Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1965, Page 7

Verkamaðurinn - 22.01.1965, Page 7
------------------------:■ SKRJÁF í SKRÆÐUM OtíSarkafli sá, er nú um stund hefur staðið hér um mestan hluta landsins, hefur fyllt menn óhug nokkrum og illspám. Er þó ekki um langan líma að ræða né háska nokkurn, utan hvað erf- .iðleikar hafa orðið með sam- göngur og mjólkurflutninga. En tæknin er svo tröllaukin orðin, m. a. við að ryðja vegi, að um neyðarástand yrði vart að ræða þó enn herti að og stæði lengi. En því spá nú margir. Fróðlegt mætti kannske telj- ast að heyra frásögn af virkileg- um- harðindakafla frá því í „gamla daga“. Guðmundur frá Húsey í Tungu, segir frá mörgu fróðlegu í „Sagnaþættir og sög- ur“ í 4. bindi ritverksins Að vestan. Þar eru m. a. harðinda- sögur og ætti okkur því ekki að blöskra þetta yfirstandandi á- felli nú: Guðmundi verður eðli- lega tíðræddast um austurhluta landsins, umhverfi sitt. „Mikil breyting er orðin á búnaðarháttum manna á Fljóts- hérað.i nú frá því, sem var á unglingsárum minum, enda er mikil breyting orðin á tíðarfar- inu frá því, sem þá var. AHan síðari helming 19. ald- ar mátti kalla nær því óslitinn harðindakafla, því að þótt ein- stök ár væru allgóð, þá var eins og hefndist fyrir þau aftur. Haf- ís kom að landinu nær því á hverju ári og lá oft fram á sum- ar. Man ég eftir því að minnsta kosti tvisvar, að hann lá á Hér- aðsflóa fram um höfuðdag. Þá voru stórveður og skaðabyljir miklu tíðari en nú á síðari ár- um. Þá kom oft fyrir, að ekki varð komist í fjárhús á túninu til að gefa skepnum, vegna hvass veðurs. Veðrin voru beinlínis „óstandandi“ sem kallað var. Man ég sérstaklega eftir einu slíku veðri, þegar fað.ir minn bjó í Hlíðarhúsum: Mun ég þá hafa verið nálægt 10 ára (fædd- ur 1862). Þá fór víst enginn maður til fjárhúsa í Úthlíð. — Faðir minn lagði þrisvar af stað til að ná heyi handa kúnum, úr hlöðu, sem var að bæjarbaki, en náði því ekki fyrr en í síð- ustu ferðinni og mun þá hafa verið farið að lygna. Svo mikið var grjótfokið, að hann var blá- marinn undan því. Var hann þó með hraustustu mönnum og vanur stórviðrum frá barnæsku. Eftir það veður voru vallgróin húsþök svo urin af grjótfoki, að þau voru svört. Sama var um þúfur og hóla á túninu, að þar var grasrót öll sorfin af áveð- urs, en lautir fullar af möl. Þurfti því að hreinsa allar lautir í túninu um vorið og bera hurtu mölina, en hólar og þúfur voru graslaus sumarið eftir. Oft komu illveður og snjóar um fyrstu göngur og jafnvel fyrr, og fennti þá fé til stórtjóns. Eins var á vorin, þótt allvel viðraði framanaf, að þá komu oft skaðaveður eftir það að fé hafði verið sleppt á fjöll. A þeim árum voru menn líka áræðnari og óprúttnari með að nota út- beit og láta fé bjarga sér sjálft, en síðar var. Heybirgðir voru þá að jafn- aði minni, en treyst mjög á úti- gang.inn, og kom það mörgum í koll á vorin. Þó var það að breytast til bóta í ungdæmi mínu. — Ég man ekki nema eftir einum fjárfelli, og það var mundsson í Másseli, Jón Halls- son í Grófarseli og Sigurður Þorleifsson frá Sleðbrjót. Þessir menn náðu alla leið að Fagra- dal heilu og höldnu, en ekki voru þeir fyrr komnir af ísnum, en norðaustan bylur skall á. Kom þegar rót mikið á ísinn vegna undiröldu utan af hafi og sprakk hann víða með braki og brestum, en sjórinn bullaði upp um sprungurnar. Þeir Hlíðar- menn, sem á eftir hinum voru, snéru sem skjótast að landi skemmstu leið, en ekki var greitt um landtöku, því að ísinn hafði ýzt að landi, fjörur voru fullar ar hrönnum, en dimmv.iðri mik- ið og farið að bregða birtu. Þó gátu þeir bjargað öllum