Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.09.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 02.09.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudagínn 2. sept. 1060 - Niðursuðuverksmiðjan (Framhaíd af 1. síðu.) undirbúning einkum samráð við norska vélaverkfræðinginn Carl Sundt Hansen. Byggingar. Byggingaframkvæmdir hófust sem áður segir 6. maí í vor, og þær byggingar, sem reistar hafa verið eru þessar: Aðalbygging, stálgrindahús á steyptum grunni með hlöðnum veggjum, 480 ferm., ketilhús 20 ferm., milli- bygging 55 ferm. og reykhús og móttökusalur 270 ferm. Síðast- talda byggingin er að mestu gamla verksmiðjuhúsið endur- byggt. Auk þessa hefur verið steypt plan og gerð lítil tré- bryggja, þar sem smásíldinni er landað. Þak aðalbyggingarinnar er úr timbri og einangrað með wellit, klætt bárujámi að utan og asbest að innan. Byggingin að öðru leyti einangruð með plasti og korki. Veggir múrhúðaðir og málað utan og innan. Carl Sundt Hansen verkfræð- ignur sá um skipulag nýbygging- arinnar og flest af vélum og tækjum var keypt frá Noregi í samráði við hann, en Sigtryggur Stefánsson iðnfræðingur gerði teikningar af byggingunni. Verk- stjóri við framkvæmdimar var Hjalti Eymann, en ýmsir iðnaðar- menn önnuðust framkvæmdir, hver á sínu sviði. í viðtali við fréttamenn lögðu þeir Hjalti og Mikael Jónsson framkvæmda- stjóri sérstaka áherzlu á, að allir hefðu lagt sig fram um að flýta verkinu sem mest, og sá hraði, sém verið hefur á framkvæmd- um sýnir bezt, að það mun rétt vera. Mikael tók það fram, að all- ír þingmenn kjördæmisins hefðu stutt dyggilega að því, að fært yrði að koma þessarri verksmiðju upp. ' \ 35.000 ds. á dag. Hér verður ekki gerð nein til- raun til að lýsa gangi vinnunnar í verksmiðjunni, en öllu virðist þar mjög vel og haganlega fyrir komið og vélakostur mjög full- kominn. Hráefnið er fengið hér innan til á Eyjafirði og er síldin geymd í „lásum“ og landað við verksmiðjudymar einu sinni til tvisvar á dag. Þann tíma, nem liðinn er frá því að verksmiðjan tók til starfa nú, hafa engar tafir orðið vegna skorts á hráefni, en við slíku má þó alltaf búast. Með fullum afköstum er gert ráð fyrir, að verksmiðjan vinni úr ca. 70 tunnum síldar á dag og úr því síldarmagni fáist sem næst 35 þús. dósir. Starfsfólk er um 70 manns, að miklum meirihluta kvenfólk. Eigendur verksmiðjunnar reikna með að hægt sé að sinna vinnslu smásíldar sem næst hálft árið, en hugmynd þeirra er að sinna vinnslu annarra sjávaraf- urða þann tíma ársins, sem ekki er unnið við smásíldina, þannig að hægt verði að starfrækja verksmiðjuna allt árið. Þá hafa þeir einnig hug á að koma upp dósaframleiðslu í sambandi við verksmiðjuna, svo að ekki þurfi að kaupa dósirnar að, en til þess þarf að reisa sérstakt hús, og ennfremur skortir ennþá geymslu pláss fyrir framleiðsluvörurnar. Eigendur niðursuðuverksmiðj- unnar eða hlutafélagsins K. Jónsson & Co. eru fimm: Jón Kristjánsson, kaupmaður, sem er : stjórnarformaður, synir hans | Kristján, Mikael og Jón og Hjalti Eymann. Þeir Kristján og Mikael annast framkvæmda- stjórn, en Hjalti Eymann er verk- j stjóri. Gjaldeyrisöflun. Eins og sjá má af framansögðu I mun niðursuðuverksmiðjan veita mikla vinnu í bænum. Auk I þeirra, sem vinna í verksmiðj- unni sjálfri, vinnur hópur manna að hráefnisöflun. En verksmiðjan á einnig að geta skilað drjúgum gjaldeyri til þjóðarbúsins, þar sem hún er fyrst og fremst ætluð til