Verkamaðurinn - 19.05.1963, Blaðsíða 2
Lóðaúthlutun á
Eyrarlandsholti
Fyrir nokkru síðan auglýsti
byggingafulltrúinn á Akureyri
eftir umsóknum um 30 einbýlis-
húsalóðir á Eyrarlandsholti, við
Suðurbyggð og Álfabyggð. Mjög
mikil eftirspurn var eftir ióðum
þessum og alls bárust á tilsettum
tíma, fyrir 1. maí, rúmlega 300
umsóknir eða tífalt fleiri en lóð-
irnar voru. Mjög margt af um-
sóknum þessum var auðvitað
þannig til komið, að þeir, sem
áhuga höfðu fyrir lóð fengu
kunningja eða venzlafólk til að
sækja einnig í þeirri von, að ein-
hver úr hópnum fengi lóðina við
útdrátt. Vegna þessa varð sam-
komulag um það í bæjarráði og
bygginganefnd, eftir að málið
hafði áður verið rætt í bæjar-
stjórn, að láta ekki draga um
lóðir þessar. Var þeim síðan út-
hlutað á sameiginlegum fundi
bæjarráðs og bygginganefndar og
þá einkum lagt til grundvallar,
hvort umsækjandi átti nýlega
íbúð eða hvort hann virtist í þörf
fyrir húsnæði og í öðru lagi tekið
tiliit til fjölskyldustærðar.
Eftirtaldir menn fengu um-
ræddar lóðir:
Suðurbyggð 1 Stefán Árnason,
Gránufélagsgötu 11
Suðurbyggð 2 Brynjar Valdimars-
son, Brekkugötu 35
Suðurbyggð 3 Sigfús Sigfússon,
Hafnarstræti 106
Suðurbyggð 4 Árni Þorláksson,
Brekkugötu 21
Suðurbyggð 5 Guðmundur Ge-
orgsson, Munkaþverárstræti 20
Suðurbyggð 6 Loftur Meldal,
Hafnarstræti 49
Suðurbyggð 7 Magnús Ágústsson,
Reynivöllum 6
Suðurbyggð 8 Skúli Ágústsson,
Eyrarlandsvegi 12,
Suðurbyggð 9 Ólafur Jónsson,
Þingvallastræti 14
Suðurbyggð 10 Einar Valmunds-
son, Glerárgötu 4
Suðurbyggð 11 Eysteinn Árnason,
Þórunnarstræti 103
Suðurbyggð 12 Árni Valur
Viggósson, Laugagötu 1
Suðurbyggð 13 Karl Jörundsson,
Hamarstíg 14
Suðurbyggð 14 Emil Andersen,
Hafnarstræti 21
Súðurbyggð 15 Sigurvin Jónsson,
Norðurgötu 12
Suðurbyggð 16 Birgir Helgason,
Möðruvallastræti 7
2) —Verkamaðurinn
Suðurbyggð 17 Magnús Guð-
mundsson, Aðalstræti 76
Suðurbyggð 19 Ágúst Þorleifsson,
Löngumýri 12
Suðurbyggð 21 Ármann Þor-
grímsson, Löngumýri 34
Suðurbyggð 23 Arngrímur Jó-
hannsson, Sniðgötu 3
Suðurbyggð 25 Bragi Pálmason,
Grænugötu 8
Suðurbyggð 27 Ólafur Hallbjörns-
son, Hafnarstræti 67
Suðurbyggð 29 Gunnar Berg,
Gránufélagsgötu 4,
Álfabyggð 3 Páll Halldórsson,
Elliheimili Akureyrar
Álfabyggð 5 Ásgeir Áskelsson,
Hafnarstræti 64
Álfabyggð 7 Jón Hólmgeirsson,
Strandgötu 35
Álfabyggð 9 Pétur Jónsson, Gler-
áreyrum 2
Álfabyggð 11 Óskar Vatnsdal,
Strandgötu 33
Álfabyggð 13 Pétur Valdimars-
son, c/o Hallur Sigurbjörnsson.
Álfabyggð 15 Hermann Jónsson,
Grenivöllum 14.
