Voröld - 01.02.1918, Side 1
iisbók
Bein löggjöf — Alfrjáls
verzlun — ÞjóSeign allra
opinberra nytja.
FullkomiS jafnrétti, mál-
frelsi, ritfrelsi.
I. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, 1. FEBRÚAR 1918
NÚMER 1.
FRETTIR
Fylkisþingiö í Manitoba stei^d-
ur yfir. Þar hefir fátt gerst er
til frétta sé teljandi enn sem
komið er.
Rannsókn stendur yfir út af
því að herforingi í Winnipeg vai
kæröur fyrir það aS misþyrmr
mönnum. Sá heitir Gordon J
Simpson sem kærSur var, en
'mennirnir sem misþyrmt vav
heita Robert Clegg og Ralph
Naish. Þeir neituöu ab klæöast
herfötum eöa vinna aö stríö i
sökum trúarbragöa sinna, er>
fyrir þaö voru þeir látnir standa
alllengi alstrípaöir undir ískald
ri vatnsbunu og er sagt að þer
hafi fallið í öngvit. Máliö ei
ekki útkljáö.
Konur í Winnipeg hafa samið
bænaskrá um þaö að Curran dóm-
ari veröi rekinn úr embætti,
vegna þess að hann hafi felt of
vægan dóm yfir manni sem
Goodridge heitir Maðurinn
var kennari og haföi gert sig
sekan í ósiðferði við stúlkubörn
á skólanum.
Verkamenn viröast vera að
vakna víðsvegar um lönd og láta
til sín taka. Á Þýzkalandi hafa
þeir gjört stórkostleg verkföll og
krefjast þess aö friður sé sam-
inn nú þegar án hertekninga og
án skaöabóta. Verkamenn á
Englandi hafa einnig samþykt aö
ekki skuli fleiri menn teknir í
stríðiö riema stjórnin herskyldi
auðæfi hinna ríku og leyfi að
stofnað sé til alþjóða verka-
manna þings' og lávarðadeildin
afnumin.
Kvennréttindum miðar óðum
ifram; í B tndaríkjunum hefi
verið samþykt að leyfa honum
tkvæði, og burfti til þess brevr
’ng á stjórnarskránni. Mikln
fleiri samveldismenn (RenuV ii
cans) voru með því, en sérveldis-
menn (Democrats) ; en Wiison
forséti var því hlyntur og rek
v>,ð baggamuninn. \ England'
efir konum verið veittur
tkvæðisréttur og fá 6,000.00 •
venna atkvæði fyrir næstu kosn
ngu sem nú er í vændum; er talið
klegt að verkamenn og konur
ráði þar úrslitum að fullu og öllu.
í C'mada er allmikið um þaö
talað að járnbrautarnefndin hef-
ir leyft félögunum að hækka
flutningsgjöld um 15 prósent og
nemur þaö um $40,000,000 á ári
fyrir íbúa Vesturfylkjaftna.
LATIN
Oddný Jónína Jakobsdóttir .
kona Árna Eggertssonar verzl-
unarfulltrúa fslands andaðist að
heimili sínu 21. janúar eftir
barnsburð. Húii var mikilhæf
kona og vel gefin. Hafði hún
látið eftir sig erfðaskrá all-merki
lega, þar sem meöal annars var
veitt fé til stofnunar barna-
heimilis, er þaö mannúðlegt fyr
irtæki og gott. Útförin fór fram
frá heimilinu og Fyrstu lútersku
kirkjunni og var afar-fjölmenn.
I.
Steinar í veai
Fáir hafa hugmynd um þá steina sem kastaö hefir verið í
veg þessa blaðs áöur en það fæddist. Bréf hafa verið send
út á meðal manna; allskonar sögur spunnar upp og ýmisleg
tortryggni vakin til þess að reyna að kyrkja það í fæðingunni.
Svo langt hefir verið gengiö að stjórninni í Ottawa hefir verið
gert aðvart og getur tilgangurinn meö því ekki verið annar en
sá aö reyna að fyrirbyggja útkomu blaösins. Þetta hefir þó
ekki tekist, og hefir bæði sambandsstjórnin og hermálastjórnin
komiö fram með sanngirni og lipurö í þessu máli, þó er söm
þeirra gerðin sem steinunum köstuðu.
Vegna þess að bannað hefir verið að mynda hlutafélög
nema með sérstöku leyfi frá fjármálaráöherranum í Ottawa,
er blaðastofnun erfiöari; en um leyfið hefir þegar verið sótt og
væntum vér að þaö fáist.
