Verkamaðurinn - 25.01.1963, Qupperneq 3
qutt
í
tú
Þorsteinn Valdimarsson frá
Teigi í Vopnafirði er löngu viður-
kenndur sem mikið skáld. Tónn
hans er laufvindur í austfirzkum
skógi, dulinn og hátíðlegur í senn.
Eg kynntist Þorsteini fyrst eitt
Vor í vegavinnu fyrir mörgum ár-
um. Við vorum þá ungir, hann
10—11 ára, en síyrkjandi. Þá var
hesturinn og kerran eina flutn-
mgatækið og við vorum kúskar
ásamt fleiri strákum. Um einn
þeirra kvað Þorsteinn:
Réttum hestum rændi mig,
reyndur að flestum göllum.
Hugsar mest um sjálfan sig,
svínið, verst af öllum.
Hin fljúgandi hagmælska spáði
góðu til um framtíðina, en hann
agaði hana strangt og skáldið óx
Eið innra. Nú hefur hann gefið út
Uiargar ljóðabækur og hlotið lof
ahra Ijóðvina. Síðasta bók hans
heitir: Heiðnuvötn, og kom út
lyrir jólin. Ég get ekki stillt mig
Um að birta þaðan smá sýnishorn
af þeim æskuglaða stríðnistón,
Sem enn lifir hjá skáldinu og birt-
lst í flokki smákvæða, sem hann
kallar: Myndvarp Atómsól: Við
skulum sjá hvað hann segir um
ruálaralist nútímans og ljóðagerð
kans. Kvæðin eru nr. 9 og 11 í
flokknum.
Eg kom þar á veg
sem kúnstner Ingi
hóf upp lofgjörð
á listaþingi:
Sjáið, einfaldleikinn
®r aðalsmerkið,
sem súperséníið
setur á verkið.
°g enginn hefur slegið mig
þar út svo ég viti. —
Á striga mínum sjáið þið
hvorki strik né liti.
Ég kom þar á veg
sem kjökrandi og frá sér
eitt skáldmenni reytti
skeggið á sér. —
■®> víst hangir snilld mans
1 veikum þræði
" hún veltur á tvípunkti
1 þessu kvæði.
Og dögum saman
hef ég sveitzt við það blóðinu —
en ég sé hvergi stað
fyrir tvípunkt í ljóðinu.
Eókin er full af meiri og fegurri
f ^dskap. Menn ættu að leita
nans þar_
k.
F°Studo
Þegar verkamaður er spurð-
ur af ókunnugum, hver atvinna
hans sé, er ekki óalgengt, að
svarið sé eitthvað á þessa leið:
Ég er nú bara venjulegur
verkamaður. Sé aftur á móti
t. d. skrifstofumaður hjá opin-
beru fyrirtœki spurður sömu
spurningar, svarar hann aldrei:
Ég er nú bara skrifstofumaður.
Hann segir: Ég vinn á skrif-
stofu hjá þessu og þessu fyrir-
tœki, sem hann nefnir.
Hvers vegna er þessi munur
á svörum? Hvers vegna segist
verkamaðurinn vera „bara“
verkamaður, en skrifstofu-
maðurinn segir hiklaust, hvar
eða við hvað hann vinnur?
Skrifstofustörf sem atvinnu-
grein er tiltölulega ungt fyrir-
bæri í þessu landi. og til
skamms tíma var skrifstofu-
mannastéttin mjög fámenn,
þótt ofvöxtur hafi hlaupið í
hana hin síðustu ár. Meðan
stéttin var fámenn þótti afar
fínt að vera skrifstofumaður
og það myndaðist allskörp
stéttaskipting milli hvítflibba-
manna og þeirra, sem gengu í
verkamannabúningi með sigg-
lúnar hendur.
Það hefur dregið úr þessari
stéttaskiptingu, en samt er hún
enn til staðar. Hvítflibbamað-
urinn lítur á sig sem nokkru
œðri þjóðfélagsveru en verka-
manninn og verkamaðurinn
sœttir sig við að telja sjálfan
sig lœgst settan af stéttum þjóð-
félagsins, ef frá eru taldir rón-
ar eða annar vandræðalýður
götunnar.
Þetta viðhorf verkamannsins
er mjög alvarlegt og hœttulegt.
