Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.07.1965, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 23.07.1965, Qupperneq 4
RÁÐ í TÍMA TEKIÐ Hin danskættaða Grikklands- drottning ól frumburð sinn á dögunum, en ekki hafði Grikkja- kóngur fyrr séð barn sitt, en hann rak for'sætisráðherrann frá völdum og setti annan í hans stað, sem hann treysti betur til baráttu gegn kommúnisma í landinu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið að koma í veg fyrir að barnið sýkist af kommúnisma. Þióðhátíð í Vestmannaeyjum NÝTT! NÝTT! STRETCH-KÁPUR léttar, þœgilegar. SUMAR-PILS úr striga-, terrylene- og ullarefnum ^Uerziunin £7(e6á simi 12772 .. Hin árlega þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum hefst að þessu sinni 6. ágúst. Mjög verður vandað til dagskráratriða og er undir- bún.ingur nú í fullum gangi. Flugfélag Islands mun eins og að undanförnu setja upp „loftbrú“ milli lands og Eyja og veita þeim þjóðhátíðargestum, sem fljúga með „Föxunum“ til Eyja og kaupa aðgöngumiða að þjóðhátíðinni um leið og far- miðann, ríflegan afslátt af far- gjaldi. Það er Knattspyrnufélagið Týr, sem sér um þjóðhátíðina í Eyjum að þessu sinni. Hátíðin Síldarflntningar Framhald af 1. síð'u. - mönnum: Oskari Garibaldasyni, Siglufirði, Birni Jónssyni, Akur- eyri, Stefáni Friðbjarnarsyni, Siglufirði, Jón.i Þorsteinssyni, alþm., og Vésteini Guðmunds- syni, Hjalteyri, og er hann for- maður nefndarinnar. Tveir hinna fyrst töldu eru tilnefndir af Al- þýðusambandi íslands og Al- þýðusambandi Notðurlands. Er þess að vænta, að þessar aðgerðir geti tryggt verulegt magn söltunarsíldar til vinnslu- stöðvanna hér nyrðra, þótt nær- liggjandi mið reynist brigðul, svo sem reynslan hefur orðið á sl. vertíðum og einnig nú í sumar til þessa. Brekkubúar! OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 10. Fljót og góð afgreiðsla. Verzlunin Brekka VlSA VIKUNNAR Meðan þjóðin þambar kók og þéttir sjónvarpsnetið, verður okkar veslings bók- vit að engu metið. z. i ...... ■> i hefst sem fyrr segir í Herjólfs- dal kl. 14.00 á föstudag.inn 6. ágúst. Að lokinni setningarat- höfn og guðsþjónustu, leikur Lúðrasveit Vestmannaeyja og í- þróttakeppni hefst. Auk keppni í frjálsum íþróttum, verður keppt í handknattleik og knatt- spyrnu og fram fer eitt sérstæð- asta sýningaratriði þjóðhátíðar- innar, bjargsig. Kl. 20.00 hefst kvöldvaka í Herjólfsdal og verður þar margt til skemmtunar, en þeir Svavar Gests og Ómar Ragnarsson munu ásamt heimainönnum hafa veg og vanda af undirbún.ingi skemmtiatriða kvöldvökunnar. Kl. 23.00 hefst dans á tveim danspöllum. Leikur hljómsveit Svavars Gests ásamt þeim Ellý og Ragnari fyrir nýju dönsun- um, en Rondo-tríóið sér um polka, ræla og valsa á eldri dansa pallinum. í UPPHAFI SKAL ENDIRINN SKOÐA Hinn fullkomni eiginmaður notar BRflun S I X T A N T Söluumboð Amaro Akureyri Á miðnætti verður kveikt í bálkestinum hinum mikla á Fjósa kletti og er þá viðbúið að Syrtl- ingur, sem sézt vel úr Herjólfs- dal, láti þá ekki sitt eftir liggja. Þá verður og flugeldasýning. — Síðan :mun dansinn duna á báð- um danspöllum til kl. 4.00 að morgni. Annan dag þjóðhátíðarinnar 7. ágúst, hefst dagskrá kl. 14.00. Þann dag hefst dagskrá með há- tíðarræðu, en síðan skiptast á íþróttir og skemmtiatriði, m. a. sérstakur þáttur kl. 17.30 ætlað- ur yngstu börnunum. KI. 20.00 hefst svo kvöldvaka, sem sömu aðilar sjá um og fyrra kvöldið en breytt dagskrá. Á miðnætti verður flugeldasýning, en síðan