Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.01.1967, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 27.01.1967, Blaðsíða 6
M LAXARVIRKJTO Allt frá því að bæjarstjórn Ak- ureyrar samþykkti, þann 23. marz 1965, að Laxárvirkjun skyldu ekki gerast aðili að Lands virkjun og að næsta skref í raf- orkuöflunarmálum Laxárvirkjun arsvæðisins skyldu vera ný virkj- un í Laxá, hafa þessi mál verið í stöðugri athugun og margar virkjunartilhaganir kannaðar og reiknaðar fjárhagslega. Þær tilhaganir, sem þannig hafa verið teknar til nákvæmrar athugunar eru eftirfarandi: 1. Efstafallsvirkj un, en það er bygging stórrar stíflu efst í Lax- árgljúfrum og virkjun þess falls er þannig fæst. Stærð 12 þús. kw. Virkjunartími um 3 ár. 2. Efstafallsvirkjun, nákvæm- lega eins og undir lið 1, nema hvað bygging stíflunnar er ráð- gerð framkvæmd sérstaklega og framkvæmdir við sjálfa virkj- unina gerðar, ekki samtímjis, heldur um 2 árum síðar. Virkjunartími alls um 5 ár. Framhald beggja þessara virkj ana yrði síðan virkjun samsíða núverandi fyrstu virkjun Lax- ár, að afli um 10.5 þús. kw. 3. Gljúfurversvirkjun, en það er bygging stóru stíflunnar og virkjun fallsins, sem hún skap .*+**+***+*>f**>M-)M-**)M-* í * * $ 5 VÍSA VIKUNNAR $ t * t ! ★ Sortnar ský við Sólnestind, J t * * ^ * sveipar flokkinn skugga: * ★ j í Bæjarstjórans bjarta mynd t * J „bragar" í KEA-glugga. J t * t * r>ý>f>f.X.*X.>f>f.>f->f>f>f>f>f>f.>f>f>f.>f>f >♦•>♦• ar og niður í inntakslón nýju stöðvarinnar. Stærð um 22 þús. kw. Virkjun artími um 3 ár. 4. Virkjun úr inntakslóni gömlu stöðvar, samsíða henni, um 10.5 þús. kw, en þannig véla samstæða að þegar stíflan yrði gerð og lenging aðrennslisganga þá gæti hún unnið við hið meira fall, sem þá myndaðist, og er þetta nánast tilhögun 3, en fram- kvæmd í tveim áföngum. 5. Virkjun sú, 10.5 þús. kw, sem um getur undir lið 4, en síðan stóra jrtíflan og Efstafalls- virkjun (sama og undir lið 1). Þessi tilhögun er nánast öfug röð á virkjunarröðinni undir lið 1. Seðlabanki íslands hefur fram kvæmt þá fjárhagslegu útreikn- inga, sem nauðsynlegir hafa ver- ið í þessum tilhögunum, en Verk fræðiskrifstofa Sigurðar Thor- oddsen hefur gert hinar verk- fræðilegu áætlanir um virkjunar- tilhaganir. Niðurstöður þessarra athuguna hafa sýnt, að virkjun- artilhögunin 2 Efstafall, þar sem stíflan og virkjun hennar eru gerð í tvennu lagi, er hagkvæm- ust fjárhagslega séð fyrir Lax- árvirkjunarsvæðið, eins og það er nú í dag. Gert hefur verið ráð fyrir því í áætlunum um virkjun í Laxá, að með tilhögun 2 yrði stíflan fullgerð síðari hluta ársins 1971 og sjálf virkjunin síðari hluta ársins 1973. Gljúfurvirkjunin, 10.5 þús. kw yrði svo fullgerð síðari hluta árs 1981. Það er þó rétt að geta þess, að reiknað hefur verið með í öll- um þessum tilhögunum að stækka dísilstöðina á Akureyri áður en virkjunin tæki til starfa, og er sú stækkun áætluð um 3 þús. kw og þarf hún að vera full- gerð haustið 1968. Þegar Laxárvirkjunarstjórn fór suður í byrjun júní sl. á fund raforkumála- og fj ármálaráð- herra, svo og dr. Jóhannesar Nordal, Seðlabankastjóra, Jón- asar Haralz, forstjóra Efnahags- stofnunarinnar, og raforkumála- stjóra, var ákveðið að skipa nefnd til þess að athuga tækni- legan og fj árhagslegan grund- völl áætlana um virkjun Laxár, svo og hvort hentugt væri að raforkumál Austurlands og Norð vesturlands yrðu Ieyst með lín- um frá Laxá til Egilsstaða og frá Akureyri til Sauðárkróks. Nú hefur það skeð, að athug- anir, sem