Verkamaðurinn - 22.01.1965, Qupperneq 8
Aastfiriingflfélagið ií Akurcyri 20 dra
Verkamaðurinn
máls á styrki til útgáfu aust- grein fyrir því. Hér er um þjóð-
vörn að ræða einnig, sem knúðist
til a. m. k. dulvitaðrar samheldni
og andspyrnu á dögum aðvífandi
draugagangs í þjóðérnismálum.
Einnig almenn ræktarsemi við
sína heimabyggð.
Arshátíðir hefur þetta félag
haldið að vetrum og einnig kvöld
vökur með menningarbrag, þar
sem m. a. hafa verið kynnt verk
Austfirzkra snillinga. Venjulega
byggist félagslíf á atorku ein-
stakra manna, sem hrinda mál-
unum fram. Við höfum verið
heppnir með formenn. Núver-
andi stjórn er þessi: Eiríkur Sig
urðsson form., Jónas Thordar-
son, Einhildur Sveinsdóttir,
Bjarni Halldórsson og Oddur
Kristj ánsson.
Ars- og afmælishóf verður
haldið að Hótel KEA 13. næsta
mánaðar.
Hafi félagið þökk fyrir góð
störf og eigi það langa lífdaga.
K.
Aðvörun
til þeirra, sem leita vilja sér atvinnu
suður.
Samkvæmt fréttum hefur
hrúgast til Vesttnannaeyja mik-
ill fjöldi útlendra og innlendra
manna í atvinnuleit. Fullkomin
vandræði skapast á slíkum stöð-
um að taka á móti fólki og at-
vinna er takmörkuð. Það er því
fullkomin ástæða til að vara
menn við að fara í atvinnuleit til
Suðurlands, einkum Vestmanna-
eyja, án þess að hafa tryggt sér
vinnu og húsnæði.
Vinnumiðlunarskrifstofan á
Akureyri hefur átt viðtal við
Eyjar og hvetur menn einnig til
að flana ekki suður í óvissu.
NtKOMIÐ
VAÐSTÍGVÉL KVENNA
SPENNUBOMSUR KARLMANNA
KULDESTÍGVÉL BARNA 23—26
KVENTÖFFLUR og KVENSKÓR
Leðurvorur h.f. Strandgötu 5, sími 12794.
Hvnð borgn Norð-
mcno fífrir síldion?
í greinum Jóhanns Kúld í Þjóð-
viljanum um fiskimál, er oft
margan fróðleik að finna. Ný-
lega upplýsir hann t. d., að Norð
menn hafa þegar ákveðið verð á
bræðslusíld fyrir allt þetta ár,
m. a. verð á þeirri síld, sem þeir
sækja á íslandsmið.
Við tökum okkur bessaleyfi
til að taka upp orðréttan kafla
úr þessarri frásögn:
„Eins og á undanförnum ár-
um er sumrinu skipt í tvö
verðlagstímabil: Lægra verð fyr
ir 1. júlí, en svo sama verð sum-
arið út.
A sl. sumri var verðið miðað
við hverja 100 lítra af síld n.
kr. 27.50 á fyrra verðlagstíma-
bilinu. í íslenzkum krónum
165.00 fyrir 100 lítra eða kr.
247.50 fyr.ir 150 lítra mál.
Næsta sumar hækkar þetta
verð og verður n. kr. 30.20 eða
ísl. kr. 181.20 fyrir 100 lítra
Kr. 271.80 fyrir málið.
Færeyjaflug: áfram
Eiríkur Sigurðsson skólastjóri
kallaði saman blaðamenn 18. þ.
m. til að segja þeim frá afmæli
Austfirðingafélagsins, en það er
nú tvítugt. Má segja, að margur
unglingurinn hafi afrekað minna
en það hefur gert. Það var tón-
skáldið Björgvin Guðmundsson
sem talinn er hafa átt hugmynd-
ina að því að stofna félag með
Austfirðingum á Akureyri og
nágrenni til varðveizlu minna
og kynna, og svo ef hægt væri
að halda sambandi við heima-
fólk og hefja þennan landshluta
nokkuð.
