Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.03.1963, Síða 2

Verkamaðurinn - 29.03.1963, Síða 2
\ Gamlar þýðingar GUIVGA DÍ\ (úr „Barrack-Room Ballads" eftir Rudyord Kipling) 01 og vín þú orða mátt, úti hér í friði og sátt, hæfir það, að hvíld og leik, — já, hérna má það. En strax er styrinn hefst, og starf þitt vatnsins krefst, fellur þú til fóta þeim, sem fyrstur á það. Nú man ég margan lýð, á minni herrans tíð, þar sunna Indlands heit í heiði skín. í dökkra drengja sveit, einn dýrðarmann ég leit: hann bar oss vatnið, — bhisti*) Gunga Dín! Hann var „Dín! Dín! Dín! Þú vanskapaði vingull, Gunga Dín! Hæ! Sviká-Surtur, þú! Vatn! Sækt’að! Fljótur nú! Þitt rakkatrýni gretta, Gunga Dín!“ Hann dugði dökkusveit, um dægur löng og heit, og óttans þörf var aldrei honum kunn. Þá fylking áfram óð, hann átti seiglu og móð, og hélt sig þétt við hægra armsins gunn. A hryggnum skjóðan hékk, er hljóp’ann, skreið eða gekk, og vökul fylgd hans entist áhlaup hvert. Þó húðin sýndist svört, var sálin hrein og björt, í skothríð, er hann gagn fékk særðum gert. Það var „Dín! Dín! Dín!“ Er kúlnademban hörð um völlinn hvín, en tæmdur hólkur hver, um herdeild ópið fer: „Hæ! Skotklyfjarnar skjótt, og Gunga Dín!“ Það kvöld ég muna má: í miðum val ég lá, á beltistað var blóðugt kúlufar. Um kverkar þorstinn kleip. Mér kippti úr dauðans greip, minn góði Dín, — hans glott og rýt var þar. Mitt höfuð reisti ’ann hægt, um holund batt hann vægt, úr skjóðu ’ans svalg ég teyg, sem tæra vín. Sú keyta hægan hneig. Þó hlotnast aldrei veig, er svali meir en sú, frá Gunga Dín. Það var „Dín! Dín! Dín!“ Og þarna bíður einn, og helsár hrín! Hann bröltir um í bing, og bendir allt í kring : „0, vatnið, náðu í vatnið, Gunga Dín!“ Hans flík var forn að sjá: að framan drusla smá, að aftan tjása hálfu minni hékk. Það skart á skrokkinn tyllt, og skjóða yatni fyllt: þau valin klæði og vopn hann aleinn fékk. Er lest, með hermenn hlesst, á hliðarspori fest, lá daglangt, undir sól er steikti og stakk, þá heyrðust köll og kurr, unz kokin læstust þurr, og bjór hans vissi er ólin fór á flakk. Það var „Dín! Dín! Dín! Hvar varstu í felum, fjandans heiðna svín Já, flýtt’er, lyddan löt, þú lemstruð skalt og flöt, ef hellirðu ekki í hjálminn, Gunga Dín!“ *) Vatnsberi. Á burtu mig hann bar, að burðarstóli þar, og kúla þaut, og hæfð’ann hjartað við. í var hann velti mér. , Gat vatnið svalað þér?“ Þau orð hann mælti hinztu, mér við hlið. Ég mun hann síðar sjá, um söfnuð hans mun þá hinn þyngsti agi, og þorsti er aldrei dvín. Hann klúkir kolum á, hans krús þeir dæmdu fá, í Víti fæ ég drykk hjá Gunga Dín. Já, Dín! Dín! Dín! Þú Heljarskinninn dökki, Gunga Dín! Þó hýddi og héti ég glóp þig, veit Herra lífs, er skóp þig: Þú varst mér fremri að göfgi, Gunga Dín! 1948 D. A Darúelsson. Fermingfarbörn í Akureyrar- kirkju isunnudaginn 31. marz 1063 kl. 10,30 f.h. DRENGIR: Bjarki Amason, Norðurgötu 49. Bjarni Baldursson, Eyrarveg 8. Bjarni Bjarnason, Þingvallastræti 28. Eiffur Þorsteinsson, Skólastíg 13. Gísli Heimir Sigurðss., Kambsmýri 10. Gunnar Frímannsson, Eyrarveg 27. Haraldur Sigmar Arnas., Norðurg. 48. Hannes Ragnar Oskarsson, Gránug. 53. Jóhannes Bjarnason, Byggðaveg 88. Jón Bj. Sveinbjörnsson, Strandg. 29. Jón G. Þ. Sigfússon, Gilsbakkaveg 1. Ólafur Ágústsson, Ásveg 17. Ólafur Ólafsson, Rauðumýri 8. Sigurður Gísli Ringsted, Hamarsstíg 28. Sigurður Arnar Styrmiss., Spítalav. 19. Þorsteinn Berg, Strandg. 29. Örvar Ingólfsson, Helgamagrastr. 34. STÚLKUR: Aðalheiður Kristín Ingólfsd. Lækjarg. 6. Anna Kristín Guðjónsd., Þingvstr. 35. Ása Bryndís Garðarsdóttir, Engimýri 2. Ester Steindórsdóttir, Eyrarveg 31. Fanny Ingvarsdóttir, Möðruvallastr. 5. Guðbjörg Inga Hrafnsd., Grænum. 18. Guðrún Sigríður Stefánsd., Aðalstr. 