Verkamaðurinn - 15.03.1963, Qupperneq 2
♦----------------
Á sjónskífnnni
Svarað bréfum.
Sé gert ráð fyrir, að 4 til 5
menn sjái hvert eintak af þessu
blaði, kemur það fyrir augu 8 til
10 þúsund manna vikulega. Það
væri því ekki á móti vonum, þó
maður fengi að heyra álit lesenda
á blaðinu, og það vantar heldur
ekki. Hitt væri algjörlega útilok-
að, að öllum sýndist það sama um
blaðið, svo ólíkur er smekkur
fólks og áhugamálin margbreyti-
leg.
Þakkir allar hlýja okkur, sem
við blaðið störfum, örfa okkur til
betri vinnu og gefa öryggi fyrir
langri framtíð. Aðfinnslur eru
líka kærkomnar og allar ábend-
ingar vel þegnar.
En því miður eru menn heldur
pennalatir, fæstir hefja bréfaskrift
ir, nema nokkurt rót hafi komist
á hugann, og oft er það reiði, sem
rótinu veldur. Þá vilja menn ger-
ast nokkuð stórorðir og kannske
gleymist þá ýmislegt, sem gott
þótti, en hitt, sem miður fer, verð-
ur aðalatriði.
Nokkrar aðfinnslur fáum við
vitanlega, og þar sem eftirfarandi
bréf inniheldur algengustu að-
finnslur, og er þar að auki góð-
látlegt grínið og snjallt, birtist
það og verður tekið til nánari at-
hugunar:
„Mér líkar „Verkamaðurinn“, en
kj arki förlast fer,
forðum var hann djarfari, í eld-
línunni beztur.
En mildur nú í geði og sáttfús
orðinn er
sem aldurhniginn, góður og
virðulegur prestur“.
Hér liggur sem sagt hundurinn
grafinn. Vísan segir okkur, að við
séum ekki nógu harðir, skömm-
óttir. Við séum ekki sá refsivönd-
ur, sem reiddur skuli yfir fjand-
samlegum öflum ágengni og kúg-
unar, siðspillingar, sóðaskapar og
alls þess yfirleitt, sem miður fer.
Þetta er án efa alveg hárrétt hjá
bréfritara. En við trúum ekki á þá
baráttu að höggva, bara til að
höggva. Hitt hefur blaðið reynt,
að fylgjast með og finna að í
stærri málum, t.d. landsölu og
launamálum. Efnahagsbandalag-
inu hafa verið gerð hér mikil skil
og viðvaranir fram settar.
Eitthvað held ég lesendur hljóti
einnig að hafa séð um hina óvin-
sælu ríkisstjórn, sem nú er við
völd. En þar er örðugra við að
fást, vegna þess að hún tekur í
engu máli tillit til ólíkra skoðana
eða vilja andstöðunnar.
----------------------#
Telja má á fingrum annarar
handar, þau mál, sem stjórnarand
staða hefur fengið framgengt á
kj örtímabilinu. Þingræði er að-
eins nafn. Flokksræði algjört. 011
stærri og alvarlegri mál eru
hespuð af með tillitsleysi lítils
meirihluta íhalds og krata-sam-
steypunnar á þingi. Það seitlar
inn í vitund manns og slæfir
baráttuþrekið, að það að skvetta
vatni á gæsina, sé árangurslaust.
Ráðið eitt sé að skifta um meiri-
hluta á alþingi.
Þar sem minnst er á „góðan og
virðulegan prest“, mun eingöngu
að þeim miðað, er nú skrifar
þessar línur. Vér höfum heyrt
ávæning af því fyrr, að þjóðfræði
og dultrú sé áberandi í blaðinu.
Við því hef ég það eitt að segja,
að hvortveggja vildi ég auka, t. d.
þykir mér sem alveg vanti drauma
og draugasögur í blaðið. Dultrú
hefur um aldir verið svo snar
þáttur í þjóðarsálinni, að eitt-
hvað meir en lítið hefur breyzt, ef
enginn áhugi er lengur hjá les-
endum um þau mál. Stendur þetta
vonandi til bóta, við fáum meira
af því og einnig þjóðlegum fróð-
leik.
