Vikan - 12.08.1912, Qupperneq 4

Vikan - 12.08.1912, Qupperneq 4
V I K A N myrða fjandmann sinn og frændur hans og börn alsaklaus álíta þeir heilaga skyldu sfna. Frá Japan. Brot úr menningarsögu nútið- arinnar í Áusturheimi. Menn eiga bágt með að trúa því að nokkuð sje orðið eftir af Ár- ljómalandi inu forna: Japan, hvorki í siðum nje þjóðarlunderni-, þegar litið er á byitinga og breytinga- hamfarirnar þar í landi á siðustu áratugum, Þess vegna er gaman og fróðleikur að heyra, hvaða dóm rithöfundurinn Lafcadio Hearn kveð- ur upp í þessu efni í bók sinni: Kvushu, um nútíðar menningu Ja- pana, sem nýlega er komin út er- lendis. Orð hans eru því þyngri á metunum sem þarna er niaður, sem þekkir Japan, — sem dvalið hefur þar í landi í mörg ár, ekki sem ferðalangur, heldur sem vinur og kennari bestu manna þar, — maður, sem farið hefur um þetta fagra land þvert og endilangt og kynt sjer það til hiítar, lifað lífi allra síjetta þjóðarinnar og unnað Japan sem annari ættjörð sinni. Hann getur öðrum framar dæmt um gildi og áhrif endurbóta þeirra sem rutt hafa sjer til rúms með þjóðinn . Japan hefur fyrst og fremst tek- ið þeim mestu stakkaskiftum heima fyrir, sem hugsanleg voru um nokk urt land í Austurheimi. Gamla Ijensstjórnar-fyrirkomulagið, með al- ræði aðalsins og prestastjettarinnar, sem klauf og sundraði þjóðfjelag- inu í eilífum óeirðum, leið undir lok, og uppreis þingbundið kon- ungsríki, með þjóðræði og þing- ræði. Þessu næst hófust endurbæt- ur í framkvæmdah'fi og menning- arstarfinu inn á við og út á við. Japan tók upp herskipun og vopna- burð að fordæmi fremstu herþjóða Norðurálfunnar, Frakka og Þjóð- verja. Nýtísku skotvopn smá og stór voru keypt, herskip smíðuð í Englandi, er jafnvel voru fyrirmynd annara nýtísku herskipa. Hafnir voru gerðar og skipakvíar, reglu bundnum eimskipaferðum omið á —þeim fyrstu fyrir forgöngu austur- landaþjóða sjálfra. Vitar voru byggðir og flóðgarðar svo mikl- ir, að slíks eru ekki dæmi uni víða veröld. Járnbrautir voru lagðar svo sem nauðsyn bar til vegna her- flutnings og samgangna innan ríkis. Þá voru settar á stofn verksmiðjur, námar unnir, járnsmiðjur, mylnur og púðurverksmiðjur gerðar, uns auðið varð að keppa við iðnað og framfarir Vesturheimsmanna. Þá var mentamálum komið í lag, þjóðinni veitt almenn fræðsla, skólar settir á stofn og hærri mentastofnanir, sem fyllilega standa vorum jafnfætis ef ekki framar. Fullkomið trúarfrelsi (ögleitt og hverjum leyft að verða sæll við sína trú alveg óátalið. Yfir- leitt var frelsi veitt til alls þess, er að alþjóðaheill laut og hagkvæm- ast var Austurlandabúum í hvívetna. Allt var kennt, allt var notað, sem < að haldi kom, og í tveim stórstríðum sýndi þjóðin. að hún hafði lært meira en nokkurn útlendinga rendi grun í og gat látið sjer á sama standa án ótta við yfirvofandi ofur- efli, ef í harðbakkann slæi. En sá fer mjög vijlur vegar, sem heldur að Japan sje orðinn vest- rænt ríki, þrátt fyrir allar þessar ógurlegu byltingar og breytingar á síðasta mannsaldri. Japan varð ná- kvæmlega það sem það var og eins og það var. Erlendar uppgötvanir og áhrif hagnýtti þjóðin sjer svo rjett og með slíkum árangri, seni mikill listamaður eða listasmiður hagnýtir sjer ný áhöld, sem honum eru boðin, og endurbættar vjelar, en sjálf sál þjóðarinnar breyttist ekki pólitískt markmið og allir innr straumar, sem eru undirrótin að þjóðarkrafti Japana, breyttust ekki frekar en listastefna og markmið snillingsins breytist, þótt hann skifti um áhöld og aðferð, svo verkið gangi fljóíar og verði vandaðia. Nýlega hefurmikið verið ritað um ina einkennilegu, japönsku gh'mu: Ju-jitsu, sem hver einasti vel upp alinn japani lærir