hestun- um á land, en sumir urðu að skilja farangur og sleða eftir úti á ísnum, náðu þeir svo að — Á sjöunda degi komu þeir Hlíðarmenn að lokum hestum sínum lausum og berbökuðum að Fagradal, og þaðan gátu þeir notað slóð hinna austuryfir og he.im til sín. Ég man hvernig föður mín- um leið þessa viku, sem bylur- inn stóð. Þarna voru nágrannar hans á ferð, og auk þeirra, sem áður voru nefndir, voru þar 3 frá Eyjaseli, Sigbjörn frá Surts- stöðum og fleiri, en enginn frá okkar heimili eða frá Ketilsstöð- um. Hann vissi vel, að þeir mundu hafa verið staddir út á ísnum, þegar bylurinn skall á, og gat þess til, að ísinn hefði gliðnað og brotnað. Svo leið vikan, að ekkert spurðist til mannanna, og voru þeir því tald ir af. En svo komu þeir allir að kvöldi til um háttatíma í illfæru HARÐINDI vorið 1867. Þá felldu flestir Hlíðarmenn meira og minna af fé sínu og margir í Tungu, hygg ég, að þá hafi mátt kalla almenn an fjárfelli á Úthéraði, og þá missti faðir minn margt af fé sínu. Síðan heyrði ég, að um haustið hafi hann verið vel byrgur af heyjum, en hann hafi hjálpað nágrönnum sínum, þar til er hann var að þrotuin kom- inn eins og þeir. — Sjálfur vildi hann sem minnst um það tala. Mér er enn í minni hvað mig tók það sárt um vorið, þegar jörð var orð.in auð, að sjá ræflana af gemlingunum fyrir utan tún- garðinn, og feginn varð ég, þeg- ar faðir minn tíndi þá saman og gróf þá. -— — Fáum munu úr minni líða harðindin kringum 1880, þótt útyfir tæki frostaveturinn mikli 1880—’81, þá lá hafís fyr- ir öllu Austurlandi, þótt ekki ræki hann mjög inn á fjörðu, er alla lagði þá afar þykkum lagís. Þá var farið með hesta- lest endilangan Vopnafjörð á Þorranum. Margir Hlíðarmenn fóru þá til Vopnafjarðar til að sækja kornvörur, því að stillur héldust þá um tíma á þorranum og gott færi á fjöllum. Fóru sumir Lambadal, en aðrir að Böðvars- dal og á ís inn í kaupstaðinn. Þegar þeir höfðu lokið erindum sínum og voru búnir til heim- ferðar, var veður orðið svo skuggalegl, að ekki var viðlit að leggja upp á jafn-vandrataðan fjallveg og Lambadal, svo að þeir réðu allir af að fara ísinn til baka út að Dölum. Urðu þeir fyrstir á ferð Jón Arnfinnsson í Hlíðarhúsum, Magnús Guð- Böðvarsdal og settust þar að. Norðaustan bylurinn, sem á var skollinn, hélzt í viku, og urðu allir að halda kyrru fyrir þar til upp stytti. Þeir Hlíðarmenn, sem náðu að Fagradal fyrir bylinn, höfðu með sér 13 hesta. Húsrúm var ekki annað fyrir en bæjardyr, en bæirnir voru tveir, svo að það dugði til. Á sjötta degi lögðu þeir félagar af stað gang- andi austur og komust alla leið suður á heiðarbrún. Sáu þeir, að snjóinn hafði rifið af fjall'- inu austanverðu og gott færi mundi vera í Hlíðinni. Sneru þeir þá aftur til að sækja hestana, en Jón Arnfinns- son hélt áfram austur til að láta vita, að þeir væru lifandi og mundu brátt skila sér heim. Daginn eftir kom Jón á móti þeim, sem hestana sóttu að Fagradal, og hafði mann með sér. Tókst þeim að koma hest- unum lausum austuryfir, og þó við illan leik. Þá víkur sögunni til þeirra, sem náð höfðu að Böðvarsdal. Urðu þeir að sitja þar af sér bylinn og gátu ekkert aðhafzt; var svo þröngt um þá og hest- ana, að þeim varð með naum- indum komið í skjól, og bætti það ekki um, að hey voru þar mjög af skornum skannnti, svo jafnvel kom til tals að lóga sum- um hestunum. Loksins, er upp birti, var kominn svo mikill snjór á ísinn og svellgarðar kringum sprungurnar, að ó- greitt var að leita að sleðunum og farangrinum, sem orðið hafði að skilja eftir. Fannst sumt stórskemmt, en sumt aldrei, svo að tjónið var tilfinnanlegt. veðri, og þá