Verkamaðurinn - 01.07.1966, Blaðsíða 2
LÝDVEIDISRÆÐA
Ýmsum kann að finnast sem
hinir föstu hátíðisdagar okkar
séu orðnir all hversdagslegir.
Hin sama dagskrá sé endurtekin
ár eftir ár, án mikilla nýstárleg-
heita. 17. júní myndi þá falla
undir þetta mat. En þegar við
hugleiðum forsendur þessa dags,
aðeins að við skulum mega
halda fullveldisdag okkar hátíð-
legan í friði, þá hlýtur hið smáa,
aðfinnsluverða, að víkja fyrir
ríkri gleði og sameiginlegri
þökk.
17. j úní er helgasti dagur árs-
ins, því hann er tákn sigurs, er
lítil þjóð vann á ofurefli. Og það
sem bezt er: Sigurs, sem vannst
með vopnum andans einum. Þar
lá ekkert lík í val, né nokkur
særður eftir á sjúkrahúsi. Sigur-
hátíðin er þvj engri beiskju
blandin.
Enga stund man ég stærri í
lífi mínu en lýðveldistökuna
1944. Mun ekki fara svo um
fleiri, ef horft er til baka? Þó
þar væri nánast um formsatriði
eitt að ræða fyrir okkur.
Hversu djúp hefði þá ekki
gleðin orðið þeim, feðrum okk-
ar, sem stríðið háðu, hefðu þeir
mátt líta þennan dag? Og man
nokkur meiri samhug þessarar
sérlyndu þjóðar, en þegar hún
gekk að kjörborði vegna lýð-
veldistöku? Þá hrönnuðu ekki
ský haturs og tortryggni loftið,
eins og oft vill verða við kosn-
ingar.
Og hvað er stærra en einhuga
þjóð? Hvað stenzt fyrir henni
viti hún mark sitt og mið?
En: „Vildi hér nokkur í heirni
herja, hefðum við nokkuð að
verja?“ Já, við hefðum mikið
að verja. Allt: Fullveldið, frels-
ið, þjóðmenninguna og landið
sjálft. En við þurfum þó engu
síður að festa okkur í hjarta
hugtakið að vernda.
Laxness lætur Ólaf Kárason
Ljósvíking segja við heitkonu
sína á hættustund: — Það getur
fallið dimmur skuggi yfir þetta
litla hús okkar, Jarþrúður mín ..
Það vofa vissulega dimmir
skuggar yfir því litla húsi okkar,
sem kallast íslenzkt sjálfstæði.
Gegn þeim verður þjóðin að
standa fast fyrir í vörn og hug-
umstór. En í tugum hinna
smærri atriða daglegs lífs okkar
í landinu, byggist einnig mikið á
vernd. Og um það hef ég kosið
mér að ræða.
Við eigum aðeins tvær „spari-
sjóðsinnstæður“, sem nokkurs
virði eru. Það er: Þjóðmenning-
in og landið. Þessar innstæður
má hvorki frysta né fella í gengi.
Hvernig ferst okkur svo við
gæzlu þessara verðmæta?
Forfeður okkar skynjuðu
landið á annan hátt en við. Sam-
býli þeirra við landið varð
miklu nánara. Landið var í
þeirra augum lífi gætt. Hver bær
átti sinn Álfhól, Dverghamar og
Tröllakirkju. í túni var álaga-
blettur, sem ekki mátti slá. Grá-
steinn, sem ekki mátti grýta.
Og það var meira en vætta-
trúin, sem gæddi landið lífi. Öll
saga þjóðarinnar lifði í brjóst-
um þessa fólks. íslendingasögur,
annálar, þjóðsögur og persónu-
sögur. Og þeir ferðuðust hægar
yfir landið en við. Þeir tengdu
saman söguna og landið. Gaum-
gæfðu sögustaðina: Hér var
kannski völvuleiði. Hér unnin
hetjudáð. Hér framið níðings-
verk, og þarna hafði harmleikur
gerzt. Þessa staði varð að
vernda. Enn kemur til, að for-
feður okkar sóttu meir af lífs-
björg sinni beint í skaut jarðar-
innar. Hver treður niður sinn
eigin akur?
í skólunum þarf að kenna
æskunni þjóðarsöguna alla,
fram á þennan dag og það ræki-
lega. Á sumarferðum þarf að
kynna þeim baksvið hennar,
landið, og skapa þannig hið líf-
ræna samband sögu og lands.
Það elskar enginn það, sem
hann þekkir ekki. Og það vernd-
ar enginn né ver það, sem hann
elskar ekki.