66. Heiða Karlsdóttir, Skipagötu 7. Helga Stefanía Haraldsd., Goðab. 2. Ingibjörg Bjarnadóttir, Vanabyggð 6. Laufey Thorarensén, Ilafnarstræti 6. Lilja Sigríður Guðmundsd., Ránarg. 25. Sigríður Eysteinsd., Þórunnarstr. 103. Sigrún Ásthildur Franzd., Ránarg. 2. Sigrún B. Kristjánsd., Byggðav. lOlb. Svava Ásta Jónsdóttir, Þórunnarstr. 120. Unnur Sigursveinsdóttir, Brekkug. 8. Valgerður Guðmundsd., Skólastíg 1. Þórhalla Gísladóttir, Oddagötu 15. Kvikmyndasýning verður í lesstofu Islenzk-ameríska félagsins n.k. laugar- dag kl. 3 e. h. Sýndar verða myndir af seglbátum og siglingum. Allir áhuga- menn og konur 16 ára og eldri vel- komin. Árni í Skógum — áttntiu 09 fímm nrn — Árni Sigurpálsson í Skógum í Reykjahverfi varð 85 ára síðast- liðinn sunnudag. Hann er fæddur í Skógum 24. marz 1878, sonur hjónanna Sigurpáls Árnasonar og Guðnýjar Ólafsdóttur er þar bjuggu. Árni missti föður sinn aðeins 11 ára gamall, en hann varð úti í kaupstaðarferð á heimleið frá Húsavík 23/11, 1889, en 67 árum áður hafði langafi Árna einnig orðið úti í kaupstaðarferð. I þessu sambandi má þess geta að forfeður og formæður Árna höfðu búið samfellt í Skógum síðan 1786. Eftir andlát föður síns, gerðist Árni fyrirvinna á búi móður sinnar, og var það unz hún dó 1898. Um svipað leyti kvæntist liann Guðrúnu Sörensdóttur frá Hólsgerði í Kinn, hinni ágætustu konu, en hún var aðkomin, út af kunnum Reykhvérfskum ættfeðr- um, þeim Gísla Arngrímssyni í Skörðum og Halldóri Vigfússyni í Skógum. Þau Árni og Guðrún bjuggu síðan í Skógum til ársins 1947 að hún lézt. Allan þann tíma hafði yerið tvíbýli og stundum fleirbýli á jörðinni. Allmörg hin síðari ár höfðu dóttir þeirra og tengda- sonur einnig búið á parti Árna af jörðinni, og gömlu hjónin smám saman dregið saman seglin. Árni hélt þó ábúð á hluta jarðarinnar allt til ársins 1961, og hafði nokkrar skepnur er hann hirti sjálfur og heyjaði handa. Hafði hann þá gegnt fjármennsku yfir 70 ár. Var hann ágætur fjármað- ur og dýravinur hinn mesti. Árni er ekki hár í lofti en þétt- ur á velli og var harðduglegur til allra verka. Sláttumaður var hann með afbrigðum. íþróttamaður góður á yngri árum og göngu- garpur hinn mesti. Fjármaður var hann hinn mesti og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Aðeins 12 ára gamall skaut hann fyrstu tófuna, annálaðan bitref, og síðan var hann grenja- skytta sveitar sinnar yfir 50 ár. Rjúpnaskytta var hann líka og stundaði þær veiðar allt frain yfir áttrætt. Hundahreinsunarstarfi hefur hann gegnt í fjóra áratugi allt fram á síðasta ár. Ollum sín- um störfum hefur hann sinnt af trúmennsku og skyldurækni. Þrátt fyrir hinn háa aldur er Árni enn hinn ernasti, hefur ágæta sjón svo hann les enn allt gleraugnalaust, hlustar á útvarp og fylgist svo vel með því sem gerist í umheiminum að það er undravert. Árni Sigurpálsson er lifandi táknmynd hins þolna og harð- skeytta bændastofns, er lifað hef- ur af þúsund ára harðrétti og baráttu við eld og ísa, fárviðri, kulda og allskyns óáran, en getur þrátt fyrir allt brosað blítt og haft gamanmál á vör. Að síðustu vil ég senda Árna mína beztu kveðju og árnaðar- óskir í tilefni af afmælinu, og þakka góð kynni á Íiðnum árum, og ég er þess fullviss að undir þau orð mín taka allir þeir og þær, er verið hafa hans samferða- menn á lífsleiðinni um lengri eða skemmri tíma. Megi kvöldið verða þér heið- skírt og stjörnubjart. Jón Þ. Buch- TILKYNNING frá IÐJU, félagi verksmiðjufólks. Að marggefnu tilefni skal starfsfólk iðnaðarins minnt á að gæta vel uppsagnarákvæða í kjarasamningum félagsins, ef það ætlar að hætta störfum. Ef um tilfærslu er að ræða milli starfsgreina eða verk- smiðja, þá leitið upplýsinga á skrifstofu félagsins. Formaður. 1963 2) —Verkamaðurinn Föstudagur 29. mar*

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.