Vikan - 01.07.1912, Page 4
40
V I K A N
milli kórs og kirkju og víða borið
þess menjar, að vinahendur hefðu
um þær fjallað, þar sem margar
timburkirkjurnar bæru þess engar
menjar. »Komi maður inn í slíka
kirkju á fögrum sumardegi, er ekki
ósvipað því að koma inn í dauðra
manna gröf.« — Nú orðið væri
raunar hægra um vik, sagði hann,
þar sem kirkjustjórnin ætti að sam-
þykkja uppdrátt að kirkjunum, enda
hefði hann sjálfur sjeð um smíðar
17 kirkna. En samt væri enn ýmsu
áfátt, oftast nær vantaði fjeð og
stundum væru kröfur manna óheppi-
legar.
Hann fór fram á, að pallar eða
loft hyrfi úr kirkjunum, það spillir
andrúmslofti, eykurhávaða ogdreg-
ur úr safnaðarsamkendinni. Glugg-
ar ættu að smækka, en hækka á
veggjunum. Sem stendur truflar út-
sýnið úr gluggunum niargan kirkju-
gest, og »við háa glugga finnst manrii
að maður sje sjálfur smár, og það
er ekki óheppilegt í kirkjunni.*
Þá mælti og ræðumaður með því
að hafa skóla eða fundarhús í sam-
einingu við kirkjuna, í kjallara sæmi-
lega stórra kirkna, en ella samföst.
Hinu var hann mótfallinn, að kirkja
og skóli eða fundarhús væri allt
sami salur, — væru sætin laus, gæti
svo farið að salurinn yrði notaður
við og við fyrir dans eða þesshátt-
ar gleðskap, sem ræðumaður taldi
óhafandi.
Að erindi Rögnvaldar var gjörð-
ur hinn besti rómur.
Haraldur Níelsson prófessor taldi
ræktarleysið við kirknahúsin ljósan
vott um kulda trúarlífsins og sið-
menningarleysi þjóðarinnar, — mælti
hann mjög á móti að flytja kirkjur,
meðal annars af því að helgar hugs-
anir helguðu staðinn, og það væri
auðveldara að leita Guðs þar sem
kynsióð eftír kynslóð hefði komið
saman til guðræknisiðkana — en á
öðrum stöðum. »Vjer íslendingar
erum of miklir ratiónalistar (skyn-
semistrúarmenn),en oss vantar mystik
(dultrú)« sagði hann.
Jón Helgason prófessor fann að
því, að forngripasafnið væri of nær-
göngult við kirkjurnar. »Allir hlut-
aðeigendur verða að gæta þess, að
þær sjeu ekki ræntar af innlendum
eða erlendum mönnum«, sagði
hann.
Sjera Ólafur fríkirkjuprestur sagði
sögu af gömlum kirkjubónda, sem
grjet þegar mínst var á að nú væri
nýbúið að flytja kirkjuna af bæ
haps. »í 52 ár hef jeg farið í kirkju
hvert skifti, sem hjer hefur verið
messað, neina tvisvar, en jeg get
aldrei fengið af mjer að fara í nýu
kirkjuna, — ‘ og hætta þá líklega
fleiri hjer á heimilunum kirkjuferð-
um«, sagði gamlí maðurinn.
Frh.
Hellar í Ölfusinu.
í Ölfusinu eru nokkrir nellar,
sem menn vita um og er Raufar-
hólshellir þeirra miklu stærstur.
Hann er í Eldborgarhrauni,
milli Krossfjalla og svonefndrar
Lönguhlíðar, norður af og upp-
undan bænum Vindheimum.
Langhagkvæmust eru öll viðskifti hjer á landi, og þó víðar væri leitað, hjá
"Oevsl. ^&\x\fcovx\
í REYJAVÍK, HAFNARFIRÐI, á ÍSAFIRÐI og f
VESTMANNAEYUM.
Þar fæst allskonar pakkhúsvara svo sem RÚGMJÖL, HVEITl, HAFRAMJÖL og þvíum-
líkt af bestu tegund og með besta verði.
VEFNAÐARVARA ailskonar af bestu, fegurstu og hentugustu gerð.
GLERVARA hin eigulegasta, og af henni eru ávalt fjölbreyttar byrgðir.
Hvergi betra að versla um endilangt ísland en við
Verslunina EDINRORG.
HÍJS TIL SÖLU.
Hentug íbúðar- og verslunarhús eru til sölu með sjerlega
góðum kjörum.
í Hafnarfirði
- Keflavík
- Ólafsvík
á Hvammstanga.
Ef um efnilega kaupmenn væri að ræða, mundi þeim einnig
gefast kostur á styrk til verslunar á þessum stöðum.
Frekari upplýsingar gefa
G, Gíslason & Hay LtdL
Reykjavík.
Jón (Arason
Oamli vegurinn í Ölfusið frá
Kolviðarhóli yfir Lágaskarð liggur
skammt frá hellismunnanum.
