Vikan - 12.08.1912, Qupperneq 1
2. ársfj. 2. tbl.
I. ár (19)
Gr. G-íslason & HayLtd. (j. &íslason&HayLtd- j
Reykjavík \ i \ W Leith & Reykjavík
1 hafa miklar byrgðir af \é \ \\ annast um sölu á allskonar ísl.
j SALTI afurðum. Leitið nánari upplýs-
til sölu með vægu verði. &a$5ta5s\ws *\3\s\^ inga á skrifstofunni í Reykjavík.
Ásfjórðurgjrinn kostar innanlands 60 au. sem
greiðist fyrirfram. Erlendis 75 au. eða 20 cents.
Reykjavík 12. ágúst 1912
2. ársfjórðungur er talinn til okt.loka.— Fastir
útkomudagar mánudagar. Aukablöð við og við.
úUöndum.
Japanskeisarinn, Mutsu-
Hito, frægasti nútíðarinnar þjóðstjóri
í heimi, andaðist úr sykursýki í Tokio
29 f. m. 59 ára gamall. Hann kom
til ríkis 1867 og er stjórn hans fræg
mjög í sögu Japans, svosem kunugt
er, því um hans daga og fyrir for-
göngu hans verða endurbætur mestar
þar í landí, og vegur Japans vex
við sigurinn í ófriðinum við Kín-
verja 1894—5 og 1904—5 við
Rússa. Hann gerði Japan að stór-
veldi með tilstyrk hinna ágætustu
manna, svo sem Okubo, Ito og
Okuma að ógleymdu því, að Togo
sjóliðsforingi, Kuroki og Nogi, þakka
honum öllunr framar sigursæld sína
og mun þar nokkuð í hæft. Gáfu-
maður var hann mikill og skáld-
mæltur. Hann kvæntist 1869 Haruko
prinsessu (það þýðir »vormærin«).
Ekki varð þeim barna auðið. En
keisari átti margar konur að aust-
rænum sið þjóðhöfðingja og við
þeim gat hann margar dætur og
1 son. Sá tekur nú við ríkjurn og
heitir Yoshi Hito f. 1879, kvæntur
Sada prinsessu árið 1900. Nýi
keisarinn er vinsæll mjög. Hann
hefur ferðast mikið, fengið Norður-
álfu mentun og talar t. d. ensku
prýðilega og fleiri norðtrrálfutungur.
Gáfaður er hann mjög og vel að
sjer í fornbókmentum Japana og
Kínverja. Hann semur sig mjög
að siðum Norðurálfumanna, eftir
því sem hann getur við komið fyrir
anstrænunr hirðsiðum.
Friðmæli allmikil fara nú
tnilli Rússa og Japana, þótt ekki
sje fastmælum bundið, semsagtvar
í blöðum Rússa fyrir skemstu. Tryggja
Rússar yfirráð sín í Ytri-Mongólíu
og Norður-Manshjúríu, en Japanar
í Innri-Mongólíu og Suður-Man-
shjúríu. Talið erogað Rússar styðji
samband Breta og Japana um aust-
ræna friðinn.
í Marokko hófst uppreisn af
nýu 29. f. nr. Hjelt þá Mal Ainin
sá er eftir' völdum sækist þar, með
40000 manna her gegn Mulai Hafid
og fjekk 3 ág. í viðbót 20000 manns.
Nú snýr keisari með her manns gegn
þessum fjanda, og býst við að sigra
með aðstoð Frakka.
Lofifar Zeppelins, VictoriaLou-
ise hefur enn bætt við sig hámarki
í loftsiglingu á næturþeli í njósnar
ferð. Það fór aðfaranótt 13. f. nt.
343 enskar mílur og voru af því
125 mílur yfir sjó að fara.
Vfsundur drepur heims-
frægan flugmann. — Viltur
vísundur drap suður í Congo frakk-
neska flugmanninn Hubert Latham
7. f. m. — Hann þótti ganga næst
Bleriot að flugsnild, reyndi fyrstur
að fljúga yfir Ermarsund, en fjell í
sjóinn skanit frá landi í augsýn 40
þúsund manns. Við Reims-flugið ,
fræga 1909 gat hann sjer mikinn 1
orðstír. En litið lagðist fyrir kapp- ,■
ann: nú hefur mannýgur tuddi stýft
vængi hans.
Gull hefur fundist í glitgrjóti
við Cap borg í Afríku, er verið var
að grafa þar fyrir hafnarvirkjum. —
Hún verður gullnáma, hafnargerðin
sú.
