Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.02.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 28.02.1964, Blaðsíða 2
Á sjónskífunni Einn af ástsælustu sonum þjóð- arinnar, hinn holdsveiki snilling- ur að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, séra Hallgrímur Péturs- son, er nú mjög á dagskrá með þjóðinni. Strax 1926 kvað hafa vaknað áhugi fyrir því að reisa skáldi þessu minnisvarða, sem vert er. Af einhverjum ástæðum vildu menn gjöra sjálfum sér ofurlítið til góða um leið, og hafa minnis- varðann þannig úr garði gerðan, og þannig í sveit settan, að sem flestir, utan vitanlega hinn dauði prestur, gætu haft gagn af því. Þá, og kannske fyrr, var farið að tala um að reisa honum musteri mikið á Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Húsameistari ríkisins þáverandi, hóf teikningu varðans og notaði þá hugsjón í útfærsl- unni, sem honum var kærust, þ. e. að stuðlaberg skyldi uppistaða í öllum mannvirkjum. Náttúruskap- ari íslands lét sér þó nægja stuðla berg aðeins þar, sem honum þótti við eiga. En hvers vegna í Reykja- vík? Hallgrímur átti æskustöðvar á hinum forna Hólastað, lærði járnsmíði utan íslands, var prest- ur við lítil kjör á Suðumesjum, síðan í Hvalfirði. Hví skyldi minn isvarði þess manns í Reykjavík? Hallgrímskirkja Eigi höfum vér dómgreind eða þekkingu á hvernig teikning af „kirkju Hallgríms" og staðsetning hefur tekizt, en öllum þeim, sem þetta mál hafa rætt, og vér tök- um mest mark á, ber saman um, að hvort tveggja sé óskapnaður. Hví skyldi þeim óskapnaði bætt við aðrar meiðingar á minningu þessa guðlega skálds? Má ekki séra Hallgrímur líða nóg fyrir flutning passíusálma í Ríkisút- varpinu vetur eftir vetur? Er hægt að misþyrma öllu freklegar fornu listaverki en þylja það endalaust með jarðarfarartóni, milli æsi- frétta og kynóramússikur? Þegar ég var ungur maður og hafði lært sæmilega lestur, las ég þessa sálma undir lok kvöldvöku. Að þeim loknum hljóðnuðu allar radd , ir, og annir og ergi hversdagsins hjöðnuðu, fólk gekk til náða með píslarsöguna ódauðlegu í huga. Nú er hún innskot milli æsimála í orði og íónum. Það vita allir, að vísastur dauði góðs verks er ofnotkun og misnotkun. Þetta sáu ráðamenn útvarpsins loks í sam- bandi við innblásinn þjóðsöng okkar og hættu að misþyrma hon- um. En hvers á séra Hallgrímur að gjalda? Hann notaði mál síns tíma og það verkar á nútíma mann sem endalaus röð hljóðvillu og dönskuslettna. En þetta var þó betra en gerðist á tíma Hallgríms. Inntak verksins er heldur ekki í samræmi við nútíð. Við viljum fremur líta á Jesú sem afburða- mann en eingetinn guðsson. Við vitum fullvel, að enginn getur þvegið af okkur syndir okkar með blóði sínu. Þær verðum við sjálfir að endurgjalda og er vel, mjög sanngjarnt og mjög lærdómsríkt. En þetta var trú þeirra tíma og skáldið því í rétti sínum. Passíu- sálmarnir eru því aðeins listaverk, að þeir séu lesnir og hugleiddir með fulla vitneskju um þá tíma, sem þeir voru ortir á. Þeir eru helgur dómur þjóðarinnar og þeirra skal notið í næði við skil dagsanna og næturhvíldar í heimahúsum. í öllum bænum, hættið að mis- þyrma skáldinu og verki hans á hverri föstu. Og hættið að bendla nafn hans við sements-stuðlaberg á Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Reykjavík skóp konu hans nóga „frægð“. Hann má liggj a kyrr. Hvað skal þó? Ef þið viljið endilega reisa Hall grími minnisvarða (ég hélt að hann stæði fyrir sínu og hefði reist sér sjálfur þann varða, er ekki fyrnist með „Allt eins og blómstrið eina“ og umræddum sálmum), þá byggið litla og stíl- j hreina kapellu eða bænahús úr timbri að Saurbæ á Hvalfjarðar- j strönd. Þar skal ekki annað inni en verk hans og lítið krossmark. Þarna skal ekki flytja neina messu gjörð, heldur gefa einstaklingum tækifæri til að ganga þar inn í þrenging sinni og vera ofurlitla j stund einum með andanum. Vörð- j ur skal standa við dyrnar, svo irenn með yfirspenntar taugar, eins og núverandi Hallgrímskirkju dýrkendur, vaði þar ekki inn með sement, möl og sand. Vandi — vegsemd Vesalings, aumingja forsjá þessa litla þjóðfélags, í mörgu þarf hún að stríða fyrr og síð. Nú er það spurningin um, hvað gömlum manni skuli leyft að kaupa áfenga drykki. 