að framleiða útflutningsvöru. Það tekur aðeins fáa daga að fullnægja innanlandsmarkaði fyrir sardínur. Nú þegar hefur verksmiðjan samning við Tékkó- slóvakíu um kaup á 10 þúsund kössum á þessu ári eða einni milljón dósa. Líklegt er talið, að þann markað megi auka mikið og einnig vinna markað í fleiri löndum. Má því ljóst vera, að mikil verðmæti má fá fyrir til- tölulega lítið magn af þeirri smá- síld, sem hér er að jafnaði að finna í Eyjafirði, og ólíku skyn- samlegra að nýta hana til niður- suðu en að veiða hana í stórum stíl til mjölvinnslu og eiga þann- ig á hættu að eyðileggja stofn- inn. Úr aðalvinnusal niðursuðuverksmiðjunnar. r Barátta Islands afsannar kennint una um getuleysi smáþjóða Ein af þeim hugmyndum, sem mjög er almenn meðal þeirra, er við stjórnmál fást á íslandi, hug- mynd, sem við heyrðum látna í ljósi, er við áttum tal við Alþing- Gleymum ekki góSum frændum vestan ála Dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks í Norður-Dakota hefur dvalizt hér á landi í heim- boði nokkurra vina mest af sumrinu, ferðast víða, flutt erindi og átt viðræður við menn um samband og samstarf íslendinga við þjóðarbrotið í Vesturheimi, afkomendur þeirra íslendinga, sem á sínum tíma flúðu erfið lífs- kjör hér heima og námu nýtt land vestan Atlantsála. Prófessor Beck er mikill áhugamaður um aukin samskipti og kynningu milli íslendinga beggja megin hafsins og lætur ekkert tækifæri ónotað til að vinna að þeim málum. Má enda fullvíst telja, að heimsókn hans hafi haft mikla þýðingu í því sam bandi, og rétt og eðlilegt er, að við gleymum ekki frændum okk- ar í Vesturheimi á meðan hægt er að greina þá frá öðrum þjóðar- brotum í hinu mikla þjóðahafi Norður-Ameríku, en ennþá verð- ur það lengi hægt. Og vert er að minnast þess og leggja á það áherzlu, að þetta litla þjóðarbrot, sem vestur um haf fluttist, hefur ekki orðið okkur til skammar, heldur hefur það þvert á móti víða og á margvíslegan hátt vak- ið á sér eftirtekt og þá um leið allri hinni íslenzku þjóð fyrir dugnað og atgerfi við hin marg- víslegustu störf. Þess vegna skul- um við minnast þesarra manna og hafa við þá svo gott samband, sem framast er auðið. Og við fögnum hverju sinni, er við fáum góðar heimsóknir þaðan, eins og nú Richard Beck. Prófessor Beck sagði, er hann kom hingað í sumar, að hann væri með fangið fullt af kveðjum frá ættingjum og vinum vestan- hafs. Nú, þegar hann í þessum mánuði snýr aftur vestur til Am- eríku, fer ekki hjá því, að hann verður að bera bæði í bak og fyr- ir kveðjur og góðar óskir héðan frá „fósturjarðar ströndum" til íslendinganna í vestri, sem marg- ir hafa aldrei augum litið og þekkja aðeins af afspurn þetta gamla ættland sitt. En við von- um, að þeir geri sér tíðförult „hingað heim“ svo lengi sem þeir muna uppruna sinn og geyma í brjóstum sínum einhvem neista íslenzks þjóðarstolts, ismenn og ýmsa ráðherra, var sú, að nú á tímum geti smáþjóðir ekki haft nein áhrif, er teljandi séu, á gang alþjóðamála, heldur séu örlög heimsins eingöngu og algerlega í höndum stórveldanna. Við skýrðum viðræðendum okkar hreinskilnislega frá því, að við værum annarrar skoðunar í þessu efni. Vissulega bera stór- veldin sérstaka ábyrgð, að því er varðar varðveizlu friðarins. En það er ekki unnt að fallast á þá skoðun, að hin ríkin verði að láta sér nægja að bíða aðgerðar- laus, þangað til stórveldunum hafi tekizt að koma sér saman og færa heiminum að gjöf þann varanlega