mjög rækilega. Það er einkennileg aðferð, að bera í ekki fyrir áhlaup mótstöðumanns- ins, því síður að ráðast á hann á móti, heldur nota sjer þau svo hann falii á sjálfs sín bragði. Sá sem er æfður í Ju-jitsu veitir hrind- ingum, höggum og árás mótstöðu- manns síns ekkert viðnám, tiörfar þvert á móti svo undan, að hinn falli um sjálfan sig. Haim styður hreyfing hans með djöfullegri slægð, uns hann gætir sín ekki og gerir sjálfum sjer skaða. Hann lætur mótstöðumanninn sjálfan grafa sjer gröf, án þess að gera nokkuð að því sjálfur. Hann tælir hann til þess að slá sjálfan sig úr iiði, hand- leggsbrjóta og jafnvel hálsbrjóta sig. Þessari glímulist, sem byggist á andlegum yfirburðum í stað líkam- Iegra, líkir Lafcadio Hearn, sem fyr var getið, við það, hvernig Japan- ar haga sjer gagnvart menningar- áhlaupi vesturþjóðanna. japanar veita því ekki rninstu mót- spyrnu, styðja það meira að segja, noía sje það svo meisíaralega, að allur ávinningurinn sje þeirra megin en mótstöðumennirnir bíði alt tjón af sjálfir. Þeir taka nuð ápægju í þjóriustu sína falibyssur, járnbrautir. almenna mentun, verksmiðjur og stýranleg Ioftför og nota það til þess að sigrast á vesturlaridaþjóð- unum þegar þeir þykjast við því búnir, hvort sem er á sviði iðnaðar, lista, vísinda eða vígvöliunum. En heima fyrir er Japan allt af Árljóma- landið ganrla og sama, og sjerhver Japani sami, rólegi, skapduli Aust- urhcimsbúinn. sem Vesturheimsbú- anum er ekki auðið við að sjá. Enn í dag er ferðast, þrátt fyrir járnbrautirnar. um mjóu, görnlu göturnar um »land sóluppkomunn- ar« í »kuruma«, smákerru, eins og átti sjer stað fyrir þúsundum ára. Bóndinn plægir akur sinn meö trje- plóg, sem er eldri en kristnin og á hæðunuin viðveginn eru litlu undur- hljóðu grafreitirnir, þar sem andi föðursins er heiðraður af sonum og sonarsonumí hundrað ár með dreypi- fórn og dýrum krásum. Eftir hund- rað ár hætta fórnirnar og þá deyr minning hins látna smátt og smátt, — svo er siður með Buddatrúar- mönnum. Jafnvel í musterunum eru fórnir færðar í aðeins hundrað ár. Þeim verður dapurt í geði, sem fara um japönsku hólana og hæð- irnar í kerrunni. Tímunum saman sjest ekkert annað en grænir hrís- akrar, ávalir hólar, yndislegir graf- hljóðir sveitabæir, himininn fagur- blár og við og við ströndin, sem öldurnar leika við án afláts, hægfara blágrænar í blíðu og sólskini. Og á undan litlu, Ijetlu kerrunum fer forhlauparinn hvatur og óþreytandi mílu eftir mílu og lítur aldrei við. Slíkri ferð lýsu ferðamaðurinn með töfrandi Iitum sem hjer segir: ~Ffh- Sumsrbrjef frá Höfn. (32° Celcius). Kæri Vísir. Maður er ekki upplagður til að skrifa í þessum hitum. Maðurtekur rögg á sig, sest fáklæddur við skrif- borðið og hugsar: Nei nú er mjer alvara og verður svo þess var að fingurnir loðasaman hálfvotir (óþægi- leg tilkenning) og svitinn stendur í droptimá enninu. Það dugar ekkert þó maður baði sig og þvoi, hálfri stundu síðar er manni jafn heiít aftur. Og guð hjálpi okkur, hvað á maður að skrifa um? Blöðin tala mest um baðvistina og baðlífið. Sand- ströndin við Hornbæk, Fanö og Skagen er þeim nú meira virði en allar stórfrjettir um Selandia og sigra á Olympiuleikum eða ráðherraskifti á Islandi. Menn gleyma jafnvel Einari Mikkelsen og stórumbrotum meðal Evrópuþjóðanna vegna þess- arar kröfu mannanna til sællífis. Það á við Dani: breið sandfjaran við sundið í skínandi sól og hita þar sem ekki verður þverfótað fyrir fá- klæddu baðfólki konum og körlum í eipni kös. Kæri Vísir, ef jegværi ekki hræddur um, að það gangi of nærri dygðugum hugsunarhætti heið- arlegra húsmæðra heima í Vík mundi mig langa til að gefa þjer nánari lýsingu á þessu ijettúðuga, hlæandi lífi hjer á Sjálandsey ogjótlandsskaga. Það á við Danskinn. Hann er svo frumlegur í pví ástandi. Aílir bestu eiginleikar þjóðarinnar koma þar svo glöggt fram. En jeg þori það ekki. Ekki af því jeg sjálfur sje hneyksl- aður. Siður en svo. Mjer er nautn að sjá það eins og alt upprunalegt hjá kynslóð mannanna, en jeg þori það ekki vegna húsmæðranna (dætranna? nei, dæturnar skilja það betur!) í Reykjavík. Jeg vil ekki fá óorð á mig hjá þeim!