Verkamaðurinn - 15.03.1963, Blaðsíða 3
(íull
Eftirfarandi bréf hefur þættin-
um borist frá Húsavík:
„Þessa vísu kvað komungur
maður á Húsavík, þegar hann
hafði hlustað á Kristján frá
Djúpalæk, Rósberg Snædal og
Karl Sigtryggsson sækja og verj-
ast á orustuvelli ferskeytlunnar í
Hlöðufelli á Húsavík:
Þegar á að sigra sjálfan,
Salomon á ljóðaþingum.
Eyfirðingar hafa hálfan
helming, móti Þingeyingum.
1
Sami maður kvað um gamlan
niann, sem alla sína æfi hafði róið
a sömu mið, í sama sjó:
Hverfur óttans sjónarsvið,
sofðu rótt í nafni friðar.
Þú hefur sótt á sömu mið,
síðan nóttin gekk til viðar.
Þátturinn þakkar bréf unga
íftannsins og ályktar, að hann sé
eigi með öllu kjarklaus piltur, að
ráðast að „Eyfirðingum“ tveim,
eigi betur vopnum búinn. Gæti
þetta orðið upphaf mikillar or-
Ustu og langrar.
Og svara nú R. þannig:
Ef þú segir öðrum frá
orðsnilld þinna manna;
draga tvo frá tveimur má
til að fá hið sanna.
Vísur eftir Þorgeir Jónsson,
sem rabbað var við í síðasta
blaði:
^onleysi.
Þótt ég gangi þrengsta hlið
og þræði mjósta veginn.
Aldrei kemst ég upp á svið
engla, hinumegin.
Kvenhylli.
Lánið var mér löngum valt,
lífið svika-glenna.
En þó mér gæfist ekki allt,
átti ég hylli kvenna.
Eftirfarandi seinnipartur kom
UPP á Húsavík fyrir löngu. Kon-
Vilhjálmsson gerði fyrripart-
irtn:
/ SÍÐASTA BLAÐl var birt
tillaga sú, er þeir Björn Jóns-
son og Karl Guðjónsson haja
flutt á Alþingi um endurskoð-
un raforkulaganna og verð-
jöfnun raforku um land allt.
I tillögu sinni leggja þeir til,
að stefnt verði að því, að raf-
orka til samskonar nota verði
seld á sama verði hvar sem er
á landinu og athugað, hvort
ekki sé heppilegast, að ríkið
eigi og reki öll raforkuver í
landinu.
Það má vissulega segja, að
þessi tillaga þeirra Björns og
Karls sé orð í tíma töluð. Það
er ekki aðeins óœskilegt held-
ur og mjög óeðlilegt, að raf-
orkuverð sé mjög misjafnt eft-
ir landshlutum og héruðum,
Það er t. d. ekki heppilegt, að
það geti haft úrslitaáhrif um
staðsetningu atvinnutœkja, að
raforka sé ódýrari á einum
stað en öðrum eitthvert tíma-
\
bil. Það er eigi heldur œski-
legt, né heppilegt, að raforka
til heimilisnota sé misdýr eftir
því hvar á landinu notendurn-
ir eru búsettir.
Verð innfluttra orkugjafa,
svo sem benzíns og olíu, er hið
sama, hvar á landinu sem er.
Mjög er þó mismunandi, hver
kostnaður er við dreifinguna.
Ef af opinberri hálfu hefur ver-
ið hlutast til um verðjöfnun.
Mundu enda allir telja það
réttmætt núorðið, og það yrði
talin fásinna ein, ef íbúar lít-
illa sjávarþorpa eða afskekktra
sveita þyrftu að greiða benzín-
ið hœrra verði en þeir, sem í
fjölmenni búa eða nœsta ná-
grenni við helztu dreifingar-
stöðvar.
En fyrst verðjöfnun á að-
fluttri orku þykir sjálfsögð,
hversu rílcar ástœður eru þá
ekki til þess, að innlenda ork-
an sé á sama verði alls staðar.
