Vínland - 01.05.1902, Blaðsíða 7

Vínland - 01.05.1902, Blaðsíða 7
% B ókmervíir $ VICTOR. HUGO. 20. febr. síðastl. var hundraðasti fæð- ingardagur fessa heimsfræga liöfundar haldinn hátíðlegur víða um löud, en b<> sérstaklega á ;ettjörð hans, Frakklandi. Hafa öll merk bókmentablöð minst lians á ný um fmssar muadir, en vór minuumst eigi að hafa sóð neitt, um ha.nn á prenti i íslenzkum blöðum, og pv-kir oss því við- eiga, að minnast hans stuttlega. . Victor Marie Hugo fæddist í Besancon 26. febr. 1802, og dó í Paris 1885. Faðir hans var herforiugi í liði Napoleons mikla. I æsku ftuttist hanu með foreldr- nm sínum til Elba, Corsica, Sviss og Italíu. Síðan fór móðir hans með hann til Parísar og kom honum par til náms hjá presti einum. Að tveimur árum liðnum fluttist hann til Madrid, þar sem faðir liaus þá var við lierstjórn í liði Jósefs Bonapartes. Þegar Napoleon fóll úr tigninni og keisaraveldið á Frakk- landi leið undir lok, urðu foreldrar Hugos hvort öðru fráskilin og komst hann þá algerlega í umsjón föður síns. Faðir hans lcom honum á ný til náms og ætlaðist, til, að hann legði fyrir sig hern- aðarfræði, en liugo fókk þó leyfl hanstil að stunda í stað þess bókmentafræði. Ungur að aldri tók liann að rita bækur, og liggja svomixil og rnörg ritverk eftir hann, að furðu gegnir. Síðan hann dó hafa komið út, mörg ný rit, semeftirhanu láu, og þó enn sagt nokkuð ópnmtað. Jafnframt bókmentalegu starfl sínu gaf Hugo sig all-mikið við stjórnmálum. í æsku var liann trúr fylgismaður Napoleons og studdi síðar af alefli við- reisn konungsstjórnarinnar. En svo breyttust skoðanir haus, og hann varð einhver hinn einbeittasti forkólfur lýð- stjórnarinnar. Þegar Louis Napoleon velti um koll lýðveldinu á Frakklandi og stofnaði á ný keisaradæmið, fór Hugo svo hörðum orðum um atliæfi það, að hann vuir gerður útlægur úr landinu. í útlegð var hann í tuttugu ár í ýmsum löndum, og ritaði alla þá tið af mesta kappi. Þegar keisaraveldið valt um á ný á Frakklandi, sneri hann lieim aftur, og fögnuðu landar lians honum þá sem öðrurn dýrlingi. Hann var þegar kosinn þingmaður til efri deildar, en mætti þar svo hörðu fyrir framkomu síua í ýmsum málum, einkum fyrir mót,s]5yrnu sína gegn^ friðarsamningnum milii Frakk- lands og Þýzkalands, að haun neyddist til að segja af sór og yfirgefa París. Síð- ar átti hann þó sæti í þinginu og dró í livívetna tanm Jreirra, er mest voru radical í stjórnmúlum, varð siðast svo að segja Socialisti, og sýnir það bezt liví- líkum breytingum hugarfar hans var undirorpið, þar sem hann i fyrstu var Imperialisti. Hann var uppi á byltiuga- tíð, í byltiuga landi. Útlegð hans olli því, að hann fékk hatur ástjórninni og ýmu- gust á öllu mannfélags-skipulaginu. Sem rithöfundur og skáld ber Hugo öll merki liinna r.’.iklu byltinga, sem ein- kendu samtíð hans og sjálfan hann í stjórnmálunum. Hann var höfundur rómantWcv stefnunnar í skáldskap 19. aldarinnar. Mjög sjaldan lcemur fyrir spaug og gaman í sögum lians og ijóð- nm. Houum var ávalt alvara. Valdi hans á málinu er viðbrugðið. Hugsanir hans eru oftast eins ogöldugaugur ú sjó. Hann fer með mann úr einu í annað, án þess maður átti sig hvert hann í það og það skiftið er að fara. Hann slengir lieilum kapítulum áf heims]iekilegum hugleiðingum inn í sögur sínar. Enginn hefur betur kunnað að lýsa náttúrunni eða segja frá viðburðum en hanu. Aldrei hefur víst náttúruöflunum verið betur lýst en í sögunni lians “Les Travailleurs de la Mer” (Sjófareudurnir). Hvinandi hafrokið, öskrandi óveðrið og magnleysi mannsins í þeim lirikaleik, er umtalsefni hans i þeirri bók. En livað lýsingar á viðburðum snertir, kemur snild hans hvergi betur í ljós en í frásögunni um orustnna á Waterloo í sögunni “Les Miserables.” Það, sem sérstaklega einkennir Victor Hugo, er mannúðin. Hann er mannúðar- innar skáld. Meðaumkunin virðist hafa voriö sterkasta tilfinning hjarta hans. Ætlunarverk hans er að tala máli aum- ingjanna, enda heitir merkilegasta sagan lians Lcs Miscrables, sem þýðir “Aumingj- arnir ” Um þá bók hefur Tolstoi sagt, að hún sé hiu fegursta bókmeuta perla 