Verslunarblað Íslands - 01.08.1908, Qupperneq 3
VERZLUNAKHLAÐ ÍSLANDS
29
um komið annað til hugar en að verzla við sinn
gamla viðskifta kaupmann, með því verði sem
hann setti á báðar hliðar, og' þó þótti það vera
lélegur bóndi sem var í kaupstaðarskuld, eða
ekkert átti til góða í reikningi sínum við nýár.
Á sjötta tugnum fóru að myndast smá félög
liænda til að verzla saman, við sama kaupmann,
og' 1858 sendu all margir bændur við Eyjafjörð
skip með vörur þaðan til Reykjavíkur, því þá
var liærra verð þar á innlendri vöru, en á Norð-
urlandi. Farmurinn var nálægt 6000 rísisdala
virði, og gróðurinn á ferðinni var 1300 ríkisd.
Við þessa ferð fóru að koma fjörkippir í bænd-
ur, að hugsa meira um verzlan sina en áður,
og það leiddi til þess, að kringum 1870 vóru,
stofnuð félög, eitt á Breiðafirði annað í Húna-
vatnssýslu og þriðja varð Gránufélagið fyrir
Skagafjarðar- Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu,
síðar einnig fyrir Múlasýslu. Gránufélagið er við
liði ennþá, en ekkert hinna félaganna varð 10
ára gamalt; þeirra dauðamein varð verzlunar-
skuldir sjálfra félagsmanna. Á niunda tugnurn
mynduðust svo Kaupfélögin sem síðan eru á
framsóknarleiðinni, og kringum aldamótinbyrjuðu
rjómabúin og önnur samvinnufélög. Alt |>etta
miðaði í þá áttina, að landsmenn sjálfir fengi
part af verzlunar arðinum, og að verzlunin yrði
hagfeldari landsmönnum en áður. Sömuleiðis
vaknaði seinasta áratug aldarinnar talsverður á-
hugi við sjáfarsíðuna, að fjölga innlendum þil-
skipum til fiskiveiða, og árangurinn varð sá, að
nú eru lil 170 innlend fiskiskip. Hann
sagði að sér væri talsvert ant um þessar tvær
stefnur, því hann hefði varið meira en helming
æfi, sinnar til að styðja þær. — En því miður
sýnist sér, að þessi steliia væri að breytast í þá
átt að verzlunin og skipaeignin ætlaði að lenda
í liöndum útlendra og hálfútlendra millíónafélaga.
Það væri hætl við að fátækum verzlunarbyrjend-
um yrði þung yfirtökin millíónafélaganna, og
liklegt að Reykjavíkurbúar hefðu hlýan hug til
þilskipaílotans sins, sem verið hefir, því hann
hefði byggt part af Reykjavíkurbæ og flutt marg-
ann málsvörðinn til fjölskyldu þeirra. Hann
vissi að sér mundi verða svarað þvi, að menn
mættu til að braska, en til þess væru ekki pen-
ingar í landinu, og þvi þyrfti að leita út fyrir
landið til milliónafélaganna. En framfarirnar
væru ekki innifalnar í því að sökkva sér i botn-
lausar skuldir, heldur í þvi að auka og bæta
atvinnuvegina, og nota betur þau gæði sem til
eru í iandinu sjálfu. Ef sparlega væri farið með
það sem landið gefur af sér, þá mætti mikið
gjöra meira en gert er. Margir tala um fram-
farir, en margir hlífa sér við að legglja
sjálfir til framfara landsins, þeir ætlast til
að hinir geri það. Hann sagði að væri hann
ungur, þá mundi sér þykja meira gaman að, að
spara saman í eina aktiu, í félagi sem væri land-
inu til gagns, heldur en að kaupa hjólhest og
vindlakassa, en hann sæi þegar hann gengi um
göturnar í Reykjavík að mörgum af unga fólk-
inu þætti meira gaman að því síðartalda. Lands-
búar væru nú nálægt 80,000 og þar frá mætti
telja helming, sem væri börn og gamalmenni
og sumt kvennfólk, vér værum því harla fá-
mennir, en öll ósköpin ógert af því sem landið
vort þyrfti með, svo enginn mætti hlífa sér,
unglingarnir þyrftu strax að leggja sinn skerf til.
Hann væri sannfærður um, að ef landvarnar
blöðin brýndu það fyrir þjóðinni hve áríðandi
henni væri að vera fjárliagslega sjálfstœð eins
rækilega eins og þau nú tala um stjórnarfarslegt
sjálfslœði, þá mundi minna koma fram af gagn-
stæðum skoðunum. Hann sagðist hafa minnst á
verzlunarstefnuna, sem verið hafi, og þá stefnu
sem nú væri að byrja, og hann teldi víst að í
hið minsta að landvarnarmennirnir sem svo
mikið töluðu um sjállstæði þjóðarinnar mundu
styðja þá fvrri. Þó hann liefði heldur dvalið
við skugga hliðina, vildi hann og líka líta á þá
bjartari, og þar á meðal væri það, að þjóðin
væri farin að spara saman fé. Þegar hann kom
lil bankans 1893 var sparisjóður hans rúm 300,-
000 kr. nú væri hann alt að 21/2 mill. kr. Við
hinn bankann væri sparifé nálægt 1 mill. kr. og
víða út um landið væru álitlegir sparisjóðir.
Sömuleiðis væri vaknaður áhugi að stofna skóla
í ýmsum greinum, þar á meðal væri skóli fyrir
verzlunarstéttina til að menta hana, þann skóla
ættu ungir verzlunarmenn að styðja, einnig bygg-
ing fyrir hann, sem hefði komið til orða að
reisa í Rvík. í þeirri von að verzlunarstéttin
taki þá stefnn í verzlunarmálunum, sem þjóð-
inni er lyrir bezlu, skyldu viðstaddir hrópa húrra.
Að ræðunni lokinni lék lúðrallokkurinn »Ó
guð vors lands«. Þá mælti Pórður bankagjald-
keri Thoroddsen fyrir minni Islands og eftir
ræðunni var sungið »Þú álfu vorrar yngsta land«
(eftir Hannes Hafsten). Ólafur leikfimiskennari