Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.06.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 24.06.1960, Blaðsíða 3
FÖstudaginn 24. júní 1960 VERKAMAÐURINN 3 tiAMimiHI • viicublað «* Kemur át á Ákxxréjxl á föstu- dögtam. Útgefaadi er Sósíal- stofa 1318081118 er l Hafnar- strœti 88. Sími 1516. Hit- st^óri Þorstelim Jonatansson Blaðið er prentað i Prent- verki Ddds Björnssonar b.f. „DAUDA HÖNDIN" Ritstj. Alþm. kveðst hafa þungar áhyggjur af því að fundir Verkamannafélags Akureyr- arkaupstaðar séu illa sóttir og telur ástæðuna fyrir því vera þá, að „stjórn kommúnista“ leggist eins og „dauð hönd“ yfir starfsemi fé- lagsins. Þessar áhyggjur ritstjórans eru næsta tor- skiljanlegar. Flokkur hans og hann sjálfur hefur nú um hríð haft það meginverkefni að brjóta niður lífs- og launakjör þau, sem verkalýðssamtökin hafa verið að byggja upp undanfarna áratugi. Slíkum kæmi því auð- vitað be/t að verkalýðsfélögin væru máttvana og sinnulaus. Þannig yrði stefna Alþýðu- flokksins og húsbónda hans, íhaldsins, bezt þjónað. Það mun líka mála sannast, að áliyggjur Alþm. af Verkamannafélaginu eru af allt öðru sauðahúsi en því sem látið er í veðri vaka. Staðreyndirnar um Verkamannafélag Ak ureyrarkaupstaðar eru nefnilega þær, að allt frá því að það var stofnað og áhrif klofnings- krata voru þurrkuð út í verkalýðsfélögunum hér í bænum, hefur það notið óskipts trausts verkamanna hér og virðingar meðal verka lýðsins um land allt fyrir styrk sinn og bar áttudug þegar á hefur reynt. Það hefur nú i full 17 ár tryggt félögum sínum jafnbeztu launakjör, sem gilt hafa \ fandinu fyrir verka- menn, gndá verið það verkalýðsfélag utan Reykjavfkur, sem einna mest hefur mætt á í átökum um launamál. Þegar Verkamannafélagið var stofnað 1943 voru samtök verkamanna hér í þeirri niður- lægingu eftir rúmlega áratugs klofningsiðju íhaldskrata, að lengi mun uppi til varnaðar En þá var blað brotið og ný saga hófst, sem hafið hefur hin áður niðumíddu samtök ti virðingar og áhrifa. Nú em framundan hqyð átök við andlega erfingja k lofniqgsmanna og húsbændur þeirra, Ju\ sem nú hafa vegið svo að lífskjör- mih verkamanna, að þeir vita sig eiga þann eina kost að snúast til varnar og hækka laun sín. Þá er ekki nema eðlilegt að rógstungur andstæðinganna, þeirra sem vita upp á sig skiimmina af launaráni og réttindaskerðingu taki að gelta níð að þeim samtökum, sem lík legust eru til að taka af skarið og verja rétt indi launafólks og lífskjör. Það má vera að verkamenn á Akureyri séu ekki að jafnaði sætnari á fundum eu aðrir. en sannast mun þó nú sem áður, að þeir munu ekki vanrækja neinar þær skyldur við samtök sín eða sjálfa sig, sem úrslitum ráða þegay í þarðbakka slær. Má svo fara að þeim sem nú gerast þægustu handbendi aumustu afturhaldsstjómar, sem setið hefur í landinu þyki áður en lýkur að sú „dauða hönd' verkamanna, sem heldur um stýrið hjá Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar, sé meira lífi og krafti gædd en þeir mundu óska. Útborgun fjölskyldubóta