Vikan - 05.08.1912, Síða 4
V I S I R
og er mjög gagnkunnugur Hfi þjóð-
arinnar, fullyrti við mig, að stiga-
menn þessir væru þar hundruðum
saman, en lögreglu-hermaður sem
jeg leiiaði frjetta hjá, fullyrti
að ekki væru tii nema i hæsta lagi
þrír eða fjórir stigamenn í allri
Korsíku!
Jeg skal ekki um það segja, hvor
frásögnin fer hjer nær sannleikan-
um, — en jeg hafði samt sjálíur
íækifæri til að ganga úr skugga
«m að stígamenn þessir eru enn
þá til. Því einn góðan veðuraag
þeystu ríðandi lögregluriddarar fram
hjá mjer, sem voru að leita að
stigamanni, bæði sporum hans og
hans sjálfs í húsunum í nágranna
þorpinu.
Jeg var líka svo heppinn að ná
í enn þá áþreifanlegri sannanir fyr-
ir því, að þessir karlar eru til enn,
og eru að verki á Korsíku á þess-
ari leiðinlegu, tuttugusíu öld. Jeg
náði sem sagt Ijósmynd af síðustu
atvikum í lífi tveggja stigamanna.
Og til þess að enginn skuli efast
um að þær sjeu teknar eftir þvi
sem átti sjer stað í raun og veru,
skal jeg skýra nánar frá atvikum þeim
er að því liggja er þær voru teknar.
Yfirvöldin höfðu komist á snoð-
ir um, að stigamenn væru á ferli;
þeir höfðu mælt sjer mót við mann
nokkurn, sem ljest vera vinur þeirra
til þess að svíkja þá í hendur lög-
reglunnar. Staður og stund var
ákveðin.ereinnþeirraskyldi mætaþess-
um kunningja þcirra og í leyni lágu
sex lögregluhermenn við stefnu-
móts-staðinn með skipun um að
taka stigamanninn lífs eða liðinn.
Jeg þekti einn lögregluforingjanna
og sagði hann mjer í trúnaði frá
því er til stóð, tók mig með sjer
og faldi mig í runni þar rjett hjá
er mannsins var von. Þar bjó jeg
sem best um mig og ljóstnyndii-
vjelina í kjarri bak við klett, og
var þaðan gott útsýni yfir völl þann
er nú skyldi breytast í vígvöll.
Beið jeg þar rólegur þess er fram
færi. Ræninginn kom og litaðist
um eftir merki, er aftalað var milli
hans og svikarans. Þegarhannvar
þangað komin, er lögreglunni var
var haganlegast, kom svikarinn fram
úr runni, en í sömu svipan þutu
hermennirnir upp og óðu að hon-
um. Skothríð hófst og auðsætt
var að ekki ætlaði karl að láta taka
sig fyrir ekki neitt. En liðsmunur
var mikill og»enginn má við margn-
um«, ræninginn fjell örendur, skot-
inn kúlu í hjartastað. A meðan
tókst mjer að ná tveiiu myndum af
viðureigninni er var stutt en
snörp, og ekki náðu lögreglumenn
sigri ósárir eftir leikinn.
Hvort sem stigamenn eru fjöl-
mennir þar í landi eða ekki, þá er
eitt víst, að þeir halda áfram að
vera til þangað til þjóðin er komin
á miklu hærra menmngarstig en nú
er þar. Lengst inni í landi eru þar
ýmsar siðvenjur og orðtæki, er sýna,
hve rótgróin blóðhefndin og víg-
dauðinn er í meðvitund þjóðarinnar,
— samgróin eðli hennar. Jafnvel
enn þá er það siðvenja í Sartene-
hjeraðinu að óska nýfæddum börn-
um gæfu með þessum óttalegu fyrir-
bænum: »Guð gefi að þú fallir fyrir
skotvopni!* »Guð gefi þjer langa
líídaga og rýting í íijartaöL Þeim •
foreldrum er bölvað, er missa börri
sín á sóttarsæng eða þau deya frið
samlegum dauða, — það er kallað
| að »deya eins og bleyða«. Og
þeir sem falía fyrir blóðhefnd eru
heiðraðir sem þjóðhetjur.
Enn viðgengst sú venja að setja
trjekross þar sem Iík hefur fundist,
eða öllu oftar, við alfaraveg sem næsí
þeim stað er víg heíur verið frámið
á. Allir taka ofan sem fara fram hjá
krossinum ef þeir aðeins vita, hver
þrrhefur veginn verið. Enfrændur
ogeinkavinirsýnaminningu hansvirð-
ingu með því að Ieggja græna grein
og steinvölu, er tekin er upp við
veginn, undir krossinn. Lesa þe'r
þá hjartnæma bæn um leið og er
þá ekki óalgengtað þeir hrópa hefnd
yfir fjandmann hins látna, ef þeir
eru af ættsíofni hans. »Safnast þegar
saman kemur« og ofí fer svo, að
hrúgur þessar vaxa svo að þær verða
álitlegur minnisvarði. Á árstíð hins
vegna er vani að kveykja í bálkesti
úr kalviði þar setn hann fjell.