Þetta skildu hugmyndasmiðir
hinnar stórmerku ungmennafé-
lagshreyfingar, sem átti blóma
skeið sitt hér, á fyrstu tugum
aldarinnar.
Þeir lögðu jafna áherzlu á
ræktun lýðs og lands, en fóru að
með gát. En svo kom tæknibylt-
ingin til. Og í brennandi fram-
kvæmdagleði sinni, réðist bónd-
inn á tún og engi, með hundrað
hestafla véldýri. Og hann plægði
allt og mól niður í neflausa
ásýnd. Þar var engu sérkenni
þyrmt. — Nema Ketill á Fjalli
sneyddi hjá hólunum í sínu túni
og reiðgötunum gömju heim að
bænum.
Og vaxandi borgir þurftu
stærri hallir, flugvelli og vegi.
Efni í þetta allt varð að sækja í
fang landsins. Og þeir réðust á
landið með sama tillitslausa
stríðsæðinu. Þeir mokuðu upp
Rauðhólum, náttúruundri við
hlið Reykjavíkur. Vegamenn
réðust að sjálfri Grábrók í Borg-
arfirði að aka henni ofan í vegi.
Allt landið er enn flakandi í sár-
um eftir þessa tröllkynjuðu,
blindu, niðurrrifs-starfsemi upp-
byggingarinnar. Sum sárin
verða aldrei grædd, né sérkenni
endurfengin.
Þá ber ég meiri virðingu fyrir
vegaverkstjóranum á Þingmanna
heiði, sem lagði krók á þjóð-
veginn, til að þurfa ekki að
sprengja sögufrægan stein.
Það er ekki eins hlægilegt eins
og menn halda, þó hlustað sé
eftir svari huldu og dvergs, áður
en véldýrinu er att á bústaði
þeirra. Ellegar athugað, hvort
efnistaka og landbrot stangist á
við þjóðfrægan sögustað. Norð-
menn fara a. m. k. öðruvísi að
en við í þessum efnum.
Eg er ekki að lasta framtakið.
En það verður að hafa sýn, til-
finningu. Hvernig yrði Akureyr-
ingum við, ef Súlutindi hefði
verið ekið ofan í vegarhvörf ein-
hvern morguninn? Illa, spái ég.
Það eru sem sé margir staðir,
sem má ta'ka sársaukalaust og
hagnýta, sé vel um þá gengið.
Einar Benediktsson sagði: —
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Hér má bæta við: — Aðgát skal
höfð í nærveru lands ....
Forfeður okkar byggðu bú-
staði sína eftir auganu. Og þeim
skeikaði sjaldan í að finna hin
réttu hlutföll og innra samræmi.
Þeir felldu byggingarnar inn í
ramma landslagsins, svo allt varð
eitt, land og bólstaður. Nú eru
teikningar framleiddar á færi-
böndum. Uppskriftir að bygg-
ingum, sem reistar skulu hér eða
þar, án þess að höfundar þeirra
hafi nokkru sinni litið umhverfi
þessa væntanlega húss eða bæj-
ar. Og byggingum og landi sem-
ur ekki eins vel og áður. Og við
fundum okkur nýfan guð. Þessi
guð heitir Sement. Nú getur eng-
inn hugsað sér að byggja svo
skýli yfir mann eða dýr, að ekki
sé fyrsta orð — Sement. —
Skapari heimsins gerði þúsundir
hnatta. Mér er ekki kunnugt um
að hann notaði til þess eina lúku
af sementi. Þeir tolla þó saman
flestir enn.
Sement þarf með sér önnur
jarðefni. Reynum að taka þau
svo að sem minnstum spjöllum
valdi.
Og þegar við ökum út í góð-
viðrið, á vit landsins, skiljum
þá ekki við það sem flag eða
ruslahaug. Land þarf vernd.
Já, það var gaman að syngja
með Sigurði á Arnarvatni: —
Blessuð sértu sveitin mín. —
Mun ekki: Blessað sértu verk-
smiðjuþorpið mitt — falla verr
að laginu? Og hvað verðnr um
fimbulróm Dettifoss, þegar auð-
hringur hefur lagt hann í stokk?
Þarf að reiða svona hátt til
smiðshöggsins?
Fjölbreytileg náttúra íslands
er að verða eini griðastaður
langþjakaðra þéttbýlismanna. —
Og jafnvel — þar, sem aldrei á
grjóti gráu, gullin mót sólu hlæja
blóm, — þarf verndar við.
