Verkamaðurinn - 16.02.1968, Side 2
HAFSTEINSKAN:
ÞEGAR LAGAÁKVÆÐ! HAFA VERIÐ STAÐFEST Á ÁLÞINGI 4 SINNUM,
AF LANDSKJÖRSTJÓRN EINU SINNI, OG EiNU SINNI í ALMENNUM
KOSNINGUM. ÞÁ SKAL „SIÐLEYSIÐ" AFNUMSÐ OG KRÖFUR KOMM-
ÚNISTA SAMÞYKKTAR í STAÐINN!
Allt útlit er fyrir, aS dóms-
mólaráðherrann verði nú að
renna á rassinn með tiliögu sína
um cð fá flokksstjórnunum c>l-
ræðisvald um val og röðun fram-
bjóðenda til Alþingis.
Þingfréttaritari Tímans, Tómas
Karlsson, hefur látið þá skoðun í
Ijós, að ótímabært sé cð hrófla við
einstökum ákvæðum kosningalaga,
heldur beri cð endurskoða þau í
heild. Má gera ráð fyrir að hann
bergmáli hér skoðun þingflokks
Framsóknar.
Hitt er þó þyngra á metunum að
æskulýðssamtök Sjálfstæðisflokksins
hafa GERT UPPREISN gegn klíku-
ræðistilraunum dómsmálaráðherrans
undir forystu ungra laganema, sem
óneitanlega virðast bæði betur að
sér um lö^ og rétt, en dómsmálaráð-
herrann, og bera ólikt meiri virðingu
fyrír lýðréttindum og lýðræði.
Á æskulýðssiðu ungra Sjálfstæðis
manna í Morgunblaðinu sl. laugar-
dag er dómsmálaráðherranum leyft
að bera í bætifláka fyrir sig og til-
lögu sína. Leyna sér ekki sárindi
ráðherrans yfir þeirri hirtingu, sem
hann hefur hlotið frá hendi hinna
yngri manna í flokknum. Rifjar
hann upp að hann hafi sjálfur um
áratugsskeið verið forystumaður þess
ara samtaka og þá barizt fyrir hug-
sjónum! Ástæðuna fyrir tillöguflutn-
ingi sínum telur hann þá að næmri
siðferðiskennd sinni hafi verið uf-
boðið (!) :
„I kosningunum i sumar léku
kommúnistar Ijótan hráskinna-
leik í sambandi við framboð
Hannibals Valdimarssonar i
Reykjavík. Af þvi tilefni er sú
tillagaý sem áður getur og Heim-
dallarfundur hefur ályktað um,
komin fram. Eg get ekki fallið
frá því grundvallarsjónarmiði að
hindra beri með breytingu á kosn
ingalögum, að SIÐLEYSI, eins og
kommúnistar viðhöfðu i siðustu
kosningum, geti haldizt uppi.
Ég viðurkenni, að breytingar-
tillaga sú,'er ég hefi flutt GENG-
UR LENGRA, þar sem hún jafn-
framt ÚTILOKAR framboð fleiri
en eins lista sama flokks i kjör-
dæmi. Hvort það er rétt er
ÁLITAMÁL og fyrir mér ekki
aðalatriði/'
M. ö.'O. hin næma siðferðiskennd
Jóhonns Hafstein, dómsmálaráð-
herra er í þvi fólgin, að gera kröfur
Magnúsar Kjartanssonar, og hins
„þjóðkunna lögmanns" hans, Inga
R. Helgasonar, að lögum. Svona á
að „hindra" „siðleysi kommún-
ista"!
Ber þetta ekki fagurlega vott
hinum „júdiska þankdgangi" dóms-
málaráðherrans?
Auðvitað vita allir, að „siðleysi
kommúnista", var því aðeins mögu-
legt að pólitisk handbendi allra
stjórnmálaflokkanna - nema komm
únista - í yfirkjörstjórn i Reykjavik,
kváðu upp „úrskurð", ÁN ÞESS AÐ
gera minnstu tilraun til að kynna
sér meðferð málsins á Alþingi frá
1933—1939, og sniðgengu skýr á-
kvæði kosningalaga um merkingu
lista, reyndu síðan að skýla nekt
sinni með „lögskýringu", sem hvert
barn sá í gegnum og NEITUÐU
LOKS cð beygja sig undir vel rök-
sfuddan og lagalega ótviræðan úr-
skurð .landskjörs.tjórnar. Og dóms-
málaráðherrann, sem síðan hefur
viðurkennt að lö^gskýringar l-lista-
manna og landskjörstjórnar hafi
verið réttar NEITAÐI að sjá til þess
að listar yrðu rétt merktir og frá
kjörgögnum gengið i samræmi við
lög.