stendur nú yfir. Menn athugi að sýna kvittun bæjar- fógetaembættisins fyrir því, að tryggingaiðgjald 1960 sé greitt, eða sanna á annan hátt, að iðgjaldið sé tekið af kaupi, ella verða bæturnar ekki greiddar. TRYGGINGAUMBOÐ AKURF.YRAR TRYGGINGAU M BOÐ F.YJAFJARÐARSÝSLU Hafnarstrceti 100. RYGGINGAVERKFRÆÐINGAR! Staða bæjarverkfræðings Akureyrar er laus til umsókn- ar frá 1. ágúst n. k. — Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Bæjarstjórinn á Akureyri 14. júní 1960. MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON. ARÐUR TIL HLUTHAFA A aðalfundi h.f. Eimskipafélags íslands 3. júní 1960 var samþykkt að greiða 10% — tíu af hundraði — í arð til hluthafa, fyrir árið 1959. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Til athugunar fyrir verkafólk Það verkafólk, sem ætlar burt úr bænum í sumarat- vinnu, er vinsamlega beðið að gæta þess að greiða félags- gjöld sín fyrir brottför og hafa kviútun meðferðis til at- vinnustaðar, svo að komizt verði hjá innheimtu þar..— Æskilegt er að kvittun sé sýnd skrifstofu verkalýðsfélags á viðkomandi stað þegar við komuna þangað. Þá er það verkafólk, sem hætt hefur stÖrfum í iðnað- inum nú í vor, beðið að hafa samband við skrifstofu verkalýðsfélaganna. SKRIFSTOFA VERKALÝÐSFÉLAGANNA. TILKYNNING llinn 18. júní 1960 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á 7% skuldabréfaláni bæj- arsjóðs Akureyrar vegna sundlaugarbyggingar 1954. Þessi bréf voru dregin út: Litra A, nr.: 2 - 5 - 10 - 15. Litra B, nr.: 6 - 8- 13 - 16 - 45 - 50 - 57 - 78 84 - 94 - 97. Litra C, nr.: 13 - 18 - 19 - 22 - 30 - 35 - 41 - 43 55 - 73 - 75 _ 79 - 87 - 93 - 125 - 129 - 134 - 141 - 158 - 160 - 169 - 177 _ 179 _ 183 - 197. Hin útdregnu bréf verða greidd í skrifstofu bæjargjald- kerans á Akureyri 1. október 1960. Bæjarstjórinn á Akureyri, 18. júní 1960. MAGNÚS F.. GUÐJÓNSSON. RÚSÍ NUR Aðeins kr. 22.00 kílóið. NYLENDUVORUDEILD OG UTIBUIN Vinstri menn í yfirgnæfandi meirihluta á kennaraþingi Vítur samþykktar á forustu B. S. R. B. Fulllrúaþing Sambands islenzkra barnakennara, þtð 16. i röðinni, sat í Melaskólanurn i Reykjavík um fyrri helgi. Aðalmálin á þinginu voru kjaramálin og skiþu■ lagsmál sambandsihs. Tvöfaldur háski. í hernámsmálunum gerði þingið svohljóðandi sam- þykkt: ,Sextánda fulltrúaþing Sambands ísL barn.ak,(nntsra, haldið dagana 10.-12. júní 1960, telur þrásétu fr{$tds herliðs í landinu stórhcettulega þjóðerni íslfnflifiga, auk þess sem dvöl hersins i landinu stofnfr (ifyeru þjóðarinnar i voða.“ Þessi samþykkt var gerð méð 40 atkvaðum gegtí 10. en þingið sátu um 70 fulltrúar. Formaðurinn brást. Kennararnir víttu stjórn Bandalags starfsmanna rík- is og bæja harðlega fyrir aðgerðaleysi í kjaramálum, og Sigurður Ingimundarson, formaður sambandsins, hlaut sérstakar átölur fyrir að styðja á Alþingi efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar. Samþykktin um þessi efni hljóðar svo: „Sextánda fulltrúaþing Santbands ísl. bamakennara, haldið í Melaskólanum í Reykjavík dagana 10.