frið, sem þær hafa svo lengi þráð. Smáríki geta með af- stöðu sinni og aðgerðum haft mikilsverð áhrif á þróun alþjóða- mála, og þau verða að beita þess- um áhrifum. Dæmi fslands sjálfs, sem hefur um langa hríð varið rétt sinn til 12 mílna fiskveiði- landhelgi gegn Bretlandi, af- sannar þessa kenningu um getu- leysi smárikja í þessum efnum. (Framanritað er skrifað af A. Strújev, varaforsætisráðherra Rússneska ráðstjórnarlýðvelda- sambandsins, en hann kom hér í sumar í þingmannasendinefnd- inni frá Sovétríkjunum. Þessi klausa er kafli úr skýrslu hans um þá ferð.) Messað í Akureyrarkirkju kl. 10.30 árd. á sunnudaginn. Sálm- ar nr. 15—58—317—16—584. Messað í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn. Sálmar nr: 15—59—317—669— 584. P. S. SKRÁ yfir söfnun er fór fram á Akur- eyri vegna Maí-slyssins á Húsavík 1959. Bifreiðastjórar BSA kr. 900. — Bifreiðastjórar BSO kr. 950. — Starfsmenn á Stefni kr. 2.150. — Starfshópur kr. 555. — Starfsfólk Útvegsbankans kr. 500. — Jón Jónsson kr. 100. — N. N. kr. 200. — Starfsfólk Iðunn kr. 2.300. — S. Erlendsson kr. 100. — H. Har- aldsson kr. 100. — N. N. kr. 50. — S. E. kr. 100. — V. Stefánsson kr. 100. — Stefán kr. 50. — Hljóðfæraverzlun Ak. kr. 100. — N. N. kr. 100. — Magni kr. 100. — N. N. kr.50. — N. N. kr. 40. — N. N. kr. 100. — N. N. kr. 50. — Bólstruð húsgögn h.f. Ák. kr. 100. — Eyþór Tómasson kr. 500. — Óli Ingi og Halla kr. 20. — Jakob Jónsson frá Móbergi kr. 50. — N. N. N. kr. 100. — Þ. Þ. kr. 50. — Þ. S. kr. 50. — V. B. kr. 50. — S. S. kr. 100. — J. Á. kr. 50. — M. G. kr. 100. — K. O. kr. 100. — Þ. E. kr. 50. — S. H. kr. 100. — K. Ó. kr. 100. — J. S. kr. 50. — H. S. kr. 50. — G. H. kr. 50. — Jón Stefánsson kr. 30. — Jóhann Kröyer kr. 100. — N. N. kr. 100. — Rósberg G. Snædal kr. 25. — N. N. kr. 50. — Gísli Jóns- son kr. 50. — Jón E. Jónsson kr. 100. — Jón Níelsson kr. 50. — K. A. kr. 50. — Kristín Hannesd. kr. 50. — Elín Kristinsd. kr. 100. — N. N. kr. 200. — N. N. kr. 50. — N. N. kr. 50. — N. N. kr. 100. — Magnús Ingólfsson kr. 50. — Har- aldur Ólafsson kr. 50. — Stefán Bergmundsson kr. 50. — Jóhann Árnason kr. 50. — Grímur Sig- urðsson kr. 100. — J. S. kr. 100. — N. N. kr. 100. — Adonis kr. 50. — Rögnv. Rögnvaldsson kr. 100. — Þórólfur Ármanss. Myrká kr. 100. — Margeir Steingríms- son kr. 50. — Ólafur Baldursson kr. 10. — Lára Jónsdóttir kr. 25. — Vilborg Pálmadóttir kr. 25. — Bjarni Jónsson kr. 50. — Halldór Ólafsson kr. 100. — Einir h.f. Ak. kr. 500. — N.' N. kr. 100. — N. N. kr. 25. — V. Sveinsson kr. 50. — J. A. J. kr. 50. — Pétur Breið- fjörð kr. 25. — Jón Þorvaldsson kr. 100. — Stefán Hansen kr. 50. — Stefán Aðalsteinsson kr. 50. — Ingvar Gíslason kr. 50. — Páll Hugason kr. 50. — Starfsfólk á Gefjun kr. 5.200.00. Fyrir hönd söfnunamefndar- innar vil eg færa gefendunum al- úðarfyllstu þakkir. Akureyri í ágúst 1960. Rögnv. Rögnvaldsson. - KRABBAMEIN (Famhald af 3. síðu.) ans við tortímingarstyrjöld, sem nú þjakar þjóðina, þá verður herinn að fara. Ef fsland á fram- vegis að byggja islenzk þjóð, efnalega og andlega sjálfstæð og óháð, þá verður herinn að fara. Svo sem enginn einstaklingur þolir krabbamein til lengdar án þess að glata lífinu, þannig þolir og engin þjóð það heldur án þess að glata tilveru sinni. Við þurfum í þessu sambandi aðeins einni spurningu að svara: Viljum við vera íslendingar eða viljum við það ekki?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.