Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.01.1963, Page 8

Verkamaðurinn - 25.01.1963, Page 8
Beint símflsamband vi6 Reyhjavíh d sumri homanda Sjálfvirkar stöðvar í Húsavík, Raufarhöfn, Kópaskeri, Hrísey, Grenivík, Hjalteyri, Ólafsfirði og Dalvík á næsta ári Verkamaðurinn FLOCIB Til FÆREYJA 00 GRÆNLANDS Blaðið átti tal við símastjóra, Gunnar Schram, og leitaði frétta af framkvæmdum landssímans á yfirstandandi ári. Hann sagði, að unnið væri að undirbúningi þess, að beint sam- band kæmist á við Reykjavík héð- an í sumar og önnur þau kauptún syðra, sem komið hefur verið upp sjálfvirkum stöðvum í. Vélar allar og tæki til þessa mannvirkis eru komnar hingað og verið er að ljúka við viðbótar- bygginguna við landssímahúsið hér fyrir þessa viðbót. í Reykja- vík er einnig unnið að samskonar undirbúningi. Einnig vinnst það við stækkun á húsrými landssímans, að það rýmkast um póstafgreiðsluna, því ákveðið er að flytja böggla- afgreiðsluna á neðri hæð nýju byggingarinnar. Áætlun landssímans viðvíkjandi kauptúnum hér nyðra er, að (Framhald af 1. síðu). Norðurgötu 62 Verkstæðishús Baugs h.f. stend- ur við Norðurgötu 62. Eftirfar- andi upplýsingar um gerð þess og byggingu gaf framkvæmdastj órinn fréttamönnum: Strengjasteypuhús, 350 m2 að innanmáli. Þak er gert af svonefndum rifjaplötum, sem gera hvorttveggja í senn, að bera uppi þakið og þekja. Strengja- steypan er keypt hér á staðnum af Möl & Sandi h/f og mun vera fyrsta hús sinnar teg. hér í bæ. Húsið er allt einangrað með plasti, 2” plötu í lofti og 1V2” í útveggj- um. Utveggir allir hlaðnir úr vik- urholsteini milli súlna. Tvöfalt gler er í öllum gluggum. Upphitunar- 4-------------------------A VÍSA VIKUNNAR Það er sama og svíkja lit og setja hlera í Ijóra, að vera að leggja vit og strit í vitleysuna að tóra. K. S. 1-------------------------♦ komið verði upp sjálfvirku síma- kerfi innan þeirra allra og þá um leið beinu sambandi við þau héð- an. Þessu ætti að geta orðið lokið á árinu 1964. 1966 er áætlað, að sjálfvirkt símakerfi verði komið á um allt land. Símstjóri gat þess einnig, að fyrirhuguð væri stækkun sjálf- virku stöðvarinnar hér innanbæj- ar, fjölgun númera, þó ekki væri nú sem stendur neinn hörgull á símum. Annars sagði símastjóri, að skortur á fagmönnum tefði allar framkvæmdir hjá landssímanum, eins og öðrum opinberum aðil- um, þau væru á engan hátt sam- keppnisfær í launakjörum. Það væru nú jafnvel meiri og meiri örðugleikar á að fá stúlkur til starfa á stöðinni, áður buðust stúlkur í hópum, ef auglýst var eftir starfskröftum. Nú væri þetta breytt. Það væri því takmark, sem kerfi er frá brennaradeild OIíu- verzlunar Islands h/f. Verkstæðis- salur hitaður upp með heitum loftblæstri, en skrifstofa, lager og salerni með venjulegum miðstöðv- arofnum. 