LEÓ KAUFIR NÝTT
SKIP
A síðasta fundi bæjarstjórnar
Akureyrar var samþykkt að veita
Leó Sigurðssyni, útgerðarmanni,
ábyrgð bæjarsjóðs vegna lántöku
í sambandi við kaup á nýju skipi.
Ábyrgðin er auk venjulegra trygg
inga bundin búsetu Leós á Akur-
eyri og að hið nýja skip leggi
upp síldarafla sinn í Krossanes-
verksmiðjuna, þegar það veiðir
fyrir Norðurlandi.
r o
Stéttarfélag barnakennara á
Akureyri hefur farið þess á leit
við Jón Júlí Þorsteinsson kennara,
að hann kynnti almenningi hina
svo kölluðu hljóðlestraraðferð við
lestrarkennslu, en hana hefur hann
notað í starfi sínu sem lestrar-
kennari, allt frá árinu 1930.
Jón hefur orðið við þessum til-
mælum og mun hann, ásamt
barnahópi þeim, er hann hefur
kennt í tvo vetur, og þá komu ólæs
í skólann, koma fram í Samkomu-
húsi bæjarins laugardaginn 18.
maí kl. 5 og kynna bæjarbúum
þessa lestraraðferð.
I samtali við Jón, hefur hann
tjáð okkur eftirfarandi:
„Þessi lestrarkennsluaðferð hef-
ur jafnan verið mikið umtöluð og
af ýmsum umdeild. Hún hefur
einkum verið ádeild fyrir að eiga
sök á slæmri stafsetningu og sér-
stökum „lessón“, sem sé einkenni
á lestrarlagi þeirra barna, sem
læra lestur með þessari aðferð. Ég
vona að skýringar mínar verði
það ljósar, að almenningur geti
að þeim loknum myndað sér
skoðun um það, sem sannast er í
þessu efni.
Mér væri því mjög kærkomið,
að sem flestir vildu koma að
kynna sér hið rétta eðli málsins.
Ég mun skýra myndunarhátt og
myndunarstöðu allflestra sam-
hljóðanna, ef tími vinnst til, sýna
myndir þar að lútandi og láta
börnin kynna hljóðin svo öllum
gefist kostur á að heyra meðferð
þeirra. Það varðar því miklu að
algert hljóð sé í salnum og óþarft
Á sjónskífunni
Þriggja mánaða kuldi
Sérfræðingur minn í veðurfari
fullyrðir að ekki muni hlýna fyrr
en í júlí. Hann segir, að sumar-
tungl hafi verið þriggja nátta, þá
hafi kólnað. Þetta þýði þriggja
mánaða kulda.
Gamla fólkið hafði engar veð-
urspár, nema það sem það athug-
aði sjálft. Reynsluvísindi þess
vóru merk. Menn ræddu veður-
far endalaust, rifjuðu upp útlit og
NYR LÖGREGLUÞJÓNN
Valgarð Frímann, lögreglu-
þj ónn á Akureyri, hefur sagt lausu
starfi sínu frá 1. júní nk. I hans
stað hefur Ingimar Skjóldal ver-
ið ráðinn í lögreglulið bæjarins.
Ingimar er 26 ára að aldri. Hann
hefur starfað tvö sumur í lögregl-
unni á Akureyri.
er að börn sœki þessa samkomu“.
Árið 1944 lauk Jón prófi við
Háskóla Islands í nútímafram-
burði íslenzkra málhljóða. Hann
er einn af brautryðjendum hljóð-
lestraraðferðarinnar hér á landi
og í fremstu röð íslenzkra lestrar-
kennara. Vonandi fjölmenna bæj-
arbúar í samkomuhúsið á laugar-
daginn kl. 5 og notfæra sér þetta
ágæta tækifæri til þess að kynnast
hlj óðlestraraðferðinni í fram-
kvæmd kennara og nemenda.
Gdtnagerð d Akureyri
Samkvæmt fjárhagsáætlun bæj-
arsjóðs Akureyrar fyrir árið 1963
er áætlað til nýbygginga gatna kr.
3.500.000.00.
Bæjarráð og bæjarstjórn hafa
samþ. í samráði við bæjarverk-
Hvað segja málararnir um — REX— innimálninguna?
