Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.08.1963, Qupperneq 5

Verkamaðurinn - 09.08.1963, Qupperneq 5
Hópferð á hestum • • Oskjuvatn cr vatna dýpst á íslandi Þrjátíu og fimm ungir náms- menn frá Skotlandi, ásamt presti sínum og lækni plús fararstjóra, hafa verið hér á ferð ríðandi með 70 hesta. Fjórir íslenzkir fylgdarmenn eru með undir stjórn hins víðkunna ferða- og hestamanns, Páls Sigurðssonar, sem lengi var kenndur við Forna hvamm. Þessir dvöldu hér að Kaupangi um verzlunarmanna- helgina og litu á bæinn. Þann tíma jókst hestafjöldi • ferða- manna um tug, því verzlun fylg- ir hestamennsku. Þeir lögðu héð- an á Vaðlaheiði með 81 hest. -— Blaðið hafði örstutt viðtal við leiðangursstjóra Skotanna, mr. Burton, og spurði hversu hon- um litist á framtíð slíkra hóp- ferða útlenzkra á íslenzkum hest- um. Hann Ijómaði mjög yfir hug myndinni, sagðist hafa verið hér áður, eða 1960, og þetta væri sitt líf og tilhlökkunarefni. Hið sama var uppi á teningum hjá bæði presti og lækni leiðangursins. Þeir eiga íslenzka hesta á búum sínum heima í Skotlandi og telja þá úrval annarra hesta, t. d. fæld ust þeir aldrei umferð, hvað sem á gengi. Páll Sigurðsson mun eiga drýgstan þáttinn í að þessi hóp- ferð um Norðurland var hafin, leiðin er Varmahlíð austur um Mývatnssveit, Fjöll, Dettifoss, Ás byrgi og Húsavík, og tekur 15 daga. Burton hvað strákana út- haldsgóða og þreyttust þeir ekki að marki, enda dagleiðir stutt- ar. En þeir undruðust, að ekki skyldi hægt að ganga hér inn á safn íslenzkra jurta, því áhugi ríkti fyrir gróðri landsins. Vér gátum aðeins nefnt Gróðrarstöð ina og Lystigarðinn. Það er eitthvað dulbúið, sem gerist í sál gamalla sveitamanna, þegar þeir sjá hóp ríðandi manna. Við, sem erum yfir fert- ugt, erum aldir upp á hestbaki. Það er því ekki fjarri líkum, að manni hitni innvortis, þegar fák- ar hvæsa og bryðja mél. Hesta- mennskan breiðist að vísu út hér frá bæjunum. En eiginleg- ar hópferðir íslenzkra á hestbaki eru ekki orðin raunveruleiki. — Kannski kenna útlendir okkur að meta þarfasta þjóninn að nýju. Páll Sigurðsson lét í ljós á- nægju sína yfir þessum hóp. — Hann kvað piltana óvenju þjála í meðförum og skjóta að hlýða fyrirskipunum. Einn af leiðsögu mönnunum riði fyrir hópnum, síðan kæmu tveir og tveir í röð, en um leið og fyrirreiðarmaður yrði var bíls, sem á móti kæmi og gæfi merki, væru allir komnir í einfalda röð á réttum kanti og allt væri í lagi. Víða hagar svo til, að hægt er að ríða utan þjóð- vegarins og þá væru vandamál- in minni. Stór vörubifreið fylgir hópn- um og flytur hafurtask ferða- manna. íslenzkur hestur er lifandi og samstilltur tilfinningum hús- bónda síns, hann ber að um- gangast sem félaga, ekki þjón. Sú tíð er ekki langt undan, að við tökum hann aftur í hóp vina, félaga og starfstækis. Því fyrr, því betra. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður kom fyrir nokkru til Akur- eyrar frá Oskjuvatni, en þar hafði hann dvalizt við mælingar á dýpi vatnsins. Sigurjón er fyrrverandi for- maður Ferðafélags Akureyrar og bauð stjórn félagsins honum til kaffidrykkju ásamt fréttamönnum, og við það tækifæri skýrði hann frá niðurstöðum mælinganna á Oskjuvatni, en mörgum hefur leik- ið hugur á að vita, hvort þar væri ekki að finna dýpsta vatn landsins. Sigurjón ög félagar hans fóru með bát til Öskjuvatns og fluttu hann á kerru, sem hálfbeltadráttar- vél dró frá vegarenda að vatninu. Tók sá flutningur hálfan þriðja dag, en alls fór hálfur mánuður í þennan leiðangur. I bátnum er bergmálsdýptarmælir, sem notað- ur var við mælingarnar. Var vatnið mælt með tilliti til þess að kortleggja botninn. Valdir punktar á ströndinni og siglt milli þeirra, þannig að net myndast af ferðum bátsins. Er skemmst frá að segja, að allt reyndist vatnið mjög djúpt, en mesta dýpi um 220 metrar. Er það því langdýpsta vatn landsins, sem mælt hefur verið og mjög ósennilegt að annars staðar finn- ist meira dýpi, því að öll stærstu vötn landsins hafa þegar verið mæld nema Hópið í Húnavatns- sýslu, en ekki er gert ráð fyrir, að þar sé mikið dýpi að finna. Mesta dýpi, sem áður hafði fundizt í hérlendu vatni var 160 metrar í Hvalvatni. Önnur vötn með meira en 100 metra dýpi eru Þingvallavatn 114 metra og Þóris- vatn 109. Ennfremur jökullónið við Breiðamerkurjökul og Græna- lón. Mesta dýpið í Öskjuvatni er vestan línu frá Víti í eyjuna í vatn- inu. Yfirborð Öskjuvatns er nú ca 4 metrum lægra en það var fyrir gosið 1961. Guðmundur Sigvaldason jarð- fræðingur mældi nýlega hitann í Víti, og reyndist hann 39 stig, en var 22 stig fyrir gos. Mikill ferðamannastraumur hef- ur verið i sumar upp að Öskju, og sæluhús Ferðafélags Akureyrar í Herðubreiðarlindum mikið notað, því að þar er áningarstaður flestra. Síðast í júlí fóru vegagerð- armenn, undir stjórn Péturs Jóns- sonar í Reynihlíð, inn í Öskju og ruddu veg allt inn að vatni, en áður hafði vegur verið ruddur að gosstöðvunum. Lét Pétur svo um- mælt, er hann kom frá vegagerð þessari, að nú mætti sturta af vörubíl beint niður í Víti. Hvort margir munu nota sér það, er önnur saga. Einn mcðrciðarsvcinanna, Bjarni E. Sigurðsson, kennari, Hvcragcrði. Annars vandaði Jón orð og kveðandi, er honum þótti mikils við þurfa, einnig þegar hann orti biblíulj óð um smá ævintýri sveit- arinnar, eða bað bæna sinna: Líttu á hrjóstug holtin mín, hve ég er náðarþyrstur. Breyttu nú vatni í brennivín blessaður Jesús Kristur! Enginn þeirra, er tók Jón sér til fyrirmyndar í vísnagerðinni náði nákvæmni hans í orðavali og framsetningu. En þetta er góð tilraun hjá stúlku, er var byrj- andi, þegar Jón var orðinn gam- all: Þegar ég agðast um bæinn ill í skapi og blökk á kinn, þráir tengdasoninn sinn Siggi gamli, pabbi minn. Eða þessi eftirómur fylgdar ungs manns yfir vatnið á skaut- Um: Mig dreymdi að það væri að vora og hlýna, — og voninni er fært yfir allt, - en þegar ég þáttaði í holuna mína var helvítið ísjökulkalt. Annars var það Þura, sem beztum tökum náði á því að læra af Jóni og fá þó persónu- legan stíl í vísur sínar. Tímaritið Iðunn tók í leyfis- leysi til birtingar vísu, er flækzt hafði til Reykjavíkur eftir ein- hverjum leiðum: Varast skaltu viljann þinn, — veik eru manna hjörtu, — guðaðu samt á gluggann minn, en