Vikan - 05.08.1912, Page 2
V I K A N
Til Jóhanns Sigurjónssonar skálds.
Sungið f samsæti með honum í Reykjavík hinn 30. júlt 1912.
Heill að sumbli, góði gestur,
göfugt skal þjer signa full!
Yngri skálda æðsti prestur,
andans ber þú vígslugull!
♦
Sje jeg höfga hringa drjúpa,
heiðbrim ljóss, af kjörgrip þeim,
skína’ um sonu dalsins djúpa,
dagbrún lyfta’ um norðurheim.
Vel sje þjer, sem eldraun eigi
ungur Ijest á móð þinn fá,
stýrðir móti stjörnu’ og degi
stoltur, frjáls um reiðan sjá.
Heill sje þjer, sem heilum knerri,
hugsjón tryggur, stýrir beint,
storkar kaldri kólgu hverri,
krappann oft þótt hafir reynt,
Hjer skal svarra, hjer skal freyða
hrosta brim um kera lá, —
skáldi lof í ljóði greiða,
ljúfar þakkir vinum frá!
Hald svo fram sem för er hafin
frægðar vonum nýum glæst, —
Iista dísar Ijósarm vafinn
lif þú sæll og fljúg sem hæst!
Guðm. Guðmundsson.
Frá Alþingi.
Þingfararkaup alþingis-
manna.
(Flulningsmenn: Sir\ urðurStefánsson,
Steingrímur Jónsson.)
1. gr.
Alþingismenn, sem búsettir eru
utan Reykjavíkur, skulu hafa í
fæðispeninga 9 kr. fyrir hvern
dag, frá því þeir fara að heiman
til alþingis og þar til þeir koma
heim aftur. Alþingismenn, sem
búsettir eru í Reykjavík, fá í fæðis-
peninga 6 kr. fyrir hvern dag,
meðan þingið stendur yfir.
2. gr.
Ferðakostnað fá alþingismenn
sem búsettireru utan Reykjavíkur,
Sem hjer segir.
1. Úr Suður-Múlasýslukr. 185,00
2. — N.-Múlasýslu — 195,00
3. — Seyðisfirði — 110.00
4. — N.Pingeyarsýslu— 175,00
5. — S.-Þingeyarsýslu— 165,00
6. — Eyafjarðarsýslu — 125,00
7. — Akureyri — 85,00
8. — Skagafj.sýslu — 120,00
9. — Húnavatnssýslu — 115,00
10. — Strandasýslu — 105,00
11. — N.-ísafj.sýslu — 95.00
12. — ísafirði — 55,00
13. — V.-Ísafj.sýslu — 70,00
14. — Barðastr.sýslu — 75.00
15. — Snæfellsnessýslu— 60,00
16. — Dalasýslu — 70,00
17. — Mýrasýslu — 55,00
18. — Borgarfj.sýslu — 55,00
19. — Gullbr. og Kj.s. — 20,00
20. — Árnessýslu — 75,0u
21. — Rangárvallasýslu — 95,00
22. — V.-Skaftaf.sýslu — 190,00
23. — A.-Skaftaf.sýslu — 370,00
24. — Vestmanneyum — 20,00
25. — Danmörku — 190,00
[Alls 6 greinar.]
Frumvarp
tif laga um viðauka við lög frá 11.
nóvbr. 1899 nr. 26, um verslun og
veitingar áfengra drykkja á íslandi.
(Eftir 2. umr. í n. d.)
1. gr.
Ekkert fjelag manna má hafa um
hönd í fjelagsskap neinar áfengis-
veitingar sín í milli, nje nokkur
áfengisnautn fara fram í föstum fje-
lagsherbergjum, nema fjelagið fái
til þess sjerstakt leyfi lögreglustjóra,
2. gr.
Engin áfengisnautn má eiga sjer
stað í veitingahúsum, sem ekki hafa
áfengisveitingaleyfi,hvorki á veitinga-
stöðum, þar er látin er í tje gisting
nje í öðrum veitingahúsum, svo sem
í kaffisöluhúsum eða öðrum slíkum
eða í veitingatjöldum, — í þeim
herbergjum, er veitingar fara fram í.
