Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.01.1967, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 27.01.1967, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN BLAÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA SKRIFSTOFA í BREKKUGÖTU 5 - SÍMI 11516 RITSTJÓRI OG ÁBYRGDARM. ÞORSTEINN JÓNATANSSON AUGLÝSINGASTJ. OG AFGR.M. RÖGNV. RÖGNVALDSSON PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. VERKAMAÐURINN Fjárhagsvandamál blaðaútgáfu á síðustu tímum er alkunn staðreynd. Erlendis leggja stórblöð, sem gefin hafa verið út í milljónaupplögum, upp laupana fwert af öðru, jafnvel þar sem fjársterkir aðilar standa að baki og hér á landi eiga öll dagblöðin, að einu undan- skyldu, við slíka erfiðleika að etja, að algerlega er tví- sýnt um hve lengi þau halda áfram að koma út. Þegar svo er ástatt um dagblöðin, sem sum hver eiga sterka fjármálaaðila að baki og öll heila stjórn- málaflokka til styrktar, má nærri geta hversu ástatt er um hin smærri blöð — vikublöðin — sem enn eru gefin út reglulega í hinum ýmsu kjördæmum lands- byggðarinnar og byggja tilveru sína á miklu takmark- aðri útbreiðslu og fámennara styrktarliði. Reyndin er líka sú, að þau landsbyggðarblaðanna, sem ekki styðj- ast við sérstakar aðstæður, t. d. til að hrifsa til sín aug- lýsingafjármagn, eða njóta atfylgis fjársterkra stétta og fyrirtækja, eiga við liina mestu erfiðleika að etja. Það er við þessi almennu og sérstaklega óhagstæðu skilyrði, sem Alþýðubandalagið í Norðurlandskjör- dœmi eystra hefur nú nýlega tekið að fullu og öllu við útgáfu Verkamannsins. Stofnfé útgáfunnar er ekkert og engin skilyrði fyrir hendi til að láta hana bera sig fjárliagslega, nema að til komi verulegur stuðningur áhugasamra einstaklinga. Hefur því verið horfið að því ráði að byggja upp styrktarmannakerfi, sem ætl- unin er að verði fært um að bera hallann á útgáfunni, því ófært þykir að skuldir safnist. Þetta styrktar- mannakerfi þarf enn að auka verulega svo markinu um útgáfu án skuldasöfnunar verði náð. Þá er verið að vinna að stórauknu sjálfboðastarfi við efnisöflun til blaðsins, sem bæði miðar að því að það verði fjöl- breyttara að efni og að því að spara því útgjöld. Bráð- lega verður svo efnt til happdrættis til styrktar blaðinu. Þessar þríþættu aðgerðir til að tryggja útgáfu Verka- mannsins þurfa allar að takast, ef blaðinu á að verða lífs auðið og verður því ekki komizt hjá því fyrir hvern Alþýðubandalagsmann í kjördæminu að taka til at- hugunar á hvern hátt hann getur í þessum efnum orðið að liði, því án samhjálpar allra verður marki ekki náð. Verkamaðurinn á nú nær liálfa öld að baki, sem mál- gagn róttækrar verkalýðslireyfingar á Norðurlandi og er nú stœrsta málgagn liennar utan Reykjavíkur. Norð- lenzkir Alþýðubandalagsmenn hafa því ríkar ástœður til að setja metnað sinn í það verkefni að efla blaðið, bæta og styrkja, enda mun saman fara gengi þeirra og blaðsins á komaiuli tímum. — b. Æskulýðsráð Akureyrar hélt 13 bókaða fundi á árinu og tók fyrir ýmis atriði, er varða æsku- lýðsstarfsemina í bænum. NÁMSKEIÐ: Eftirtalin námskeið voru hald in á vegum ráðsins: Námskeið í listhlaupi á skaut- um. Haldið í samráði við Skauta félag Akureyrar. Kennari Gralf Bahnsaoh. Námskeið í meðferð lyfti- tækja. Haldið í samvinnu við í. B. A. Kennari Jóhannes Sæ- mundsson. Tvö námskeið í myndlist. — Kennari Einar Helgason. Námskeið í ísknattleik. Haldið í samvinnu við Skautafélág Ak- ureyrar. Kennari Kristján Ár- mannsson. að síður farið fram á öðrum stöðum i bænum á vegum æsku- lýðsfélaga o. fl. og hefur æsku- lýðsráð í samráði við bæjarfó- getaembættið veitt leyfi fyrir þeim og annast þar eftirlit. í sambandi við skemmtana- hald unglinga hefur æskulýðs- ráðið og fulltrúar þess haft fundi með bæjarfógeta, eftirlitsmanni vínveitingahúsa, stjórn eins sam komuhúss bæjarins, áfengisvarn arráði og fleirum. Æskulýðsráðið var sem fyrr aðili að bindindismóti í Vagla- skógi um Verzlunarmannahelg- ina. Þótti þetta mót, sem hin fyrri, takast mjög vel. Aðilar að þessu móti, sem til var stofnað fyrir atbeina Æskulýðsráðs Ak- ureyrar 1964, eru auk ráðsins: íþróttabandalag Akureyrar, Góð ir starfsemi ráðsins, þar sem slíkt mun eflaust taka langan tíma og kosta þó nokkuð fé. NORRÆNT ÆSKULÝÐS- LEIÐTOGAMÓT Um