Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.02.1963, Síða 1

Verkamaðurinn - 22.02.1963, Síða 1
Verkamaðurinn Fró Ólafsfirði. Yngsti bœjarfulltrúinn Er blaðamaður átti nýlega leið í Ólafsfjörð, hitti hann m. a. að máli bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins þar í kaupstað, Braga Halldórsson, og átti við hann eftirfarandi viðtal: Þú ert sjálfsagt með yngstu bæjarfulltrúunum á landinu. Hve- n®r ert þú fæddur? -— 25. apríl 1941. Það hefur þá ekki mátt tæpara standa, að þú hefðir aldur til að vera í framboði við bæjarstjórn- arkosningarnar. — Nei, ef ég man rétt, undirrit- aði ég leyfi til að nafn mitt yrði sett á listann sama daginn og ég varð tuttugu og eins árs. Það hlýtur að vera einsdæmi, °g nú tel ég ekki lengur vafa á, að þú sért yngsti bæjarfulltrúi, Sem nokkru sinni hefur uppi ver- *ð í okkar landi. En hvernig fellur Þér svo að starfa í bæjarstjórn- inni? — Ja, ég er nú nýliði og er fyrst °g fremst að kynna mér málin ennþá. Ég má heita alger lærling- Ur á þessu sviði, og það verð ég nu að segja, að æskilegt teldi ég, að yngri menn væru látnir kynn- ast þessu eitthvað fyrst, en ekki settir í svona ábyrgðarstörf fyrir- varalítið. Mér skilst, að íhaldsmenn séu í ttteirihluta í bæjarstjórninni hér. ^rt þú þá lærlingur hjá þeim? — Nei, ég læri nú lítið af þeim. ég er að reyna að kynna mér ^æjarmálin almennt í þeirri von, ®g geti síðar notað mér þann 'ærdóm til einhvers gagns. Hverjar eru helzlu framkvæmd- lr á vegum bæjarins um þessar tnundir? Að vetrarlagi eru hér litlar amkvæmdir á vegum bæjarins. sumar var það höfnin, sem helzt ^ar unnið við. Það var sett grjót- ^ylling norðan við hafnargarðinn að treysta hann, og einnig var unnið að viðgerð á bryggjunni, sem skemmdist í hafrótinu haustið 1961. Mönnum varð það ljóst þá, að ef garðurinn færi, væri ekki aðeins bryggjan í hættu, heldur hefði sjórinn gengið langt á land. Bragi Holldórsson. Viitdl við Brogo Halldð Svo er það hitaveitan. Norður- landsborinn frægi var fyrst tek- inn í notkun hér. Það voru bor- aðar tvær holur. Árangurinn varð ekki eins góður og vonazt hafði verið eftir, en að vissu leyti varð þó góður árangur, þar sem þarna fást eitthvað rösklega 50 sekúndu- lítrar af 54—56 gráðu heitu vatni, og þetta á að nægja til að full- nægja hitavatnsþörf bæjarbúa. Að svo komnu máli hefur þetta þó ekki komið öllum að gagni. Til þess þarf að leggja víðari leiðslu frá holunum til bæjarins og auk þess þarf allt dreifikerfi bæjarins algerrar endurnýjunar við. Fyrir utan þetta er ekki um neinar umtalsverðar framkvæmdir á vegum bæjarins að ræða, en al- mennar framkvæmdir á vegum hans þykja ganga seint og ekki sjást mikið eftir hvert árið miðað við fjárframlög þau, sem þó er gert ráð fyrir á fj árhagsáætlun. Framkvæmdir í ýmsum smærri málum ganga ekkert. En hvernig er svo atvinnu- ástandið hér? — Það hefur verið með ein- dæmum gott. Er það íhaldsmeirihlutanum að þakka? — Ég held, að nær sé að þakka það veðurguðum og fiskigöngum, en að íhaldið hafi áhrif á slíkt er ég ekki trúaður á. Núna hefur verið róið svotil hvern einasta dag frá áramótum. Afli hefur ekki verið mikill, en þolanlegur, og af honum skapast mikil atvinna í landi. 