á þessa leið: Mikið vorum við heppin, að nazistamir skyldu ekki verða á undan. Og víst vorum við heppin og mikill munur á framkomu hinna erlendu hemaðarþjóða gagnvart okk- ur og framkomu Þjóðverjanna í Noregi t. d. Samt hafði herinn ekki lengi verið hér, þegar mönnum fór að verða það ljóst, að dvöl hans fylgdu miklar hættur. Ekki aðeins aukin árásarhætta, vegna dvalar herliðs í landinu, heldur einnig margvíslegar spillingarhættur í sambandi við dvöl svo margra útlendinga í landinu í nánu sambýli við landsmenn. Og vissulega höfum við ekki farið varhluta af þeim áhrifum, þó að margir vilji yfir þau breiða vegna þess, að þeir hafa grætt peninga á dvöl hersins hér. Því var upphaflega lofað, að herinn skyldi hverfa héðan að styrjöldinni lokinni. Og flestir vom sammála um, að við yrðum að bera þennan kross þann tíma. En nú er styrj öldinni lokið fyrir 15 ámm, og enn situr her hér í landi. Tuttugu ára herseta hefur lamað siðferðisþrek þjóðarinnar á ótal sviðum, og margt illt hefur af henni leitt. Afleiðingamar verða ekki séðar fyrir. En allt frá styrjaldarlokum hefur hinn er- lendi her setið hér í algerðu tilgangsleysi frá okkar bæjardymm séð a. m. k. Og þannig er nú komið vopnabúnaði í heiminum, að með öllu er útilokað, að slík herstöð, sem hér er, veiti nokkra vemd, heldur býður hún árás heim, éf til styrjaldar kemur. Allir vona, að framundan séu friðartímar, en styrjaldir engar. Við vitum þó aldrei, hve- nær ófriðarbál getur blossað upp, og fari svo, er ólán vort mikið, að hér skuli til staðar seg- ull, sem dregur að sér eyðileggingarvopn, er hafa myndu í för með sér tortímingu þessarr ar þjóðar. Þess vegna hljótum við öll, að krefjast þess á þessum þjóðhátíðardegi okkar og alla aðra daga, að herinn hverfi héðan á brott og það án tafar. Með því emm við ekki aðeins að berjast fyrir sjálfstæði okkar, held- ur einnig lífi. Og í þeirri baráttu eigum við að hafa að leiðarljósi orð þjóðlietjunnar, sem fæddist að Rafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811: Aldrei að víkja. 1944 1960 - 17. JUNI - Hatíðahöld Akureyrarbæjar Kl. 8 f. h. Fánar dregnir að hún. Kl. 9 f. h. Blómabíll ekur um bæinn. Kl. 1.20 e. h. Á Ráðhústorgi. Kl. 3.00 e. h. Á íþróttavellinum. Þar flytur forseti íslands ávarji, Hólmfríður Jónsdóttir magister flytur lýðveldisræðu og Jón Sigurðsson, nýstúdent: Nokkur orð. Kl. 8.30 Á Ráðhústorgi. Sjáið nánar í götuauglýsingum. Dýrasýning við Fögrubrekku kl. 3—6 e. h. Kaupið merki dagsins. DANSLEIKIR að Hótel KEA og í Alþýðuhúsinu. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6 síðd. hátíðardaginn. DANSINN Á TORGINU hefst kl. 11 síðdegis. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND. TILKYNNING FRÁ RAFVEITU AKUREYRAR Þeir rafmagnsnotendur, sem skulda fyrir rafmagn í lok maúnánaðar, og liafa ekki greitt fyrir 25. júni n. k., mega búast við að lokað verði fyrir rafmagnið eftir þann dag án frekari fyrirvara. Akureyri, 13. júní 1960. RAFVEITA AKUREYRAR. Verkamenn. Akureyri Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar heldur félagsfund í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 19. þ. m. kl. 1.30 e. h. D a g s k r á : KJARAMÁLIN. Meðlimir eru sérstaklega áminntir um að mæta á þessum fundi. STJÓRNIN. TILKYNNING Nr. 20/1960 Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfarandi hámarks- verð í heildsölu og smásölu á innlendum niðursuðu- vörum: Heildsölu- Smásölu- Fiskbollur 1/1 dós........... 11.80 Fiskbollur /2 dós ........... Fiskbúðingur 1/1 dós........ 14.25 Fiskbúðingur \/2 dós...... Grænar baunir 1 /1 dós....... Grænar baunir 1/2 d(ís....... Söluskattur er innifalinn í verðinu. Að öðru leyti heldur gildi sínu tilkynning nr. 14 1959, en heimilt er þó að bæta söluskaitti við smásölu- verð það er þar greinir. Reykjavík, 14. júní 1960. VERÐL AGSSTJ ÓRIN N. verð verð Kr. Kr. 11.80 15.20 8.20 10.55 14.25 18.35 8.60 11.05 9.65 12.40 6.30 8.10 KEA-brennivín Dagur hefur frásögn sína af brennivinsumræðum á aðalfundi KEA á þennan hátt: „Frá Akureyrardeild félagsins komu fram mótmaeli gegn þeirri ákvörðun félagsstjórnarinnar að sækja um vínveitingaleyfi fyr- ir Hótel KEA, sem Jón Kristinsson hafði framsögu um.