Vínland - 01.04.1903, Síða 5

Vínland - 01.04.1903, Síða 5
liefir meiri þörf á sjálfstæðum skóla en vér Vestur-íslendingar. Ef vér að eins athugum hveruig ástatt er með móðurmál vort hjá hinni yngri kynslóð, sem alist hefir upp og mentast að öllu leyti hér í landi, pá munum vér brátt komast að raun um, að framtíðar- horfur íslenzkunnar meðal vor eru alt annað glæsilegar. Flestir unediniíar af íslenzkum ættum læra að tala íslenzku af foreldrum og ætt- ingjum í heimahúsum, pó að sjálfsögðu nokkuð bjagaða. sumir, en allflest börn tala hana vel, helzt til sveita, pví eldra fólkið tal- ar par flest allgott mal. Börnin tala að jafnaði bezt mál frá fjögra ára til tíu ára gömul, eða frá peim aldri, er pau geta fyrst talað skyrt mál og pangað til enskunámið í skólunum fer að hafa áhrif á mál peirra og hugsunarhátt; pá fer íslenzkunni vanalega að fara aftur því börnunum verður enskan smátt og smátt tamari. Samt er furða hvaðmargir ungir menn og hálffullojðnir tala vel íslenzku án pess að skemma hana með ensku slettum, pó peir liafl aldrei að heita má lært neitt í íslenzku nema pað, sem peir heyra í daglegu tali helzt þegar peir eru með eldri mönnum, sem mestmeernis tala íslenzku. Alment tala o íslendingar hér betra mál nú en peir gerðu fyrstu árin eftir peir komu hór vestur, pví pá hætti peim mjög við að búa til alls konar bögumæli úr ensku máli og blanda peim sam- an við íslenzkuna, en peir leggja pað niður smám saman, jafnframt pví sem peir læra enskuna betur, og sjá hversu Ijótog ósmekk- leg orðskrípi úr pví verða, að tala ensk orð með íslenzkum framburði oít ending'um. í o o fljótu bragði gætu menn af pessu dregið pá ályktun, að íslenzkunni só pá engin hætta búin, pví pað sé vottur pess, að málinu fari fram en ekki aftur, að menn tala pað hreinna en fyrir 20 árum síðan. En ef pess er gætt, að framtíð móðurmálsins er mest á valdi hinn- ar uppvaxandi kynslóðar og afkomenda liennar, og pað er jafnframt athugað, hversu lítið ungmenni vor læra í íslenxku og liversu lítið allur fjöldi peirra sinnir henni, pá verð- ur útlitið alt annað. Eins ocf áður var saot, creta næstum allir o o 7 o íslenzkir unglingar, sem hór eru uppalnir, talað íslenzku, og alþr peir, sem pað geta, hafa lært það áður en peir byrjuðu skóla- nám, en eftir pað mun íslenzku kunnáttu peirra flestra fara fremur aftur en fram. Flestum íslenzkum börnum er að nafninu til kentað lesaíslenzku, svo pau geti lært kristi- leg fræði á móðurmálinu; en pó pau geti með tilsögn annara komist fram úr fræðumsínum, þá er lestraræfingin ekki mikil, og margir unglingar láta par við sitja, og líta aldrei frarnar í neina íslenzka bók, svo peir eru víst æði margir, sem fáum árum eftir ferminguna geta ekki Jesið ís en/kuna. En pó eru peir sem lesa íslenzkuna, miklu fleiri en peir, sem, læra að skrifa hana. t>að má óhætt fullyrða, að enginn íslenzkur unglingur hafi enn lært að skrifa íslenzku liér í landi svo að í nokkru lam sé. o t>eir íslendingar, sem hafa eingöngu mentast í æðri skólurn hór í landi, geta víst flestir lesið íslenzku, en varla nokkur peirra getur skrifað hana stórlytalaust, og pá eru litlar líkur til pess, að peir munu vekja áhuga almennings á pví, að viðhalda máli sínu og bókmentum; en pó hafa nokkrir íslenzkir námsmenn við hérlendan skóla nylega látið til sín taka í pví efni og unnið áð pví af öllum kröftum, að stofnsetja íslenzkt bóka- safn í skója sínum; en pað má fremur telja einstakt dæmi en vott um almennan áhuga meðal íslenzkra námsmanna að viðhalda ís- lenzkri tungu og bókmentum. Yfir höfuð má segja pað um hérlenda námsmenn af íslenzkum ættum, sem hér eru uppalnir frá bernskuárum, að peir geta talað algengustu orð í daglegu íslenzku máli, en peir hafa ekkert vald á móðurmáli sínu til pess að láta pað flytja hugmyndir sínar í skipulegri ræðu, pó peir sóu pryðisvel mælsk- ir er peir tala ensku; margir peirra reyna alis ekki að skrifa íslenzku, og peir, sem eitthvað fást við pað, eru flestir ófærir til pess; rótt- ritun peirra er ekki bót mæiandi, en j)ó er hún vanalega miklu