margra ára skeið hafa vinabæir Akureyrar á Norður- löndum haldið árleg mót fyrir æskulýðsleiðtoga og hafa þeir skipt með sér að halda mótin sitt árið hver. Miðað er við að þátttakendur séu 10 frá hverjum bæ og skulu þeir á einhvern hátt starfa að æskulýðsmálum fyrir einstakt fé lag eða bæjarfélagið í heild. Akureyri tók fyrst þátt í mót- inu 1963, sem þá var haldið í Vásterás, síðan í Lathi 1964 og Randers 1965 og árið 1966 kom röðin að Akureyri að halda mót- ið hér. Yfirlit yfir störf œsku- lýðsrúðs Akureyrar órið Námskeið í þjóðdönsum. — Kennari frú Margrét Rögnvalds- dóttir. Námskeið í sjómannsfræðum. Kennari Jónas Þorsteinsson. Námskeið í svifflugi. Kennari Arngrímur Jóhannsson og Húnn Snædal. Haldið í samvinnu við Svifflugfélag Akureyrar. Námskeið í hestamennsku. — Haldið í samvinnu við Hesta- mannafélagið Létti. Kennarar Ingólfur Ármannsson og Þor- steinn Jónsson. Námskeið í leiklist. Haldið í samvinnu við Leikfélag Akureyr- ar. Kennari Ágúst Kvaran. Námskeið í föndri. Kennari frú Ragnheiður Valgarðsdóttir. Námskeið í radíósmíði. Kenn- ari Sigurjón Ögmundsson. Námskeið í borðtennis. Hald- ið í samvinnu við í. B. A. Kenn- arar Skúli Ágústsson og Halldór Helgason. Námskeið í félagsmálum. — Kennarar Halldór Blöndal, Ing- ólfur Ármannsson og Finnbogi Jónsson. UNGLINGASKEMMTANIR OG BINDINDISMÓT Á árinu 1966 störfuðu ekki neinir skemmtiklúbbar. á vegum æskulýðsráðs og stafar það að mestu leyti af því að félagsheim- ilið Lón, sem notað hefur verið fyrir dansskemmtanir unglinga, var ekki leigt til slíkrar starfsemi nema hluta af árinu. Hélt Hesta- mannafélagið Fjölnir, sem ein- göngu er skipað ungum mönn- um, þar nokkra dansleiki, með eftirliti ráðsins. Unglingadansleikir hafa eigi templarareglan á Akureyri, Ung mennasamband Eyjafjarðar, Hér aðssamband S.-Þingeyinga, Skátafélag Akureyrar og Æsku- lýðsfélag Akureyrarkirkju. BLAÐIÐ „UNGA AKUREYRI“ Upplýsingarit æskulýðsráðs, „Unga Akureyri,“ kom út í júlí í sambandi við Norræna æsku- lýðsleiðtogamótið, en þar voru vinabæir Akureyrar á Norður- löndum kynntir með nokkrum orðum hver fyrir sig. Að öðru leyti var efni og frá- gangur blaðsins með svipuðu sniði og áður, getið starfsemi æskulýðsráðs, skrá yfir æsku- lýðsfélög og félagasamtök í bæn um, greinar, myndir og auglýs- ingar, sem að miklu leyti bera uppi kostnað við útgáfu blaðs- ins. Blaðið var borið í hús bæj- arins. HÚSNÆÐISMÁL Starfsemi æskulýðsráðs hefur eins og undanfarin ár, farið fram á ýmsum stöðum í bænum. Miðstöð starfseminnar er sem fyrr í íþróttavallarbyggingunni, þar sem ráðið hefur afnot af skrifstofu Iþróttabandalags Ak- ureyrar fyrir framkvæmdastjóra og fundi ráðsins og búningsher- bergi hússins eru notuð að vetr- inum fyrir námskeið, fundi, kvik myndasýningar og fleira. Á fundum æskulýðsráðs hef- ur oft verið talað um húsnæðis- mál ráðsins og tillögur í því efni sendar bæjarstjórn. Hefur æskulýðsráð talið tíma- bært að hefja raunhæfan undir- búning að útvegun húsnæðis fyr- 1966 Næsta ár fer mótið fram í Ála- sundi. Til mótsins hér var boðið, af æskulýðsfulltrúa bæjarins, í loka hófi norræna mótsins í Randers 1965 og áréttað með bréfi æsku- lýðsráðs 15. nóv. 1965. Á fundi æskulýðsráðs 24. jan. 1966 voru eftirtaldir menn kosn- ir til að annast undirbúning og framkvæmd mótsins: Séra Pét- ur Sigurgeirsson, sóknarprestur, ísak Guðmann, form. í. B. A., og Hermann Sigtryggsson, æsku- lýðs- og íþróttafulltrúi, sem var formaður nefndarinnar. Mótið hófst 3. júlí og stóð til 9. júlí. Mótssetning fór fram í Lysti- garði Akureyrar sunnudaginn 3. júlí kl. 10.30 árdegis, þar sem bæjarstjórinn, Magnús E. Guð- jónsson, bauð gesti velkomna og séra Birgir Snæbjörnsson, for- maður æskulýðsráðs, flutti á- varp og setti mótið. Fararstjóri Norðmanna, Odd Uri Överland, þakkaði móttökurnar fyrir hönd hinna erlendu gesta. Til mótsins voru mættir 11 þátttakendur frá Álasundi, 5 frá Lahti, 12 frá Randers, 13 frá Vásterás og 14 frá Akureyri. Mót þetta var tvískipt. Fyrri hluti þess fór fram í námskeiðs- formi, þar sem fræðandi fyrir- lestrar voru haldnir um ýmis atr iði í félags- og æskulýðsmálum, en á síðari hluta mótsins voru þátttkendum kynnt málefni bæj- Framhald á bls. 4. Föstudagur 27. janúar 1967. VerkamaSurinn (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.