Verkamaðurinn - 19.05.1963, Side 4
CJuU
í
tá
Ungi maðurinn í Húsavík er ekki
af baki dottinn. Hann sendir nú R.
þrjár vísur og er í drjúg'meining, sem
fer stígandi:
Hættu að yrkja, óðinn ,,Steins£',
áttu að lesa í næði.
Gleðstu kannski ekki eins
yfir góðu kvæði?
Þér hefur orðið mest til meins,
mat á blekkingunni.
Mættir búa alveg eins
yfir þekkingunni.
Þegar hátt í himins laug
heyrist kliður svana.
Döpur verður vist á haug
vængjalausum hana.
Án efa verður þessu svarað, þótt
síðar verði.
Þessar vorvísur eru frá Húsavlk.
Karl Sigtryggsson kvað:
Horfi ég um höfin blá
og himinn vona minna,
er sólin dregur dregla frá
djásni geisla sinna.
Guðmundur Friðbjarnarson kvað:
Þegar lyftir drottning dags
dyratjöldum stnum,
svala veigar sólarlags
sálarhita þínum.
Þessi mun af svipuðum slóðum:
Heyrðu elskulega þú, þér
þyrfti ég að kynnast betur.
Ég breiddi yfir nafn og nú-mer,
náttúrunnar bara I vetur.
Heitt hefur Karli Sigtryggssyni ver-
ið fyrir brjósti, þegar hann tileinkaði
Islenzkum valdhöfum eftirfarandi:
Þér drekkið með lotningu fépúkans
full,
og finnið á brjóstinu hælinn.
Og hvar sem þér felist, I gegnum
hans gull
grisjar I krjúpandi þrælinn.
Á skjöldinn hið þungbæra
þrælsmerki er sett,
og þjóðina gulldraumar brjála.
Hvort getur þá eilífðin afmáð þann
blett,
sem eymdinni tókst þar að mála?
Og þegar hinn síðasti fellur á fold,
ber fögnuð um dal og um bæ.
En ósköp vel skil ég, að íslenzkri
mold,
sé andstyggð að geyma þau hræ.
4) — Verkamaðurinn
Skuldir við útlond
og gjaIdeyrisjðfnuðurinn
Eitt af því, er þjóðina varðar
mestu, er að vita sönn deili á,
hvernig hagur hennar stendur
gagnvart öðrum löndum. En því
miður hefur verið þyrlað upp
moldviðri um þetta efni, og eru
þó til um það skýrslur, er telja
má nokkurn veginn fullnægj-
andi til þess að gera rétta grein
fyrir því. Skal nú reynt að gera
það hér, án þess að blanda inn
í það hinni „rægjandi, gortandi
flokkspólitík“, svo sem verið
hefur í umræðum undanfarnar
vikur.
Eftir því sem mér er bezt
kunnugt, hafði ekki verið reynt
að gera til fullnustu upp við-
skiptajöfnuð þjóðarinnar allrar
fyrr en Skipulagsnefnd atvinnu-
mála tók það upp 1935 til 1937.
Áður hafði verið látið nægja að
gera upp árlegan verzlunarjöfn-
uð út á við, eða jöfnuð á þeim
viðskiptum, sem tekin voru í
árlegar verzlunarskýrslur. En
auk þeirra viðskipta reyndust,
er það mál var vandlega kannað,
margvísleg skipti við aðrar
þjóðir, er voru, af því að skýrsl-
um var ekki safnað um þau, kall-
aðar „duldar greiðslur“. Meðal
þeirra voru t. d. lántökur erlend-
is annars vegar en vextir og af-
borganir af þeim hins vegar,
tekjur af erlendum ferðamönn-
um annars vegar, kostnaður ís-
lendinga í útlöndum hins vegar,
tekjur af erlendum skipum, er
leituðu hafna hér, kostnaður
íslenzkra skipa erlendis o. s. frv.,
o. s. frv.
Síðan 1937 hefur þessi við-
skiptajöfnuður verið gerður
upp árlega, fyrst af Hagstofu
íslands, en síðustu árin af hag-
fræðadeild Landsbankans eða
Seðlabankans, og það falið
mönnum, sem treystandi þykir
að gera þetta án annarra sjónar-
miða en þeirra, að leita þess, sem
sannast er. Sá maður, er aðal-
ábyrgð ber á þeim tölum, sem
um þetta efni hafa verið birtar,
heitir Olafur Tómasson, starfs-
maður Seðlabankans, og hafa
þær tölur ekki verið af neinum
rengdar, en stundum hafa stjórn-
málaskörungar okkar viljað
draga af þeim ályktanir málstað
sínum til framdráttar, en þá
bera þeir einir ábyrgð á álykt-
unum sínum.
