Verkamaðurinn - 09.08.1963, Síða 2
Guðmundur shdld Frímonn sextugur
*--------—-— ----
Á sjónskífunni
Júlí
Júlímánuður er farinn veg allr-
ar veraldar og mun hljóta heldur
slæm eftirmæli í annálum. Þetta
er mánuður hinna dreymdu fría
vinnandi fólks, sem ekkert þráir
meir en glaða sól og góða ferða-
vegi. Hvort tveggja brást okkur
nú. Kuldar, hér um norðan og
austanvert landið, hafa verið með
eindæmum, svo snjó hefur oft
fest í byggð og vegir jafnvel orð-
ið illfærir af þeim sökum, mun
það einstakt á þessum árstíma.
Heyskapur hefur verið erfiður í
þessum landshlutum og gæftir
stopular, enda síldin flúið norð-
urmið. Slysamánuður hefur þetta
líka verið bæði á sjó og landi,
skipaskaðar sem þeir, er í þess-
um mánuði hafa orðið, eru ein-
stakir að sumri til. Þar koma
fram ásiglingar, veltur, landstím
og leki. Hinar sorglegu kúvend-
ingar vissrar tegundar fiskibáta
eru nú komnar fram yfir það, sem
hægt er að umbera. Rækilegrar
rannsóknar hefur lengi verið þörf.
í heild má því segja, að júlí-
mánuður hafi verið ömurlegur.
Ágúst
Engu verður spáð um það,
hvort ágúst verður okkur hliðholl-
ari. Hann hófst með verkfalli
blaðamanna, sem eru í viðkom-
andi félagssamtökum, og er ekki
séð, þegar þetta er skrifað, hversu
lengi þjóðin verður að una við
---------------- ♦
lítinn blaðakost, sárast vorkenni
ég kaupmannastéttinni, sem þarf
að koma auglýsingum sínum á
framfæri, en sannað er, að sjón
er sögu ríkari.
Hér á Akureyri nær verkfallið
aðeins til tveggja blaðamanna, rit
stjóranna Erlings Davíðssonar og
Jakobs 0. Péturssonar.
Verzlunarmannahelgin
Geysimikill straumur ferðafólks
var á öllum vegum þessa helgi, en
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni urðu slys og árekstrar
ekki meiri en um aðrar helgar.
Drykkjuskapur mun hafa verið
ærinn, einkum austan Vaðlaheið-
ar, þar sem björkin angar og um-
hverfið skírskotar til fegurðar-
nautnar. Undarlegt að þurfa drykk
ineð á slíkum stað.
Þrír menn voru teknir fyrir
meinta ölvun við akstur, og fluttir
til rannsóknar.
Vegaþjónusta fél. íslenzkra bif
reiðaeigenda var hér starfandi og
mun hafa komið til aðstoðar á
vegum úti með viðgerðabifreið
sína. Einnig var opið viðgerðar-
verkstæðið Baugur um helgina á
vegum þessarar þjónustu. Fréttir
annars staðar af landinu frá verzl-
unarmannahelginni virðast skap-
legar. Veðurfar hér nyrðra var
mjög gott.
Alvara lífsins
Sumarfríum fer að ljúka og al-
vara hversdagsins að taka við.
Guðmundur Frímann skáld,
fyllti sjötta áratuginn hinn 29. júlí
s.l. Hann hefur fyrir löngu skipað
sér á bekk með þekktustu og vand-
virkustu ljóðskáldum íslenzkum.
Hann byrjaði snemma að yrkja og
á sér orðinn langan skáldferil.
Æskuljóð hans, Náttsólir, komu út
1922, en þá var hann aðeins 19
ára gamall. Næsta bók hans var
Úlfablóð (undir dulnefni) 1933,
þá Störin syngur 1937, Svört
verða sólskin 1951 og Söngvar frá
swrnarengjum 1957. Auk þessa hef-
ur hann mikið fengizt við ljóða-
þýðingar og gaf út safn þeirra,
Undir bergmálsfjöllum 1957. Þá
hefur hann ritað ýmislegt í
óbundnu máli, einkum sagnaþætti
og smásögur, gefið út safn þýddra
smásagna, Ástaraugun 1959, sam-
ið Kennslubók í bókbandi og
Verkamaðurinn kom síð/ast út
þann 7. júlí og hefur síðan átt
frí. Nú er starf hafið að nýju og
væntum við að einhverjir a. m. k.
fagni því.