dansað til kl. 4 að morgni. Þá hafa Týsmenn tekið upp það nýmæli, að halda hátíðinni áfram hinn þriðja dag, 8. ágúst, en þann dag mun enn verða gleð- skapur í Herjólfsdal, sem að vanda verður fagurlega skreytt- ur, en auk þess setja tjaldbúðirn ar sérstakan ævintýrablæ á dal- inn, einkanlega eftir að kvölda tekur. Féhh frfo ferð til Noregs Þýzka skemmtiferðaskipið Bremen átti að koma til Akur- eyrar um hádegi í fyrradag, en sneri frá úti fyrir Eyjafirði vegna svartaþoku; og hélt áfram til Noregs. Jónas Þorsteinsson skipstjóri frá Akureyri fór um borð í skip- ið í Reykjavík og skyldi vera lóðs til Akureyrar. Fékk hann því alveg óvænt fría ferð til Nor- egs með hinum glæsilega far- kosti. Ferðamannastraumur Mjög mikill straumur ferða- manna er nú um Norðurland, og hefur sennilega aldrei verið meiri, einkum ber óvenjulega mikið á útlendingum. Gistihús flest eru fullskipuð allar nætur, og tjaldstæðin sunn an sundlaugarinnar á Akureyr.i hafa verið mjög mikið noluð. Hefur þar sumar nætur verið tjald við tjald og hafa verið talin þar allt að 100 tjöld í einu. Kveiiikór ENSKIR KVENSKÓR NÝKOMNIR — HÁIR OG LÁGIR HÆLAR HLIÐARTÖSKUR NÝKOMNAR LEÐURVÖRUR H.F. Fró skrifstofu Iðju Nokkuð ber á því, að vinnu- veitendur hirði ekki um að fylgja vinnusamningum, svo sem þeim ber þó skylda til að gera. Sérstaklega á þetta við um tvö þýðingarmikil atriði, sem fé- lagið Jeggur áherzlu á, að fram- kvæmd séu eins og fyrir er mælt i samningum. I fyrsta lagi er ekki heimilt að ráða mann til vinnu í iðnað- inum, nema viðkomandi gerist áður félagsmaður í Iðju, félagi verksmiðjufólks, enda standi liann ekki í óbættri sök við önn- ur stéttarfélög. Til þess að geta haft fullt eftirlit með þessu, þarf hver og einn, sem tekur að sér starf í verksmiðjum að uppfylla þetta ófrávíkjanlega skilyrði, og hafa samband við skrifstofu fé- lagsins þar um. Um þetta atriði ber vinnuveitendum að upplýsa hvern þann, er hann óskar að ráða til vinnu, alveg jafnt þótt um tiltölulega stuttan starfstíma sé að ræða. í öðru lagi ber hverj um þeim, er ræður sig í vinnu, að leggja fram heilbrigðisvott- BINDINDISMÓT í VAGLASKÓGI Um Verzlunarmannahelgina verður haldið í Vaglaskógi bind- indismót, er verður með líku sniði og það, er haldið var í fyrra um sömu helgi og standa sömu félagasamtök að þessu móti. Eins og alkunna er, tókst mótið í fyrra með ágætuin og var þeim félögum, er að stóðu, til sóma. Því skal vænta, að svo verði enn, og æskulýður í bæ og sveit fjölmenni á mótið. Arbók Ferðafélagsins cr afgreidd ó skrifstofu Ferðafélags Akureyrar í Skipagötu 12 á þriðju- dags-, fimmtudags- og föstudags- kvöldum. orð. Félagið leggur áherzlu á að þetta sé framkvæmt undanbragða laust, og þarf raunar ekki að skíra þetta frekar. í annan stað vill skrifstofan láta þess getið að ýmis hlunn- indakjör í vinnusamningum iðn- verkafólks, eru því skiiyrði bundin, að full félagsréttindi séu fyrir hendi, og hefur þessi réttur til hlunnindakjara í nokkr um tilfellum glatast vegna þess að félagsréttinda hafði ekki ver- ið leitað. Það er þess vegna krafa fé- lagsins til iðnrekenda, að þeir framvegis gæti þess vandlega að umrædd atriði verði framkvæmd eins og samningarnir segja til um. BfLALEIGA SÍMI 12940 LÖND & LEIÐIR Rothmans er orðið 26.40 á borðið Opið ÖII kvöld til kl. 10 \ — Sími 12820 — T óbaksbúðin Brekkugötu 5. ( PlRPTl ] litfilmur. Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 11 524

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.