Auðvitað ætti ekki að vera um
neina stéttaskiptingu að rœða,
þannig að menn telji sig œðri
eða lœgri en þeir, sem önnur
störf vinna, og hœttulegast
verður það hverjum hópi
manna eða stétt, sem fer að
líta á sjálfa sig sem lægst setta
og hegðar sér í samrœmi við
það. Óeðlilegast er þó, ef þeir,
sem eru hornsteinar þjóðfé-
lagsbyggingarinnar, dœma
sjálfa sig í óæðri hóp.
Vitaskuld er mörg skrifstofu-
vinna nauðsynleg og gagnleg,
trúlega gildir það að einhverju
leyti um flest þau störf, sem á
skrifstofum eru unnin. Og það
er sízt ástœða til að vanmeta
þau störf. En þœr vœru fáar
skrifstofurnar, ef engir vœru
til að byggja skrifstofuhúsin.
Og skrifstofumenn œkju ekki
í bílum sínum á vinnustað, ef
engir væru til að leggja götur
og vegi. Það myndi líka fljótt
taka fyrir alla lífsbjörg, ef engir
væru til að draga fisk úr sjó,
sá frœi í frjósama mold eða
aka skarni á hóla.
í slendingar lifðu lengi í
þessu landi án skrifstofu-
manna, en án bœnda og verka-
fólks hefur þjóðin aldrei lifað
og gæti aldrei. Án margra og
dugmikilla sjómanna getur
þjóðin ekki heldur lifað góðu
lífi. Það eru þessar stéttir, sem
skapa þann grundvöll, er allt
annað byggist á, öll okkar
þjóðfélagsbygging, líf og af-
koma einstaklinga og stétta.
Samt eru þœr stéttir, er
grundvöllinn mynda, vanmetn-
ar af öðrum, og þœr taka jafn-
vel sjálfar undir það vanmat.
Hér er breytingar þörf.
Þegar verkamenn eða verka-
konur fara fram á hœkkað kaup
eða kjarabætur í einhverri
mynd, eru viðbrögð atvinnu-
rekenda, afturhaldsblaða, og
mikils hluta hvítflibbamanrm
þau, að ekki er öðru líkara en
heimurinn sé að farast. Þó
hafa kröfur verkafólks alla-
jafna verið svo hógværar, sem
framast hefur verið hugsan-
legt.
Nú hafa aftur á móti opin-
berir starfsmenn, starfsmenn
ríkis og bœja sett fram sínar
kröfur um kjarabætur, og þœr
eru í öðrum dúr en kröfur
verkafólks. Samt heyrist enginn
hávaði, heimurinn er svo sem
ekki að farast.
Tvímælalaust er það réttlœt-
iskrafa, að laun þessarra starfs-
hópa verði stórlega bœtt frá
því sem nú er. Opinberir starfs-
menn hafa yfirleitt ekki verið
hálaunaðir, margir á skammar-
lega lágum launum.
En kröfur þeirra eru ekki um
10 eða 15 prósent hækkun,
eins og tíðum hefur verið hjá
verkamönnum, heldur um 100
prósent hœkkun. Og fullvíst er
talið, að þeir muni fá fram
40 til 50 prósent hækkun og í
sumum tilfellum mun meira.
Eru það einkum þeir hæst
launuðu, sem mikla viðbót
munu fá. Enda mun ætlun nú-
verandi stjórnarvalda, að
kauphœkkun opinberra starfs-
manna verði ekki aðeins venju-
leg kjarabót, heldur verði hún
framkvœmd þannig, að hún
undirstriki stéttaskiptinguna í
þjóðfélaginu, skerpi andstœð-
urnar og lífskjaramismuninn
milli hvítflibbamanna og
þeirra, sem bera sigggrórutr
hendur. Það á að leggja á það
áherzlu, að verkamenn séu
„bara“ verkamenn og þeim beri
að lifa við lakari kjör, en þeir,
sem á skrifstofum sitja.
Gegn þessu þurfa verkamenn
að vera vel á verði. Þeir eiga
hiklaust að styðja hverja
sanngjarna kröfu annarra um
kjarabœtur, en þeir eiga held-
ur ekki að gefa sinn hlut eftir.
Þeir verða að gera sér það
Ijóst, að þeim manni, sem hef-
ur hakann eða skófluna, sög-
ina eða hamarinn að verkfæri
ber eigi minni hlutur en þeim,
sem hefur pennann eða marg-
földunarvélina að verkfœri.