fram hafa farið um lausn á raforkumálum Austur- lands og Norðvesturlands, benda til að raforkumál þessara lands- hluta verði e. t. v. leyst með lín- um frá Laxá og Akureyri. Þetta mun aftur á móti þýða það að framkvæma þarf nýja útreikn- inga fyrir Laxárvirkjun með til- liti til hins stærri markaðar, sem hér yrði um að ræða. Að svo stöddu er ekki hægt að fullyrða, hvaða áhrif þetta hefði í för með sér, en ekki er ólíklegt að tilhögun 3 Gljúfur- versvirkjun að stærð 22 þús. kw yrði þá hagkvæmust. Gert er ráð fyrir að nefnd sú, er áður getur, komi saman nú á næstunni og að þá liggi fyrir niðurstöður þeirra viðbótarat- hugana, sem unnið er nú að, þar á meðal kostnaður nýrrar virkj- unartilhögunar v(ið Lagarfoss, svo og áhrif hugsanlegrar teng- ingar Austurlands og Norðvest- urlands á fjárhag Laxárvirkjun- ar. Verkamadurinn Aðalfundur Einingar Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar verður haldinn í Landsbankasalnum sunnudaginn 29. janúar kl. 2 e. h. D A G S K R Á : 1. Inntaka nýrra íélaga. 2. Skýrsla sljórnar og reikningar fyrir sl. ár. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar, trúnaðarmannaráðs og nefnda. 5. Ákvörðun um árgjald. 6. Onnur mál. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna stundvíslega. STJÓRNIN. m l Snyrtihús 1 heitir fyrirtæki sem Vörusalan rekur í Hafnarstræti 100 hér í bæ. Eins og nafn fyrirtækisins ber með sér, er hér um snyrti- stofu að ræða, og einnig er þar hárgreiðslustofa. Snyrtisérfræð- ingur fyrirtækisins er Anna Lilja Gísladóttir, og hárgreiðsludama Þórunn Pálsdóttir. Hvfli greiðir Ú1 í Á síðasta bæjarstjórnarfundi urðu nokkur orðaskipti milli Jóns G. Sólnes og mín um upphæð vinnulaunagreiðslu Utgerðarfé- lagsins. Eg nefndi 40—50 millj., og taldi Jón, oð ég færi með rangt mól. Eg hafði fyrir mér munn- legar upplýsingar, og gat þvi ekki rökstutt mól mitt þarna ó fundinum. Nú hef ég fengið upplýsing-l ar fró skrifstofu Ú. A., sem stað- festa þessi orð mín, því órið 1966 greiddi Ú. A. 48.5 millj.| > kr. í vinnulaun, til sjómanna var greitt 27.5 millj. kr. og til land- verkafólks kr. 21. millj. Vinnulaunagreiðslur hafak hækkað um 7 millj. kr. fró ór- inu 1965. Þetta eru beinar greiðslur og \ eru þó að sjólfsögðu ekki með-d taldar óbeinar launagreiðslur tilh verkstæða og annarra fyrirtækja,d sem selja Ú. A. þjónustu. INGÓLFUR ÁRNASON. Húsnæðið er rúmgott, um það bil 50 fermetrar, smekklega mál- að, ljósaútbúnaður þægilegur og gólf teppalögð. Öllum útbúnaði er haganlega fyrir komið. I hárgreiðsludeildinni eru 4 stólar, 2 hárþurrkur af nýjustu og flj ótvirkustu gerð, fullþurrka þær hárið á 15-—25 mínútum. Afgreiða má því þrjá viðskipta- vini samtímis. Þar er og veitt öll * sú fyrirgreiðsla, sem nýtízku hár greiðslustofa getur veitt. I snyrtideildinni eru tæki til andlitsböðunar og húðhreinsun- ar, Napozone, sem er nokkurs konar gufu- og geislabað. Þá er hægt að fá þar andlitsnudd, fegr unar- og megrunarnudd, hand- snyrtingu og samkvæmissnyrt- ingu. Fótasnyrting verður veitt þar síðar meir, er tæki hafa feng izt til þess. Leiðbeiningar um val og notk- ' un snyrtivara eru einnig veittar og eru tæki notuð til húðgrein- ingar ef þurfa þykir. Snyrtivörur eru þarna á boð- stólum, svo viðskiptavinirnir geti haft fyrsta flokks vörur heim með sér og haldið við fegurðar- _________Framhald á bls. 5. TRÚLOFUHARHRINGAR Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5. — Simi 11524

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.