Og Austfirðingafélagið hér,
sem telur reyndar 110 félaga,
fékk ágætasta myndlistamann
landsins, Austfirðinginn Ríkarð
Jónsson, til að gera brjóstlíkan
af Björgvin, sem mun verða
staðsett hér til sýnis almenn-
ingi, úti eða inni.
Og það hefur gert fleira til
menningar. Það stóð að útgáfu
bóka um Austurland og það hóf
BILALEIGA
12940
LÖND & LEIÐIR
ViSA VIKUNNAR
Hcima vakir hjó mér ein
hún, sem kvakar þetta.
Bræðir klaka, bætir mein,
blessuð stakan létta.
R. R.
firskra ljóða.
Og sá Austfirðingurinn Helgi
Valtýsson skáld um það verk.
En mesta afrekið er, að nú er
langt komið að taka kvikmynd
af þeim landshluta mestum og
hafa þeir Eiríkur Sigurðsson,
Jónas Thordarson og Eðvarð
Sigurgeirsson ferðast um sumar
eftir sumar til að taka myndir.
Eiríkur og Jónas að leiðbeina,
Eðvarð að taka myndir. Verður
þetta hið bezta verk og til mikils
sóma fyrir okkur öll, einnig
stuðningur við þjóðfræði fram-
tíðar. Til þessa hafa þeir fengið
styrki frá heimabyggðum og vel
unnurum þeirra, t. d. hafa aust-
firzkar konur, bæði hér og syðra
styrkt þetta starf. Hvað værum
við án kvenna vorra?
Átthagafélög spruttu upp um
það skeið, sem er stofnár okkar
félags, austfirzkra manna.Liggja
til þess drjúgar og alvarlegar or
sakir, þótt menn geri sér ekki
Hákarlar
Hákarlaveiðar stóðu með mikl
um hlóma hjá Norðmönnum á
árunum milli heimsstyrjaldanrfa.
Þá voru margir tugir línuveið-
ara að veiðum með hákarlalínu,
frá því snemma á vorin og þar
til seint á haustin. Síðan má
segja, að þessi veiði hafi legið
niðri, sakir þess að önnur útgerð
hefur þótt borga sig betur.
Nú eru hins vegar uppi há-
værar raddir um það, meðal út-
gerðarmanna og fiskimanna í
Noregi, að hákarlinum hafi fjölg
að svo rnikið í norðurhöfum, að
til vandræða horfi ef ekki verði
þegar gerðar ráðstafanlr til að
fækka honum. Telja þeir að íiski
stofnar séu í hættu vegna þess-
Flugfélag íslands, sem tvö
undanfarin sumur hefur haldið
uppi flugi um Færeyjar, hefur
ákveðið að halda þeirri þjónustu
áfram á sumri komandi og verð-
ur fyrsta ferðin farin frá Reykja
vík 6. maí n.k.
Áætlunarferðum F'lugfélagsins
til og frá Færeyjum í sumar verð
ur þannig hagað, að flogið verð-
ur frá Reykjavík hvern fimmtu-
dagsmorgun, til Færeyja og það
an samdægurs til Glasgow. Dag-
arrar meintu fjölgunar á hákarl
inum. Nú nýlega skoruðu því
norskir útgerðar- og fiskimenn
á fiskimálastjórnina að gera ráð-
stafanir til útrýmingar á hákarli.
— Hvort þessar fullyrðingar
styðjast við rannsóknir er mér
ekki kunnugt um.
inn eftir verður flogið frá Glas-
gow til Færeyja og þaðan aftur
eftir stutta viðdvöl til Reykja-
víkur.
I Færeyjum mun Flugfélag
Færeyja annast afgreiðslu flug-
vélanna, en það hefur skrifstofu
í Þórshöfn og einnig í Sörvogi
á Vogey.
