Verkamaðurinn - 16.02.1968, Blaðsíða 7
tiBttdiMtöli d Murnri ráo dhugamdl sin
Snnuclaginn 11. þ. m. gekkst
Umdæmisstúka Norðurlands fyr-
ir ráðstefnu um bindindismál
WeSal félagasamtaka aS Hótel
Varðborg á Akureyri. Kjartan
Jónsson, umdæmistemplar, setti
ráSstefnuna og skýrSi tilgang
hennar. Hann tilnefndi Stefán
Ag. Kristjánsson, fundarstjóra
og Eirík SigurSsson, ritara.
Þá voru fluttar kynningar á
starfi félagasamtakanna,en þarna
voru mættar stjórnir 6 bindindis
félaga í bænum. Þau voru: Góð-
emplarareglan (þrjár stúkur),
Bindindisfélag ökumanna, ung-
templarafélagiS Fönn og fulltrúi
frá Bindindisfélagi kennara.
Fyrir GóStemplararegluna
JiafSi Arnfinnur Arnfinnsson,
framsögu. ITann rakti sögu Regl-
unnar í bænum, ræddi um hús-
byggingar hennar og aSrar fram
kvæmdir til okkar tírna. A sín-
um tíma sýndi' Reglan mikinn
stórhug, er hún byggSi Sam-
komuhús bæjarins. Nú rekur
I.O.G.T. í bænum Borgarbíó,
Hótel VarSborg, æskulýSsheim-
ili, bókaútlán í bókasafni I.O..-
G.T., barnaheimili o. fl. I bæn-
um eru þrjár góStemplarastúkur
og þrjár barnastúkur.
Sveinn Kristjánsson skýrSi
frá, aS bindindisfélag ökumanna
hefSi veriS stofnaS í bænum
1958. ÞaS starfar í sambandi við
tryggingafélagiS AbyrgS h.f. og
njóta félagsmenn þar' lægri iS-
gjalda viS tryggingar á bílum
sínum en almennt gerist. FélagiS
liefur oftar en einu sinni geng-
ist fyrir góSaksturskeppni í
bænum. FélagiS hefur veriS
starfslítiS undanfariS, en býr sig
nú undir aS vinna aS undirbún-
ingi hægri umferSar.
Gunnar Lórenzson sagSi aS
ungtemplarafélagiS Fönn væri
félagar. FélagiS gengst einkum
fyrir fundahöldum, ferSalögum
og unglingadansleikjum. Hann
sagSi aS félagiS hefSi fengiS ó-
keypis húsnæSi til fundahalda
hjá I.O.G.T. og styrk frá áfengis-
varnanefnd. En félagiS vantaSi
ódýrt húsnæSi fyrir skemmtanir
sínar. Hann sagSi aS víSa
styrktu bæjarfélögin meira svona
starfsemi en hér.
Eiríkur SigurSsson skýrSi frá
aS B. í. K. hefSi veriS stofnaS
hér á landi 1953 eftir fyrirmynd
frá Noregi og SvíþjóS. Fyrsta
stjórnin var á Akureyri, en nú
er hún á Akranesi. Tilgangur fé-
lagsins er aS vinna aS bindindis-
fræSslu í skólum.
FélagiS hefur gefiS út kennslu
bók og vinnubók í bindindis-
fræSum og 5 bæklinga, sem
dreift hefur veriS ókeypis til
unglinga í skólum. í vetur verS-
ur dreift í 2. bekk miSskóla bók-
inni: Hvernig velur þú?
Þóroddur Jóhannsson var gest
ur fundarins og skýrSi hann frá
starfi sínu fyrir bindindismálin
í Ungmennasambandi Eyjafjarð-
ar.
Þegar hér var komiS fundin-
um skiptu fundarmenn sér í þrjá
starfshópa og ræddu um þrjú
viSfangsefni: Löggæalu, bind-
indisboSun og æskulýSsmál.
MeSan á þessum umræSum
stóS drukku menn kaffi.
Þá var fundur settur aS nýju
og skýrt frá helztu niSurstöSum
af umræSum í starfshópunum.
í hópnum, sem ræddi um lög-
gæzlu, var rætt um ölvun ungl-
inga í veitingahúsum hér. TaliS
var óheppilegt fyrirkomulag, aS
kirnp þjóna skuli felast í
hundraSstölu af seldu áfengi.
Rætt var um hækkun sekta fyrir
áfengislagabrot og flýta dómum.
Þá var rætt um aukiS eftirlit í
vínveitingahúsum. Fá því fram-
gengt, aS börunum verSi lokaS
á þjóShátíSardaginn.
í hópnum, sem ræddi um
bindindisboSun, var talaS um aS
útvega þyrfti meira efni um þaS
ÞVOTTAEFNI
fyrir sjólfvirkar
þvottavélar
Hafnarbúðin
Sími 1-10-94
Leikfélagið sýnir „Gísl"
Framhald af 1. síðu.
legt að kynnast boðskap slíks
monns.
Hlutverk i leiknum eru ótjón
talsins. Með hin veigamestu þeirra
fara þessir leikaror: Arnar Jónsson,
Guðlaug Hermannsdóttir, Jón Krist-
insson, Kristjona Jónsdóttir, Marinó
Þorsteinsson og Þróinn Karlsson.
