Vikan - 01.07.1912, Blaðsíða 3

Vikan - 01.07.1912, Blaðsíða 3
V I K A N 35 Samkvæmi studenta frá 1897. Stúdentar frá 1897 höfðu fyrir 15 árum mælt sjer mót hjer í Reykjavík í gær og hittust þeir 14 af 20 alls, á hádegi við Skóla- vörðuna. Var þaðan haldið upp í Elliðaárhólma og dvalið þar all- góða stund. Síðar um daginn komu þeir saman hjá hirðljósmynd- aranum að fá af sjer sameginlega mynd, — sú er hin fjórða, sem tekin hefur verið af þessum bekkjarbræðrum. — En kl. 6 var gengið til máltíðar á Hotel Reykjavík, og eftir að Magnús Ólafsson hafði tekið enn mynd af hópnum og staðið var upp frá borðum, skemtu menn sjer við gamlar endurminningar þar til kl. 3 í morgun. Peir sem mót þetta sóttu voru: Árni Pálsson, sagnfræðingur i Rvík Ásgeir Torfason, efnafræðingur í Rvík Böðvar Bjarnason, prestur að Rafnseyri Eggert Claessen, yfirdómslögmaður í Rvík Einar Ounnarson, ritstj. í Rvík Gísli Skúlason, prestur að Stórahrauni Ouðm. Guðmundsson, skáld á ísafirði Halldór Gunnlögsson, hjeraðslæknir í Vestmanneyum Jón Proppé, kaupmaður í Ólafsvík Jón Porláksson, landsverkfræðingur í Rvík Ólafur Briem, prestur að Stóranúpi Ólafur Dan Daníelsson, dr. phil. í Rvík Sigurbj. Á. Gíslason, cand. theol., í Rvík Sigurjón Jónsson, hjeraðslæknir í Dalvík. Fjarverandi voru: Eiríkur Kerulf, læknir á ísafirði ungfrú Elínborg Jacobsen cand. í Danm. Jóhannes Jóhannesson, læknir í Vesturheimi Sigfús Sveinsson, kaupmaður á Eskifirði Sig. Júl. Jóhannesson. læknir í Vesturheimi. En dáinn: Bernharð Laxdal cand. á Akureyri. Guðmundur skáld Gudmundsson hafði orkt kvæðaflokk mikinn handa samkomunni og er hjer upphaf að og endir. Þá fylgir liðnum blessun vorra barna sem bera sfðar stjörnu-merkið hátt, og »Kvöldstjarnan« sem mildust morgunstjarna á mardjúp ljómar hýrt og fagurblátt. Vjer sjáum röðla fagra fyrir stafni og framtíð íslands betri’ en horfir nú, — svo leggjum enn á djúp í drottins nafni með djörfung, gleði, sigurvon og trú! Guðm. Guðmundsson. Þessir bekkjarfjelagar, er nú hittust, eru nánar tengdir en alment gerist um bekkjarbræður og mun það að nokkru því að þakka að þeir höfðu með sjer bekkjarfjelag alla skólatíð, sem mun einsdæmi. Kom sjera Friðrik Friðriksson því á fót hjá þeim í 1. bekk (hann var miklu ofar í skóla) og var hans minnst á mótinu að maklegleikum. Ákveðið var að stúdentar þessir hittust aftur hjer að 10 árum Iiðnum hjá frú Margreti Zoega, svo sem nú í tvö skifti áður, til sama matseðils og þau sinnin. Upphaf: Heilir, heilir! endur ómar æskuhljómur skær og hár. »KvöIdstjarnan«* á lofti ljómar loksins eftir fimtán ár. Sæl og blessuð, — söngvi snjöllum sjertu boðin velkomin! Safna þú oss aftur öllum undir geislafánann þinn! Fagurstiltu strengjataki stýrir samúð forn og ný, — heiðríkt er að ára baki, aðeins fáein gullin ský: Minning góðra gleðidaga gliti hjúpar, jafnar braut, hvergi’ er stundarstríð til baga, stæling reynslu leysir þraut. Ót vjer hjeldum, hátt vjer stefndum, hæst í lyfting viljinn stóð. Hins mun spurt, hveheit vjer efndum heim að bera þungan sjóð: Endir: mannvits, þroska, menta, lista, megindýrast sigurgull, — hvort vjer söddum svanga, þyrsta, sýndum skil af megni full? sHælumst minst í máli«, — skeiðið mjög er enn að baki skamt; bjartra vona himin heiðið hvílir yfir vegum samt. Vel skal enn í horfi halda, hækka segl og treysta knör, — þá mun byrjarblær og alda bera’ oss heim úr sigurför. Undir rendur gleðin gali góð og blíð að fulli’ í dag, — fríðan leiði sól í sali sumarljóma' og fagurbrag! — Setjum fund að fullum borðum, fornar rúnar minnumst á, ungir, kátir eins og forðum inter sacra pocula! Preslasteínaii í Peykjavík hófst með prestvígslu í dómkirkj- unni föstudaginn 28. júní kl. 12 á hádegi. Biskup Þórhallur Bjarna- son vígði Jóhann Briem ttl Melstað- ar, Pál Sigurðsson aðstoðarprest til ísafjarðar, — hann þjónar annexí- unni Bolungarvík, og er jafnframt barnaskólastjóri þar, — og Magn- ús