Þessi viðskiptajöfnuður okkar
við útlönd hefur um alllangt
skeið verið óhagstæður, þar til
síðustu tvö ár að hann hefur
verið hagstæður. Hér vérða ekki
vandlega raktar ástæðurnar til
þess, enda geta þær oft orkað
tvímælis, en þess eins getið, að
oftast hafa verið þessu valdandi
ýmist" mikil fjárfesting innan
lands, þar sem til þurfti kaup á
erlendu efni, eða jafnvel alls er
til fjárfestingarinnar þuríti, svo
sem ýmislegar vélar eða skip,
ellegar því hefur valdið slæmt
árferði, sem annað hvort hefur
lýst sér í lítilli framleiðslu eða
erfiðum verzlunarkjörum. Síð-
ustu 5 árin hefur viðskiptajöfn-
uðurinn við útlönd verið þessi:
1958 óhagst. um 239.8 millj. kr.
1959 óhagst. um 583.9 millj. kr.
1960 óhagst. um 468.2 mill. kr.
1960 hagst. um 225.0 millj. kr.
1962 hagst. um 250—300 millj.
kr.
útlönd kemur vitanlega fram sem
auknar skuldir við útlönd, en
hagstæður viðskiptajöfnuður
sem minnkandi skuldir. Aukning
skuldanna kemur oft fyrst fram
sem versnandi gjaldeyrisstaða
bankanna, en lækkun skuldanna
kemur hins vegar oftast fram
sem batnandi gjaldeyrisstaða.
Þó er þetta ekki óbrigðul regla,
því að þegar föst lán eru tekin
til fjárfestingar jafnframt þvi,
er fjárfesting fer fram, þarf það
ekki að hafa áhrif á gjaldeyris-
stöðuna, og þegar stór lán eru
tekin, er það oft til að bæta
gjaldeyrisstöðuna jafnframt auk
inni erlendri skuld. Þetta allt er
rétt að hafa í huga við yfirlit
það, er hér fer á eftir um skuld-
ir og inneignir þjóðarheildarinn
ar við útlönd. Það yfirlit er um
þrennt: umsamin lán erlendis
eða fastar skuldir, lausaskuldir
einstaklinga og stofnana, hér
kallaðar viðskiptaskuldir og loks
gjaldeyrisstöðu bankanna. Yfir-
lit þetta er frá árslokum 1955
til ársloka 1962.
Fastar erl. sktildir viðskiptaskuldir Gjaldeyrisstaða
millj. kr. millj. kr. banka mill. kr.
1955 811.4 +286.1
1956 1177.9 + 163.9
1957 1654.7 + 38.4
1958 1924.6 +228.5
1959 2491.5 -h-143.8
1960 2871.9 242.0 + 126.9
1961 2853.1 294.0 +526.6
1962 2775.6 413.0 +1150.0
Þess ber að geta, að föstu
erlendu skuldirnar eru saman-
lagðar skuldir opinberra aðila
og einkaaðila, en skuldir einka-
aðila erm sumar með ríkisá-
byrgð en sumar með annarri
tryggingu. Vjiðþkiptaskuldir
eru víxilskuldir til 3—6 mán-
aða, og komu þær skuldir fyrst
til, er núsitjandi ríkisstjórn tók
við völdum og tók yfirdráttar-
lánið, sem flestum mun kunn-
ugt, hjá Greiðslubandalagi Ev-
rópu. Áður geta hafa verið til
einhverjar lausaskuldir ein-
staklinga og stofnana, sem eigi
er uin kunnugt, en slíkar skuld-
ir geta eins verið til hin síðustu
ár. Um innstæður íslenzkra
manna og stofnana erlendis eru
eigi fullnægjandi heimildir og
þær því ekki taldar, en talið er,
að þær hafi verið töluverðar og
muni svo vera enn, og þó hafi
þær eitthvað verið fluttar heim,
er gengi íslenzkra peninga var
fellt 1960. — Ef menn vilja
reikna eftir tölunum á yfirliti
þessu, hve miklar skuldir við út-
lönd voru á hverjum tíma í heild
samkvæmt heimildum sem eru
til, verða menn að gæta þess, að
tölurnar, er sýna gjaldeyrisstöðu
bankanna ber að draga frá töl-
um fyrri dálkanna, þegar gjald-
eyrisstaðan er jákvæð (-j-, þ- e-
bankarnir eiga inni erlendis) en
leggja þær við fyrri dálkana,
þegar gjaldeyrisstaðan er nei-
kvæði (-f-)- — Allar erlendar
skuldir og innstæður á yfirliti
þessu eru reiknaðar til núgild-
andi gengis.
(Aðalheimild: Fjármálatíð-
indi 2. h. 1962. Einnig við-
töl við Ó. T.).
Árið 1962 er ekki að fullu upp # r % r
gert. Eítir Arnor Sigurjonsson
Halli á viðskiptajöfnuði við -------------------------------
DREGIÐ A KOSNINGADAGINN.
AlbýðuMoldoÉs
Vinningar:
1. Hnattferð fyrir einn - flogið uinhverfis jörðina.
Verðniæti kr. 60,000.—
2. Ferð til Tékkóslóvakíu fyrir 2 — hálfsmánaðar-
dvöl. Verðmæti kr. 45.000.—
FREISTUM GÆFUNNAR OG EFLUM UM LEIÐ KOSNINGASJOÐINN
Föstudagur 17. mai
1963