Það væri öllum hollt að til-
einka sér þá hugmynd Martin-
usar, hins danska vitrings — Að
jörðin sé líkami Guðs. — Þenn-
an líkama má ekki særa að ó-
þörfu, né ata út, heldur klæða
hann skarti grængresis og trjáa.
Athugum svo hina innstæðuna.
Þjóðmenninguna. — Það ætti að
vera óþarft að taka fram, hvað
v.ið er átt. En menning þjóðar
eins og okkar, er meira en forn-
sögurnar og tungan. Hin saip-
fellda menning, allt frá landnáms
öld, er mjög margþætt. Þar í eru
venjur, siðir, búnaðarhættir,
klæðaburður, dansar, söngvar,
kurteisi og hegðun. — Allt þetta,
sem gerir eina þjóð aðgreinilega
frá annarri, og hefur mótast við
einangrað líf í furðulega lit-
brigðaríku landi.
En við erum mjög andvara-
laus, mjög gleypigjörn á erlenda
tízku, þjóðernisvitundin er sljó.
Á einu sviði má þjóð vera í-
haldssöm. Það er viðvíkjandi
menningu forfeðranna.
Val okkar stendur nú raun-
verulega milli: — Ár vas alda
— og — Je, je, je. — Milli menn
ingar Snorra Sturlusonar og ein-
hvers atv.innudúllara nútímans.
— Þess stóra, sígilda, og þess
falska, smáa. — Og þjóðin er
furðu dómgreindarlaus á gildin.
Hér erum það við borgarbúarn-
ir, sem stöndum hallara fæti. —
Og þó. Gervimennskan flýgur,
holdi klædd, milli félagsheimila
sveitanna og veitir einnig þar
sína þjónustu. Tízkan hefur
langa fingur. Hinn snauði kaup-
ir það ódýrasta — einnig hinn
andlega snauði.
— En mér er minnisstætt frá
í vetur, er dreifbýlisfólk fór að
reyna minnisgáfu sína uppvið
hljóðnema og keppa í minnisat-
r.iðum milli landshluta, að þá
fluttu þessir milli þátta ýmiss
konar sýnishorn af menningu
sinna héraða. Þarna kom margt
gott fram, sem hafði þjóðlegt
gildi, og sýndi jákvæðar hliðar
á dreifbýlismenningu, sem vænta
mátti. — En frá höfuðbóli
Snorra, menntasetrinu Reyk-
holti, barst hjáróma rödd. Þar
jörmuðu ungar dætur héraðsins
á lágstétta amiríkönsku, vonda
slagara. — Hvers er þá að vænta
ur glaumbæjum stórborganna?
Það er menningu okkar óbæt-
ánlegt tjón, er heil héruð, og oft
þau ríkustu að sérkennum, leggj-
ast í auðn. — Saga þeirra öll
deyr. — Örnefnin falla í
gleymsku. — Það er og vond
lagasetning, sem veldur því, að
nöfn landnámsjarða hverfa, fyr-
ir einhverju rjóma-sætu nýbýlis-
nafni. Þetta er víða að gerast. —
En alvarlegast er þó, ef íslenzki
hóndinn verður að flytja á möl-
ina. Því þrátt fyrir aðfinnslur,
veit ég, að í sveitunum stendur
enn hornsteinn íslenzkrar þjóð-
inenningar. Það er vandi að
flytja svo viðkvæma jurt, sem
menning er, milli jafn óskyldra
staða, — sveitar og borgar.
Hin stórkostlega bylting í
búnaðarháttum okkar síðasta
mannsaldur, gjörir o'kkur sér-
staklega erfitt fyr.ir. Tengsl sög-
unnar rofna gjörsamlega. Þús-
undir hugtaka og nafna í sam-
bandi við dagleg störf, hverfa
alveg, en ný verður að mynda
í þeirra stað.
Hvað þýðir að spyrja 12 ára
barn í dag um hnappeldu, torf-
ljá eða snældustól. Það veit ekk-
ert um þessa hluti. — Við eigum
erfitt með að skilja þetta, full-
orðið fólk, sem ólumst upp
við notkun þeirra. En þessi
menningarsögulega gjá verður
tæplega yfirstigin. Því nú ger-
ist það á sama tíma, þegar við
fórum að geta stækkað gólfflöt
íbúðanna, að þá lokuðum við
afann og ömmuna inni á elli-
heimilum.— En það voru alltaf
afinn og amman, sem brúuðu
Framliald á bls. 5.
Flutt of Kristjdni frd Djúpalsk II. júuí IM d íþróttasvoeðinu d Akurevri
2) Verkamaðurinn
Föstudogur 1. júlí 1966