Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.09.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 09.09.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 9. sept. 1960 Nú er sumri tekið að halla, og heyskap er víðast lokið. Innan fárra daga leggja gangnamenn á fjöll til að smala sauðkindum til byggða. Þetta sumar hefur verið mjög gott og gjöfult fyrir land- búnaðinn. Veðrátta hefur verið sérlega hagstæð um land allt, og þó alveg sérstaklega um suður- hluta landsins. Heyfengur er meiri og betri en verið hefur um mörg ár, og dilkar koma trúlega vænir af fjalli. Samt er ekki gott hljóð í bænd um. Þeir eru ekki bjartsýnir um afkbmuna og framtíðarhorfur. — Og ef þeir eru spurðir, hvers vegna, þá er svarið tíðast: Það er allt þessarri bölvaðri ríkisstjórn að kénna, hún gerir allt ómögu- legt. Þannig verður nú vart mun meiri svartsýní hjá bændastétt- inni en verið hefur, þrátt fyrir góðæri og metuppskeru. M Síldarvertíðin í sumar varð mjög léleg. Við höfum reyndar átt slíku að venjast í hálfan ann- an áratug, en sjaldan mun þó út- koman hafa orðið jafn slæm og nú. Veldur þar hvort tveggja, að fleiri en áður leituðu vinnu við síldveiðar og síldarvinnslu, og svo hitt, að aldrei áður hefur út- gerðin lagt í svo mikinn kostnað fyrir síldarvertíð. Mjög mikið fé var lagt í kaup nýrra fiskileitar- tækja og nýrra veiðarfæra og miklar vonir bundnar við hin ný|u tæki. En vonirnar brugðust. Hversu fullkomin sem tækin eru, koma þau að litlu gagni, ef síldin fyrirfinnst ekki í sjónum. Silfri hafsins verður ekki ausið upp í báta, sé það ekki til, þar sem þess er leitað. Þeir, sem í sumar freistuðu gæfunnar með því að fara á síld, komu flestir til baka með næsta fáar krónur í vasanum, og raun- ar óeðlilega fáar miðað við það aflamagn, s.em þó fékkst. Sjó- mennirnir, sem næstum ein- göngu afla útflutningsverðmæta, gerðu ráð fyrir því, að eftir geng- islækkunina í fyrravetur myndu þeir fá fleiri krónur en áður í sínar hendur fyi'ir sama afla- magn, en sú hefur ekki orðið raunin, þrátt fyrir það, að er- lendur gjaldeyrir hefur verið hækkaður í verði um meira en helming. En maður fór inn í banka í banka í fyrrasumar með eitt sterlingspund og seldi bankan- um, þá borgaði hann fyrir það 45.55. Sé nú eitt sterlingspund boðið til kaups, borgar bankinn fyrir það kr. 106.90. Fiskafurðirn- ar, og þá ekki sízt síldin, er hinn raunvðrulegi gjaldeyrir þjóðar- innar, oftast raunar orðað svo, að þetta sé gjaldeyrisuppspretta eða gjaldeyrisverðmæti. Nöfnin skipta ekki máli, hitt er stað- reyndin, að fyrir fiskafurðir fá- um við mestan hluta af okkar gjaldeyri. En það undarlega hef- ur gerzt við þessa gengislækkun, að það hefur raskast illilega hlut- fallið milli þess, sem íslenzkir sjó menn fá fyrir fisk sinn og þess, sem fæst í krónum fyrir erlend- an gjaldeyri. Sjómaður, sem í fyrra fékk fyrir sinn hlut jafn- virði t. d. 100 sterlingspunda, fékk nú í sumar ekki einu sinni jafnvirði 50 sterlingspunda. — Þannig hefur hlutur hans í gjald- eyristekjunum verið minnkaður um meira en helming. Enda elska sjómenn ekki ríkisstjórnina núna, og þess er varla von. * Laun verkamanna og annarra launþega hafa einnig lækkað í sama hlutfalli, miðað við verð