Vikan - 01.07.1912, Síða 2
34
V I K A N
Danir líta á málin,
Grein sú, er hjer fer á eftir, er
tekin úr »Politiken«, 7. júní þ. á.
íslenska kolaeinokunin.
Hætta búin íslenskri kaup-
mannastjett.
Nú er sagt með vissu, að erlenda
verslunarfjelagið, er veita skuli einka-
rjett á kolasölu á íslandi,sje skotskt
verslunarhús. Er formaður þess
meðstjórnandi í skotsk-íslensku
verslunarfjelagi, sem hefir útibú
víðsvegar á íslandi. Er mælt, að
svo sje til ætlað, að skotska versl-
unarhúsið kaupi viðskifti og vörur
verslunarfjelags þessa, ef nokkuð
verður úr kolaeinokuninni. Fyrir
einhverju hinu stærsta útibúi þessa
skotsk-ísl. fjelags, sem er í Hafnar-
firði stendur Aug. Ffygenring kaup-
maður, er var eini kaupmaðurinn
í fjármálanefndinni og alt til þessa
hefur verið konungkjörinn alþingis-
maður.
Ef þetta er rjett hermt, er auð-
vitað auðsætt, að Flygenring hafi
litið öðrum augum á kolaeinokun-
ina en nálega allir aðrir ísl. kaup-
menn. En þá er líka ljóst, hver
hættaallri íslensku verslunarstjettinni
getur staðið af þessari vörueinokun
einni í valdi erlends og auðugs
vetslunarfjelags. Því að vísu segir
í 6. gr. kolaeinokunarfrumv., að
kolaverðið sem einkaleyfishafi selur
við erlendum skipum, skuli vera
hið sama fyrir öll þau skip, er kol
taka á sömu höfn, En þessu er
beinlínis bætt við: »nema sjerstak-
ur samningur sje gjörður um kola-
sölu fyrir ákveðinn tíma«, og þá
getur einokunarfjelag, sem líka rek-
ur venjulega verslun víðsvegar á
íslandi, gefið þeim skipum afslátt
með sjerstökum samningi, er kaupa
aðrar vörur hjá fjelaginu og með
því dauðrotað alla aðra íslenska
verslunarsamkeppni. Því er ekki
að furða, þótt íslenska verslunar-
stjettin hafi hafið öflug andmæli
gegn þessum nýju einokunar fyrir-
ætlunum, sem ajtðveldlega geta
orðið fjárhagslegri sjálfstæði íslands
engu síður hættulegar en gamla
illræmda einokunarverslunin.
í »Po!itiken« 14. þ. m. er grein
sú, er hjer fer á eftir:
Ráðherraskifti á íslandi.
Kristján Jónsson fer frá völdum.
Alþing íslendinga kemur saman
í Reykjavík 15. júlí. Eftir því
sem vjer höfum komist á snoð-
ir um með góðum heimildum,
má búast við því, að núverandi
ráðherra, Kristján Jónsson, segi þá
afsjer. Hann tekur þá sæti sem
dómsstjóri í yfirrjetti íslands.
í þeirri stöðu var hann áður
en hann varð ráðherra, og enginn
hefur verið skipaður í hana síðan,
en elsti meðdómarinn, Jón Jens-
son, aðeins verið settur dóms-
stjóri frá því í marz 1911.
Ekki kemur þeim það á óvart,
er fylgjast með í íslenskum stjórn-
málum, að Kr. Jónsson segi af
sjer. Þegar hann tók við ráð
herraembættinu, hjelt hann því
þegar fram, að hann tæki aðeins
við því til bráðabirgða. Hann
hafði engan stjórnmálaflokk að
styðjast við; Sjálfstæðisflokkurinn
gerði hann rækan jafn skjótt sem
hann tók við ráðherratign, og
síðan hefur hann verið utan
flokka.
Auðvitað er ekki hægtað segja
enn með neinni vissu, hver verður
eftirmaður hans, en það má telja
víst, að það verður einhver úr
Heimastjórnarflokknum, en for-
ingi hans er nú fyrverandi ráð-
herra Hannes Hafstein. Pó ætla
ýmsir, að H. H., setn er nú banka-
stjóri, æski ekki að taka sætið,
en að sá', er við tekur, verði bæ-
arfógeti Jón Magnússon í Reykja-
vík. Quidam.
Mannsæfin
200 ár minst.
Rannsóknir Metschnikows.
Jlija Iljitsch Metschnikow heitir
nafnfrægur, rússneskur dýrafræðing-
úr og lífeðlisfræðingur. Hann er
fæddur 15. maí 1845 í Charkow.