Þá er enn eitt, sem veldur
vanda. Um helmingur af upplagi
blaðsins fer útum land, í nágranna
sveitir og þorp, j á, vítt um landið.
Lesendum á því svæði þykir sig
litlu varða bæjarmál Akureyrar.
En lesendur Akureyrar vilja fá
málefni sín á dagskrá en gefa
minna fyrir málefni byggðanna
út um land. Hér verður því að
reyna að fara bil beggja, svo sem
allra flestir fái eitthvað við hæfi.
Annars er þetta hið ánægju-
legasta starf. Blaðamennska er
því miður ekki skyldunámsgrein.
Til þess að verða blaðamaður,
þingmaður eða formaður Mennta
málaráðs, er ekki krafist neinnar
sérmenntunar. Ég kann því vitan-
lega ekkert í blaðamennsku, þar
er brjóstvitið eitt til stuðnings.
En vonandi kennir reynslan eitt-
hvað. Annars, lesendur og þér,
sem samband hafið við okkur
með aðfinnslur eða lof. Ég þakka
ykkur og vonast eftir meiri sam-
böndum. k
Hefjudóð — eða?
í Degi 13. marz er grein um
minkadráp, sem komið hefur
miklu tilfinningaróti á lesendur
þess blaðs. Sagan fjallar um ó-
venju ógeðslegt morð á dýri, sem
er að vísu vágestur á íslenzku
landi, en þó gætt tilfinningu eins
og annað lifandi líf.
Minkurinn var fluttur hingað
til lands í gróðaskini af skamm-
sýnum mönnum, eins og þeim,
sem innleiddu hér sauðfjárpestir
og aðra óáran í kvikfénaði. Þessir
menn eru aldrei nefndir, hafa
ekki verið saksóttir eða nöfn
þeirra höfð í hámælum. En dýrið
minkur, sem er fyrir fárra manna
tilverknað orðin plága hér, er of-
sótt og verðlaunum heitið hverj-
um þeim, sem unnið getur það.
Hitt er aldrei minnst á, hvernig
eyðingin fer fram. Ritstjóri Dags
er án efa góður drengur og dýra-
vinur. Þó gerist það, að hann
kemst í hátíðaskap, er hann fjall-
ar um einhverja ógeðslegustu að-
ferð, sem heyrzt hefur um við af-
lífun dýrs. Þetta er mál, sem
snertir beint Dýraverndunarfélag
Islands. Leggur það blessun sína
yfir misþyrmingu minks og fjalla-
refs?
Fyrir nokkru gerðist það, að
örn festist í dýraboga á Vestur-
landi. Bóndinn, sem kunni skil
rétts og rangs, tók fuglinn úr
boganum og setti hann í hlöðu,
þar sem hann hlúði að honum og
gaf honum fæðu. Dýraverndunar-
félagið sendi strax skeyti í gegn-
um útvarp og skipaði að sleppa
erninum, og það var gert eins og
sjálfsagt var. En hefur þetta á-
gæta félag ekkert að athuga við
misþyrmingu annarra dýra? Er
sama hvernig minkur og fjallaref-
ur eru handleiknir?
Þetta er mál, sem alla varðar.
Dýrkun hetjuskapar, sem brýzt út
í misþyrmingu varnarlausra dýra
er ekki frá hinu góða. Hún er
misskilningur eða það, sem er
enn verra, tilfinningaleysi fyrir
þjáningu lifandi lífs. Þótt þessi
lífvera sé sjálf grimm og óvægin,
er hún aðeins að hlíða eðli, sem
hún er gædd og skilur ekki. Við
erum talin hafa „æðra eðli“ en
dýr, og þar að auki þykjumst við
af trú, sem boðar miskunn öllu
lífi. En það er eins og við gleym-
um oft, að rándýrið, sem veldur
fjárhagstjóni, sé tilfinningu gætt.
