Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.09.1964, Qupperneq 6

Verkamaðurinn - 11.09.1964, Qupperneq 6
21. þing Æskulýðsfylking- nrinnar haldið í Hafnarf. Framkvæmdanefnd Æskulýðs- fylkingarinnar, Sambands un-gra sósíalista, hefur ákveðið, að 21. þing ÆF skuli haldið í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði dagana 25.—27. september n.k. Þingsetning fer fram á föstu- dagskvöld, en þingfimdir standa síðan á laugardag og sunnudag. Regluleg þing Æskulýðsfylk- ingarinnar eru haldin annað hvort ár, til skiptis úti á landi og í nágrenni höfuðborgarinnar. Síðasta þing ÆF var haldið á Húsavík 1962. Núverandi for- seti ÆF er Gunnar Guttormsson, járnsmiður. Starf Æskulýðsfylk- ingarinnar hefur verið öflugt á starfstímabilinu og nýjar deild- ir bætzt í sambandið. Vonir standa til að nokkrar nýj ar deild ir verði stofnaðar í september. Verkefni 21. þings ÆF eru mikil og er gert ráð fyrir að að- alumræðuefni þingsins verði: Stjórnmálaviðhorfið, herstöðva- málið, almenn æskulýðsmál, út- gáfumál sambandsins og skipu- lagsmál. Hin nýju viðhorf, sem skapast hafa í herstöðvamálinu eftir framboð Goldwaters, munu eflaust marka umræður um þann lið. Afleiðingamar af hinum gíf urlegu skattaálögum ríkisstjórn- arinnar, sem verst koma niður á un-gu fólki, sem stritar við að koma sér þaki yfir höfuðið, munu einnig rædd ýtarlega. En umræður munu fyrst og fremst beinast að því, hvernig við get- um breytt þannig pólitíkinni í landinu, að slík stjórn eða stjórn arstefna sé óhugsandi. Sl. haust hóf Æskulýðsfylk- ingin útgáfu eigin málgagns á ný og hlaut það nafnið Neisti. Hafa þegar komið út fjögur tölu blöð. Fimmta tölublaðið er vænt anlegt um miðjan september. Róttækt æskufólk til sveita og í kauptúnum, þar sem ÆF-deild- ir eru ekki starfandi, en kynni að vilja sækja þingið, getur feng- ið nánari upplýsingar á skrif- stofu Æskulýðsfylkingarinnar að Tjamargötu 20, Reykjavík. Á þingstaðnum, Hafnarfirði, er nú starfandi deild af miklum krafti. Félagatala hennar hefur stóraukist að undanförnu. Deild- in mun hafa veg og vanda af þinghaldinu og verður aðstaða þar eflaust hin ákj ósanlegasta. Horfur eru á, að 21. þing Æsku- lýðsfylkingarinnar verði mjög fjölsótt. VfSA VIKUNNAR Hvernig ætli ó þvi standi eins og herinn mcnntar þjóð, a3 ekkert skóld á okkar landi yrkja skuli þokkarljóð. Ný sending KÁPUR og DRAGTIR í miklu úrvali, með og án skinnkraga. Einnig mjög fallegar UNGLINGAKÁPUR TÖSKUR nýkomnar, margar gerðir. Gefum fyrst um sinn 20% afslátt af öllum kjólum. Verzlun Bernharðb Laxdal [ PERUTZ ) litfiímur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524 Nýkomin PEYSUSETT Verzl. DRIFA Sími 1521. Mi- •• vorur Höfum sem fyrr gott úrval af öllum skólavörum. Járn og glervörudeild Húseignir til sölu og afhendingar í haust: 1. EINBÝLISHÚS (timbur- hús) í innbænum, gamalt, nýinnréttað. 2. 4 HERBERGJA ÍBÚÐ við miðbæinn (timbur). 3. 5 HERBERGJA nýtísku íbúð á brekkunni. Skuldir áhvílandi. BJORN HALLDORSSON Símar 02, 1109. Hjartagarnið 8 tegundir. GÓÐ VARA. Póstsendum. Verzl. Ragnheiðar 0. Björnsson KYLFINGAR Bikarkeppni laugardaginn 12. sept. kl. 13.30. Keppendur mæti eigi síðar en kl. 13.15. — Leikn- ar verða 18 holur, með fullri forgjöf. NÝKOMIÐ KULDASKÓR KVENNA KVENSKÓR KARLMAN NASKÓR mjög vandaðar gerðir. Leðurvörur h.f. Strandg. 5, sími 2794. Kynningarfuiicftiir og: kvikiiitvndaN}uing:ar Félag íslenzkra bifreiðaeigenda, F.Í.B., efnir til fundar og kvikmyndasýningar laugardaginn 12. sept. kl. 4.30 í sal Íslenzk-ameríska félagsins í Geislagötu 5. DAGSKRÁ: 1. Umræður um félags- og umferðamál. Framsögu hafa for- maður félagsins, Arinbjörn Kolbeinsson læknir, og Stefán Stefánsson bæjarverkfræðin-gur. 2. Frjálsar umræður og fyrirspurnum svarað. 3. Kvikmyndasýningar. Sýndar verða tvær umferðarmyndir, aðallega um vetrarakstur, og þrjár stuttar tæknimyndir. Allir bifreiðaeigendur velkomnir á fundinn. Stjórn F.Í.B. BLAÐDREIFIIVG Nokkur börn óskast til að annast dreifingu Þjóðviljans og Verkamannsins. Upplýsingar á afgreiðslunni, Brekkugötu 5, sími 1516. — BORÐSTOFU H ÚSGÖGN SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN DAGSTOFU HÚSGÖGN SKRIFBORÐ SKRI FBORÐSSTÓLAR SVEFN BEKKIR SVEFNSÓFAR Allt í úrvali. as&s

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.