gerðu það ekki í björtu. Eftir þennan ritstuld varð Þura landskunnur hagyrðingur. Þeim, er ekki höfðu áður þekkt vísnagerð Mývetninga, fannst hér nýr strengur sleginn, og svo þótti mörgum gaman að þessum hálfkæringshúmdansi í vísunni. Þuru þótti vænt um viðurkenn- inguna, er hún fékk fyrir vísuna, þó að hún létist ekki við það kannast: Nú er smátt um andans auð, en allir verða að bjarga sér. Iðunn gerist eplasnauð, etur hún stolin krækiber. En Þura hafði frekar illt en gott af þessari upphefð sinni, því að eftir þetta hafði hún aldrei frið fyrir þeim, sem kröfðust þess af henni, að hún væri sí- yrkjandi tvíræðar hálfkærings- vísur og reyndu ýmislegum lát- um að láta hana hrökkva út af sporinu í húmdansinum. En þó að Þura réði yfir skemmtilegu tvískyni, var sá hálfkæringur, er fólst í þessari fyrstu vísu henn- ar, meir tillærður en eiginlegur, og því varð engin vísa hennar á sama spori eins vel gerð. Helzt tókst henni upp, er hún brá sér í annarra gerfi, eins og þegar hún sneri í ljóð ræðu eins sveit- unga síns á skemmtifundi: Þarna styrktist þrótturinn, þar var fyrsta sporið, — þvílík dásemd,Drottinn minn, að detta á grúfu í vorið. Það fór líka svo að lokum, að Þura fann, að hún varð að kveða sig frá því, er fyrsta þekkta vísan hennar hafði kallað yfir hana. Það gerði hún á þann eina hátt, sem það var hægt, með annarri vísu betri og sjálfri henni sam- kvæmari: Um mannlífsástir veit jeg vel, varð fyrir skoti stundum, en jeg er ekki Jessabel, sem jetin var af hundum. Aldrei varð þess vart, að menn hefðu um sárt að binda, þó að Þura kastaði yfir þá dálítið skop- legu ljósi í vísum sínum. Enginn varð t. d. særður af þessarri vísu, þó að aðrir hefðu gaman af: Ymsir kjassa ágæt sprund, aðrir gráa fola. Sigurmundur hefur hund, herra Þórir bola. Eða þessarri um ræðumenn á ungmennafélagsfundi: Ennþá skeiða þeir andlegu reiðhestarnir: Keisararauður, Kennarareykur, kapall formanns og Ritstjóra- bleikur. Eitt sinn var mér frá því sagt, er Þura las á skemmtifundi kveð- skap sinn um konungskomu til Mývatnssveitar og þátttöku fyrir- manna sveitarinnar í móttökun- um. Þótti ýmsum nóg um, er líða tók á lesturinn, þar til röðin kom að Þuru sjálfri, þá undu allir sínum hlut, og þótti jafnvel betur að hafa komið við sögu. Svona var reyndar öll hennar saga í sveitinni. Hún ýtti við mönnum öðru hvoru með kými- legum brag. Þó þótti öllum betur að lokum, því að hvorttveggja var, að svo var alltaf stillt 1 hóf, að engum þurfti að svíða og svo var hún alltaf með í leiknum. Þura hafði frumkvæði að því og vann að því eigin höndum, að nákvæmur uppdráttur var gerður af kirkjugarðinum á Skútustöðum og öll leiði, er menn kunnu skil á, merkt inn á uppdráttinn, síðan var jafnað yfir leiðin og trjám plantað í garðinn. Þar hvílast nú allir jafnt. Og þar nýtur Þura nú hinztu hvíldar, er hún hefur helgað sveit sinni, og fylgdi henni þangað þökk allra, er þekktu hana. Hér lýkur þessu spjalli, sem aldrei átti að vera annað en það, sem var „í kringum“ Þuru í Garði. ^ostudagur 9. ógúst 1963 Verkomaðurinn — (5

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.