glaðnaði yfir karli. Oft vissi ég eins marga gesti hjá okkur og þá, en aldrei eins marga hesta. Bæjardyrnar og göngin voru sneisafull af hest- um, hvað þá úthýsin, og að öll- um var hlynnt eins og unnt var. Daginn eftir komust allir heim til sín. Bitur voru frostin þennan vetur, og daginn, sem þeir Hlíð- armenn lögðu af stað í ferð þessa, yar frostið 34 gráður C. Aldrei hefur mér fundist eins kalt vestanhafs og mér fannst þá heima, og hefði ég þó átt að þola betur kuldann á tvítugs- aldrinum en nú í ellinni. Það var nú sök sér, þótt vet- urnir væru harðir á þeim árum, en vorharðindin og haustáfellin voru verst. Það var altítt þá, að sléttlendið allt á Úthéraði lægi undir snjó fram yfir fardaga, eða 6 vikur af sumri . . . .“ Þannig segir þessi 19. aldar- maður frá harðindum þá og þrekraunum við aðdrætti. Þá var ekki heldur sími til að láta vita um sig í gegn. En tímarnir breytast — til bóta? M. F. í. K., Akureyrardeild, held ur aðalfund miðvikudaginn 27. jan. kl. 8.30 síðdegis að Hótel Varð- borg. — Dagskró: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Félagsmól. 4. Nokkrar félags- konur lesa upp og kynna nýjar bækur. 5. Kaffidrykkja. — Stjórnin Aðalfundur Kvenfélagsins Hlífar verður haldinn föstudaginn 22. jan úar kl. 8.30 e.h. í Sjólfstæðishús- inu (uppi). — Venjuleg aðalfund- arstörf. — Kaffi keypt ó staðnum. — Stjórnin. K RIN G S J Á VIKUNNAR Messa í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sólmar nr«: 223, 327, 1 12, 251 og 36. - P. S: Æskulýðsmessa verður í Barna- skóla Glerórhverfis n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sólmar nr.: 572, 372, 318, 648 og 424. Ungmenni lesa pistil og guðspjall. Þess er óskað að foreldrar komi með börnunum og ungmennunum. — B. S. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. — Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin í kapellunni. — Sóknar- prestarnir. Vestfirðingar; Munið Sólarkaff- ið í Alþýðuhúsinu n.k. laugardag. Þórsfélagar — gamlir og ungir! Mætið ó Glerór- eyrum eÞ'r hódegi á laugardag — til starfa við brennuna. Mætið vel! Framlög í Davíðshús: — Ingvi R. Jóhannsson,Löngumýri 22, Akureyri, kr. 500,00. Armann Dalmannsson og Sigrún Kristjánsdóttir, Aðalstr. 62, kr. 600,00. Jón Sigurgeirsson, Klapparstíg 1, kr. 500,00. Jónina Steinþórsdóttir og Eiríkur Sigurðs- son, Hvannavöllum 8 Akureyri, kr. 1000,00. Magnús Guðmundsson, Lækjarg. 9 kr. 200,00. Þórólfur Jóhannsson og Snorri Jóhannsson, Byggðaveg 97, kr. 1.000,00. Páll Björgvinsson, Efra Hvoli Rang. kr. 100,00. Ingunn Ósk Sigurðardóttir, Efra Hvoli, Rang kr. 100,00. Ragn- heiður Pálsdóttir, Efra Hvoli, Rang. kr. 100,00. Helga Pálsdóttir, Efra Hvoli, Rang. kr. 100,00. Jónína Arnadóttir, Holtsgötu 6 Reykjavík, kr. 100,00. Þuríður Árnadóttir, Holtsgötu 6, Reykjavik, kr. 100,00. Valdemar Pálsson, Byggðaveg 89, Akureyri, kr. 1.000,00. Þóroddur Jónsson, Akurbakka, S. Þing kr. 200,00. Sigríður Guðmundsdóttir, Lokast. 20, Reykjavík, kr. 500,00 Beztu þakkir. Söfnunarnefnd Móttekið hjá blaðinu: Jón A. Jónsson, Norðurg. 39, kr,. 1000.00, Stefón Guðjónsson, Eiðsvallag. 30, kr. 200.0. Slysavarnarkonur, Akureyri. — gerið svo vel að koma bazarmunum og kaffipeningunum til einhverrar eftirtalinna kvenna eigi síðar en 28. janúar n.k.: Sigríðar Árnadótt- ur, Vanabyggð 5. Kristrúnar Finns- dóttur, Ásveg 14. Fríðu Sæmunds- dóttur, Markaðinum. Valgerðar Franklín, Aðalstræti 5. Sesselju Eld járn, Þingvaliastræti 10. — Nefnd- in. Minjasafnið! Safnið er aðeins opið á sunnudögum frá kl. 2—5 e. h. — Föstudagur 22. janúar 1965. Verkamaðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.