R E X — innimálningin er frábrugðin annarri málningu,
sem við höfum notað.
Hún þekur betur, hún er léttari í meðferð,
hún er málningin sem okkur vantaði.
REX — málningarvörur eru byggðar á syntetiskum lökkum, sem
gefa þeim frábæra endingu og gott útlit.
rsiöfrni
fræðing, að fé þessu verði varið
þannig:
Langholt (framhald) 190.000.00
Einholt (framhald) 105.000.00
Furuvellir (framhald) 150.000.00
Hjalteyrargata (frh.) 470.000.00
Norðurgata vestan Hjalt-
eyrargötu .30.000.00
Þingvallastræti (frh.) 75.000.00
Kaupvangsstræti 315.000.00
Laugargata (neðan
íþróttahúss) 135.000.00
Suðurbyggð 420.000.00
Skarðshlíð og Áshlíð
hluti 300.000.00
Mýrarvegur (frh.) 240.000.00
Nýlagning malbiks:
Hafnarstræti (neðan
Samkomuhúss) 585.000.00
Geislagata (hluti) 145.000.00
Kaupv.str. að Sjöfn 405.000.00
Bifreiðastæði gegnt
Nýja-Bíó 35.000.00
kr. 3.600.000.00
háttu himiné og jarðar þá og þá,
og svo hvernig veðrið varð eftir
á. Þeir mörkuðu fleira en útlit
lofts, skýja, bakka og blika, þeir
fóru eftir draumum og dulvituð-
um forspám — og ekki má gleyma
tunglinu, komu þess og kvartila-
skiptum. Sem sagt: það spillti á
fyrsta kvartili sumar-tungls: þrír
mánuðir eins.
Flóttafólk
Þegar hin yndælu músíkk-hj ón,
Þórunn og Askenazi, tóku sig til
og fóru heim til pabba og mömmu
í Englandi, þá tók vesturpressan
að gráta bleki í gríð og erg. Það
var fullyrt að hjónin væru að
flýja Rússl. og sækja um dvalar-
leyfi í Engl. Kannske vóru öll þessi
blektár ekki mjög sölt af harmi,
a. m. k. treystu blaðamenn (og
útvarpið okkar lá ekki á liði sínu
heldur) sér til að skýra frá
því, að gamli Askenazi hafði
mannað sig upp í það að fara í
síma pg panta London. Þá sam-
bandi var náð, jós sá gamli sér
yfir soninn og valdi honum hin
verstu hrakyrði fyrir flóttann og
kallaði hann svikara. Þannig tal-
aði vesturpressan þá, og allt var
í fínu lagi.
Nú kemur að því rétt í þessu,
að þau frægu hjón bregða sér aust
ur í Moskvu og það er mikið
spurt, allir eru hræddir um að þau
verði fyrir hnjaskl, og sjálfsagt
muni kallinn hýða soninn. En, lof
sé heitri skapgerð: Gamli Asken-
azi kemur út á flugvöll, segir
Moggi, og knúskyssir strák, mynn
ist létt við Þórunni og biður þau
velkomin. Svona eru menn fljót-
ir að skipta skapi austur þar. Að
vísu er það tekið frarn, að einn úr
menntamálaráðuneytinu sovézka,
hafi aðeins heilsað með handa-
bandi, og verið kuldalegt. Þór-
unn er sögð hin rólegasta. Kann-
ske var þetta um daginn aðeins
óskadraumur. Megi þau koma heil
til baka.
Að gleypa
Alþýðumaðurinn hefur áhyggj"
ur út af „garnaflækju“ í Alþýðu-
bandalaginu. Þetta er óþarfi. Al-
þýðubandalagið er við góða
heilsu. Hann segir líka frá mikl-
um ismagleypingum og það var
skrítin þula. Svo spyr hann: —
„Hvað verður eftir af flækjunni,
þegar hver hefur upprætt hvern?
Eftir þessu ætti „Alþýðuflokks-
maður“ ekki að þurfa að spyrja-
Hann hefur reynsluna. íhaldið
gleypti kratana hljóðalaust, enda
kokvítt. Og hvað er eftir af hinurti
gamla Alþýðuflokki? Ekkert.
Föstudagur 17. ma
í 1963