Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1965, Side 5

Verkamaðurinn - 22.01.1965, Side 5
Jónas Fyrir og eftir aldamótin síð- ustu bjuggu að Víðigerði í Eyja firði hjónin Kristján Hannes- son bónda á Þúfum í Oslands- hlíð Hannessonar og Hólmfríð- ur Kristjánsdóttir bónda að Mán á á Tjörnesi Asmundssonar. Þau voru félítil, en þó bjarg- álna og þurftu ekki að sækja tii annarra til framfærslu sér og sínum. Þau áttu þrjú börn. En föstudaginn 18. janúar 1895 bættist lítill sveinn í hóp- inn. Þó vitanlegt væri, að þessi ungi piltur mundi auka á erf- iði og áhyggjur foreldranna á næstu árum, var hann hjarta- anlega velkominn í arma móð- uriiinar og hné föðursins. Og vinir og nágrannar tóku þátt í gleði foreldranna yfir fæðingu sveinsins. Foreldrarnir vonuðust eftir að hann yrði nýtur þjóðfélagsþegn þegar hann þroskaðist. Og æðsta ósk þessarra vel- kynntu hjóna var sú, að hann yrði góður drengur. Tímans hjól rennur áfram við- stöðulaust. Og þegar við lítum til baka erum við undrandi yfir, hvað dagarnir, vikurnar og árin hafa liðið fljótt. Nú er litli sveinninn frá Víði- gerði, Jónas Kristjánsson sam- lagsstjóri á Akureyri orðinn sjö tíu ára. í útvarpinu og flestum blöð- um landsins er minnst þessara tímamóta í æfi hans og farið hlýlegum viðurkenningarorðum um starf hans fyrir iand og þjóð. Það eru meir en fimmtíu ár síðan ég kynntist Jónasi fyrst sem góðum og vakandi ungling, og síðan hef ég fyfgst allvel með starfsferli hans. Það er þó ekki ætlun mín að rekja nú æfi hans og störf. Aðeins ætla ég að minnast hans með fáum orðum. Það eru nú fjörutíu ár síðan hann réð- ist til Danmerkur til að læra þar mjólkuriðnað, í þeim ákveðna tilgangi að verða fær um að vinna að þeim málum fyrir Ey- firðinga. Að loknu námi réðist hann lil KEð. Það má því segja, að nú liafi hann í fjörutíu ár unn- ið fyrir Eyfirska bændur. Það var á fyrsta eða öðru starfsári samlagsins, að Norð- lenzk stórhríð skall á og var nær því eins og hún getur verst orð- ið. Snjónum hlóð niður á Akur- eyri og norðanvindurinn feykti lionum í skafla. Flestir töldu nær ófært húsa á milli, og þóttist hver sæll, er ekki þurfti að hreyfa sig úr því húsnæði er hann var í. Síðari Samlagsstjóri sjötugur hluta dags var orðin erfið ferð á götunum, gangandi mönnum og víða nær ófærir skaflar. Og ófært var um með hest og sleða, en það voru flutningatæki, er mjóJkin var flutt á út um bæ- inn. Nú þurfti að koma mjólk á Sjúkrahús Akureyrar. En hvern ig átti að koma mjólkinni í slíkri ófærð og þvílíku veðri? Jónas samlagsstj óri var ekki lengi að velta því fyrir sér. Hann og einn liinna fáu starfs manna samlagsins, Svavar Helga son, lögðu út í óveðrið og ó- færðina og báru mjólþina í dunk um. Öfærðin var mikil alla leið- ina og suma skaflana urðu þeir að skríða og draga með sér dunkana. Stundum urðu þeir að stanza vegna óveðursins. Lang- verst var þó færðin í brekkunni fyrir sunnan og neðan Sjúkra- húsið. Þar mátti telja botnlausa ófærð og voru þeir langan tíma að komast þá stuttu leið. En að lokum komust þeir á leiðarenda með mjólkina og sjúklingarnir fengu mjólk um kvöldið og daginn eftir. En þreyttir voru þeir orðnir, sem mjólkina báru og áttu svo eftir að kafa ófærðina aftur heim til sín. Hér er ekki um stóran atburð að ræða. En mér finnst hann lýsa vel starfsemi Jónasar og drengskap. Það hefði enginn tal- ið nema eðlilegt, þó hann hefði enga tilraun gert til að koma mjólkinni í þessari ófærð og ó- veðri. Og engum hefði dottið í hug að fara fram á það, að hann bæri mjólkina. En Jónas mundi eftir sjúklingunum og hann gat ekki gengið til hvílu fyrr en hann var búinn að reyna þetta. Þegar Mjólkursamlagið tók til starfa snemma árs 1928, var um ýmsa byrjunarörðugleika að ræða. Og nokkrir voru þeir, sem ekki höfðu trú á þessu fyrirtæki, og sumir bændur þorðu ekki að vera með. En Jónasi tókst með vaþandi starfsemi að yfirstíga þá örðugleika og vekja traust á stofnuninni. Og þannig hefur það alltaf verið, að Jónasi hefur tekist að kljúfa örðugleikana. Og ég þori að fullyrða nú, að það sé skoðun nær allra sam- lagsmeðlima, að betur hafi ekki verið hægt að stjórna