Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.06.1967, Side 3

Verkamaðurinn - 16.06.1967, Side 3
BLAÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA SKRIFSTOFA í BREKKUGÖTU 5 - SÍMI 11516 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM. ÞORSTEINN JÓNATANSSON AUGLÝSINGASTJ. OG AFGR.M. RÖGNV. RÖGNVALDSSON PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. Eftir kosningar Þá er kosningunum lokið. Og víst munu flestir, sem að undirbúningi og framkvæmd kosninga starfa, anda léttara, þegar þær eru um garð gengnar hverju sinni. Vonir ýmist rætast eða bresta, menn ganga misjafnlega ánægðir frá leik, en óvissan er ekki lengur til staðar og taugaspennan líður frá. Að þessu sinni munu allir flokkar una úrslitunum í heild sæmilega, nema Framsóknarflokkurinn. Þeir Framsóknarmenn hafa verið í talsverðri sókn um skeið, en nú er sýnilegt, að sókn þeirra er lokið, stöðnun tek- in við og varnarstaða. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði að vísu verulegu fylgi nú, en forystumenn hans bjuggust aldrei við öðru. Þeim er fullkunnugt um, að viðreisnarstjórnin nýtur takmarkaðra vinsælda, og þess hlutu þeir að gjalda. Hitt er öllu furðulegra, að Alþýðuflokkurinn skyldi ekki einnig gjalda óvinsælda'stjórnarinnar. En sann- leikurinn mun sá, að þeim krötum hefur lengi tekizt, hæði í þessari stjórn og fyrri stjórnum, að eigna sér allt, sem vel hefur verið gert, en kenna samstarfs- flokknum eða flokkunum um það, sem miður hefur farið. Alþýðubandalagið unir vel sinni útkomu. Það bætti við sig meira fylgi en nokkur hinna flokkanna, þrátt fyrir það, að í herbúðum Alþýðubandalagsins var mjög slælega að kosningaundirbúningi staðið og mikl- um kröftum eytt í innbyrðis baráttu. í Reykjavík gekk flokkurinn tvískiptur til kosninganna. Kannski hefur ekki tapast mikið af atkvæðum í borginni sjálfri þess vegna, en í öllum öðrum kjördæmum hafði það sín óheppilegu álnif. Hér í Norðurlandskjördæmi eystra var aðstaðan í kosningabaráttunni sérstaklega erfið, og það af mörg- um ástæðum. Má telja þessar helztar: Efsti maður listans, Björn Jónsson, var nær alveg lorfaliaður frá að taka þátt í baráttunni, og fjórði maður listans forfallaðist alveg. í sumum hlutum kjördáemisins beittu atvinnupóli- tíkusar úr Reykjavík hinum lúalegasta áróðri gegn Birni Jónssyni og varð nokkuð ágengt, m. a. á þann hátt að fá kjósendur G-listans til að sitja heima eða skila auðu. Laugardaginn fyrir kosningar réðist Þjóðviljinn, dagblað Sósíalistaflokksins, heiftarlega gegn Birni vit- andi það, að hann hafði enga möguleika til andsvara. Voru þannig í andstöðu eigi aðeins pólitískir andstæð- ingar, heldur einnig margir þeir, sem taldir hafa ver- ið pólitískir samherjar. Er því full ástæða til að ætla, að rétt séu þau um- mæli eins af fo^ryztumönnum Sjálfstæðismanna, er hann lét sér um mann fara að talningu lokinni: Mesti per- sónulegi sigur, sem nokkur maður hefur unnið í þess- um kosningum, er að Birni Jónssyni skyldi