Henry Poincaréfrægur tölu
vitringur, stjarnfræðingur og heim-
spekingur frakkneskur (f. 1854) dó í
París 17.f.m. Hannveitti fyrst stjörnu
e tirtekt 9 mánaða gamall, erhann
horfði út um glugga. En síðar fann
hann fyrstur fleiri stjörnur.
Heræfingu með stórskotaliði
óg fallbyssum hafa Svssar nýlega
liaft í Alpafjöllum á tindinum Dent
du Midi, í 10695 feta hæð og tók-
ust þær vel, hafa heræfingar aldrei
áður verið reyndar með stó.skota-
liði svo hátt uppi.
Ung sundkenslu-kona
sænsk, varð vitskert alt í einu
meðan hún var að kenna 30 stúlk-
utn sund í sjó við Helsingjaborg
í Svíþjóð. - Húrt synti út í sjó
og skoraði á stúlkurnar að fylgja
sjer og synda alla leið til Helsingja-
eyrar í Danmörku; þær gegndu því
allar nema ein, er synti til Iands
og sótti hjálp. Margir vjelabátar voru
settir á flot og eltu sundmeyarnar
langt á haf út. Stúlkurnar náðust
allar lifandi, og kenslukonan náðist
líka, er hún var að sökkva rjett við
Danmerkur strönd. Var hún þegar
flutt á danskan »klepp«.
Piura-borg í Peru eyddist
næsturn öll í jarðskjálfta 24. f. m.
á 40 sekúndum. Margir biðu baua
og særðust.
Eldsvoði eyddi 25.f.m. kampa-
vínsgerðarhöll mikilli í Epernay á
Frakklandi. Þrír menn biðu bana
og skaðinn er metinn 80 þúsundir
sterlings punda. Sá hjet Mercier, er
húsið átti.
Dom Joao Almeida, upp-
reistarforingi konungssinna í Portú-
gal, sá er fyr hefur verið getið í
Vísi, hefur verið dæmdur fyrir her-
rjetti sekur og skal hann sæta 6
ára einföldu fangelsi, en þar á eftir
vera 10 ár í útlegð.
Einar Mikkelsen, sá er fór
að leita menjanna eftir Mylius-Erik-
sen skáld á norð-austurströnd Græn-
Iands árið 1909, kom heill á húfi
með hvalveiðaskipi norsku Sæ-
blóniinu« til Álasttnds 27. f. m.
ásamt förunaut sínum Iversen. Þeir
voru fuil þrjú ár í burtu og töldu
þá allir af. Þeir fundu dagbækur
Mylius-Ericksens og lentu í miklum
hðrmungum. Hundar þeirra dráp-
ust og þá sem eftir lifðu urðu þeir
að eta til að halda í sjer lífinu. —
Vikan segir í næsta sinn ferðasögu
þeirra.
Frá Alþingi.
Fyrstu Iögin
sem afgreidd eru þaðan eru unt
alþingistímann og voru afgreidd
frá e.d. og hljóða svo:
Hið reglulega alþingi skal koma
saman fyrsta virkan dag í júlí mán-
uði, rnnað hvort ár, hafi konungur
eigi ákveðið annan samkomudag
sama ár.
Nefndarálit
meiri hl. við frumvarp til laga um
stofnun peningalotterís fyrir ísland.
Lotterí er til nálega í landi hverju,
og á sjálft landið annaðhvort lotte-
rt'ið, eða landið selur einstaklingum
einkarjett til lotteríhalds gegn háu
afgjaldi. Með öðruhvoru mótinu
verður lotterí að vera, því ella næði
landið ekki aðaltilgangi sínum með
lotteríhaldi eða lotteríleyfi, þeim að
afla sjer auðfenginna tekna.
Hjer á landi hefur lotterí aldrei
verið til og verður tæplega til f
fyrirsjáanlegri framtíð. Þjóðin er
of fámenn og fátæk til að geta
borið slíka stofnun ein, en ógern-
ingur að afla sjer hjeðan viðskifta-
vina í öðrum löndum. Fjarlægðin
of mikil til þess. Viðskiftavinirnir
vilja fá vitneskju um, hvort þeir hafi
unnið samstundis og »dregið« er,
en það geta þeir því að eins, að
greiðar sjeu samgöngur við drátt-
staðinn.