Hvert mannsbarn veit, að á þessu
byggðist SIÐLEYSIÐ. En við þessu
sér Jóhann Hafstein ekki rétt að
hrófla. Hann vill eiga annan leik
á borði -—• ef á þarf að halda.
Og daginn eftir tekur Sven
Magnus Orrsjö, sem kallar sig „út-
lending"--------hinn fáfróðasta um
hætti og hefðir íslenzkra stjórnmála,
að sér að uppfræða dómsmálaráð-
herrann svolítið í lögum — og auð-
vitað i Morgunblaðinu. — Hann
■ seglir.
„Nú lýsa blöðin því yfir, að endir
sé bundinn á skollaleikinn, en hann
var eiginlega úr sögunni strax með
úrskurði alþingis síðastliðið haust -
þaðan i frá vissu allir, hvernig lögin
skyldu túlkuð. Hvað er þá þvi til
fyrirstöðu, að flokkarnir fái að bjóða
fram fleiri en einn lista? Ef kosn-
ingalögin þurfa breytinga við, ætti
það að vera til þess að tryggja enn
þennan rétt. Ég held, að það myndi
stuðla að því, að Alþingi verði á-
fram þjóðþing, en ekki flokkaþing."
Og auðvitað er þetta hárrétt. Hér
eftir getur engum haldizt uppi neitt
siðleysi í sambandi við ÞESSI
kvæði laga — og það þótt ekkert
verði bætt um með skýrari afmörk-
um valdsviðs yfirkjörstjórna —'
landskjörstjórnar og dómsmálaráð'
herra. Þessi ákvæði hafa hlotið stað
festingu á þingi 1933, 1942 o9
1959, landskjörstjórnar, og kjós-
enda í alþingiskosningum 1967, o<3
enn staðfestingu Alþingis með uf'
skurði þess haustið 1967.
ÞÁ loks skal „siðleysið" afnumið,
og kröfur kommúnista lögleiddar.
Það er ekki amalegt, að eiga dómS'
málaráðherra, sem hver strákur eða
útlendingur getur sett á hné sér og
frætt 'um undirstöðuatriði, laga o<3
rökvisi! Mætti þvi svo virðast, sern
AUÐVELDASTA lelðin til að afnema
„pólitiskt siðleysi" sé að afnema
Jóhann Hafstein!
Aburðarsölilögin veröi þegar í stað ofnumin
Framleiðsla €iufniiei8ierk§miðjuniiar mislicppnað
í SÍDASTA BLADI var birt tillaga til þings-
ályktunar, er Hjalti Haraldsson og fleiri af
þingmönnum Alþýðubandalagsins hafa ný-
verið flutt á Alþingi um breytta háttu á
verzlun með tilbúinn áburð.
Tillögunni fylgdi greinorgerð, sem hér fer
á eftir, svohljcðandi:
GREINAROERÐ
„Orðugleikar þeir, sem að land-
búnaðinum hafa steðjað upp á síð-
kastið, hafa orðið mönnum æ meira
áhyggjuefni, og ekki hvað sízt sá
þáttur, sem sí endurtekinn uppskeru
brestur vegna kalskemmda hefur
valdið bændum, og ekki séð fyrir
það enn, hvort fjöldinn allur fær
staðist slíkt áföll æ ofan í æ, jafnvel
þótt það opinbera hafi reynt að
koma til aðstoðar. Þótt ekki sé gert
lítið úr þeirri aðstoð hefur hún
hrokkið skammt, enda að vonum,
$ þar sem heyfengur í heilum sveit-
* um var á sl. hausti aðeins helming-
ur af því, sem hann var fyrir tveim
árum, og var það þó ekkert metár
hvað heyfeng snerti, síður en svo,
enda hefur uppskerumagn af hverj-
um hektara ræktaðs lands farið
jafnt og þétt minnkandi síðan 1960
og er nú orðið lægra en það var um
sl. aldamót, þrátt fyrir sífellt aukna
áburðarnotkun.