I fyrrasumar hófst flug til
Færeyja 19. maí og stóð lil ioka
september. Farþegar á flugleið-
um Flugfélagsins til og frá Fær-
eyjum voru 1485.
Um þessar mundir eru í und-
irhúningi allmiklar framkvæmd-
ir við flugvöllinn á Vogey. Flug-
brautin verður lengd og enn-
fremur verður fjærskiptabúnað-
ur aukinn og aðstaða bætt. Gert
er ráð fyrir, að þessum fram-
kvæmdum verði að fullu lokið 1.
júní.
Eftir 1. júlí var verðið sl.
sumar n. kr. 30.40. Isl. kr.
182.40 fyrir 100 lítra eða ísl.
kr. 273.60 fyrir málið. Næsta
sumar hækkar þetta í n. kr.
32.90 eða í ísl. kr. 197.40 fyrir
100 lítra eða ísl. kr. 296.10 fyr-
ir málið.
Þetta verð er án allra upp-
hóta frá ríkinu, en það greiðir
norskum útgerðarmönnum og
sjómönnum 5 kr. norskar, eða
kr. 30.00 íslenzkar, á hverja
100 lítra af bræðslusíld, sem
veidd er á Islandsmiðum og
flutt til Noregs. Norskt verð á
bræðslusíld af íslandsmiðum
með ríkisuppbót verður þá ísl.
kr. 316.80 fyrir 150 lítra mál,
mlðað við tímabilið fyrir 1.
júlí.
Eftir 1. júlí verður norskt
verð á bræðslusíld af íslands-
miðum, að viðbættri ríkisupp-
bót ísl. kr. 341.10 fyrir málið
komið í norska höfn. Ríkisupp-
bótin er ísl. kr. 45.00 fyrir mál-
ið, jöfn alit sumarið.
Leikfélag Akureyrar biður sýn-
ingagesti að athuga breyttan sýn-
ingatíma. Sýningar ó Munkunum
hefjast kl. 8.30 en ekki kl. 8. -—-
Einnig er þeim, sem aetla sér að
sjó leikinn bent ó, að sýningum
verð.ur hraðað svo sem framast er
unnt. Er því ekki skynsamlegt að
draga lengi að tryggja sér aðgöngu
miða.
[ PERUTZ 1
litfiímur
Gullsmiðir
Sigtryggur og Pétur
Brekkugötu 5 — Sími 11524
Hinniíwrii ni Ingraskigí
,Hvor sem ég er staddur á hnettinum, er skammt heim i Fagraskóg"
Davið Stefónsson fró Fagraskógi.
Eins og kunnugt er samþykkti Ungmennasamband Eyja-
fjarðar á síðasta ársþingi sínu í apríl 1964, áskorun til fé-
lagasamtaka í héraðinu, um að reisa Davíð Stefánssyni skáldi
frá Fagraskógi, minnisvarða á æskustöðvum hans að Fagra-
skógi. — Nú hafa Ungmennasamband Eyjafjarðar, Búnaðar-
samband Eyjafjarðar og Samband eyfirzkra kvenna, tekið
höndum saman, og ákveðið að heita sér fyrir því, að hann
verði reistur á bezta fáanlegum stað í Fagraskógi, og vænt-
anlega komið upp trjálundi við hann. — Þau samtök, sem
hafa forgöngu í þessu máli, munu snúa sér til hinna ýmsu
félaga og sveitarstjórna í hérað.inu, um fjárframlög. Einnig
vænta þau þess, að önnur félög og einstaklingar, unnendur
skáldsins, leggi málinu lið, með frjálsum framlögum, án þess
að til þeirra verði leitað formlega, og stuðli þannig að því, að
þjóðskáldinu verði reistur sem veglegastur minnisvarði í
Fagraskógi, þeim stað, sem fóstraði það, og var í vitund þess
helgur staður, til hinztu stundar. - Stjórnir sambandanna.