takast að halda sæti 4. þingmanns í Norðurlandskjörd. eystra. Þ. Endurgreiddor tdijoolMur Semvinnutrygginga <1,8 milljónir ií 20 drum Aðalfundir Samvinnutrygg- inga og Líftryggingafélagsins Andvöku voru haldnir að Hótel Sögu sl. föstudag, hinn 2. þ. m. Fundina sátu 21 fulltrúi víðsveg- ar að af landinu auk stjórnar og nokkurra starfsmanna félaganna. Formaður stjórnarinnar, Er- lendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar og gat þess að þetta væri tuttugasti aðal- fundur Samvinnutrygginga, sem voru stofnaðar 1. septemher 1946. í tilefni 20 ára afmælis fé- lagsins, afhenti það Styrktarfé- lagi vangefinna að gjöf kr. 100 þús., eins og áður hefur komið fram í fréttum. Rakti hann í ræðu sinni sögu félagsins og þess merka starfs, sem félagið hefur unnið á sviði vátryggingamála hér á landi. Hann skýrði og frá helztu framkvæmdum félagsins á sl. ári, og kom þar m. a. fram, að félagið hafði í byrjun ársins tekið upp nýja tegund trygging- ar — ÖF-tryggingu, — sem tryggir ökumenn bifreiða og dráttarvéla auk farþega í einka- bifreiðum. Þá kom O'g fram í skýrslu stjórnarformanns, að nýtt bónuskerfi hafði verið tek- ið upp í ábyrgðartryggingum bifreiða, og tók gildi 1. maí 1966. Samkvæmt því fá gætnir ökumenn allt upp í 60% afslátt af iðgjaldinu eftir 5 ára tjón- lausan akstur, auk 10 ára viður- kenningarinnar, sem félagið tók upp á 15 ára afmælinu, árið 1961. Asgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri, las reikninga fé- laganna og skýrði þá, jafnframt því, sem hann flutti ýtarlega skýrslu um starfsemi félaganna á árinu 1966. Hann skýrði frá því, að helztu einkenni ársins <1966 hefði verið hin gífurlega aukning tjónbóta, en þetta væri í fyrsta skipti, sem heildartjón- in væru meiri en heildariðgj öld- in. Auk þess hefði reksturskostn- aður hækkað og erfiðleikar með alla innheimtu aukizt, hvort held ur væri iðgjöld eða afborganir og vextir af lánum. Haldið var áfram stofnun klúbbanna ÖRUGGUR AKST- UR, sem nú eru orðnir 25 að tölu í öllum landsfjórðungum, en markmið þessara klúbba er að stuðla að auknu umferðar- öryggi og betri umferðarmenn- ingu í viðkomandi byggðarlög- um. Samvinnutryggingar beittu sér í byrjun ársins 1966, ásamt hin- um bifreiðatryggingafélögunum, fyrir umferðaráðstefnu í janúar mánuði 1966, en sú ráðstefna varð undanfari samtakanna YÁV — Varúð á vegum. — Heildariðgjaldatekjur Sam- vinnutrygginga námu á árinu 1966 kr. 206.5 milljónum og höfðu iðgjöldin aukizt um kr. 20.0 millj., eða 10.74% frá ár- inu 1965. Er um að ræða aukn- ingu iðgjalda í öllum trygginga- greinum hema ökutækj atrygging um, sem stafar af breytingu þeirri, sem gerð var á bónus- kerfi ábyrgðartrygginga bifreiða vorið 1966, og áður var getið um. Heildartjón Samvinnutrygg- inga námu á árinu 1966 kr. 209.4 millj. og höfðu þau aukizt um kr. 60.3 millj., eða 40.47% frá árinu 1965. Eins og áður segir hafa tjónabætur félagsins aldrei orðið eins háar og sl. ár, enda féllu mörg stór tjón á