Nú gefst íslandi hinsvegar kost-
ur á að hafa það gagn af lotteríi,
sem önnur lönd sækjast eftir, og
losast þó jafnframt við það ógagn,
sem talið er fylgja lotteríi fyrir lítt-
þroskaðan almenning. Gagnið þetta,
að geta fengið álitlegar tekjur lands-
sjóði til handa, án nokkurrar áhættu
eða fyrirhafnar. Og skaðlaust eða
skaðlítið fyrir' almenning, með því
að lotteríið má ekki hafa netna
mjög svo lítil viðskifti við lands-
menn, en viðskifti lotterís við seðla-
kaupendur lotterís ávalt til mikils
hagnaðar, en viðskiftavinum þess
•yfirleitt til óhagnaðar. Vinningarnir
úr hverju lotteríi lægri en iðgjöld-
in, sem til þess renna.
Af því að Iottérí eru annarsveg-
ar mikil gróðalind, en hinsvegar til
í flestum löndum, fá færri lotterí-
leyfi en vilja, enda þess vegna leit-
að nú til löggjafarvalds íslands.
Leyfisleitendurnir fara þó ekki
fram á að lotterí verði stofnað hjer
á landi, og ætla því heldur ekki á
viðskifti íslendinga að nokkru ráði.
Þeir byggja þvert á móti nálega
eingöngu upp á viðskifti við út-
lönd. En til þess að geta aflað sjer
viðskiftavina erlendis, verða þeir að
fá leyfi einhvers lands til lotteríhalds-
ins og verða jafnframt að reka það
þar sem hægt er að ná til þess.
Þeir fá ekki slíkt Ieyfi í löndum,
sem lotterí eru til í, og hafa því
leitað hingað, en þykjast hafa vissu
fyrir að mega reka það í Kaup-
mannahöfn, fái þeir leyfi löggjafar-
valdsins, konungs og alþingis, til
lotteríhaldsins. Þeir fara þannig í
rauninni aðeins fram því, að mega
kenna lotteríið við ísland.
Lotteríið á þó að vera utidirgef-
ið stjórn landsins. Hún útnefnir "
stjórnendur þess, setur því reglugeið
og getur svift leyfishafa leyfinu,
standi lotteríið ekki að öllu leyti í
skilum.
Auk nafnsins, sem landið á að
leggja til, er aðeins ætlast til þess,
að utanríkislotteríum verði ekki leyft
að keppa hjer við lotteríið — íþví
einu er einkarjetturinn fólginn —
og svo til hins, að landið ábyrg-
ist tryggingarsjóð lotterísins gegn
vinnendum, en sú ábyrgð eraðeins
í orði kveðnu, því að sjóðurinn
verður undir hendi ráðherra.
Lotteríið verðut með líku fyrir-
komulagi og danska ríkislotteríið og
nýlendulotteríið, en þau eru talin,
einkum hið fyrnefnda, meðal hinna
bestu lottería.
í notum þess, sem landið legg-
ur til samkvæmt ofansögðu, fær það
4% af öllum iðgjöldunum. Seldust
allir seðlarnir, 50000 talsins, fyrir
150 fr. hver, fengi landið 270000
kr. gjald á missiri, eða 540000 kr.
á ári. Og hvað sem seðlasölunni
líður, eru landinu trygðar um 100000
kr. á inissiri, eða 200000 kr. á ári.
Sú Iágmarksupphæðer landinu trygð,
enda á lotteríið að setja landssjóði
veð fyrir skilvísri greiðslu upphæð-
ar þessarar. Auk þess á landið að
fá helming þeirra vinninga, sem
ekki verður gengið eftir.
Leyfishafarnir fullyrða, að land-
inu skuli verða sett trygging fyrir
því, að leyfið verði notað, áður en
landstjórnarinnar verði Ieitað um
útgáfu leyfisbrjefsins, enda á leyfið
að verða ónýtt, verði það ekki not-
að innan 31. desbr. 1913.
Hjer að ofan er málavöxtum lýst
svo sem þeir mundu verða með
breytingum þeim, sem nefrfdin ber
fram á sjerstöku þingskjali. Og fær
nefndin, eða meiri hlnti hennar, 6
af 7, ekki sjeð betur en að sjálf-
gefið sje, að taka málinu vel, jafn
brýn og fjárþörf landssjóðs nú er,
og engin áhætta honum til handa
á aðra hönd.
Þó vill nefndin láta þess getið,
að valt væri að byggja á mjög mikl-
um tekjum af lotteríinu til fram-
búðar, sem föstum tekjum á fjár-
lögunum, enda vel til fallið, að
eitthvað af tekjunum væri látiðganga
til fastra Iandsstofnana, svo sem til
landsbankans og byggingarsjóðs.
Neðri deild Alþingis, 3.ágústl912.
Eggert Pálsson, Lárus H. Bjarnason,
formaður. skrifari og framsögum.
Valtýr Guðmundsson. Jón Ólafsson.
Pjetur Jónsson. Björn Kristjánsson.