Jónsson, sem verður prestur safn- aða þeirra í Norður-Dakota í Ame- ríku, er Lárus sál. Thorarensen þjónaði. — Sjera Bjarni Jónsson lýsti vígslu en Magnús Jónsson flutti synódus- ræðuna. Prestastefnuna sóttu auk biskups og guðfræðiskennara háskólans. Úr Reykjavík-. Sjera Jóhann Þor- kelsson, sr. Bjarni Jónsson, sr. Ólafur Ólafsson, sr. Magnús Helga- son, sr. Guðmundur Helgason, sr. Friðrik Friðriksson, sr. Lárus Bene- diktsson, sr. Páll Sívertsen, sr. Jó- hann Þorsteinsson og Sigurbjörn Á Gíslason, sem biskup leyfði að taka þátt í umræðum fundarins. Af Suðurnesjum komu sr. Árni Þorsteinsson á Kálfatjörn og sr. Kristinn Daníelsson á Útskálum. Úr Árnessýslu sr. GísIr Skúlason sr. Kjartan Helgason, og sr. Ólafur Briem. Úr Rangárvallasýslu: sr. Eggert Pálsson, sr. Kjartan Einarsson pró- fastur, sr. Ólafur Finnsson, sr. Skúli Skúlason, sr.1 Þorsteinn Benedikts- son. Úr Borgarfjarðarsýslu: sr. Jón próf. Sveinsson og sr. Einar Thor- lacius. Úr Snœfellsnessýslu: sr. Sigurður Gunnarsson próf. og sr. Guðmund- ur Einarsson. Úr Daíasýslu: sr. Jóh. Lynge og sr. Björn Stefánsson. Úr Vestur-ísafjarðarsýslu: sr. Böðvar Bjarnason, Og loks nývígðu prestarnir Jó- hann Briem og Magnús Jónsson. Sumir þessara presta ýmist komu þó eftir að byrjað var eða fóru áð- ur en lokið var. Fyrsti fundur prestastefnunnar hófst kl. 4 sfðdegis sama dag í einni kenslustofu háskólans. Biskup setti fundinn og mintist ýmsra kirkjulegra viðburða liðna fardagaársins, látinna og fráfarinna presta, prentunar biblíunnar, sem bráðum væri lokið o. s. frv. Fje prestekknasjóðs var útbýtt að vanda. Þá Iagði biskup fram skýrlu um messur og altarisgöngur hjer á landi 3 síðustu árin (1909—1911). Eru 20 ár síðan þær síðustu voru gerðar (fyrir árin 1889—’91). Messum hefur heldurfjölgað þann tíma, ef miðað er við fjölda presta, en hefur þó fækkað í heild sinni úr 4200 á ári niður í 4000. En fyrir 20 árum voru prestar þetta 130—-140 að meðaltali, en nú leysa þeir vart 120. Fyrir 20 árum messaði hver prestur að meðaltali 33 sinnum á ári, en síðustu ár 35 sinnum. Mjög er munurinn mikill í milli einstakra prestakalla. Gat biskup þess t. d. að fyrir kæmi þessi ár, að eigi hefði messað verið, nema einu sinni á ári við heima kirkju í sveit og í fjölmennum kaupstað ekki meira en einu sinni í mánuði. Aitarisgöngur höfðu farið mjög þverrandi þessi undanfarin 20 ár, og var þó ekki úr háum söðli að detta í þvf efni. í R.vík(dómkirkju- söfnuðinum) fer þó altarisgöngum fjölgandi að stórum mun. Um kveldið flutti prófessor Jón Hergason erindi um kristindóm og náttúruvísindi, svipað því, sem hann flutti fyrir almenningi hjer í bæ í vetur, sem leið. Voru engar um- ræður um það. Á eftir urðu nokkr- ar umræður um sýkingarhœttu frá notkun sameiginlegra kaleika við altarisgöngu. Tóku flestir prestar dauft í það mál og töldu sýking- arhættuna Iitla þegar hreinlætis væri gætt. • Fleira var ekki gert fyrsta dag- inn. Laugardaginn (29. júní) kl. 81/, hófst prestastefnan að nýu, og flutti Rögnvaldur Ólafsson húsameistari þá erindi um k'rkjubyggingar. Hon- um þótti það eftirtektarvert, hvað trúin hefði bygt sjer smá musteri, fyr og síðar hjer á Iandi, væri það naumast fátækt einni að kenna. Hann taldi það lítla framför í raun og veru, þótt torfkirkjurnar væru flestar horfnar, því að í staðinn hefðu víða komið timburhjallar illa smíðaðir, fegurðarsnauðir og stíl- lausir. Gömlu kirkjurnar hefðu þó margaf verið með ýmsum útskurði Fram, fram til dáða stjarnan stefnir öllum að styðja sjerhvert gott og fagurt mál, að vera eins og vitar hátt á fjöllum með vorsins yl í hugumstórri sál. Með einum hug á stokk vjer allir stígum og strengjum heit að bragarfulli’ í kvöld: að skilja eftir, hvenær sem vjer hnígum í hildi lífsins, spegilfagran skjöid. ') Svo hjet bekkjarfjelag þessara stúdenta.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/218

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.