Frá því 1886 hefur hann verið for-
stöðumaður einnardeildar Pasteurs-
stofnunarinar frægu í París, og er
átrúnaðargoð í fósturfræði og fræg-
ur fyrir rannsóknir á lægri dýra-
tegunduln, gerlum og alls konar
sóttkveikjum,ogárið 1908 hlaut hann
Nobelsverðlaunin ásamt Ehrlich pró-
fessor.
Prófessor Metschnikow hefur all-
lengi haldið því fram, að ellihrörn-
an stafaði af áhrifum skaðvænna
gerla í ristlinum, og yrði auðið að
koma í veg fyrir þau, gæti manns-
æfin orðið að minsta kosti 200 ár.
Hann hefur nú haldiö merkileg-
an fyrirlestur í Vísindafjelaginu frakk-
neska. Hann kveður þrjár orsakir
ellihrörnunar: slagæðakölkun, lifrar-
kölkun eða nýrnabólgu. Sjúkdómr
um þessum valda eiturefni tvö:
indol og phenol. Með tilraun-
um á dýrum er nú sannað, að þess-
um eiturefnum má útrýma með
sykurkendri fæðu, t. d. döðlum o.
fl. ávöxtum. Nú er sá gallinn á,
að sykrið leysist upp í efri hluta
þarmsins og nær ekki að verka á
eiturefni í ristlinum. En nú hefur
Metschnikow tekist að sjá ráð til
þess, að safna fyrir sykurefni í ristl-
inum. í hundsristlinum hefurhann
fundið geril, er hann nefnirglyko-
bacter, og kemur gefillinn því til
leiðar ef honum er komið inn með
kartöflum, að mikið af sykri fer
óleyst niður í ristilinn. Tilraunir
hafa verið gerðar á rottum og
mönnum, og er mælt að tekisthafi
að eyða eiturefnum þessum að mikl-
um mun.
Auðvitað er ekki hægt að dæma
um að svo komnu, hvort minkun
efnanna hefur tilætlaðan árangur,
þann er fyr var sagt.
Q. S sSí o.
Reykjavík
Austurstr.3
Rotterdam
Delftsche-
straat 35.
Eousseau og Bonnot.
í gær 28. júní, eru 200 ár liðin
frá fæðingu Jean Jacques Rousseau’s,
og um víða veröld, sjerstaklega
í löndum þar sem frakknesk tunga
er töluð, eru hátíðahöld mikil til
þess að heiðra minningu þessa
heimsfræga heimspekings og rit-
höfundar. í fæðingarborg hans,
Genf er opnuð sýning mikil og í
flestum borgum á Frakklandi hefur
undanfarið verið viðbúnaður mik-
ill, og þriðjudaginn 11. þ. m. lagði
stjórn Frakka fyrir þingið frumvarp
til laga um að veita 30.000 franka
til opinberrar þjóðminningar um
mikilmennið á 200 ára afmæli hans.
Búast hefði mátt við að fjárveit-
ing þessi myndi verða samþykkt.
En klerksinnaði rithöfundurinn og
skáldið Maurice Barre's, (fæddur 17
ág. 1862) var nú ekki á því. —
Hann er stjórnmálamaður allkendur
og situr í þingi Frakka. Jafnskjótt
sem frumvarpið kom fram, reis hann
úr sæti sínu og hjelt ræðu móti
þessum dána starfsbróður sínum,
svo einkennilega að maklegt er að
geyma hana í minnum:
»Jeg get ekki greitt atkvæði með
þessari fjárveitingu« sagði hann,
»og skal bæta því við að enginn I
yðar ætti að gera það. Haldið
þjer í alvöru, að það sje heillavæn-
legt á slíkum tímum sem nú lifum
vjer á, að hefja þann mann til ský-
anna, er fyrstur hefur haldið fram
hinni andstyggilegu fjarstæðu um
órjettmæti ríkisins ogrjett einstaklings-
ins gagnvart órjettmætu ríki. í sömu
andránni sem vjerskjótumalla þá sem
hunda, er rísa gegn þjóðfjelaginu,
getum vjer engan veginn heiðrað
minningu þess manns, sem allir
stjórnleysingjar með fullum rjetti
vitna til sem leiðtoga. Það er enginn
munur á Krapotkin*) og Rousseau
og afsprengi hans eru bifreiðarfant-
arnir Oarnier og Bonnot.«
Ræðu þessari mótmælti jafnaðar-
maðurinn Vivianie þegar kröftuglega
og sömuleiðis kenslumálaráðherrann
Guist’hau. — Fjeð var veitt með
427 atkv. gegn 112. Svo fór um
sjóferð þá!