19. aldarinnar. Hugo vann að þeirri miklu ritsmíð t 20 ár. Hann bvrjaði á sögunni 1845, en lauk ekki við hana fyr en 1862. Lcs MiseraUes ber af öllum mannúðar- sögum. í kjölfar hennar siglir nú liin mikla bók Tolstois “Upprisan.” Til sam- anburðar liöfum vér að sönnu ensku mannúðar-bókmentirnar frá sömn tíð. Um sama leyti (1852) kom út bók Harriet Beecher Stowe, sem mikilli liylli átti að fagua hér í Ameríku og svo góðan þátt átti i að iétta okiuu af svertingjunum. “Adam Bede” og “Silas Marner” eftir George Eliot komu út um sömu mundir, liin fyrri 1858 og liin aíðari 1861. Nærri allar bækur Charles Diekens tala líka máli “aumingjanna.” En eugin þessi bók getur þó jafnast á við Les Míserables. Göfugri sálir liafa víst sjaldan verið sýndar mönnunum ensálir þeirra Myriels biskups, sem er persónugerfiugur hins kristilega mannkærleika og ljúfmensku, og Valjeans, sem er ímynd göfugleikans og sjálfsafneitunarinnar. Frakkneskur ritdómari einn merkur, M. Le Breton, hefur sagt, í ný-útkominni ritgerð, aö ekkert sé fegurra til í bókmentum lieims- ius heldur eu samtal þeirra Mvriels og Valjeaus í Les Miserablcs. llér kemur lítið brot úr þeim kafla: “Valjean hafði ails staðar verið úthýst, börnin höfðu æpt aðhonum og hundarn- ir gelt að honum. Eins brjóstumkenn- anlegur var hann á þessu ráfi sínu eius og Ædipus eða Lear konungar. Lafmóður og í vondu skapi gekk liann loks inn í hið litilmótlega hús Myriels. Hann sagði til nafns síns; hann sýndi vegabréf sitt, sem sýndi, að hann var útleystur saka- maður, vegabrefið, sem olli því, ‘að hann var burtrekinn og eltur, livar sem hann fór’, eins og hann sjálfur komst að orði. En í staðinn fvrir að reka liann burt, í staðinn fyrir að hrópa: ‘Snáfaðu burtu, huudurunn þiun’, eins og aðrir höfðu gert,, þá setti Mvriel hann við borðið og sagði blíðlega: “ ‘Þú þarft ekki að segja mér hver þú ert. Þetta er ekki mitt liús; það er liús Jesií Ivrists. Ilér er eklci spnrt, hvort aðkomumaðurinn hafi nafn, heldur hvort hann liafi sorg. Þú átt bágt; þú ert liungraöur og þyrstur. Vertu velkom- inn. Þaklca þii mér ekki; seg ekki, að eg taki þig í mitt hús. Enginn getur átt hér lieima, nema sá, sem þarfuast hælis. Eg segi þér, þér, sem átt liér með röttu aðgang: ‘Þú átt hér betiir heima en eg. Alt, sem liér er, er þitt. Því skyldi eg spyrja þig að heiti? Eg vissi lílta livert nafn þitt var, áður en þú sagðir mérþað.’ “Valjean starði á liann forviða. “ ‘Hvernig þá? Ekki gútuð þér vitað heiti mit.t.’ “ ‘Jú,’ svaraði biskupiun, ‘þú lieitir bróðir miun.’ ” ÍSLENZK TÍMARIT. Eimkkidix, VI11. ár, 2 hefti,er nýlcom- in liiugað og liefurinni að iialda það, sem nú segir: Nýöldin, kvæði eftir Matth. Jocliumsson: Henry Ward Beepher, brot af gamalli “tölu” eftir Hafst. Pétursson; Uppdrættir Islauds, eftir Þ. Tlioroddsen; Alþýðuskáld Þingeyinga [Jón Þorsteins- son, Sigurjóu Friðjónsson, Indriði Þor- kelsson, Sigurður Jónsson] eftir Guð- mund Friðjónsson; Jónas Hallgrimsson og Trúin, eftir Helga Pétursson; Trúar- og Kirkju-mál Dana 1900, eftir Matth. Jochumssou; Systir Miu, saga eftirGuðm. Friðjónsson; Tvö kvæði “Varði” og “Þing”—eftir Guðmund Magnússon; Hitsjá, dómár um íslenzkar bækur, eftir Valtý Guðmundssou, Helga Jónsson og Iiafstein Pétursson; Islenzk hringsjá, yfirlit yfir íslenzk fræði i erlendum rit- um, eftir Valtý Guðmundsson og Sigfús Einarsson. Svnnaxfa ui fyrir mánuðina marz og apríl er nýkominn frá Keykjavík. í marz-blaðinu er ritgerð um Sigurð Magnússon frá Kópsvatni og mynd af lionum; ritgerð um Stephau G. Stephans- son, Alberta skáldið, eftir Guðm. Frið- jónsson; mynd af gamla íslenzka vef- stöluum og ritgerð um hann; og loks framhald af Ferðarollu Kouferenzráðs Dr. Magn. Stepheusens. I apríl-blaðinu er mynd af forseta vorum Tlieo. Roose- velt og ritg-erð um liann; áframhald af ritgerð Guðm. Friðjónssonar um St. G. Stephansson; ritgerð um William Mar- cóni og myud af iionum og rafskeyta- strengjum hans; annar þáttur úr Snæ- bjarnar sögu; mvndir og lýsingar á tveimur stórhýsum i Reykjavík; og fram- hald af Ferðarollu M. S.

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.