Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 5
I Húsavík I I ! ■ : Kísiliðjuskemmon er glæsilegt og follcgt hús, bæði að gerð og trógongi. — Mesta othygli vekur vondaður frógangur ó hurðum og dyraumbúnaði. — Ljósm.: Pétur. { Frá Völsungum. Iþróttafélagið Völsunjiur hcf- ur nýlega byrjað vetrarstarfsemi sína með æfingum í íþróttasal skólanna. Æfingar eru hafnar í handknattleik, fjaðraknattleik, knattspyrnu, fjölíþróttum <>g körfuknattleik. 1‘jálfarar hafa verið ráðnir. en þeir eru: í handknattleik, Freyr Bjarnason, I. og II. fl. karla og kvenna. Í 3. fl. drengja Sveinbjörn Magnússon, 3. fl. kvenna Björg Karlsdóttir og 4. og S. fl. karla Helgi Hallgrims- son. I fjölíþróttum Guðný Rík- harðsdóttir og Birgir Steingríms- son. í knattspyrnu Vilhjálmur Pálsson. Æfingatafian hefur verið á- kveðin sem hér segir: Mánudaga: Kl. 6—6.15 fjaðraknattleikur 6.15—7.30 fjaðraknattleikur 8—9.30 handkn. stúlkna. 1.—2. fl. 9.30- 10.15 handkn. karla. 1,—2. fl. 1‘rið judagur: Kl. 6—6.45 fjaðraknattleikur 6.45— 7.30 fjaðraknattleikur 8—8.45 hkn. stúlkna, 3. fl. 8.45— 9.30 handkn. drengja, 3. fl. 9.30- —10.15 knattspyrna. Miðvikudaga: Kl. 8—9.30 fjöliþróttir karla 9.30- 10.15 fjaðrakn. Fimmtudagur: Kl. 6—6.45 fjaðrakn. 6.45— 7.30 fjaðrakn. 8—8.45 knattspyrna. /•'ösludagur: Kl. 5—5.45 fjaðraknattleikur 5.45— 6.30 fjaðraknattleikur 6.30- 7.15 fjaðraknattleikur 8—9.30 handkn. stúlkna, 1,—2. fl. 9.30- 10.15 handkn. karla, I. -2. fl. Sauðf járslátrun Slátrun hófst hjá Kaupfélagi Pingeyinga 15. sept. og lauk 20. okt. Slátrað var 36 þúsund fjár og er það 2500 fleira en á síð- asta ári. Meðal þungi reyndist nú 14.7 kg. eða 0,7 kg. aukning l'rá síðustu slátrun. Þyngstu dilka áttu þeir Tryggvi bóndi i Fellsseli i Köldukinn og Þórodd- ur á Hafralæk. Enn er ekki búið að ganga úr skugga um hvaða bóndi hefur hæsta meðalvigt. — Stórgripaslátrun er nú hafin og er áætlað að fella 400 gripi. Laugardagur: Kl. 1—1.45 handkn. drengja, 4. fl. 1.45— 2.30 handkn. drengja, 5. fl. 4—4.45 fjaðraknattleikur 4.45- -5.30 körfuknattleikur 5.30—6.15 þrekæf. skíðam. 6.15—7 fjölíþr. kvenna. Vísnaþáttur Agúsfkvöld Dreymin bíða hæð og hólar, húmsins elfur niða og renna, meðan í eldi aftansólar allir dagsins kvistir brenna. Kvöld i Axarfírði Mildur þeyr, til yztu ósa andar lífsins þakkargjörð, meðan nóttin lokkaljósa leggur vanga að grænni jörð. Ur Bersarímum Líkt og þegar lítil börn lægstu hvötum fórna, þegar okkar Brennu-Björn bænum fór að stjórna. Vetrorbroutin Bæjarstjórn með þunga þraut, þjóð af ýmsum pínum, vandræðanna Vetrarþraut vappar i öngum sínum. Til stúlku, sem búin var að lifa sitt fegursta Þú varst óður fallegt fljóð, flestir þetta muna. Nú ertu orðin eins og glóð eftir stóran þruna. V. H. H. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiHii Málsháttur vikunnar: Hver er sinnar gæfu smiður. iiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii Nú fyrir skömmu var lokið byggingu geymsluskemmu fyrir Kísiliðjuna h.f., hún mun vera sú fyrri af tveim, sem koma eiga á uppfyllingu þeirri, sem gerð var á vegum hafnarsjóðs í fyrra haust. Byggingu grunns önnuð- ust fyrirtækin As h.f. og Jarð- vinnsluvélar h.f., en uppsetningu hússins sjálfs önnuðust yeykvísk- ir verktakar. og er ekki vitað til að Norðlendingum væri gefinn þar nokkur kostur á. Skömmu eftir að framkvæmd- ir