2 vatnsdælur eru við ketilinn og hitunargreinarnar óháðar hvor annarri. Hitastilling er sjálfvirk í báðum tilfellum, en auk þess sjálfvirk skipting milli dag- og næturhitastillingar á verkstæði. Gólf í öllu húsinu er vélslípað, en ekki pússað á venjulegan hátt. Slitþol slíkra gólfa er miklu meira en gólfa með venjulegu pússn- ingarlagi og áferð auk þess mun sléttari. Auk þess hefur allt gólfið verið málað með sýruheldri Epoxy málningu til að auðvelda þrif og til að mynda sterkt en endurnýjan- legt slitlag ofan á gólfið. Veggir í vinnusal eru málaðir með sömu málningu. Teikningar af húsi gerði Mikael Jóhannesson, Akureyri. Járna- teikn. er gerð af Magnúsi Ágústs- syni, Ak. Múrarameistari var Gunnar Óskarsson. Trésmíða- meistari Einar Eggertsson. Raf- lagnir annaðist Björn Þorkelsson. að væri keppt að gera alla síma- þjónustu sjálfvirka. Þótt við fögnum öll þessum merku framkvæmdum, munu auð- vitað margir sakna hinna þýðu radda og lipru afgreiðslu okkar mörgu ágætu símastúlkna. HAPPDRÆTTI H.í. 1. FLOKKUR 1963 AKUREYRARUMBOÐ Kr. 100.000.00 nr. 22409 — Kr. 10.000.00 nr. 30575 — Kr. 5.000.00 nr. 5025 7119 8504 17074 42827 48264 49079 53213 — Kr. 1.000.00 nr. 1151 2934 4016 6024 6556 6558 7016 8836 9070 9751 11317 12067 12095 12552 13794 14879 14927 15230 1599 17464 18034 18037 19000 19056 19443 23596 23598 25938 28853 31149 31190 31574 33922 37008 41175 42024 42616 43094 43306 43315 44740 49061 49229 52978 53942 55779 55800 59587. (Birt ón óbyrgðar). Stjórn Iðju, félags verksmiðju- fólks á Akureyri, hefur nýverið sent bæjarráði nokkrar tillögur varðandi endurbætur á strætis- vagnaþj ónustunni í bænum. Til- efni þessara tillagna eru endur- teknar óskir starfsfólks verksmiðj- anna á Gleráreyrum um bætta þjónustu í þessum efnum. í því sambandi höfðu einnig komið fram óskir um það í bæjarstjórn, að Iðja leggði fram ákveðnar til- lögur um breytt fyrirkomulag ferða. Tillögur og ábendingar stjórn- ar Iðju, sem samþykktar voru á fundi 11. þ. m. og síðan sendar bæjarráði eru þessar: 1. Að strætisvagnarekstur hefjist í úthverfum bæjarins kl. 6.45 hvern virkan dag, þar sem vinna hefst í verksmiðjum yfir- leitt kl. 7 f. h. 2. Að strætisvagnaferðum verði fjölgað þannig, að tvær ferðir verði í úthverfin á hverjum klukkutíma frá kl. 6.45 til kl. 23.30 daglega nema á sunnu- dögum, þá frá kl. 9 f.h. til kl. 23.30. 3. Að stillt verði svo til að vagn- arnir verði 5 mín. fyrir hvern heilan tíma á verksmiðjusvæð- inu og öðrum helztu vinnu- stöðvum. 4. Að fjölgað verði viðkomustöð- um strætisvagnanna í úthverf- unum. Flugfélag íslands hefur sótt um leyfi til að hefja á komandi sumri áætlunarflug til Færeyja og ráð- gerir að flogið verði hvern þriðju- dag frá Reykjavík til Vogeyjar í Færeyjum og samdægurs til Berg- en og Kaupmannahafnar. Á fimmtudögum verður flogið frá Kaupmannahöfn til Bergen og Vogeyjar og sama dag til Glasgow. Á föstudögum verður flogið frá Glasgow til Vogeyjar og þaðan til Reykjavíkur. Ferðir hefjast um miðjan maí. Þetta er í fyrsta skipti, sem áætl- unarflug er tekið upp til og frá Færeyjum, og munu heimamenn hugsa gott til. Fargjald frá Reykja- vík til Vogeyjar verður kr. 2.050.00, en fram og aftur kr. 3.895.00. Notaðar verða flugvélar af gerðinni Douglas DC-3. Nokkr- 5. Að vagnarnir hafi ákveðnar ferðir að Sjúkrahúsi og Elli- heimilinu á heimsóknartíma. 