T ekjuskipting launþega má
aldrei verða til að skipta þeim
í stéttir. Laun manna eiga ekki
að vera há eða lág eftir því,
hvort þeir ganga í kakífötum
eða með flibba, heldur á það
að marka launin, hverja þýð-
ingu störfin hafa fyrir þjóðina
í heild og hversu mikið af
sjálfum sér einstaklingurinn
þarf að gefa til að geta innt
þau af hendi.
Sömu laun fyrir sömu vinnu.
Þetta hefur lengi verið kjör-
orð kvenna í baráttunni við að
ná sömu kjörum og karlar. Nú
er því marki senn náð. En kjör-
orðið er í fullu gildi. Sömu
laun fyrir hverja þá vinnu, sem
sama gildi hefur fyrir þjóðfé-
lagið og einstaklinga þess.
Þ.
Kaupgjald og
stéttaskipting
Aðeins 22 ilmðir fullgerðar
EB**"
Hér fer á eftir skýrsla byggingafulltrúans á Akureyri um bygg-
ingaframkvœmdir á liðnu ári. (Til samanburðar því, sem þar kemur
fram, skulu menn hafa í huga álit Húsnœðismálanefndar, sem ný-
verið lauk störfum og taldi lágmarksbyggingaþörf árlega vera 65
íbúðir, og þó þyrfti meira nú fyrst um sinn til að vinna upp það
sem á hefur skort að nœgilegt vœri byggt síðustu árin.)
m3, og í þeim eru að meðaltali
íbúðarhús:
Hafin er bygging 23ja íbúðar-
húsa með 33 íbúðum. Um sl. ára-
mót voru samtals 57 íbúðarhús
með 74 íbúðum í byggingu á Ak-
ureyri. — Heildarstærð þessara
íbúðarhúsa er 34.440.0 m3, grunn-
flötur þeirra er 6.892.0 m2 og her-
bergjafjöldi er 338.
Skráð eru fullgerð 18 hús með
22 íbúðum, fokheld voru 34 hús
með 47 íbúðum og 5 hús með 5
íbúðum voru skemmra á veg kom-
in. Meðalstærð þeirra íbúða, sem
skráðar voru fullgerðar er 418.7
4.4 herbergi.
Af ýmsum húsum voru 28 í
byggingu um sl. áramót. Þar af
voru 12 skráð fullgerð, 8
fokheldar og 8 voru skemmra á
veg komnar. Af þeirn byggingum,
sem skráðar voru fullgerðar má
t. d. nefna Elliheimilið, Fataverk-
smiðjuna Heklu, Amaro h.f., Ut-
vegsbanka íslands, Veganesi við
Hörgárbraut, Bifreiðaverkstæðið
Baug h.f. við Norðurgötu og
verzlun í húsi Akurs h.f. Glerár-
götu 7.
Fokheldar voru t. d. skrifstofu-
bygging Akureyrarbæjar, sam-
komuhús Akurs h.f., viðbygging
við'póst- og símahús og 2. áfangi
Barnaskóla Oddeyrar við Víði-
velli.
Hafin er bygging verksmiðju-
húss við Glerá fyrir Strengja-
steypuna h.f., verkstæðishús við
Hjalteyrargötu fyrir Hafnarsjóð
Akureyrar, vörugeymsluhúss á
Hvannavöllum 12 fyrir Sápuverk-
smiðjuna Sjöfn og nautgripafjóss
í landi Rangárvalla fyrir Búfjár-
ræktarstöðina að Fundi Þá er og
hafin bygging viðbótarhúsnæðis
við Gagnfræðaskólann.
Breytingar og viðbætur við
eldri hús voru samtals 19, og
rúmmálsaukning vegna þeirra
1.830 m3.
10 bifreiðageymslur voru byggð-
ar á árinu, samtals 993 m3.
Akureyri, 9. janúar 1963
Jón Geir Ágústsson.
U T S A L A
gær hófst útsala ó undirfatnaði, brjósta-
höldum, sokkabandabeltum, sloppum og
blússum.
MIKIL VERÐLÆKKUN
Komið og gerið góð kaup.
ANNA Cr FREYJA
'9ur 25. janúor 1963
Verkamaðurinn — (3