______________________ Frh.
Landar vesíra.
!
Heimspekispróf með bestu ein-
kunn heíur Sigurjón Jónsson (f. 18/s
1881 á Háreksstöðum í Jökulda!)
tekið við Chicago háskóla. Heims-
kringla segir svo frá:
Nítján ára gamall fór Sigurjón
á Flensborgarskólann, og var þar
veturinn 1900—1901. Veturinn 1902
til 1903 var hann á latínuskólan-
um í Reykjavík, en þar hætti hann
námi sökum fjárskorts. Sumarið
1905 hjelt svo Sigurjón vestur um
haf og settist að í Winnipeg.
Fyrstu tvö árin vann hann dag-
launavinnu í borginni en sumarið f
1907 bauðst honum tækifæri, að
ganga á Únítara prestaskólann í
MeadviIIe í Pennsylvania og fór
hann þangað um haustið. Þaðan
útskrifaðist hann svo vorið 1910,
með bestu einkunn. Fjekk hann þá
hinn svonefnda Perkins styrk, og
stundaði nám við Harvard háskól-
ann um sumarið. Mun hann þá
hafa verið afhuga prestskapnum,
og um haustið fjekk hann inn-
göngu á Chicago háskólann. Á
þann háskóla er örðugt að kom-
ast, því háar kröfur eru gerðar til
kunnáttu stúdenta, og eins eru
öll próf þar mjög þung. Sigurjón
náði þó inngöngu fyrirhafnarlítið.
og nú nýverið hefur hann tekið þar
heimspekispróf, eða Ph. R. stigið,
með lofi (cum laude), og er hann
fyrsti íslendingur, sem útskrifast
hefur af Chicago háskólanum.
Læknis-próf við læknaskólann
í Chícago tók í vor Oliver S. Ol-
son (að rjettu nafni Ólafur Sigurðs-
son f. 11 j>, 1883 á Borðeyri við
Hrútafjörð). Hann fór 1886 með
foreldrum sínum til Vesturlieims og
hefur getið sjer hinn besta orðstýr
fyrir dugnað og námfýsi. Hann
var fátækur og varð stöðugt að
vinna fyrír sjer meðan hann stund-
aði nám og um tíma hætti hann
námi til þess að safna fje. Hann
er nú ráðinn sjúkrahúslækni í Chi-
cago.
Tveir landar hafa nýlega hlot-
ið heiðursviðurkenningu frá Har-
vard háskólanum fyrir framúr-
skarandi iærdóm og gáfur. Ann-
ar þeirra Porbergur Por-
valdsson, er dr. phil.; hann hefur
fengið 1500 dollara styrktil áfram-
haldandi vísindaiðkana á Pýska-
landi, og er það jafnhá upp' æð
og skólinn veitti honum í fyrra,
en fátítt er það, að sá skóli veiti
sama manninum tvisvar fjárstyrk.
— Hinn landinn, sem verðlaun
hefur fengið, er sjera Runólfur
Fjeldsted; hann hlaut 300dollara
verðlaun fyrir ritgerð um grískar
bókmentir Sjeia Runóifur ætlar
að fara til Harvard næsta vetur
og leggja þar stund á latínu og
grísku. — Báðir eru þessirlandar
bráðgáfaðir námsmenn og þjóð-
flokki sínum til stórsóma.
Heimskr.
Bókmentir.
l)j öð vinafj elagsbækurnar
1912
eru nú að verða tilbúnar ogverða
sendar út um land í næsta mán-
uði. Eru þær 3 eins og vanter.
Andvari XXXVII. ár. Honum
fylgir mynd af Einari Ásmunds-
syni í Nesi með æfiágripi, og skrá
um rit Einars eftir Jón Borgfirg-
ing. Er Andvari nú með fjöl-
breyttasta móti, og er efni hans
þetta: Æðsta dómsvald í íslensk-
um. málum, eftir Einar prófessor
Arnórsson, Um heimilisidnað á
Norðarlöndum eftirlngu Láru Lárus-
dóttur frá Selárdal, Um jarlsstjórn
hjer á landi, eftir Einar Hjörleifs-
son, Um túnrœkt eftirTorfa Bjarna-
son í Ólafsdal; Ríkisráð Norðmanna
og Dana gagvart íslandi, eftir Einar
prófessor Arnórsson; Frá einok-
unartíðinni; Ávarp Pingeyinga til
Trampe's stiptamtmanns 1852; Fjögur
kvuði frá ýmsum tímum\ Hvernig
skrifa sumir íslendingar um rjettindi
landsins; Skýrsla um Þjóðviuafjelagið
ag störf þess.