“ Svo virðist, sem Dagur sé hér að gefa það i skyn, að Jón Kristinsson hafi á aðalfundinum talað máli félagsstjórnarinnar og barist fyrir því, að vín- veitingaleyfi fengist fyrir hótelið, en það er alger misskilningur. Jón Kristinsson barðist eins og hetja gegn þvi, að vínveitingaleyfi yrði fengið. Þó voru sumir honum ennþá ákafari í þeirri baráttu, því að arátt fyrir það, að hann var kallaður framsögumaður um þá tillögu stjórnar Akureyrardeildar, að aftur- kölluð yrði umsókn sú, sem send hefur verið um vín- veitingaleyfi, þá fékk hann ekki orðið fyrr en tveir samherjar hans höfðu talað i málinu eða „vitnað um hreinleika sinn“, eins og Bernharð Stefánsson orðaði )að. Annars settu þessar brennivínsumræður á kaup- félagsfundinum mjög svip sinn á fundinn, og er ekki með öllu ósennilegt, að sagnaritarar seinni tíma muni nefna fund þennan brennivínsfundinn. Ekki vegna jess, að vín hafi þar mikið verið um hönd haft, held- ur vegna umræðnanna. Vert er þó að geta þess, að ýmsir skruppu út á meðan á brennivínsumræðum stóð og fengu sér „einn lítinn“ og á milli 10 og 20 tómar flöskur fundust undir sætum, þegar hreingern- ing hófst að fundi loknum. Og enda þó að sumir tækju þessar umræður mjög alvarlega, og það ekki að ófyrirsynju, þá voru margir fundarmanna, sem hentu gaman að og spjölluðu ým- islegt sín á milli meðan ræðumenn þuldu rök sín með og móti. Þannig þóttust ýmsir þess fullvissir, að umræður hefðu tekið skemmri tíma,'ef félagsstjórnin hefði verið svo „snjöll“ að gefa fulltrúum vel í staup- inu með matnum, sem snæddur var á hótelinu áður en umræðurnar hófust. Aðrir fleygðu því á milli sín í gamni, hvort ekki væri rétt að láta bifreið þá, sem ekur brauði og fleiru lostætu út um sveitir Eyjafjarðar á sumrum, einnig hafa nokkrar flöskur með í hverri ferð. Komu )ær umræður einkum til af því, að fyrri fundardag- inn hafði Aðalsteinn í Flögu ákaft mótmælt því, að þessi bifreið, „brauðbillinn", hefði tóbaksvörur á boð- stólum, og þegar farið var að ræða um óhollustu brennivínsins, kallaði sami maður fram í, að tóbakið væri miklum mun hættulegra eða verra. Þóttust menn af þessu geta ráðið, að sumir myndu heldur kjósa að fá vín með bílnum en tóbak. En dýrt færi vínið að verða, ef það yrði tekið á hótelinu með út- söluverði þar og síðan lögð á það 15% áður en það væri boðið bændum til kaups, en sú sagði Aðalsteinn að væri reglan með tóbakið, og var því ekki mótmælt á fundinum. Eiður á Þúfnavöllum flutti bráðskemmtilega ræðu við brennivínsumræðurnar og mjög vel uppbyggða og sterka áróðurslega fyrir málstað þeirra, sem vínið vildu fá á hótelið. Sérstaka eftirtekt vakti það, að hann vildi ekki, að templarar töluðu um brennivín, „menn eiga nefnilega ekki að tala um það, sem þeir þekkja ekki,“ sagði Eiður bóndi, „það væri fremur að spyrja mig og aðra þá, sem reynzluna höfum." Hann kvað alls ekki við því að búast, að menn, sem aldrei hefðu brennivín bragðað, gætu um það dæmt Einnig varð mörgum að brosa, þegar Eiður fór að lýsa samkvæmislífi templara. Sú lýsing var eitthvað á þá leið, að menn sætu í kringum borð yfir engu eða þá í hæsta lagi kaffibollum, og fýlan læki af þeim niður í bollann. Oðru hverju reyndi einhver að segja eitthvað, en það tækist bara aldrei. Mátti skilja, að annað væri uppi á teningnum, þar sem brennivíns- menn kæmu saman. Annars voru umræður þessar yfirleitt lítt upp- byggilegar eða lærdómsríkar og feiknaþunn rök sumra þeirra, sem töluðu fyrir því, að vínveitinga- leyfil yrði fengið. Þannig voru það einu rökin hjá framkvæmdastjóranum og fleirum, að það væri alveg víst, að ef kaupfélagið ekki fengi leyfið, þá myndi einhver annar aðili fá það, þess vegna yrði kaupfélag- ið að verða á undan. Slík röksemdafærzla er auðvitað verri en engin, enda ekki beitt af öðrum en þeim, sem aðeins sjá eina hlið á hverju máli, nefnilega hvort hægt er að græða á því peninga eða ekki. Og þeir menn myndu hiklaust bjóða fjandann sjálfan vel- kominn til bæjarins, ef hann aðeins borgaði vel fyrir sig. Þá er ólíkt eðlilegri og heilbrigðari röksemda- færzla Eiðs á Þúfnavöllum og annarra þeirra, sem vilja fá brennivínið brennivínsins vegna og annars ekki. En þetta er orðinn langur lopi um lítið,, því að í upphafi var aðeins ætlunin að upplýsa það, að Jón Kristinsson var á móti brennivíninu, en ells ekki með því, eins og skilja má á Degi. Kristinsson var á móti brennivíninu, en alls ekki með En það er svo, þegar farið er að ræða um brennivín og brennivínssölu, þá má lengi halda áfram og enda þó á sama stað og byrjað var. — En m. a. hvenær skyldu leigubílstjórar sækja um vínveitingaleyfi til að koma í veg fyrir, að aðrir taki af þeim viðskiptin?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.