6. Að strætisvögnunum verði fjölgað, og þá haft í huga hvort ekki hentaði betur að hafa minni vagna með í þjón- ustu, ef teknar yrðu upp fleiri ferðir en nú er í úthverfi bæj- arins Sigmrsæl Þessa dagana stendur yfir í Reykjavík sýning á vatnslitamynd- um og teikningum skólabarna, er verðlaun hlutu í samkeppni, er Bókaútgáfa Menningarsjóðs efndi til um gerð mynda við texta úr íslenzkum bókmenntum. Nær 800 börn tóku þátt í keppninni og 42 hlutu verðlaun, þar af 17 úr Barnaskóla Akureyrar. Fyrstu verðlaun hlaut Vilhjálm- ur Baldvinsson, Akureyri, og aðrir Akureyringar, er verðlaun hlutu eru þessir: Guðný Jónsdóttir, Halldór Matthías- son (2. verðlaun), Helga Kristín, Bryn- leifur Hallsson (3. verðlaun), Jón Ragn- arsson (4. verðlaun), Óli Ragnarsson, Karl Erlendsson, Sveinn Bjarnason, Baldur Ellertsson (5. verðlaun), Bryn- dýs Kristjánsdóttir, Guðmundur Ólafs- son, Sigmar Eiríksson, Svala Stefáns- dóttir, Þorkell Rögnvaldsson, Örn Kjart- ansson (6. verölaun). ar reynsluferðir voru farnar í fyrrasumar. Aðalumboð fyrir Flugfélag ís- lands í Færeyjum hefur Flogfelag Föroya. í lok fréttabréfs frá F.l- um þetta mál segir: „Áhugi Færeyinga fyrir flug- samgöngum er mjög mikill og al- mennur og Flugfélag íslands fagn- ar því að vera í aðstöðu til þess að koma á flugsambandi milli hinna tveggja frændþjóða, Fær- eyinga og íslendinga.“ Skíðaflug í Grænlandi I byrjun marzmánaðar mun ein af flugvélum Flugfélags íslands fljúga til Grænlands búin skíðum og flytja farþega og nauðsynjar til margra einangraðra staða a austurströndinni. Samningur milli Konunglegu Grænlandsverzlunarinnar og Flug- félags íslands um skíðaflugið var undirritaður í Kaupmannahöfn nýlega. Fyrir nokkrum mánuðum barst Flugfélagi Islands fyrirspurn fra hinni Konunglegu Grænlandsverzl- un um það, hvort félagið gæti tekið að sér flutninga til stöðva a austurströnd Grænlands með vistir, póst og e. t. v. farþega. Þess var getið að ekki mundi hægt að lenda á þessum stöðum nema a flugvél búinni skíðum. Þar sem hér var um algjört ný' mæli að ræða í starfsemi félagsins fóru víðtækar athuganir fram a væntanlegri framkvæmd og leiddu þær í Ijós, að félagið gæti tekið þetta verkefni að sér. Samningur um nokkrar tilraunaferðir var undirritaður 4. jan. s.l. Ein af Douglas DC—3 flugvélum félags' ins, „Gljáfaxi“ verður nú búin skíðum og hefur þegar verið geng' ið frá aukaútbúnaði í flugvélinnh vökvadælu og leiðslum íil þess að hækka eða lækka skíðin, en flug' vélin getur eftir að skíðin hafa verið sett undir, lent á skíðum eða hjólum eftir því sem hentar. Staðir þeir sem „Gljáfaxi“ mun fljúga til í Grænlandi eru m- a' Danmarkshavn, Daneborg, Scor' sbysund, Tingmiarmiut, AputiteU Orsuiagssuaq og Qutdleg. ,,Glja' faxi“ mun hafa aðsetur í Reykj3' vík, Meistaravík og e. t. v. Kulu' suk. Bragverjar. Fundur á Gildaskál® K.E.A. n. k. fimmtud. kl. 8.30. e. h. Minningarspjöld Fjórðungssjúkra hússins fást í Bókaverzlun Gunnlaug9 Tryggva Jónssonar. BAUGIIR H.F. IÐJA SENDIR BÆJARRÁÐI TILLÖGUR UM ÞJÓNUSTU STRÆTISVAGNANNA

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.