En það er sama sagan og fyrr:
Fátæktin var mín fylgikona. Þeir,
sem enn hafa ekki greitt blaðið,
en vilja gjarnan fá það sent fram-
vegis, ættu nú að líta í veskið sitt
og vita, hvort þeir eiga ekki 100
kr., safnast þegar saman kemur.
Stöðugt fjölgar kaupendum og
með sameiginlegu átaki ætti þetta
blað að geta unnið málstað al-
þýðu manna á Norðurlandi nokk-
urt gagn. Aðsent efni er alltaf vel
þegið. Því fleiri, sem skrifa, því
meiri fjölbreytni.
smíðum, og víðar er nafn hans að
finna í bókum og blöðum.
Með 3. ljóðabók sinni kom
Guðmundur fram sem þroskað og
fullmótað skáld, en hefur þó í síð-
ari bókum sínum einlægt bætt við
hróður sinn hvað vandvirkni og
persónulegan stíl áhrærir. Hann
er óumdeilanlega einn fágaðasti
fagurkeri í ljóðbókmenntum síns
tíma. Bezt lætur honum að yrkja
um innhverfu lífsins, hljóðan
trega og hlýja gleði, blæbrigði
vors og æsku, fölva hausts og elli,
ástir og afturhvörf til gamalla
minna. í náttúrulýsingum og
„stemmingum" hefur hann náð
slíkri fegurð og fj ölbreytileik að
vart mun nokkurt íslenzkt skáld
standa honum framar — og ég efa
jafnfætis, á því sviði.
Guðmundur Frímann er jafnt
völundur til anda og handa. Hann
er meistari í húsgagnasmíði og
vann lengi að þeirri iðn sinni.
Hann er líka frábær bókbindari,
góður málari, teiknari og skraut-
ritari. Allt, sem hann leggur gjörva
hönd á, er með meistarans merki.
Listskyn hans og vandvirkni er
slík.
Guðmundur Frímann er Hún-
vetningur að ætt og uppruna,
fæddur að Hvammi í Langadal 29.
júlí 1903. Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur Frímann
Björnsson, Þorleifssonar í Mjóa-
dal, Þorleifssonar og Valgerður
Guðmundsdóttir frá Sneis, Guð-
mundssonar.
Guðmundur hefur lengi búið á
Akureyri og er nú handavinnu-
kennari við Gaðnfræðaskólann.
Ilann er kvæntur Rögnu Jónas-
dóttur, skipstjóra Hallgrímssonar.
Þau eiga þrjár dætur barna.
A tímamótum þessum sendi ég
Guðmundi beztu kveðjur og árn-
aðaróskir, með þökkum fyrir löng
og mikil kynni fyrr og síðar. En
fyrst og síðast vil ég vona að ljóð-
dísin og sögugyðjan haldi enn sem
fyrr tryggð við hann, þótt kollur-
inn silfrist og sj ötugshj allinn taki
Matthíasarsafn á Sigurhæðum alla
daga uema laugardaga kl. 1—3 e. h.
Náttúrugripasafnið (gengið frákirkju-
tröppunum) sunnudaga kl. 1—3 e. h.
Nonnasajnið í Nonnahúsi sunnudaga
kl. 2—4 e. h. (Auk þess sem Nonna-
hús er opið eins og áður segir, geta
ferðamannahópar fengið að skoða það
á öðrum tímum, með því að hringja í
síma 1396 eða 1574).
FERÐANESTI
VTÐ EYJ AFJARÐARBRAUT
FERÐAMESTI
býður yður nieðal annars:
Dagblöð - Tímarit - Vegakort, -- Sólgleraugu
Heitar pylsur - Srnurt brauð
• • r
Tóbak - 01 - Sælgæti - Ispinna
r
Harðfisk -~ Kex - Niðursuðuvörur - Avexti
og margt fleira.
VERIÐ VELKOMIN í
Ferðanc§ti
2) Verkamaðurinn
Föstudogur 9. égúst 1963