Sá grunur hefur leitað meir og
meir á hug bænda, að áföll þau, sem
þeír hafa hlotið vegna uppskeru-
brests séu fyrst og fremst að kenna
þeim köfnunarefnisáburði, sem þeir
hafa orðið að not-a, vegna þess, að
eins og flestir vita, framseldi ríkis-
stjórnin á sínum tíma áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi einkasölu rík-
i ins á till>únum áburði og síðan
hafa bændur orðið að kaupa upp
framleiðslu hennar af Kjarna áður
en óskir þeirra hafa verið uppfyllt-
ar um annan köfnunarefnisáburð.
Nú má öllum vera það ljóst, að
minnkandi afrakstur af ha. segir
ekki allt í þessu efni, því vitað er
að bændur hafa undanfarin ár auk-
ið beit á ræktað land, og auðvelt að
kenna veðurfarinu um, og fleiru,
sem ekki verður rakið hér. En þá
kemur annað til sem styður þennan
grun þeirra.
Á vegum tilraunaráðs jarðræktar
hafa verið gerðar samanburðartil-
raunir á notkun Kjarna og Kalksalt-
péturs, sem köfnunarefnisáburðar
miðað við grunnáburð af steinefn-
um 70 kg. af forfórsýru og 100 kg.
af kali á ha. Sé lagt til grundvallar
það köfnunarefnismagn, sem bænd-
ur nota að meðaltali á ha. eða rúm
100 kg. kemur í ljós, að uppskeru-
mismunurinn Kjarnanum í óhag
verður 9.5 hestburðir af ha. eða 171
hestburður af meðaltúninu, sem er
talið 18 ha. að stærð á býli. Sé not-
aður enn stærri köfnunarefnis-
skammtur en þetta, eða allt að 180
kg. á ha., fer að bera á varpasneif-
grasi og kalblettum í tilraunareit-
unum, þar sem Kjarninn hefur ver-
ið notaður. Ennfremur má geta þess
að f alsíuminnihald uppskerunnar
er allt að helmingi meira í tilrauna-
reitunum þar sem kalksaltpetur
hefur verið notaður. Þessar niður-
stöður eru fengnar þar sem hvað
mestri natni og samvizkusemi hefur
verið beitt í sambandi við tilraun-
irnar, og vita flm. ekki til þess að
neinn hafi véfengt þær, enda birtar
af Tilraunaráði Jarðræktar og At-
vinnudeild Háskólans.
*
Et frá þessu má svo minna á stór-
aukinn innflutning á fóðurbæti
vegna heyskorts og síaukna sjúk-
dóma í búfénaði, sein rekja má til
steinefnaskorts og enginn hefur
treyst sér til að meta, hve miklu tjóni
veldur. Allt verður þetta til þess að
kippa stoðunum undan efnahag
bænda og gera framleiðslu búvar-
anna mun dýrari en hún þarf að
vera, en allt lendir það að lokum á
hinum almenna neytenda í hækk-
uðu búvöruverði.
Til eru þeir menn, sem bentu á
það þegar í upphafi, að verksmiðja,
eins og sú, sem reist var í Gufunesi
til framleiðslu á köfnunarefnis-
áburði hentaði okkur ekki. Þeir
menn voru ráðum bornir, en reynsl-
an sýndi það fljótlega og hefur
sannað síðar, svo ekki verður um
deilt, að þeir höfðu á réttu að
standa. Ymsar tilraunir hafa verið
gerðar til að breyta framleiðslu
verksmiðjunnar, en allt hefur kom-
ið í einn stað niður og framleiðslan
er enn jafn óhentug og hún var
fyrstu daga hennar. Um það hefur
verið rætt nú upp á síðkastið, að
endurbygging verksmiðjunnar eða
bygging nýrrar yrði ekki umflúin.
I því efni bólar þó ekkert á fram-
kvæmdum.
En þangað til áburðarverksmiðj-
an hefur verið endurbætt, eða önnur
ný reist í hennar stað, sjá flm. enga
ástæðu til þess, að bændur séu
bundnir við þann klafa, sem einka-
sala á tilbúnum áburði er þeim í
höndum verksmiðjunnar.
Flm. vilja,, að lög nr.. 51 frá 28.
janúar 1935, um einkasölu á tilbún-
um áburði, verði því numin úr
gildi, og innflutningur á áburði gef-
inn frjáls, að svo miklu leyti sem
önnur lög, sem í
gildi
eru um ínn-
flutning tilbúins áburðar heimilad
¥
¥
*
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
i
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
2) Verkamaðurinn