Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.04.1961, Side 4

Verkamaðurinn - 21.04.1961, Side 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudagur 21. apríl 1961 Innrás á Kúbu Eins og kunnugt er hefur friðurinn á Kúbu verið rofinn. Svívirðilegar loftárásir hafa verið gerðar á borgir landsins, og ráðizt hefur verið inn í það af meginlandi Ameríku. Það er engum vafa bundið, hverjir eru upphafsmenn þess harm- leiks, sem nú er hafinn á hinni fögru eyju. Bandaríkjamenn hafa marglýst því yfir, að þeir ætli að styðja menn Battista, fyrrverandi einræðisherra Kúbu, til valda á eynni. Svo heit er lýðrœðisást þeirra, og þannig er það frelsi, sem þeir æskja þjóðunum í kringum sig. Þetta er líka ofur skiljanlegt í Ijósi þeirrar staðreyndar, að einrœðisherrann tryggði bandarísk- um auðhringum efnahagsleg yfirráð á Kúbu. Þeir áttu helztu eignir á eynni, þeir réðu því, að ekkert var ræktað nema syk- ur og tóbak, þeir áttu sykurhreinsanirnar, þeir hirtu arðinn af striti eyjarskeggja. En landslýðurinn fylkti sér undir merki Castros og byltingarmanna hans, og þannig tókst að stökkva einræðisherranum úr landi, jörðinni var skipt milli bænda, stórfyrirtæki og bankar voru þjóðnýtt. Slíkt kallar bandaríkjastjórn ofbeldisverk, og hyggst nú gera þær ráð- stafanir sem duga til að bœla niður kúbönsku þjóðina og hræða aðrar þjóðir Mið- og Suður-Ameríku frá fordæmi Kúbumanna. Vonandi er, að vaskleiki eyjarskeggja sjálfra og stuðningur allra frjálslyndra og réttsýnna manna í heim- inum við þjóðfrelsisbaráttu þeirra megni að hrinda þessarri árás heimsveldissinnanna. Myndin hér að ofan sýnir fund Kúbunefndarinnar í New York, og er þar verið að mótmœla yfirgangi bandaríkja- stjórnar gagnvart Kúbu. Myndin til hægri sýnir kúbanska húsmóður, sem ekki ætlar að láta sinn hlut eftir liggja í bar- áttu þjóðar sinnar. •l'í SÍÐUSTU FRÉTTIR herma, q3 Kúbumenn hafi veitt innrósariiðinu verðugar viðtökur, og hafi þegar að mestu eða öllu rekið það af höndum sér. Sýnir þessi útkoma glögglega, að þjóðin stendur vel soman og ber fullt traust til flokks Castros. Gleðilegt sumarí Þökk fyrir veturinn. Verilunin Drífa. Gleðilegt sumar! Þökk fyrir veturinn. Hótel Akureyri. Gleðilegt sumar! Þökk fyrir veturinn. Motur og kaffi. Slippstöðin h.f AKUREYRI óskar öllum viðskiptavinum sínum til lands og sjóvar GLEÐILEGS SUMARS. L Sflmsöngar Korlihlrs Ahureyrar KARLAKÓR AKUREYRAR og blandaður kór, undir stjórn Ás- kels Jónssonar, heldur samsöng í Samkomuhúsi bæjarins íöstudag- inn 21. þ.m. kl. 8.30 og sunnudag- inn 23. þ.m. kl. 8.30. Samsöngur þessi verður með nokkuð öðru sniði en verið hefur, því hluta af söngskránni flytur blandaður kór. Söngskrá kórsins er allfjöl- breytt að efni. Verða sungin lög eftir innlenda og erlenda höfunda og má þar nefna m. a. tvo þætti úr óratóríunni Friður á jörðu eft- ir Björgvin Guðmundsson. Einsöngvarar verða þau Björg Baldvinsdóttir, Eiríkur Stefáns- son og Jóhann Konráðsson. Und- irleik annast Guðmundur Jó- hannsson. 