ársgamals og væru nú í því 145
Lönd til leigru
vVKUREYRARBÆR mun á þessu ári leigja:
J. Hrappstaðatún, töðufall 300 —350 hestar.
2. Afgirtur liagi ofan við Hrappstaðatún.
3. Tún á Kífsá, ca. 3 ha., afgirt.
Umsóknir ásamt leigutilboði, sendist til umsjónar-
manns jarðeigna bæjarins, fyrir 20. þ. m., sem gefur
nánari upplýsingar.
Einnig mun bærinn láta á erfðafestu ca. 8 hg. land
vestan Miðhúsaréttar, sem skipt verður í eins til tveggja
ha. spildur. Umsóknir sendist umsjónarmanni jarð-
eigna fyrir 20. þ. m.
Akureyri, 8. febrúar 1968.
BÆJARSTJÓRI.
AÐALFUNDUR
SKÁKFÉLAGS AKUREYRAR verður haldinn í
Landsankasalnum sunnudaginn 18. febrúar kl. 2 e.h.
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
^ÖSTHÓLF 246 . SlMI (96)21300 . AKUREYRI
málefni í blöS bæjarins, sem
væru yfirleitt vinsamleg bind-
indishreyfingunni. Nota útvarp
og sjónvarp meira en gert er í
þágu þessara þjóSþrifamála.
Auka til muna bindindisfræSslu
í skólum. Og stofna hér til al-
menns fundar um þetta málefni
síSar í vetur.
Frá hópnum, sem ræddi æsku-
lýSsmál, var rætt um hvernig
hægt væri aS fá unga fólkið inn
í bindindisfélögin. Þá var rætt
um erfiSleika ungtemplara vegna
skorts á ódýru húsnæSi til
skemmtanahalds og hvernig úr
því sé hægt að bæta. Þá var tajið
nauSsynlegt aS hvatning kæmi
til íþróttahreyfingarinnar um
meiri bindindissemi.
Nokkrar umræður urðu um
þessar ályktanir.
í lok ráðstefnunnar var kosin
samvinnunefnd þessara félaga-
samtaka til að framfylgja álykt-
unum fundarins. Þessir voru
kjörnir í samvinnunefndina:
Frá Bindindisfél. ökumanna:
Jónas Jónsson, varamaður GuS-
mundur Hjaltason.
Frá GóStempláraregluniii:
Emil Andersen, varam. Rögn-
valdur Rögnvaldsson.
Frá Ungtemplarafél. Fönn:
Halldór Jónsson, varam. Pálmi
Matthíasson.
Frá Bindindisfélagi ísl. kenn-
ara: Eiríkur Sigurðssorj, vara-
maður Jón Júl. Þorsteinsson.
Á fundinum mættu 30 stjórn-
armenn áðurnefndra félagasam-
taka.
K RIN G SJA
VIKUNNAR
Messað í Akureyrarkirkju næstk.
sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar:
nr. 572 - 432 - 425 - 426 - 131.
B. S.
Barna- og æskulýðsmessa verður í
Barnaskóla Glerárhverfis n. k.
sunnudag kl. 10.30 f. h. Foreldrar
einnig velkomnir. — B. S.
Spilakvöld S.K.T. (Þriðja kvöld)
verður að Bjargi föstudaginn 1S.
febrúar kl. 8.30 e.h. Húsið opnað
kl. 8. Aðgöngumiðasala við inn-
ganginn. Spi lastjóri Rögnvaldur
Rögnvaldsson. Góð hljómsveit. —
Allir velkomnir án áfengis.
Skemmtiklúbbur templara.
1.0.G.T. - St. Akurliljan nr. 275
heldur fund n. k. sunnudag kl 4
e. h. í Ráðhúsinu, 4. hæð. Fram-
haldsstofnfundur. Dagskrá: Vígsla
nýliða o. fl. — Æ. T.
1.0.GT. Akurliljufélagar eru hvattir
til að sækja spilakvöld SKT að
Bjargi í kvöld (föstud.). — Æ. T.
Glimukennsla. - Nokkrir nemendur
geta komist til viðbótar á glímu-
námskeið, sem nú stendur yfir í
Iþróttahúsinu á Akureyri. Kennari
er Guðmundur JónSson kunnur
glimumaður úr Reykjavik. Nánari
uppl. gefur Þóroddur Jóhannsson
í síma 1 -25-22. — ÍBA og UMSE.
Hákarl
Jarðarför mannsins míns,
JÓNS MARINÓS BENEDIKTSSONAR,
Rónargötu 3,
fer fram fró Akureyrarkirkju föstudaginn 16. febrúar kl. 1.30 e.h.
KRISTBJÖRG INGJALDSDÓTTIR.
TILKYNNING
TIL ATVINNUREKENDA OG
LAUN AGREIDENDA
Á aðalfundi Verkalýðsfélagsins Einingar, 11. febr.
sl. var ákveðið, að félags- og atvinnuréttindagjald allra
þeirra, sem vinna eftir kauptöxtum félagsins skuli vera
auk fastagjalds, 0,5% af greiddum vinnulaunum,
hvort sem um er að ræða dagvinnu, eftirvinnu, nætur-
og helgidagavinnu eða ákvæðisvinnu. — Kvittanaeyðu-
blöð og frekari uplýsingar er að fá á Skrifstofu verka-
lýðsfélaganna, Strandgötu 7, sími 1-15-03.
Verkalýðsfélagið Eining.
Verkamaðurinn (7