Merkilegar
egyptskar
fornmenjar ■
Stórkostlegt finngálkn.
Ramses konungur II. og
guðinn Ptah.
Altaf er verið að róta í rústum
stórborganna fornu í Austurheimi
og á Egyptalandi og margt kemur
í Ijós sem áður var í myrkrunum
hulið. Árangur þessara fornleifarann-
sókna er geysimikill, — ýmislegt
sannast, er áður ljek vafi á eðavar
lygi talið. Menning fornþjóðanna
skýrist, ný listaverk eru grafin upp,
hallarrústir og húsmunir, leturtöflur
með ýmsum fróðleik, er málfræð-
ingarnir sitja við að skýra af fjöl-
kyngi sinni og menn fræðast ótrú-
lega vel um daglegt líf og háttu
forfeðranna.
Nýlega hafa merkilegar fornleiíar
fundist við Memphisborg á Egypta-
landi, er fræg var mjög í fornöld
og elsta höfuðborg Neðra-Egypta-
lands, reist, að sögn, í fyrstu af
Menesi Egypta konungi. — Þar
*) Frægur rússn.rithöfundurog stjórn-
leysingí.
hefur fundist feiknamikið finngálkn
úr mjólkursteini (alabast), óskemt
að mestu. Það er 26 feta langt og
14 feta hátt. Að þyngd er það 80
smálestir. Þetta líkneski er hið ágæt-
asta |istaverk er fundist hefur frá
13. eða 14. öld fyrir Krists fæð-
ingu.
Lengra norður frá Memphis hefur
fundist fögur hópmynd í musteri
guðsins Ptah, höggvin úr rauðum
granítsteini og sýnir hún Ramses
konung II. og guðinn Ptah. Mynd-
irnar eru í líkamsstærð fullri og
hafa haldist óskaddaðar um þús-
undir ára. Ramses II. (1348—1281
f. Kr.) er auðþektur, eins og hann
sjest á öðrum líkneskjum, hörku-
legur og hvass í sjón, andlitsdrætt-
irnir skýrir eins og þegar þeir voru
nýhöggnir fyrir tugum alda. Gröft-
urinn við Memphis fer fram á kostn-
að Dana og á að flytja hópmynd
þessa í Carisbergs-líkneskjasafnið í
Kaupmannahöfn, að því er »Poli-
tiken« segir 7. þ. m.
Heimskautafarar og hágöngumenn
skýra oft frá því, aö þeir rekist á
blóðrauðar snjóbreiður, sem bera
mjög frá öllu hvíta flæminu um-
hverfis að einkennileik. Stundum
er sagt frá því, að rignt hafi blóði;
sló það oft felmtri og óhug á menn
á fyrri öldum, þegar hjátrúin var í
algleymingi, því það var talinn fyr-
irboði stórtíöinda, stríðs og drep-
sótta. f sögum vorum er og get-
ið um »benrögn«, og ávalt sem
forboða vígaferla og bardaga. Nú
vitum vjer, að þessu veldur örlítil,
rauð þarategund, sem aðeins sjest í
bestu smásjá; samlagast hún regn-
inu í loftinu, en þar eru margir
miljarðar slíkra smáagna á sveimi.
Af þörum þessum eða »blóð-
ögnum« eru tvær tegundir: sú er
snjóinn litar (Ha ematococcus
nivalis) og sú er ofan rignir (H.
pluvialis). Agnir þesar eru afar
lífseigar, þorna og verða að ör-
smágerðu ryki, sem vindurinn féyk-
ir hátt í loft upp. Ef þær rekast á
regnský uppi í loftinu, falla þær
aftur til jarðar með regninu, en lita
það blóðrautt um leið. í norð-
lægum löndum er þetta mjög sjald-
gæft; miklu oftar ber það við í
eldfjallalöndum í hitabeltinu, sjer-
staklega á Java, en þar eru jarð-
eldar tíðir. Ekki eru þarar þessir
altaf orsök þess, að regti er þar
blóðroðið, — oftast veldur því
rauðleitt öskuryk, sem þeytist hátt
í loft upp við eldgos. Eldfjallaaska
þessi getur haldist mjög lengi í
loftinu, þangað til einhver hitabeltis
helliskúrin dynur á, blandast ösk-
unni, tekur hana með sjer, fær lit
af henni og fellur sem benrögn til
jarðar. Oftast er mikið af þörum
í regninu, en auðvitað eykur ask-
an mjög á blóðiitinn því í henni
er örsmátt járnryð, >titanjárn* o. fl.
gulbrún efni, svo stundum er því
líkast sem rauðir blóðfossar falli úr
loftinu, þegar hellirigning er á
þessum slóðum.