félagið, einkum í sjó- og brunatrygging- um. Stærsta tjónið nam kr. 18.4 millj. Tjónaprósentan árið 1966 var 101.38% á móti 79.92% ár- ið áður. Nettóhagnaður af rekstri Sam- vinnutrygginga árið 1966 nam kr. 477.506.00, eftir að endur- greiddur hafði verið tekjuafgang ur til tryggingartakanna að fjár- hæð kr. 1.050.500.00. Eru þá slíkar endurgreiðslur tekjuaf- gangs orðnar frá upphafi kr. 62.8 millj. Bónusgreiðslur til bifreiðaeigenda fyrir tjónlausar tryggingar námu 27.5 millj. kr. Tjóna- og iðgjaldaliðir Sam- vinnutrygginga námu í árslok 1966 kr. 271.1 millj., en að frá- dregnum hluta endurtryggjenda í tjónum námu eigin trygginga- sjóðir félagsins ásamt varasjóði og höfuðstól kr. 214.8 millj. Heildariðgjaldatekjur Líftrygg ingafélagsins Andvöku námu kr. 2.6 millj. á árinu 1966. Trygg- ingastofn nýrra Hftrygginga nam kr. 40.2 millj., og var trygginga- stofninn í árslok 1966 kr. 150.1 millj. Tryggingasjóður félagsins nam kr. 29.1 millj. og bónussjóð ur kr. 3.0 millj. í árslok 1966. Ur stjórn féláganna áttu að ganga Erlendur Einarsson, Jak- ob Frímannsson og Karvel Ög- mundsson, en þeir voru allir end urkosnir. Stjórn félaganna skipa: Er- lendur Einarsson, forstjóri, Reykjavík, formaður, ísleifur Högnason, framkvæmdastjóri, Reykjavík, Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri, Kar- vel Ögmundsson, framkvæmda- stjóri, Ytri-Njarðvík, og Ragnar Guðleifsson, kennari, Keflavík. Framkvæmdastjóri félaganna er Ásgeir Magnússon, lögfræð- ingur. KoMiiinganiar... Framhald aj bls. 2. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI Urslit 1967: Alþýðubandalag .................... 1017 atkv. 1 máður 18.8% Alþýðuflokkur ...................... 286 — 0 — 5.3% Framsóknarflokkur ................. 2894 — 3 menn 53.6% Óháður lýðræðisflokkur........ .......................... Sjálfstæðisflokkur ................ 1195 — 1 — 22.1% Nú voru á kjörskrá 6.032 (6.030), atkvæði greiddu 5.504 (5.229) eða 91.2%. Auðir seðlar voru 91 og ógildir 21. ! i ! 1 2. Páll Þorsteinsson (B) 4. Lúðvík Jósefsson (G) 3. Jónas Pétursson (D) 5. Vilhjálmur Hjálmarsson (B) Urslit 1963: 905 atkv. 1 maður 17.4% 250 — 0 — 4.8% 2804 — 3 menn 53.9% 143 — 0 maður 2.7% 1104 — 1 — 21.2% Kjördœmakjörnir þingmenn: 1. Eysteinn Jónsson (B) SUÐURLANDSKJÖRDÆMI Urslit 1963: 1123 atkv. 1 maður 13.2%' 955 'atkv. 0 maður 11.8% 753 — 0 — 8.8% 760 — 0 — 9.4% 3057 — 2 menn 35.9% 2999 — 3 menn 37.0% 3578 — 3 — 42.0% 3402 — 3 — 41.8% Urslit 1967: Alþýðubandalag ............... 1123 ; Alþýðuflokkur ................ Framsóknarflokkur ............ S j álfstæðisflokkur ......... Á kjörskrá voru 9.354 (8.850), en atkvæði greiddu 8.653'(8.249) eða 92.5%. Auðir seðlar voru 125 og ógildir 16. Kjördœmakjörnir þingmenn: 1. Ingólfur Jónsson (D) 3. Guðlaugur Gíslason (D) 5. Steinþór Gestsson 2. Ágúst Þorvaldsson (B) 4. Björn Fr. Björnsson (B) 6. Karl Guðjónsson (G) Verkomaðurinn (3 Föstudagur 16. júní 1967.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.