er- lends gjaldeyris. Ef við miðum við gjaldmiðil Bandaríkjanna, dollarinn, þá var hann í fyrra skráður á kr. 16.26 og tímakaup almennra verkamanna hér var kr. 20.67, eða rúmlega 1.25 doll- arar. Nú er dollarinn skráður á kr. 38.80, en tímakaup verka- manna er ennþá kr. 20.67, eða að- eins rúmlega hálfur dollar. Til samanburðar má geta þess, að lögákveðið lágmarkskaup í Bandaríkjunum er einn dollar á klukkustund. í fyrra hafa íslenzk ir verkamenn því haft nokkru betur en lægst var þar vestra, en nú hafa verkamenn hér aðeins hálft kaup á við það, sem banda- rískir stéttarbræður þeirra hafa lægst. Og vert er að geta þess, að fyrir Bandaríkjaþingi liggur til- laga, sem hefur þegar verið sam- þykkt af a. m. k. annarri deild þingsins, um að lágmarkskaupið verði hækkað í 1.25 dollara. Það jafngildir nú íslenzkum krónum 48.50. Ef tímakaup hér héldi sama hlutfalli á móti dollar og var í fyrra, þá ætti kaupið nú einmitt að vera kr. 48.50 á tím- ann, 1.25 dollarar. Óþarft er að geta þess, en staðreynd engu að síður, að í Bandaríkjunum er kaup almennt miklu hærra en hið lögákveðna tímakaup. 2 til 3 dollarar á tímann mun ekki óal- gengt þar. En svo mjög sem ríkisstjórn þessa lands virðist elska Banda- ríkin og allt, sem þaðan kemur, þá gleymir hún alltaf að skýra frá þessu með kaupmismuninn. Og henni finnst víst alveg nóg, það sem íslenzkir verkamenn fá. T. d. um það má benda á, að ekki er langt síðan að forsætisráðherr- ann lýsti því yfir í viðtali við er- lent blað, að það yrði að binda kaupið á íslandi. Og þegar flug- menn hugðust hækka laun sín í sumar, þá var ekki beðið boð- anna með að banna þeim að gera Verkfall. Þetta, ásamt mörgu fleiru, sýnir hvern hug ríkis- stjórnin ber til launþega al- mennt. Það má skjóta því hér inn í, að í víghreiðrinu á Reykjanesskaga vinnur jafnan nokkuð af íslenzk- um verkamönnum, og amerískir verkamenn vinna.þar eirinig. Þeir amerísku hafa fimmföld laun á við íslendingana. -K Atvinnurekendum þykir jafnan gott, að laun verkafólksins séu lág. Þess vegna eru þeir mjög ánægðir í dag, og að því leyti a. m. k. ánægðir með þá ríkisstjórn, I sem við höfum í dag, að hún stendur ákveðið gegn kaup- hækkunum. „Verndararnir" í Keílavík eru sjálfsagt líka mjög ánægðir yfir því, hve lítil laun íslendingarnir gera sig ánægða með. Og tíðindin um lágu launin á fslandi hafa þegar spurzt víða um lönd. Þau tíðindi hafa haft þau áhrif, áð farið er að heyrast, nð erlendii' hringar og stórat- vinnurekendur séu farnir að hugsa gott til þess að koma upp iðjuverum á íslandi. Slíkum aðil- um er það ekkert aðalatriði, hvar í heiminum þeir hafa rekstur sinn. Þeir hugsa fyrst um það, hvar þeir þurfi minnst að borga verkafólk'inu. Vegna hinna lágu launa hér, er ísland nú orðið eitt þeirra landa, sem heimskapítal- isminn hefur augastað á. Þeirra hugsun er þessi: Við skulum koma upp verksmiðjum á íslandi og ráða mikinn hluta af verka- fólki landsins í vinnu hjá okkur á meðan launin þar eru svona lág. Þegar íslendingarnir svo eru komnir í vinnu hjá okkur verða þeir svo háðir okkur, að við get- um áfram haldið laununum niðri. Framleiðslan hjá þeim sjálfum dregst saman, þegar stór hluti verkafólksins er farinn að vinna hjá okkur, og ef þeim