8 prc. liækknn á ríifmagfui FYRIR dyrum stendur, að verð á rafmagni í bænum hækki á næst- unni. Samkvæmt tillögum raf- veitustj órnar verður meðaltals- hækkun sem næst 8%. Tillögur þessar lágu fyrir síðasta hæjar- stjórnarfundi og var vísað til 2. umræðu. Hækkanir þessar stafa af auknum útgjöldum vegna efn- iskaupa. Erlent efni er stór liður í útgjöldum rafveitunnar og við- reisnin hefur hækkað það stórum í verði eins og aðrar vörur. Þessa hækkun má því einvörðungu þakka viðreisninni sælu. Áhrif hennar eru margvísleg, en öll á sörnu hókina lærð. Og þetta er fyrsta verðhækkunin á rafmagn- inu hér en ekki sú síðasta af við- reisnarvöldum. Þakkað veri íhaldi og krötum. \m I V I I I 1 * I I I WV’ -n » I »1 Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 23. þ.m. kl. 2 e.h. — Sálmar nr. 511, 512, 219, 322, 201. — B. S. Frá Sjálfsbjörg. Fræðslu- og skemmtifundur verður haldinn sunnudaginn 23. þ.m. kl. 2 e.h. að Bjargi. — Stjórnin. Tryggvi Þorsteinsson, yfirkenn- ari, Munkaþverárstræti 5, verður fimmtugur nk. mánudag, 24. apríl. Iðnskólanum á Akureyri verð- ur slitið mánudaginn 24. þ.m. kl. 8.30 síðdegis (í Húsmæðraskólan- um). Sýning á teikningum nem- enda verður sunnudaginn 30. apríl kl. 1-7 síðd. (á sama stað). Árdagsroði fegrar fjöEI, folla stoðir isa. Vorið boðar okkur öll, undan voð skal rísa. GLEÐILEGT SUMAR! Skyggnilýsingar hefur frú Lára Ágústsdóttir í Alþýðuhúsinu nk. sunnudag 23. þ.m. kl. 4 e.h. Að- göngumiðar við innganginn. Hjónaefni. Síðastliðinn laugar- dag opinberuðu trúlofun sína ung- frú Jóna Baldvinsdóttir, afgr,- mær og Bjarni Bjarnason, bif- reiðastjóri. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband frk. Irene Gook, kaupkona, Akureyri og Guðvin Gunnlaugsson, kennari, Akureyri. Firmakeppni Skíðaráðs Akureyrar fór fram í Hlíðarfjalli í gær, sum- ardaginn fyrsta. Veður var óhag- stætt, slydda og skyggni því slæmt, sást ekki nema milli fimm-sex hliða. Brautin grófst mjög er á leið, og varð því erfið yngri kepp- hæð 60 metrar. 30 keppendur tóku þátt í mótinu, og fór hver þeirra fjórar ferðir. Þátttaka fyr- irtækja var mjög góð, og vill Skíðaráð færa þeim og keppend- um beztu þakkir. Mótsstjóri var endunum. Hún var um það bil Hermann Sigtryggsson. 250 m á lengd, hlið voru 40, fall- Urslit urðu sem hér segir: Vinnust. Bólstruð húsgögn hf. . . Magnús Ingólfsson . 36.8 sek Útvegsbanki Islands hf Sami 37.1 — Utgerð Kr. P. Guðmundssonar . . Guðmundur Tulinius . 37.2 — Skinnaverksmiðjan Iðunn Bragi Hjartarson . . 37.3 — Iþróttahúsið Hörður Þórleifsson . . 37.5 — Eimskipafélag Islands hf Hákon Ólafsson .... 38.0 — Fyrsta og öðrum bezta brautar- tíma náði Hákon Olafsson, 38.0 og 39.1 sek. Þriðja bezta brautar- tíma náði Bragi Hjartarson, 39.3 sek., og fjórða bezta Hörður Þór- leifsson, 39.5 sek. Beztan tíma samanlagt úr öllum ferðunum höfðu Hörður Þórleifsson 173.2 sek. og Bragi Hjartars. 174.4 sek. Heildarúrslit verða birt í sýn- ingarglugga Halldórs Ólafssonar úrsmiðs einhvern næstu daga. VERZLUN B. LAXDAL NYJAR VORUR: KAPUR, HATTAR, BLUSSUR OG ÚRVAL AF BUXUM. Gleðilegt sumar. — Þukk fyrir veturinn! UTGERÐÁRFELAG AECUREYRINGA H. F. óskar viðskiptavinum og storfsfólki öllu til sjós og lands gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn!

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.