Þessi hellir er eftir því sem
nú er kunnugt, þriðji stærsti hellir
á iandinu. Aðeins eru þeir stærri
Surtshellir og Víðgelmir í Hall-
mundarhrauni.
Fyrir fám dögum gekk Matthías
fornmenjavörður Þórðarson í hell-
inn og um hann allan; en 1910
höfðu nokkrir Reykvíkingar komið
þangað og lýst honum nokkuð
í ísafold (XXXVI). Þeir sögðu
hann 508 faðma að lengd, en
Matthías álítur að hann muni
vera nokkru lengri eða sennilega
550 faðma. Hellirinn er víður
mjög og hár; algerlega er hann i
myrkur nema rjett fremst. Hann
er afar ógreiðfær allur þareð stór-
grýti hefur hrunið úr veggjum
og lofti og liggur á gólfi hans.
Matthías hafði með sjer »cal-
cium-corbid«-ljósker — þau eru
oft notuð á reiðhjólum — og
segir hann þau hin hentugustu
ljós til þessa.
Ekki segir Matthías að hjer
sjeu nein mannaverk og muni
enginn hafa notað hellinn. Hann
var einnig óhentugur fyrir útilegu-
menn til varnar, því að hann er
mjög víður allur.
Náttúrumyndanir eruþarmarg-
ar mjög merkilegar, sem munu
gefa jarðfræðingum ýmsar glöggar
bendingar um myndun þessara ,
stærstu hraunhellra landsins. Er j
lögun hans að innan og myndun 1
yfirleitt mjög svipuð og á Surts- j
helli og Víðgelmi, en um þá hella |
má lesa ýtarlega lýsingu eftir S
Matthías fornmenjavörð, í Skírni
1910.
Frá Kolviðarhól má ganga á
tveim—þrem tímum til hellisins
eftir áðurnefndum vegi, sem er
og sæmileg reiðgata. Er vanda-
laust að finna op hans, en rjett-
ara er þó að fara alla leið heirn
að Vindheimum og hafa þaðan
leiðsögn.
Fjallsendahellir heitir annar
hellir í Ölfusinu og er hann vest-
an á Hlíðarendafjalli.
í þenna helli gekk Matthías
fornmenjavörður einnig. Er hann
lítill eða um 200 álnir að lengd
4—5 al. að breidd og ámóta að
hæð. Gengur úr honum afhellir
einn til austurs. Hann er þur
og viðfeldinn, enda ekki mjög
ógreiðfær.
Matthías ætlar 'að þessi hellir
sje afhellir út frá mjög stórum*
helli sem meðal annars 2 ker og
djúpar lægðir í hrauninu benda
á að þar muni vera.
3'ít\wx\\s\)av3\
3ox\s faisoxMX.
Það sem íslendigar hefðu átt að
Iiafa gert fyrir langa löngu verður
nú útlend kona til að koma í verk.
Mrs. Dissney Leith, enska konan
sem hefur tekið slíku ástfóstri við
landið að hún ferðast hjer um á
hverju sumri, hefur nú reisa látið
á sinn kosnað Jóni biskupi Ara-
syni veglegt minnismerki í Skál-
holti, á aftökustað hans.
Til þess að sjá um verk þetta
var fenginn Mattías fornmenjavörð-
ur Þórðarson og fór hann austur
að Skálholti í þeim erindum fyrra
sunnudag og með honum Magnús
steinsmiður Gunnarsson hjeðan úr
bæ. Ljet Mattías taka steina tvo
úr Þorlákssæti, var annar tennings-
myndaður og hafður sem undir-
steinn, en hinn flangur nokkuð og
er hann reystur þar ofan á. Er
framhliðin ^ þeim steini sljett og
þar á höggvíð:
biskup
Ijet hjer lífið
fyrir trú sína
og ættjörð
7. nóv. 1550
en uppyfir letrinu er höggvin út
mynd af biskups mítri.
Minnismerkið er um 4 álnir á
hæð og er umhvervis það keðju-
girðing á 6 steinstöplum.
Staður sá sem minnismerkið
stendur á er allur annar en hingað
til hefur verið talin aftökustaður
Jóns Arasonar. Segir Mattías að
þessi staður sje áreiðanlega hinn
rjetti og hefur hann farið hjer eftir
nákvæmlegri lýsingu Jóns prests
Egilssonar í biskupaannálum (prent-
uðum í safni til sögu íslands). Er
þessi staður miklu ofar ng norðar
en áður hefur verið talið. Er hann
rjett við heimreiðargötuna að staðn-
uin skamt frá Þorlákssæti.
Norðurland, blaðið, hefur sdft
um ritstjórn. Sigurður læknir er far-
inn frá blaðinu og tekinn við með-
ritstjórn ísafoldar, en kennararnir
Adam Þorgrímsson og Ingimar Ey-
dal hafa tekið við Norðurlandi um
tíma. Á að halda aðalfund með
útgefendum blaðsins hjer í Reykja-
vík um þingtímann og verður þá
væntanlega ráðinn fastur ritstjóri.
Útgefandi
Einar Gunnarsson, cand. phil.
Östlunds-prentsm.