þá dettur í hug að ha^tta hjá okkur, bíður þeirra ekkert nema atvinnuleys- ið. Svo reynum við líka að hafa áhrif á það, að ríkisstjórn lands- ins verði okkui' fremur hliðholl, eins ög við vitum, að núverandi ríkisstjórn mun verða. Því miður finnast margir hér á landi, sem telja það æskilegt, að fá erlenda auðhringa til að byggja hér og reka atvinnufyrir- tæki. Og það er ekki ósennilegt, að boð Breta í sambandi við fyr- irhugaða landhelgissamninga verði einmitt um það, að þeir skuli setja hér upp atvinnufyrir- tæki, svo að við þurfum ekki að vera eins háðir fiskveiðunum. Hvort óhappamenn þeir, sem með stjórn landsins fara, bíta á agnið, skal ekkert fullyrt um að svo stöddu. En allir góðir íslend- ingar hljóta að vona, að svo illa fari ekki. En það verða fleiri en Bretar, sem bjóðast til að flytja fé inn í landið. Þannig mun t. d. þegar vera farið að ræða það af nokk- urri alvöru í bæjarstjórn Siglu- fjarðar, að veita Vestur-Þjóðverj- um leyfi til að setja þar upp og reka stóra niðursuðuverksmiðju. Það er ekkert vafamál, að á Siglufirði á og þarf að koma myndaiieg niðursuðuverksmiðja til að vinna úr síldinni. Einmitt þegar svo lítið fiskast af síld, sem raunin hefur verið undanfarið, þarf að leggja alla áherzlu á, að gera það litla, sem fæst að verð- mætri vöru, en flytja hana ekki út saltaða niður í stórar tunnur eða malaða í fóðurmjöl. En landsmenn eiga bara sjálfir, ííkið, að reisa niðursuðuverk- smiðju á Siglufirði. Það á ekki, og má alls ekki, eftirláta erlend- um auðjöfrum að nýta þá miklu möguleika, sem í sambandi við það eru. Sama er um aðrar verk- smiðjur að segja. íslenzka þjóðin á sjálf að eiga öll mannvirki í þessu landi. -K Til eru þeir menn, sem halda því fram, að þjóðin geti ekki lifað í þessu landi af eigin rammleik. Þess vegna beri henni að taka því fegins hendi, ef einhverjir út- lendir aðilar vilji koma hér á fót atvinnurekstri, einnig beri að þakka fyrir hvern vinnudag, sem íslenzkir verkamenn fái að njóta þeirrar náðar að hafa vinnu suð- ui' á Keflavíkurflugvelli eða við aðrar stöðvar setuliðs Banda- ríkjamanna hér á landi. Þeir menn, sem á þessa leið hugsa, hafa greinilega misst alla trú á dugnað og mannkosti ís- lenzku þjóðarinnar, gott land hennar og gjöful fiskimið. Þeh' hafa glatað sínu íslendingseðli og þjóðarstolti. En af þeim, sem glatað hafa þjóðarstolti og eðli- legum metnaði, er ekki mikils að vænta. Þeir eru tilbúnir til að selja sál sína hverjum sem er og þiggja fegins hendi hvern þann óþverramola, sem af borðum ann- arra fellur. Og þessir menn eiga ekki langt í það að glata þjóðerni sínu og tungu. Og þeir munu ekki syrgja slíka smámuni. En þjóðin hlýtur að syrgja hvern þann, sem í slíka glötun fellur. Ac Hernámsandstæðingar koma í dag og næstu daga saman til fundahalda á Þingvöllum. Þeir hafa að undanförnu hert mjög baráttuna fyrir brottför erlends hers úi’ landinu, og kröfunni um brottför hersins og fullt hlutleysi þjóðarinnar vex óðfluga fylgi um land allt, eins og glöggt má marka af yfirlýsingum fjölda manna undanfarnar vikur, manna, sem áður hafa lítið eða ekki látið á sér bera í þessarri baráttu. En hér og þar heyrast samt ennþá raddir, sem gera grín að þessarri baráttu, og hefur jafnvel