betri en orðaval og setninga skipun, sem synir j)að, að pessir menn eru öldungis óvanir við að hugsa á ís- lenzku, og hafa enga hugmynd um frumatriði íslenzkrar málfræði; og [cað er eðlilegt ]>ví alt, sem Jæir læra, veniir pá við að hugsa á ensku, og íslenzka málfræði heyra peir varla nefnda á nafn. • íslenzk ungmenni hér í Bandaríkjunum læra næstum {jví alt á ensku eftir pau byrja að ganga í barnaskólana, nema J>að, sem J>au læra í trúarbrögðum, og J>að er yfir höfuð mikið kirkjunni að pakka hvað íslenzk tunga og íslenzkar bókmentir haldast við meðal V estur-Islendinga. Islenzk blöð og tímarit eiga miklu minni [>4tt í [>ví; að minsta kosti kenna J>au fáum málið, pví meirililuti unglinganna les J>au sjaldan eða aldrei. Meðal vor er eno-inn málfræðing-ur í íslenzku, og enginn, sem vér getum sagt pað um með róttu. að hann riti hreina og fallega íslenzku. En meðal vor eru margir ungir menn, sem hvorki lesa né skrifa íslenzku, nokkrir, sem ekki geta talað liana, eða eiga svo ertítt með J>að, að peir gera pað ekki neiua bráða nauðsyn beri til, og fiestumpeirra mun pykja ój>arft. að viðhalda máli, sem J>eir ekki geta talað við hérlenda menn. í Canada stendur íslenzkan enn á fastari grundvelli en hér í landi, af J>ví íslendingar eru J>ar fjölmennari og sumstaðar nokkuð fráskilnir innlendum mönnum, en pó raest vegna pess. að pangað flytja árlega margir frá íslandi, og íslendingar standa par að mörgu leyti í nánara sambandi við ísland en J>eir, sem búa hér í Bandarlkiunum. Samt J>ykjumst vór mega fullyrða, að fiest J>að, er vór höfum sagt uvn íslenzkuna í Bandaríkjun- um lysi einnig ástandi málsins í flestum ís- lendinga bygðum í Canada. En bæði hér og í Canada eru pó margir menn,—meðal J>eirra ungir menn, uppalnir hér vestra,—sem syna mikinn áhuga á pví, að viðhalda íslenzkri tungu og bókmentum, og sá áhugi hefir vissulega vaxið síðustu árin. Kirkjufélagið vakti fyrst athygli manna á pví er J>að var að berjast fyrir skólahugmyndinni og síðan.hefir bæði félagsmönnum og mörg- um öðrum verið pað mikið áhugamál, að eignast íslenzkan skóia, pví J>að virðist vera eina úrræðið. Flest hérlend blöð hafa nú margsagt J>á sögu, að Goiohi Abe, kolakaupmaður I Tokio í Japan, hafi árið 1900 lagt 3000 ven á helzta bankann J>ar í borginni og gert um leið pann samning, að bankinn skyldi halda J>ví fé á vöxtum í 250 ár, og gjalda pámeð rentumog rentu-rentum alla upphæðina, sem pá á að, vera eitt J>úsund tvö hundruð og átta miljón- ir, fjögur hundruð og ellefu J>úsund, hundrað sjötíu og níu yen. Þetta pykir blöðunum hér einkennilega austurlenzk fyrirhyggja.— En J>au geta pess ekki. að íslenákir fjármála- fræðingar fundu petta ráð til að sjá niðjum sínum borgið, löngu áður en kolakaupmann- inum í Japan hugkvæmdist ]>að.—Þeimheið- ur, sem heiður ber. “Hvaða látum! Hvort er það svo!” —Skipafreqn. Það ber stundum við, að blöðin á íslandi flytja fréttir frá Bandarílcjunum, meðal annara útlendra frétta. Synishorn af peiin fréttum er í ísafold 14. marz, 1903. Alt, sem j>ar er í fréttum að segja frá Bandaríkjunum, er J>að að ymsir auðkyfingar í New Ybrk hafi svik- samlega komist undan skattgreiðslu, og ein- hver stórmenni par I börginni hafi orðið upp- vís að ]>ví, að hjftlpa ]>eim til pess og pegið mútur fyrir; svo voru pessi stórmenni dregin fyrir lög og dóm. t>ví næst segir frá pví er “Roosevelt forseti meiddi sig nylega í skylmingum svo mikið, að búist er jafnvel við, að verði að taka af honum hægri hönd- ina.”—Jafnvel ísafold ætti að vita betur. Vorir vesturheimsku g’ag’nrfnondur virð- ast nú vera alveg búnir að segja álit sitt um jóla- og nyárs-blöðin, og fagurfræðingarnir eru víst lika langt komnir ineð Hjartadrotn- inguna, svo nú er hætt við að dauflegt verði í heimi bókmentanna og listanna nema Hag- yrðingafélagið hafi einhverja vorsálma að syngja. Á íslandi hafa hjálpfúsir menn hlaupið undir bagga með Vestur-íslendingumaðgefa út rit Gests Pálssonar, og jafnframt reisa J>eir minnisvarða—sjálfum sér.

x

Vínland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.