A/manakið hefur jafnan verið
fjölbreytt og skemfilegf, og nú
er það fiölbreyttara en nokkru
sinni fyr, og þó ekki hækkað
verð á því (0,60). í því er nú
meðal annars Þjóðrjettindaskjöl
Íslands, sem hver maður í landinu
þarf að kunna, Aldarhœttir og œtt-
jarðarvísur, Árbók fslands og át-
landa 1911, Æfiágrip Michelsens
ráðherra hins norska með mynd,
Strindberg Svíaskáld, með mynd,
Hjeraðsvísur frá ýmsum tímum.
Vísur eftir Látra-Björgu. Oamlar
venjur, Steinatökin í Dritvik, Maun-
skaðar á fslandi 1881—1910, eftir
Guðmund landlækni Björnsson,
Oöngu-Hrólfur með 3 myndum,
Um verndun tannanua eftir Brynj-
ólf tannlækni Björnsson, Veðurspár,
Áttavísur, Hvað er um sullaveikina,
eftir Guðmund háskólarektor Magn-
ússon, RagnarLundborg, eftirBjarna
Jónsson frá Vogi, með mynd,
Gjelsvík, með mynd, Hróaldur
Ámundason,eii\r Benidikt alþm.
Sveinsson, með mynd, Tíðinda-
skrár Öræfinga fyrir 340 árum og
fyrir 40 árum, Fólksfjöldi á fslandi
eftir Georg Ólafsson, Tíningur
ýms og fróðleikur, Tvö mikiltnenni
(Kínamenn) eftir Benidikt Sveins-
son, með mynáum,Ágrip úrlands-
hagsskýrslum, eftir Georg Ólafs-
son, Metramálstöflur, miklar, ná-
kvæmar og handhægar, eftir
Rögnvald Ólafsson, Útsýni yfir
jörðina, eftir Bjarna skólakennara
Sæmundsson, Pjetur Guðjónsson,
með mynd, (aldarminning) eftir
Jónas skáld Jónsson, Selma Lag-
eriöf skáldkonan sænska, eftir
Ingu Láru Lárusdóttur, með mynd,
Skrítlur og ýmislegt smávegis.
Priðjabókin fráfjelaginu í þetta
sinn er œfisaga Warren Hastings
eftir Macaulay, í íslenskri þýðing
eftir Einar Hjörleifsson, annálað
merkisrit, um það, hvernig Eng-
lendingar náðu yfirráðum á Ind-
landi.
Bækur fjelagsins eru í ár með
langbesta móti, og fáfjelagsmenn
þetta ár franiundir 30 arkir fyrir
einar 2,00.
(Sunnanfari)
Blönduósi, sunnudag.
Versta tíð í Norðurlandi, kafalds-
bylur í fyrra dag, snjókoma svo
mikil, að menn óttast fjártjón á afrjett.
Dáin er á leið á Sauðárkrók til
lækninga Ingibjörg Pálsdóttir kona
Kristjáns Sigurðssonar bónda á
Reykjum á Reykjabraut. Hún var
dóttir Páls dannebrogsmanns og
hreppstjóra Ólafssonar á Akri og
systir sjera Bjarna í Steinsnesi.
Akureyri, mánudag.
Illviðri hefur verið síðastliðna
viku og snjókoma mikil. Ágætt
veður í dag en snjór stendur þó
niður f miðjar hlíðar. Nautgripir
áttu að koma hingað úr Skagafirði
og frá Húsavík en þeim verðerekki
komið fyrir ófærð á heiðum.
Hesta 30 að tölu hefur sænskur
maður keypt um Húnavatnssýslu
og Skagafjarðarsýslu og flytur út í
dag á gufuskipinu Uranus. Þeir
fara til Gautaborgar.
Mokafli var af síld fyrir kulda-
kastið. Tuliníusar-skip hafa fengið
um 2000 tunnur hvert Snorri Goði
og Skallagrímur hafa aflað mjög vel.
Þegar kuldarnir komu minkaði afl-
inn, en er þó nokkur enn.
Atvinna er hjer afarmikil. Karl-
manna kaup er 50 au. til 1 kr. uni
tímann, en konur, sem salta sild,
hafa 12 króna kaup á dag og þar
yfir (kr. 12,80). Þær fá 40 au. fyrir
tunnuna.
Ask liggur hjer og er að taka
síld til Kaupmannahafnar. Með
honum fer Þórarinn Túliníus og
fjölskylda.
Ingólfur kom í fyrradag með
vörur hingað.
Ö.S.S&ólJssou&Co.
Reykjavík Rotterdam
Austurstr.3
Delftsche-
straat 35
o*5^\)e vsUvu.
Útgefandi
Einnr Gunnarsson, cand. phil.
Östlunds-prentsm