3. gr.
Brot gegn 1, gr. varða sektum
20—1000 króna eða einföldu fang-
elsi alt að 3 mánaða,
Nú brýtur fjelag með föstu skipu-
•agi gegn fyrirmælum 1. gr. og
varðar þá eftir þessari (3.) gr. bæði
stjórn fjelagsins og þá .þjónustu-
menn fjelagsins, er taka þátt í veit-
ingunum, eða, ef um áfengisnautn
aðeins er að ræða, þá ráðendur, er
eigi hindra hana. — Annars fer um
ábyrgð fyrir brot gegn Iögum þess-
um eftir venjulegum reglum.
Auk þess er lögreglustjóra heimil
að banna, með lögregluvaldi ef þarf,
samkomur fjelaga, er að staðaldri
hafa veitngar eða áfengisdrykkju í
herbergjum sínum, eða oftar en
tvisvar hafa sætt sektum fyrir brot
gegn 1. gr. þessara laga.
4. gr.
Brot gegn annari gr. varða sekt-
um 10 — 500 kr.
Auk þess ska! sá, er véitingar
befur um hönd á slíkum veitinga-
stað, og brotlegur nefur orðið tvisvar,
hafa fyrirgert rjetti sínum tii veit-
inga.
5. gr.
Sektir þær, er um ræðir í Iögum
þessum, renna í sjóð sveitarfjelags
þess, þar er brotið er framið.
*. gr.
Með mál eftir lögum þessum
skal farið með sem almenn lögreglu-
mál,
7. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Neðri deild.
12. fundur 27. júlí
Dagskrá:
1. Frv. til laga um kosningar til
sýslunefnda 1. umr.
2. Frv. til laga um sölu á eggjum
eftir þyngd. 1. umr.
3. Frv. til laga um rnerking á kjöti.
2. umr.
4. Frv. til laga um samþyktir um
mótak. 2. umr.
5. Frv. til laga um breyting á lög-
um 18. sept. 1885 um stofnun
Landsbanka. 2. umr.
6. Frv. til laga um samþykt um
veiði í Drangey. 2. umr.
7. Frv. til laga um viðauka við
lög 11. nóv. 1899 nr. 26 um
verslun og veitingar áfengra
drykkja á íslandi. 2. umr.
8. Frv. til laga um að landssjóður
kaupi einkasímann til Vestmanna-
eyja og símkerfið þar. 2. umr.
9. Till. til þingsályktunar um aukið
eftirlit úr landi með síldveiðum
útlendinga fyrir Norðurlandi. Ein
umr.
1. Flm. mælti með frv. og var
því vísað til 2. umr. og nefnd kos-
in: .
St. St., J. M. og Ó. Br.
2. vísað til 2. umr,
3. vísað til 3. umr.
4. samþykt og vísað til 3. umr.
með 17 atkv, gegn einu (Sk. Th.
sem sagðist álíta lögin »húmbúgg«
og ganga of nærri rjetti einstakl-
inga.
Um 5. mál urðu umræður. Var
H. H. allþungur á bárunni gegn
því, að landsbankinn fengi þetta
útibú erlendis, sem frv. gerir ráð
fyrir, en L. H. B. mælti með því,
og kvað vafalaust að landsbankinn
hefði hag af því, en hitt jafnvíst
að aðrar peningstofnanir, sem hing-
að til hefðu haft þau störf á hendi,
sem þessu útibúi væru ætluð, mundu
ekki hafa hag af því. Málinu var
vísað til 3. umr. Söniul. 6. máli
L. H. B, talaði enn í 7. máli og
fann að því frv. og sömuleiðis E.
J., en J. M. reyndi að verja það.
Var því svo vísað til 3. umr., og
sömul. 8. málinu. Svo kom 9. mál-
ið, og urðu um það merkar umr.