011 atvinna hér er bundin útgerð og nýtingu aflans. Hvað af stærri bátunum hefur verið gert út héðan að heiman? — Guðbjörg, Stígandi og Þor- rssoo í Ólafsfirði leifur Rögnvaldsson. Svo eru fimm dekkbátar 20 tonna og minni og trillur allmargar. Sæþór og Ólafur bekkur hafa stundað síldveiðar syðra. Sæþór er kominn heim og er að byrja með net. Búast má við, að hinir bátarnir skipti einnig fljótlega yfir á netin. Hvernig er aflinn verkaður? — Ýsan fer í frystihús. Þau eru tvö hér, Hraðfrystihús Ólafs- fjarðar h.f. og frystihús Magnús- ar Gamalíelssonar, sem er nýtt. Þorskinn verka útgerðarmenn að mestu sjálfijr í salt. Er mikið um félags- og skemmt- analíf í vetur? — Það er töluvert miðað við það, sem við höfum átt að venj- ast. Aðstaða öll til skemmtana- halds gerbreyttist með tilkomu Veitingar í Hlíðar- fjalli og skíðalyfta Eins og skýrt hefur verið frá í útvarpi og blöðum nú fyrir skömmu, hyggst Skíðaráð Akur- eyrar beita sér fyrir veitingasölu um helgar í hinum glæsilega skíðaskála í Hlíðarfjalli. Svo virð- ist sem fólki falli þetta vel í geð, því að um síðustu helgi er áætlað að um 250 manns hafi notið ein- hverra veitinga eða fyrirgreiðslu í skálanum. Þess skal þó getið, að enn er mikið verk óunnið, svo að skál- inn verði tilbúinn til hótelhalds, eins og hugmyndin er að nýta hann í framtíðinni. Mjög mikið hefur þó verið unnið að undan- förnu, og má segja að efsta hæðin og miðhæðin séu að miklu leyti tilbúnar, að undanskildu eldhúsi og forstofu. Nokkrir skíðamenn, ásamt Skíðaráðinu, hafa útbúið skíða- lyftu (dráttarbraut) til afnota fyrir almenning fyrir mjög vægt gjald. Hún er staðsett í gilinu norðan skálans. Enn fremur má nefna skíða- landið í kringum „Strompinn“, þar sem eru brekkur við allra hæfi, jafnt byrjenda sem lengra kom- inna. Og einmitt næsta sunnudag, 24. febr., kl. 14.00, verður flokka- félagsheimilisins Tjarnarborgar. Aðstaða félaganna hefur þó ekki batnað að öðru leyti, þar sem þau hafa enn ekki fengið aðgang að þeim herbergjum í Tjarnar- borg, sem félögunum þó voru ætl- uð. Leikfélagið hefur nýverið haf- ið æfingar á leikriti, sem heitir Tengdapabbi. Leikstjóri er að- fenginn, og svo mjög er hamast með æfingar að fella verður niður kvikmyndasýningar og alla aðra starfsemi í Tjarnarborg fyrri hluta hverrar viku vegna æfinga. Annars háir hinn langi vinnu- tími allri starfsemi félaga hér yfir- leitt. Að lokum, Bragi, ein spurning í sambandi við bæjarfógetann ykkar. Kollegi hans í nágranna- kaupstað sagði mér eitt sinn, að fyrst efir að Sigurður tók hér við embætti, hefði hann jafnan geng- ið með bók nokkra allmerka í ytri jakkavasa. Á þeim hluta bók- arinnar, er upp úr stóð vasanum, hefðu svo Ólafsfirðingar getað lesið nafnið: Refsilög. Heldurðu að Sigurður sé enn með þessa bók í vasanum? — Sé svo, þá er hann fyrir löngu búinn að flytja hana í innri vasa. En sennilegast þykir mér, að hann hafi fljótt komizt að því, að þá bók er óþarfi að bera á sér daglega hér í Ólafsfirði. keppni í svigi við „Strompinn“, þar sem allir beztu skíðamenn úr Akureyrarfélögunum og Mennta- skólanum munu leiða saman hesta sína. Þar efra er hægt að fá keypt- ar heitar pylsur og svaladrykki. I ráði er, í framtíðinni, að leigja út svefnpokapláss í skálan- um um helgar og verða þá vænt- anlega kvöldvökur fyrir nætur- gesti. Verður það auglýst nánar síðar. Ferðaskrifstofa ríkisins á Akur- eyri hefur tekið að sér sætaferðir til skálans eftir hádegi á laugar- dögum og sunnudögum. Húsavík í morgun. Borinn er nú kominn niður á 950 metra dýpi. Hiti helzt svip- aður, en ekki verður vart við vatn. — Borunin hefur tafizt nokkuð síðustu daga vegna smábilana. í dag er verið að taka kjarnaprufur með sérstökum bor, sem tekur upp í sig bergmassann. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ í hópi Sjólfstæðismanna sé hart deilt um það, hvor stór- bóndinn skuli skipa þriðja sætið ó framboðslista þeirra, Bjartmar eða Björn í Kílakoti. AÐ foringjar Framsóknar leggi ó- herzlu ó, að allir fromboðs- listar flokksins verði ókveðnir og birtir ÁÐUR en flokksþing þeirra kemur samon í næsta mónuði. AÐ væntanlegur sé til Akureyrar þýzkur maður, er athuga skal möguleika ó að komið verði upp sorpeyðingarstöð.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.