þessu mikla fyrirtæki, sem samlagið er nú orðið, heldur en Jónas hef ur gert. En þótt Jónas hafi rækt starf sitt með slíkum ágætum, sem raun ber vitni, hefur hann vit- anlega haft fleiri áhugamál, er hann- hefur lagt gott lið. Má meðal annars nefna Bænda klúbbsfundina, sem hafa starfað með ágætum og rætt mörg á- hugamál og vandamál Eyfirzkra bænda, bæði til gagns og á- nægju. Þá er ekki lítils virði starf hans fyrir Minjasafn Eyfirð- inga. Allir Eyfirzkir bændur flytja Jónasi samlagsstjóra beztu þakk ir fyrir allt það, sem hann hef- ur fyrir þá gert. Og við biðjum guð að blessa hann og ástvini hans. — Já. — Starf Jónasar er orðið mikið og gott. Og svein- inum frá Víðigerði hefur tek- izt að uppfylla hjartfólgnustu ósk foreldra sinna: Hann er góður drengur. Ma-gnús Hólm Arnason. Jónas Kristjánsson samlags- stjóri, eins og menn kalla hann hér í bæ eftir embætti hans, varð sjötugur mánudaginn 18. janú- ar sl. Þessa góða borgara bæri að minnast nú á merkistímamótum og þakka honum frábær störf í þágu bænda og borgara. Enda var gestkvæmt á heimili hans af- mælisdaginn og bárust honum margs konar gjafir og heillá- óskir að verðleikum, munu þó margir eigi hafa átt heiman- gengt nú í ófærðinni, sem gjarn an vildu þrýsta hönd afmælis- barnsins. Jónas er Eyfirðingur af kynslóð hinna djörfu frama- draumamanna fyrir land og lýð. Er mjólkuriðnaður hófst hér í bæ var þessi ungi maður, þá búfræðingur frá Hvanneyri, sendur utan til að nema hin okk ur ókunnu fræði við meðferð mjólkur, þótt þjóðin kynni að nýta hinn hvíta drykk á sinn hátt. Jónas kom því hér til starfa sem brautryðjandi og hefur gegnt því starfi, sem hann er við kenndur um langt árabil með sóma stórum. Jónas hefur ekki nýtt lögmál Parkinsons og er starfslið hans færra á skrifstof- um en vænta mætti í nútíð. Hann er enda afkastamaður sjálfur. En mér færari menn munu fjalla um þetta höfuðstarf Jónasar, ég vildi heldur minnast annars þátt- ar, sem hann á í reisn bæjarfé- lagsins. Sem að líkum lætur með alda- mótamann, er Jónas manna þjóð legastur, og hefur um margra ára skeið helgað frítíma sinn þeirri hugsjón sinni, að hér kæm ist upp myndarlegt minjasafn frá fortíð okkar og deyjandi at- vinnuháttum. Hefur hann átt ó- metanlegan þátt í þeim áfanga, sem nú hefur náðst, að þessi óskadraumur er orðinn glæstur veruleiki. Það er honum fyrst og fremst að þakka, að hið mynd arlega hús Kirkjuhvoll og garð- urinn kringum það er nú orðinn samastaður margra góðra gripa. Hans er hið heppilega val safn- varðar og yrði þó of langt að telja upp öll viðvik hans fyrir safn þetta, en hann er nú for- maður safnstjórnarinnar. Fyrir það allt skuldum við Jónasi Kristj ánssyni mikla þökk. Það er trú mín, að hér hafi hann reist sér einna óbrotlegasta minn isvarðann. Jónas ér maður bjartur. Hann er beinn í baki og kvikur í spori, svo að konur snúa sér gjarna við, er hann gengur framhjá. Hann er og einn af þeim fáu, sem gefa sér tíma til að hugsa, þótt margt kalli að. Hann er fullur áhuga fyrir lífi og starfi þjóðarinnar og bítur aldur eigi slíka djarfhuga. Eg sendi Jónasi kærar kveðj- ur á afmælinu og þakka forláta kynni. K. f. D. HAPPDRÆTTI ALÞÝÐUBANDALAGSINS Vinningaskrá Þann 24. desember fór fram fyrsti útdráttur vinninga í Happdrætti því, sem Alþýðubandalagið í Norðurlandskjör- dæmi eystra hefur efnt til, og stendur yfir til 1. ágúst n.k. Að þessu sinni voru dregnir út 50 aukavinningar. 15 þeirra hljóða upp á vöruúttekt fyrir kr. 1.000.00 hver og 35 vöru- úttekt fyrir kr. 500.00 hver. Eftirtalin númer komu upp: Kr. 1000.00: Nr. 1117 — 1550 — 2500 — 8128 — 3017 — 3058 — 5009 — 5623 — 6001 — 8235 — 8426 — 8440 — 12501 — 12637 — 12738. Kr. 500.00: Nr. 41 — 120 — 963 — 1116 — 2355 — 2442 — 2451 — 3066 — 3107 — 3126 — 3127 — 4608 — 4627 — 4647 — 5655 — 5888 — 6007 — 6017 — 6470 — 7552 — 8417 — 8780 — 8838 — 8990 — 9000 — 10308 — 10392 — 10397 — 10416 — 10998 — 12737 — 12904 — 13905 — 13912 — 14166. Handhafar vinn.ingsmiða skulu framvísa þeim til skrifstofu Verkamannsins í Brekkugötu 5, Akureyri. Sími 11516. Föstudagur 22. janúar 1965. Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.