H. H. taldi öll tormerki á því
fyrirkomulagi, sem vakað hefur fyrir
mönnum um strandgæsluna. Sagði
að Norðmenn mundu vilja slaka til
á hrossa- og kjöttolli, ef í móti
fengist tilslökun á síldveiðalöggjöf-
inni. Á móti honum töluðu þeir
Guðl. og Bjarni Jónsson. Sönnuðu
þeir það (enda kannaðist H. H. við
það), að yfir þessu máli værum vjer
íslendingar einráðir, og kváðu öfl-
ugt eftirlit líklegra til þess að gjöra
Norðmenn samningaliðugri við oss,
heldur en slælegt eftirlit, því að ef
lögin væru látin sofa, mundu þeir
ekkert vilja vinna til þess að fá
liðkað úr þeim.—Sá varð endirinn,
að málið var tekið út af dagskrá,
eftir tillögu ráðherra, og er það
nokkuð á annan veg en búist var
við, því að allir vissu, að flýta þurfti
málinu, ef að gagni skyldi koma.
13. fundur 28. júlí
Dagskrá.
1. Frv. til yfirsetukvennalaga. l.umr.
2. Frv. til laga um breyting á lögum
nr. 34. 27. sept. 1901 um bólu-
setningar. 1. urnr.
3. Frv. til laga um stofnun peninga-
lotterís fyrir ísland. 1. umr.
4. Prestmötugjald til Grundarkirkju
í Eyjafirði. 1. umr.
5. Frv. til laga um líftrygging sjó-
manna. 1. umr.
6. Tillaga til þingsályktunar um að
kjósa 5 manna nefnd til að at-
huga framkomin tilboð frá
norsku stjórninni; Hvernigræða
skuli.
í 1. máli var kosin nefnd: E.P.,
H. St., J. J. Reykjav., Jóh. Jóh. og
Ól. Br.
2. máli var vísað til 2. umr.
3. mál. Með því mæltu L, H. B.,
Bj. J. og og H. H., fundu að ein-
stökuatriði í frumvarpinu og vildu
láta nefnd athuga það. J. J. stakk
upp á því að vísa því til skatta-
málanefndar, og var það samþykt.
Móti 4. máli talaði J. ÓI. Kvað
þarna stígið spor í áttina gegn skiln-
aði ríkis og kirkju og væri sjer
þetta »principmál«, þótt Magnús á
Grund væri alls góðs verður. Fleiri
töluðu, en frv. fór til 2. umr.
5. máli var vísað til vátrygging-
arnefndar, sem áður var kosin.
í 6. málinu varð kynlegur at-
burður. Áður en forseti kæmist að
með það, að stinga upp á einni
umræðu, eins og lög gera ráð fyrir,
reis J. Ól. upp, sagði að ekkert til-
boð, nje upplýsingar um það mál
væru fram komnar á lestrarstofuna,
svo að þingmönnum hefði gefist
kostur á að kynna sjerþað. Kvaðst
sjálfur hafa róið í ráðherra, en lítið
grætt á því, og lagði því til, að
engin umræða yrði höfð um þetta,
með því að það væri að gera gys
að þinginu, að ræða mál, sem eng-
inn vissi neitt um annað, en að það
sæti í vasa ráðherrans. — H. H.
talaði þá nokkur orð, brást illa við.
Forseti stakk upp á einni umr., og
var það samþykt.
í efri deild
var í gær á dagskrá tillagan um að
bera bannlögin á ný undir alþjóð-
aratkvæði. Hún hefur áður verið
prentuð hjer í blaðinu. Guðjón
Guðlaugsson hjelt klukkutíma ræðu
með henni og lagði til að vísa
henni til skattamálanefndar efri
deildar. Móti mælti Jósef Björnsson
og voru báðir ræðumenn kurt-
eisari en alment hefur gjörst í deil-
um um það mál. J. B bar upp
svolátandi rökstudda dagskrá:
♦ Deildin telur rjett, að aðflutnings