hófust við grunnbygginguna, og séð var hvernig þetta mikla athafnasvæði uppfyllingarinnar mundi líta út með skemmunni niður kominni, komst sá orð- rómur á kreik, að staðsetning hennar væri ekki samkvæmt skipulagi þessa hluta hafnar- svæðisins, sem áður var sam- þykkt af bæjaryfirvöldunum. Mörgum mun hafa brugðið í brún við fréttir þessar, því að ekki er vitað til, né nokkur staf- ur finnanlegur fyrir því, að breyting á skipulagi þessa svæð- is hafi hlotið eðlilega og löglega meðferð hjá bygginganefnd, hafnarnefnd og bæjarstjórn. Á því leikur enginn vafi að þetta hefur verið gert, og nemur tilfærslan átta metrum í áttina að væntanlegum viðlegukanti smábátakvíarinnar. Þetta hlýtur að vekja sérstaka furðu þár sem þetta þýðir, að athafnasvæðið fyrir sunnnan skemmuna minnk- ar úr 15 metrum niður í 7 m. Áformað var að svæðið fyrir framan (sunnan) skemmulóðina yrði í framtíðinni aðalakbraut af hafnargarði inn á uppfylling- una og austur eftir henni, en jafnframt önnur hliðin á fyrir- huguðum viðlegukanti smábáta- kvíar og athafnasvæðis smábáta. Nú spyrja menn, hefur verið horfið frá upphaflegum fyrirætl- unum í þessum hluta hafnarinn- ar eða eru hér hrein mistök á ferðinni? Osennilegt er að íil slíkra mistaka hefði ekki náðst í tíma. En hver er þá tilgangurinn hjá bæjarstjóra og ráðunautum hans að gera þetta upp á sitt ein- dæmi? Við nánari athugun virð- ist það eitt hafa vakað fyrir þeim að spara Kísiliðjunni h.f. stór útgjöld vegna sprengivinnu og brottflutnings jarðvegs úr grunninum, hefði hann verið staðsettur 8 metrum innar á lóðinni eins og skipulagsstjóri, vitamálastjóri og bæjarstjórn höfðu samþykkt, og Kísiliðjan fallist á fyrir sitt leyti. Beinast liggur við að álíta, að bæjarsjóri og fylginautar hans hafi gert þetta í þeim tilgangi að ná hagkvæmari samningum við Kísiliðjuna um lóðarleiguna. Það gæti ef til vill réttlætt það að gengið er á athafnasvæði hafnarinnar og atvinnuvega þeirra, sem henni tilheyra, og eiga nú þegar við of þröngan kost að búa. Saint getur sú skýr- ing tæplega átt sér stoð í veru- leikanum, því að ekki hafa bæj- arbúum verið opinberaðir neinir formlegir og frágengnir samn- ingar við Kísiliðjuna h.f. um lóðarleiguna, svo ekki hefur þessi ívilnun verið til framdrátt- ar bæjarfélaginu. Aftur á móti berast nú þær raddir úr meirihlutaherbúðun- um, að það séu brigðmæli á brigðmæli ofan hjá þeim herrum sem mestu ráða í Kísiliðju- stjórninni, fjármálaráðherranum og innkaupaforstjóranum, og til séu þeir menn innan meiri- hlutans, sem algjörlega hafi ver- ið farið á bak við í öllu þessu máli, og viti nú ekkert hvaðan veðrið stendur. Á meirihlutakjörtímabili AI- þýðubandalags og Framsóknar var stefnan í leigumálum Kísil- iðjunnar skýrl mörkuð á þann hátt, að leigan skyldi miðuð við það. að höfnin fengi endur- greiddan allan fjármagnskostn- að við uppfyllinguna. Á þetta sjónarmið féllust forráðamenn Kísiliðjunnar, enda fóru þá bæj- arstjórnarkosningar í hönd. Skörnmu eftir að nýr meiri- hluti var myndaður í bæjar- stjórn Húsavíkur fór Kísiliðjan þess á leit, að lokið yrði samn- Framhald á 6. síðu. Hofnaruppfyllingin og byrjunarfram kvæmdir við grunn byggingarinnar. Til hægri a myndinni sést ó klöpp- ina, sem ekki var sprengd. Ljósm.: Pétur. Föstudagur 27. október 1967 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.