Því má misþyrma, það má kvelja.
Ég held hinir veiðiglöðu bif-
reiðastjórar ættu að hafa með sér
létt skotvopn í bifreiðinni og
skjóta hreinlega mink eða tófu,
sem á vegi þeirra verða. Það er
kannski ekki eins sögulegt, en svo
miklu hreinlegra. Þar að auki
getur alltaf hent bifreiðarstjóra
að aka á búfé, er þá gott að geta
aflífgað það með sem minnstum
sársauka.
Frásögnin í Degi er ekki til
fremdar. Það væri gott, ef slíkum
atburðum fækkaði. Það er of
seint að „leika menn“ á skrifstofu
Dags. Það er íetra að vera mað-
ur í hversdagslegu lífi.
Aðsent og endursamið.
k.
loufdskirfcja 100 oro
Laufáskirkja er 100 ára 1956.
I tilefni þessa merka afmælis, og
vegna brýnnar þarfar, vill söfn-
uður Laufássóknar hefja undir-
búning að því að aðgerð þessa
fornhelga guðshúss geti farið
fram.
Á safnaðarfundi, höldnum í
Laufási 11. febrúar síðastliðinn
var samþykkt að stofna viðhalds-
sjóð Laufáskirkju og leita sam-
skota til hans hæði innan sveitar
og utan.
Sóknarnefnd Laufássóknar tel-
ur víst að víðsvegar um landið
séu unnendur Laufáskirkju, hæði
burtfluttir sveitarbúar og fleiri,
sem mundu hafa ánægju af að
styrkja viðhaldssjóð Laufáskirkju
með fj árframlögum svo kirkjan
getj haldið sinni fornu reisn.
Framlögum til sjóðsins veita
móttöku sóknarprestur Laufás-
prestakalls, séra Jón Bjarman og
formaður sóknarnefndar, Sigur-
björn Benediktsson, Ártúni.
DÝRTSPORT
Svo segja fréttir, að nýlega hafi
verið gengið frá leigusamningi
vegna Hrútafjarðarár og einnar
þverár hennar. Leigutakar eru
nokkrir laxveiðimenn úr Reykja-
vík, og ársleigan er ákveðin kr.
181.500.00. Sagt er, að þarna hafi
að jafnaði veiðzt rúmlega 300
laxar og á annað hundrað bleikj-
ur. Verður þá hver fiskur nokkuð
dýr, þegar búið er að bæta við
öllum kostnaði öðrum en leigunni
til eiganda veiðiánna.
Þá hefur Miðfjarðará einnig
verið leigð fyrir þokkalegan skild-
ing, eða ca. fjórðung milljónar á
ári. Blanda og Svartá voru aug-
lýstar til leigu fyrir nokkru síð-
an, og hafa mörg boð borizt.
Hæsta boð í Svartá er kr. 326
þúsund, en hæsta boð í Blöndu
kr. 211 þúsund.
Laxveiði þykir skemmtilegt
sport, og þeir, sem einu sinni
taka veiðibakteríuna losna ekki
auðveldlega við hana aftur. En
dýrt er drottins orðið og fer ört
hækkandi eins og flest á þessum
síðustu og verstu tímum.
Meðal annarra orða: Vér minn-
umst þess ekki að hafa heyrt getið
um verkamenn í hópi þeirra, sem
nú taka á leigu hin verðmætu
vatnsföll. Skyldu þeir vera ónæm-
ir fyrir bakteríunni eða skyldu
þeir búa við svo miklu lakari
kjör en aðrar stéttir, að þeir hafi
ekki efni á að stunda þetta
skemmtilega og heilnæma sport?
Svari þeir, sem geta.
Ákveðið hefur verið, að Æsku-
lýðsráð Akureyrar fái umráð
yfir gamla flugskýlinu við Hafn-
arstræti fyrir starfsemi róðra- og
siglingaklúbbs í samvinnu við
róðrarklúbb Æ.F.A.K.
r
®
B
B
P
2) —Verkamaðurinn
Föstudagur 15. mar*
1963