Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1965, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 22.01.1965, Qupperneq 4
Cu(( í tá Ragnar heitir hann, Aðalsteins son, frá Yaðbrekku á Jökuldal efra, stundar nám í 4. bekk Menntaskóla vors á Akureyri og yrkir sléttubönd, aldýr, hálfdýr og ódýr. Hann yrkir og undir öðrum þjóðlegum háttum. Það er mikill rímáhugi í M. A. flin- ir ungu menn vilja sanna þjóð- inni, að hið hefðbundna form er ekki dautt. Koma hér sléttubönd: Kyrjum bróðir! Fljóðin fá fægða ljóðagr.ipi. Byrjum róður óðar á andans góðu skipi. Leggur ísi meyran mar, mæðir gustur léttur. Heggur báru feyskið far, fiskibátur nettur. Heimasætu fengir fá, fljóða bæta lundir. Streyma dætur Adams á okkar kætistundir. Nœst kemur þá langhenda, htinghend (velstígandi): Sóma granda Ijóða lygar, lítið vandast þátturinn, þegar andann slynga sligar sléttubandaháttur.inn. Þá gagarastikla um Halldór Blöndal: Aldrei gengið getur með gagarastiklu ljóðakukl. Halldórs strengja-hörputréð hefur enginn maður séð. Meiri gagari: AUir líta einn sem flón, enginn grýta drenginn kann. Ekkert býtur á hann Jón, ákavítisdrykkj umann. Ferskeytla: Pétur- vegur sálarsjóð, syndin frá er dregin. Vogin hallast, verkin góð vantar hinumegin. Braghent: Smátt um anda oss til handa er að vanda. Oðar-stranda leitum landa lát ei granda þenna fjanda. ISLEIVZK STÓRIÐJA Það er nú orðin tízka lijá stórum hluta þjóðarinnar að tönglast sífellt á því, að stóriðja verði að rísa hér í landi. Er svo að heyra á ýmsum, að þeir séu sannfærðir um, að konii hér til stóriðja þá séu flest vandamál þjóðarinnar, a. m. k. á efnahagssviðinu, úr sögunni í bráð og lengd. Þetta er orðið eins konar trúaratriði, stóriðja óbrigðult töfraorð. Nú er það mála sannast, að fjöldi þeirra, sem sannfærð- astir eru um ágæti stóriðju, hafa alls enga hugmynd gert sér um, hvað stóriðja er. Ennþá síður hafa þeir gert sér grein fyrir því, að það hlýtur að vera mjög misjafnt, hvað í hug- taki þessu felst eftir því hvar og af hverjum það er notað. Sú verksmiðja, sem er stórfyrirtæki, jafnvel risavaxið, í augum íslenzks skólabarns, kynni að vera næsta lítilmót- leg í augum jafnaldra þess frá Detroit. Okkur þykir Bænda- höllin í Reykjavík vera feiknamikil bygging, og hver mað- ur, sem leið á til höfuðborgarinnar, telur það sjálfsagðan hlut að fara og líta á undrið. En skyldu þeir, sem til Reykja- víkur koma frá höfuðborgum stórþjóða, hrífast svo mjög af stærðinni? Okkur þykja líka niðurstöður fjárlaganna okk- ar svimandi háar og þær upphæðir, sem teknar eru af þjóð- inni með alls konar sköttum, en ætli fjármálaráðherrum í Washington eða Moskvu þætti ekki næsta lítið til koma. En það er eins og afstæðiskenningin gleymist svo oft, og eins hitt, að á öllu okkar landi búa ekki fleiri en í einni smáhorg erlendis eða úthverfi stórborgar. Til þessa verð- um við að taka tillit, er við viljum ákveða, hvað hér teljist stóriðja. Það er ekkert vit í því, að nota þetta hugtak eins og t. d. Bandaríkjamaður, en mjög er það áberandi, að menn noti orðið stóriðja hér einmitt um þau fyrirtæki, sem slíku nafni eru nefnd meðal stórþjóða, en ekki um annað, þótt stórt kunni að vera á okkar mælikvarða. Það er vissulega hægt að taka undir það, að við Islend- ingar þurfum á stóriðju að halda. En við skulum jafnframt strax gei'a okkur grein fyrir því, að hún hefur þegar haldið innreið sína hér. Allmörg fyrirtæki reka stóriðju og fleiri hafa verið byggð upp þannig, þótt starfræksla þeirra sé ýmist tímabundin eða í molum. Flestum fer svo, þegar sagt er, að stóriðja sé komin á í landinu, að þeir játa því með dræmingi og segja, að kaRa megi Sementsverksmiðjuna og Áburðarverksmiðjuna