----------— Og Kaupmannahöfn. Já Kaup- mannahöfn liggur hjer dauf og döpur út við Eyrarsund, rænd því fegursta og besta sem hún á: unga kven- fólkinu. Hitinn liggur einsogsótt- veikisntóðan forðum yfir bænum og leggst þungt fyrir brjóstin á okkur, sem erum dæmdir þeim harða dómi að vera hjer hvernig sem viðrar. Og nýungar? Hvað stoðar það þó við höfum fiskiveiðasýningu eða að Futuristarnir komi hingað og gefi okkur tækifæri íii að sjá heimsins húmbúk fyrii ærna peninga. Jeg meina auðvitað Futuristana ekki fiskiveiðasýninguna. Náttúrlega hefi jeg virrð þar. Mjer fanst það skylda mín. Viö fórum þangað þrírkunn- ingjar fytir skötnmu. Þaðvaróþol- andi heitt að ganga á slíka staði en við erum ungir og látum oss ekkert fyrir brjósti bremia. Reyndar vorunt við allir Ieikmenn og fákunn- andi um fiskiveiðamál, en hver þekkir ekki þorskinn, sá ep alinn er upp við sjó á íslandi? Þótti okkur því vænt um að sjá, að þessi vor »bjargvættur besti« er ekki lakari að útliti og öllum frágangi eins og hann kemur frá íslandi en annarsstaðar að (t. d. Noregi). Yfirhötuð virðist íslenska deildin sýningarmnar sóma sjer vel og ekki standa öðrum að baki. Er það gleðiefni hið mesta.— Bara að P. Bjarnason á ísafirði gæti látið prenta dálítið fallegri og sntekkiegri miða á niðursuðudósir sínar. Væri ekki reynandi að \á teiknara vora og listamenn til þess að spreyta sig á því? Þeir gætu máske »þjenað« sjer vænan skilding við það. Og enginn ósómi er það. Miinchen á Þýska- landi er sennilega mestur listabær Þjóðverja. Þar hafa margir ágætir listanienn fengið orð á sig fyrir góðar 1 itateikningar af því t^egi (auglýsingar og etikettur). LTrn heini allan nota iðnrekendur listina í sína þjónusíu: þeir verða að vera »up- to-date«. ef nokkuð á undan að ganga. Annars var þetta nú út við kvörn. Aðeins vinsamleg uppástunga. Menn mega ekki skilja mig svo, að nið- ursuðuverksmiðjan á ísafirði ekki hafi verið sjer til sóma á sýning- unni. Reyndar smakkaði jeg ekki fiskbollurnar, en jeg tel víst, að ekk- ert hafi verið út á þær að setja. Ekki getur heldur fregnin um ráðherraskiflin og óii sú eftirtekt, sem það vekur hjer, nje heldur sá gauragangur, sem íslensku Ólym- píufararnir vöktu hjer er þeir neit- uðu að fylla flokk Da"a við al- þjóðaleikina, vegið upp þau óþæg- indi sem það liefur í för með sjer að lifa inni í stórborg í sumarhita. Politiken (Ove Rode), það blað hjer, sem allir lesa og enginn geturver- ið án, en sem allir eru þó sam- mála um að ekkert standi í (!), veg- ur að Nationaltidende í leiðara út af Ólympíuhneykslinu. Kallar hún það reifarakaupa-þjóðrækni (Godtköbs- nationalisme) er Danir vildu amast við því að vjer skipuðum sjerstak- an flokk við leikina. (Nationaltid- ende var auðvitað stórhrifið af til- tækinu). Hið ytra er ráðherraskift- unum tekið með velvilja. Nl. Jóhann Bessason bóndi á Skarði í Dalmynni er nýlátinn, þjóðhagasmiður og búhöldur mikill, forn í skapi og einkenni- legur ílits. Mynd hanseríÓðni. Reykjavík Austurstr.3 Rotterdam Delftsche- .'-straat 35 oB^ve\sUn. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlunds-prentsm. *

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/218

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.