—12. júní 1960, vítir harðlega aðgerðaleysi stjórnar Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja i kjaramálum opinberra starfsmanna og annarra launþega. Harmar þingið áð formaður B. S. R. B. skyldi með atkvaeði sínu á alþtngi veita stuðning þeim óheillavænlegu efnahagúráðstöf- unum, sem skerða svo mjög hag alls almennings." Þessi tillaga var samþykkt með 47 atkv. gegn 8. Geigvænlegur kennaraskortur. Aðalsamþykkt þingsins um kjaramál er á þessa leið: „Þingið lítur mjög alvarlegum augum þann geig I vænlega kennaraskort, sem barnaskólamir eiga nú við að búa og vex með hverju ári. Er nú svo kotnið, að nær 7. hver maður, ér við bamakennslu fæst, hefur ekki kennaramenntun. Ein meginorsök þessa ófremd- arástands er, að laun og kjör kennara eru ekki sam- bærileg við kjör, sem mönnum með hliðstæða mennt- un bjóðast í öðrum starfsgreinum. Knýjandi nauðsyn er að hraðað verði sem mest setningu nýrra launalaga, og að þar verði 'kennaTfa- stéttin sett í launaflokk með þeim opinberu starfs- I mönnum, sem hafa hliðstæða menntun og gegna við- líka ábyrgðarstörfum. Þingið fer eindregið á leit við hið háa menntamála- I ráðuneyti, að það beiti sér nú þegar fyrir ráðstöfunum, sem tryggi að kennslustörf verði lífvænleg og eftir- sóknarverð vinna, svo að til þeirra veljist nægir starfs- | kraftar hæfileikamanna." Aukaþing, fáist ekki jákvxtt svar. Launamálanefnd þingsins gekk á fund menntamála- | ráðherra og ræddi við hann tillögur barnakennara í launamálum. Ráðherrann hét því, að ákveðið svar skyldi hafa bori/t frá ríkisstjórninni fyrir ágústlok. Þingið ákvað, að hefði jákvætt svar við launamála- I tillögunum ekki barizt frá ríkisstjórninni fyrir háustið, skyldi kallað saman aukaþing sambandsins til að raeða það mál. Hvika hvergi. Þingið gerði þessa ályktun um landhelgismálið: „Sextánda fulltrúaþing Sambands ísl. barnakennara fagnar útfærslu landhelginnar í 12 mílur og einhug þióðarinnar í því máli. Heitir þingið á ríkisstjórn ís- lands að hvika hvergi frá þeirri stefnu, sem rnörkuð i var með reglugerð þeirri, er gildi tók 1. sept. 1948." Stjómarkjör. , í þinginu voru talin atkvæði i bréflegu stjórnarkjöri I sambandsins. Þeir Stefán Jónsson, Skúli Þorsteinsson og Jónas Jósteinsson voru kosnir nýir í stjórnina í stáð Kristins Gunnarssonar, Þórðar Kristjánssonar og Auð- ar Eiriksdóttur. Endurkjörnir voru Ársæll Sigurðsson, Frímann Jónasson, Gunnar GuðmundSson pg Ingi Kristinsson. Stjórnin héfur nú skipt með sér verkum, og er Skúli formaður, Gunnar ritari og Arsæll gjaldkeri. Þingið kaus 14 fulltrúa Sambands barnakennara á [ þing B. S. R. B. í haust. Varð listi vinstri raanna sjálf- kjörinn. jNámsbókagj. hækkar um 70% Við setningu „efnahagslaganna“ sl. vetur lofaði [ ríkisstjórnin því að námsbókagjald yrði fellt nið- ur. Átti sú niðurfelling að vera ein af „sárabótun- um“ til að milda áhrif aðgerðanna. Efndir á þessu I hafa nú reynzt þær að námsbókagjaldið verður | hækkað úr kr. 95 í kr. 160 eða um 70%. /

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.