því nafni. En þá gleymist stærsta fyrirtækið, sem einmitt er stað- sett á Akureyri, en það eru verksmiðjur SÍS. (Jtsala - Útsala BÆJARBÚAR! - BÆJARGESTIR! ^ ■ * Mánudaginn 25. janúar hefst mikil útsala á alls konar kápum hjá okkur. Allar venjulegar stærðir. Verð við allra hæfi. VERZLUN B. LAXDAL Mælikvarði okkar á stóriðju á tvímælalaust að vera þann- ig sniðinn, að iðnaður Sambandsins hér á Akureyri teljist slóriðja. Má enda henda á, að mun fleiri vinna í SÍS-verk- smiðjunum en samanlagt í Sementsverksmiðjunni og Á- burðarverksmiðjunni og miklu fleiri en talað er um, að fá myndu vinnu í aluminiumverksmiðju af þeirri stærð, sem rætt hefur verið um að útlendingum yrði leyft að reisa hér á landi. Hinar stærri síldarverksmiðjur, frystihús og fiskiðjuver á einnig að flokka undir stóriðju. Gallinn er bara sá, að vinna hjá þessum fyrirtækjum er oft stopul, ýmist vegna hráefnisskorts eða af öðrum ástæðum. En það átak, sem þarf og á að gera í stóriðjumálum hér á landi, er einmitt það, að gera rekstur þessarra stórfyrir- tækja, sem við þegar höfum byggt upp, stöðugri og örugg- ari. Til þess eru ýmsar leiðir, ef ekki er anað áfram ábyrgð- arlaust og skipulagslaust. Það er t. d. mjög fráleit þróun, sem átt hefur sér stað hin síðustu ár og enn er í fullum gangi, að byggðar séu upp stórar síldarverksmiðjur í hverju smáþorpi að kalla allt í kringum landið. Hver þessarra verk- smiðja hefur svo aðeins verkefni mjög takmarkaðan tíma, kannski aðeins fáeina daga eða vikur á ári. Afleiðingin verður sú, að ekki er hægt fyrir verkafólk að treysta á vinnu við verksmiðjurnar og þá eðlilega ekki aRtaf nægt starfs- fólk fyrir hendi, þegar þarf að setja í gang, afkoma fyrir- tækjanna verður misjöfn og oft mjög léleg og miklu lægra verð er hægt að greiða fyrir hráefni, en liægt væri, ef um stöðuga vinnslu væri að ræða. Það, sem gera þarf í þessum efnum, og nú er nokkuð farið að undirbúa með síldina, er að flytja hráefnið 'til verksmiðjanna með sérstökum flutningaskipum í stað þess að hlaupa til og setja upp nýjar verksmiðjur, ef fiskast á öðrum stað í ár en í fyrra. Vinnu í frystihúsunum má líka gera miklu öruggari með því að afleggja þá heimsku að sigla með fiskinn óunninn til sölu í öðrum löndum. Breytir þar engu um, þótt á stundum fáist gott verð fyrir hvert kíló af nýja fiskinum á erlendum mörkuðum. Svo þarf að vera í sambandi við frystihúsin eða fiskiðjuverin aðstaða til frekari úrvinnslu en nú er almennt og þá helzt þannig komið fyrir, að starfsfólkið geti unnið að þeirri vinnslu þá árstíma, sem ekki er þörf fyrir það, eða ekki nema hluta þess, til mótttöku afla og fyrstu vinnslu hans. Við eigum að hyggja okkar stóriðju á þeim möguleikum, sem aðalatvinnuvegir okkar hafa að bjóða, og þeir mögu- leikar eru svo miklir, að þeir verða ekki fullnýttir á uæst- unni. Sú stóriðja, sem grundvallast á framleiðslu fæðu og klæða er líka allri annarri stóriðju öruggari, því að hvað sem ölhim nýjungum og tækniframförum líður, þá þarf mannfólkið alltaf á mat og fötum að halda. Þá stóriðju, sem útlendii' kunna að vilja koma hér upp í ágóðaskyni fyrir sjálfa sig, en lítils eða einskis hags fyr- ir okkur, skulum við hins vegar alveg frábiðja okkur. Við getum engum öðrum treyst en sjálfum okkur til að byggja upp traust og öruggt atvinnulíf í okkaj' landi. Og þar sem möguleikarnir mega heita ótæmandi, ætli okkur heldur ekki að verða skotaskuld úr því. En við þurfuin að skipu- leggja rekstur atvinnuveganna og atvinnutækjanna lietur og horfa svolítið lengra fram í tímann, en okkur hefur ver- ið tamt til þessa. Þ. 4) Verkamaðurinn Föstudagur 22. janúor 1965.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.