Náttúruauðœfin, kraftur foss-
anna, er ekki eins eign fremur
en annars, og þau lán, sem
ríkið hefur tekið til bygginga
hinna stœrstu orkuvera, eru
tekin á alþjóðarábyrgð og
ekki rök til annars en allir
njóti þeirra jafnt og taki jafn-
an þátt í greiðslu þeirra.
Sú hlýtur einnig að verða
þróup í raforkumálum lands-
ins, að allar meiriháttar raf-
veitur verði samtengdar. Með
því fœst bezt nýting orkunnar
og mest öryggi gegn truflun-
um, er alltaf geta orðið vegna
bilana á orkuverum eða af öðr-
um ástœðum. Þegar svo væri
komið, að mikill hluti landsins
vœri orðinn eitt veitukerfi,
vissi enginn lengur, hvaðan
hann fengi þá orku, er hann
notar, og grundvöllur fyrir
mismunandi verði ' væri úr
sögunni. Að því ber að vinna,
að þessi lausn málanna kom-
ist á sem fyrst.
Við eigum í vatnsföllum
okkar fólginn þann ktaft, sem
duga mun þjóðinni til orku-
framleiðslu um langa framtíð.
Þessa möguleika ber að nýta
sem skynsamlegast öllum
landsmönnum til hags og heiUa
og án þess að mönnum sé mis-
munað eftir því hvar á land-
inu þeir hafa búsetu.
Þ.
Sama raíorkuveri
Nýjar vörur frá Tékkóslóvakíu:
Öklaháir strigaskór,
stærðir 23—47.
Litir: svart, brúnt, blátt og rautt.
*
Karlmannakuldaskór
með rennilás.
*
Korlmanna skóhlífar og bomsur
*
Barna gúmmístígvél
*
Gúmmískór
með hvítum sólum.
fyrir stúlkur hefst miðvikudaginn 20. þ. m. kl. 8.30 e. h.
Kennari verður frk. Ingibjörg Magnúsdóttir, yfirhj úkrunar-
kona.
Væntanlegir þátttakendur láti innrita sig fyrir n.k. þriðju-
dagskvöld í skrifstofu æskulýðsfulltrúa í Leikvallarhúsihu
milli kl. 3—5 daglega. Sími 2722.
Námskeiðsgjald kr. 50.00.
Æskulýðsráð Akureyrar.
JAFFA ippdsínur
DUEQOUS epli
(ítrinor
NÝLENDUVÖRUDEILD
O G ÚTI BÚ I N
TILKYNNING
Eigendur nýrra og eldri bifreiða!
Aldrei verður þekking þín
Þung á metaskálum.
Konráð:
Oðruvísi auðlegð skín
ut úr djúpum sálum.
Hver gerði þessa?
Við skulum bæði hafa hljótt,
hér á allra færi.
Þakka þér fyrir þetta í nótt,
þó að lítið væri.
um ógreidd afnotagjöld af útvarpi 1962.
Þeir, sem í s.l. mánuði fengu kröfu héðan frá skrifstofunni
um greiðslu afnotagjalds af útvarpi 1962 og enn hafa eigi
gert sk.il, eru hvattir til að greiða í síðasta lagi um miðjan
marz, svo að komizt verði hjá lögtökum.
7. marz 1963.
Bœjarfógetinn á Akureyri og sýslumaðurinn í
Eyjafjarðarsýslu 7. marz 1963.
Sigurður M. Helgason, settur.
VEKJUM athygli yðar á, að vér verjum vagn yðar með
sprautun RYÐVERJANDI OLÍU Á UNDIRVAGN og neðan
í hús og aurbretti bifreiða. Sérstaklega hentugt fyrir nýjar
bifreiðir, sem bæði eru hreinar og án ryðs. — Ennfremur
er nú hægt að GUFUÞVO bifreið yðar með nýrri háþrýstri
gufuþvottavél, sem sérstaklega er hentug til að þvo vél bif-
reiðarinnar og aðra ytri hluti hennar.
Nónari upplýsingar í síma 2700.
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ ÞÓRSHAMAR H.F.
^östudo,
'9ur 15. mari 1963
Verkamaðurinn — (3