21 árs eða 18? Eitt sinn var komið hér á al- gjöru banni við innflutningi á- fengis og þótti gefast vel. En þá lenti forsjáin í því voðalega vanda máli, sem enn er í fullu gengi, þ. e. að þurfa að selja sjávarafurðir ur landi, enginn vildi þá kaupa trosið, utan Spánverjar buðu upp á voruskipti: Saltfiskur •—• Spán- arvín. Forsjáin neyddist til að slaka á innflutningshöftunum og leyfa hin léttáfengu vín. Það er mælt, að þá hafi sá hluti þjóðar- innar, sem ekki var kominn á spena, lært að drekka. Síðar var allt gefið frjálst, og ríkið hóf einkasölu áfengis af öll- um styrkleika sér til fjárhagslegs stuðnings. En vandræðabörn héldu áfram að angra sína forsjá. Þjóðin drakk raunar aldrei nóg fyrir Ríkið og kassann góða, en alltaf of mikið fyrir velsæmið og siðferðistilfinninguna. Og þó lög- boðið væri, að aðeins 21 árs og eldri mætti kaupa vín, lágu ár- gangarnir allt niður að fermingu í slagsmálum í gubbu sinni á al- mannafæri. Enn vakir forsjáin okkar sleg- in angri yfir þessu vandamáli. Unglingarnir eru orðnir fullgild- ir á vinnumarkaði, jafnvel heim- ilisfeður 18 ára. A að refsa þeim fyrir að kaupa vín í Ríkinu sjálfu, en láta óátalið drykkju þeirra, ef kosningabær félagi kaupir fyrir þá í sjoppunni, fyrir þeirra fé? Án efa verður aðgangsleyfi að vínbúð fært niður í 18 ár, það cr í samræmi við þroska æskunnar á vorum dögum. Lög, sem kalla á lögbrot, eru vond lög. En þá verður að athuga tvennt: Láta alla skilríki unglinga bera persónu- koma í veg fyr- ir, að leppuð séu áfengiskaup. I cðru lagi að færa niður kosninga aldurinn í 18 ár. Sá, sem fær rétt til að styrkja sína forsjá fjárhags- lega, verður einnig að hafa rétt til að velja hana yfir sig. Áhyggjuefni 011 lofum við hina einstöku veðráttu og þó með þá tilfinningu ofarlega í huga, að fyrir hefnist. Kona, áhugasöm um ræktun skrúð garða, kom að máli við blaðið og lýsti áhyggjum sínum: Ýmsar fjölærar jurtir og runnar eru komnar með brumknappa, sagði hún. Eg veit ekki hvað gerist ef frystir. Garðrósir, geitartoppur, síberskt lerki, grávíðir, allt að koma með brum. Þetta er áhyggju efni okkar, sem þráum að rækta garðinn okkar, til yndis okkur og öðrum. Ef frystir deyr allt hið snemmvaxna ungviði og kalið kem ur í stað blóma. Og hefurðu tekið eftir því, að þrestirnir eru farn- ir að kvaka í trjánum? Þeir vill- ast ó árstíðinni eins og jurtirnar. Það er til að fuglar verpi síðari hluta vetrar og dauðinn gleypir afkvæmin. Góð tíð á vetur er lofs- verður hlutur. En hugsaðu þér. Jafnvel í hinu góða liggur hætta falin ef lögmál náttúrunnar rask- ast. Eg held, það frysti ekki. SSæm mistök Blaðinu hefur borizt kvörtun um eftirfarandi: Þegar konur komu í gömlu heilsuverndarstöð- ina á venjulegum tíma fyrir nokkru, með börn sín í sprautur, aðrar sjálfar til eftirlits, þótti þeim dragast mjög úr hömlu, að starfs- íið mætti. Urðu um þetta miklar umræður, því öllum þykir biðin löng og leið, starfsfólk spítalans, sem þarna býr, vissi enga skýringu þessa máls. Loks kvisaðist, að heilsugæzlan væri flutt í Hafn- arstræti 81 niðri. Allir þangað, en — því miður, það var þá bú- ið að loka. Hér hafa orðið þau mistök, að ekki hafa þessi hús- næðisskipti verið nógu rækilega auglýst, t. d. hefði átt að setja upp tilkynningu í gömlu stöðinni. Hin leiða hið hefði þá orðið styttri. k. AÐALFUNDUR FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR fer fram í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 1. marz og hefst kl. 4. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kvikmyndasýning. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. Auglýsið í Verkamanninum Verkamaðurinn Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördami eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- gotu 5, Akureyn, simi 15XÖ. — Kitstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 3.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. islenzh oröabóh handa skólum ojj almenningi ER NÚ AFTUR FÁANLEG í AFGREIÐSLU VORRI OG HJÁ BÓKSÖLUM Innan skamms verður bókin einnig til sölu í handunnu skinnbandi. Bókkútgráfa fflennÍDgarijoði 2) Verkamaðurinn Föstudagur 28. febrúar 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.