mátt greina slíkar raddir í blöð- um hér á Akureyri. Þessar radd- ir koma frá þeim, sem glatað hafa þjóðarmetnaði sínum og gerzt hugsunarlitlar undirlægjur erlends herveldis. Þetta eru þeir, sem vilja lifa á molunum, sem falla af borðum hjá herveldinu, vilja sníkja framfæri sitt hjá stórveldinu og eru tilbúnir að láta íslenzka tungu og þjóðemi að launum, íslenzkan manndóm og sjálfsbjargarviðleitni. Þjóðin hefur lifað í þessu landi í meira en þúsund ár. Það hefur oft verið ei'fitt og sýnzt vonlítið um framtíðina. En manndómur j íslendinga hefur alltaf verið sá, j að þeir hafa aldrei gefizt upp. — Ólíkt var þó oft erfiðara og minni möguleikar fyrir þjóðina en með þeiri'i tækni, sem hún nú hefur tileinkað sér og er stöðugt að tileinka sér í sífellt ríkari mæli. Það er því furðulegt, að nú skuli fyrirfinnast menn, sem vilja fórna tilveru þjóðarinnar og tungu á altari erlendra herguða. En ekkert annað getur verið rauriverulegur vilji þeirra, sem hér vilja viðhalda herstu. Verði hér erlendur her um marga ára- tugi ennþá, er úti um íslenzku þjóðina sem slíka. Um það, að herinn sé hér okk- ur til verndar, eru nú flestir hættir að tala, svo augljós fals- kenning er það orðin. HVAR STANDA ÞEIR? Málgagn Alþýðuflokksins hér í bæ, hefur verið mjög fáort að undanförnu um herstöðvamálið og baráttu hernámsandstæðinga fyrir því að losna við herinn og allt það, sem honum fylgir. Blað- ið hefur enga ákveðna afstöðu tekið, að því er séð verður, hvorki með hernámsandstæðingum né heldur reynt að verja hersetuna, En í síðasta tölublaði birtist smá- klausa í tilefni af undirbúningi Þingvallafundarins, og fjallar hún eingöngu um það, að Fram- sóknarmenn séu mjög tvískiptir í málinu og viti ekki hvaða af- stöðu þeir eigi að taka. í greinar- lokin segir: „Má mikið vera, ef flokkstetrið á ekki eftir að fá höfuðkvalir og innanskömm af því að vita ekki í hvern fótinn á að standa.“ Þetta gefur tilefni til að spyrja: Veit ritstjóri Alþýðumannsins og aðrir fylgjendur þess flokks utan forystunnar í Reykjavík í hvorn fótinn þeir eiga að standa? Það skyldi þó aldrei vera, að þeir hafi þegar fengið „höfuðkvalir og innanskömm“ af asnastrikum Alþýðuflokksins að undanförnu? Nýjar kvöldvökur, 3. hefti þ. á., hefur blaðinu borizt. Hefst það með grein um hjónin Friðrik Sæmundsson og Guð- rúnu Halldórsdóttur búendur að Efri-Hólum í Núpasveit, eftir Einar Kristjánsson. Þá er greinin íslenzkir ættstuðlar eftir Einar Bjarnason ritstjóra, grein um Metúsalem Metúsalemsson bónda á Burstarfelli, eftir Halldór Stef- ánsson, grein um Jón Ólafsson kaupfélagsstjóra í Króksfjarðar- nesi, eftir Guðbrand Benedikts- son, minningargrein um Skúla Jónsson, eftir Bergsvein Skúla- son, grein um hjónin Þorstein Pálsson og Kristjönu Einarsdótt- ur frá Ytra-Dalsgerði, eftir Hólmgeir Þorstéinsson, son þeirra, Bréf frá Jónasi Hinriks- syni skáldi á Helluvaði til Stef- áns Stefánssonar, Ytri-Neslönd- um, þá er framhald af ævisögu Jónasar frá Hofdölum og sögu Þórdísar Jónasdóttur (Dalurinn og þorpið), getraun, bókafregn og fleira. Kirkjan. Messað í Akureyr- arkirkju kl. 10.30 árd. á sunnu- daginn. Sálmar nr.: 526 — 367 — 356 — 203 — 582.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.