Þess er óskað og þess er vænst, að íslendingar sem frjálsum
skoðunum unna gjÖTi sitt allra ítrasta til þess að útbreiða blað-
ið og safna fyrir það fé. Bréf eru send til 300 manna í þessu
skyni og ef hver þeirra fengi 10 manns til þess að leggja fram
$10 hvern, þá er blaðið þegar komið á fasta fætur fjárhags-
lega. Þetta ætti að vera auðvelt þar sem ekki þarf aö borga
nema 25 prósent í senn. Það er $2.50 nú þegar og $2.50 á
hverjum þremur mánuðum, eða aðeins 20c á viku. Þetta blað
bíst við að eiga harðsnúinni mótstöðu að mæta, það treystir á
samtök og drenglyndi íslendinga; það er lífsspursmál frjálsum
hugsunum að nú sé hafist handa.
Þetta verður blað bænda, þeir ættu að verða stoð þess og
stytta.
Þetta verður blað kvenna, konur ættu að leggja þvi lið eftir
mætti.
Þetta er líka blað barnanna; þau gætu mikið hjálpað til
þess að úbreíða blaðið, þau ættu að muna eftir Sólskini, Sólöld
kemur í staðinn fyrir það.
íslendingar, það er undir yður kornið hvort þetta blað á
fyrir sér langan aldur eða stuttan; þér ráðið forlögum þess.
“Og það er
þá mundi m
Þessi orð hljóta mörgum aö
hafa flogið i hug i haust þegar sú
frétt barst hingað vestur að
Tryggvi Gunnarsson væri látinn.
Fáir eru þeir sem lengra og
víðtækara æfistarf eiga vafiö
inn í sögur þjóðar vorrar svo aö
segja ó öllum svæðum en
Tryggvi Gunnarsson.
Þeir eru margir sem bera höf-
uö og herðar yfir samtiðarmenn
sina í einhverju einstöku, en þeir
eru þá oftast úti á þekju í öðrum
efnum.
Að vera búsýslumaður, fjár-
sýslu- og verzlunarmaður, stjórn
málamaður og bókmentamaður
og afkastamikill í öllu; þá sögu
eiga fáir, en Tryggvi Gunnarsson
á hana.
Hann var fæddur 18. okt. 1835
að Laufási í Þingeyjarsýslu.
Faðir hans var Gunnar prestur
Gunnarsson, en móðir Jóhanna
dóttir Gunnlaugs Briems, sýslu-
manns. Hann nam trésmíði af
Olafi Briem, móðurbróður sínum
fékk sveinsbréf þegar hann var
16 ára.
Árið 1859 kvæntist hann Hall-
dóra dóttur Þorsteins prests
Pálssonar f Hólsi í Fnjóskadal,
en hún andaðist 1875 og kvænt-
ist Tryggvi aldrei aftur.
1871 var stofnað hið svokall-
aða Gránufélag og var Tryggvi
formaður þess í 20 ár. Var það
fyrsta verzlunarfélag á íslandi er
teljandi væri og verður ekki töl-
um talið hvilik bléssun hefir hlot-
ist af því þótt ekki væri reiknað-
ur sá hágnaður sem það veitti
beinlínis. Með því var lagður
grundvöllur að stórstígutn verzl-
unar framförum á íslandi.
Tryggvi gerðist brátt héraðs
höfðingi; hann bjó rausnarbúi,
stundaði smiðar af kappi, fann
upp og smiðaði merkilega vatns-
mylnu sem vann fjölda mörg
verk; hann var hreppstjóri, bún-
aðarfélagsstjóri og ráða maður
sveitunga sinna i hvívetna. Bú-
fræði lærði hann á landbúnaðar-
fjölvirkur og velvirkur. Hann
var þrekmaöur með afbrigðum
stór vexti of fr(ður sýnum,glaður
og fyndinn; alþýðlegur og blátt
áfram og hjálpsamur, svo að
varla munu þeir finnast er fleiri
fátækir menn eigi lið að launa.
Tryggvi Gunnarsson bjó til
svo að segja einn fegursta skraut
garðinn sem þjóðin á—Alþingis-
garðin. Þar var hann vakinn og
sofinn og vann það starf alt án
endurgjalds. í þeim garði er
hann grafinn samkvæmt eigin
ósk.
íslenzka þjóðin á þar á bak að
sjá einum sínum bezta og mesta
syni, sem Tr. Gunnarsson er, og
mörg er sú skepnan sem hann
hefir verndað frá kvölum og
kulda.
“Já það er víst ef dýrin mættu
mæla
þá mundi veröa blessað nafnið
þitt.”
Nýlega var skýrt frá því í ís-
lenzku blaði að “meiri háttar”
eldur hefði komið upp í húsi.
Sjálfsagt hefir það átt að skiljast
þannig að kviknað hafi eldur í
húsi meiriháttar fólks.
Þessa stöku gerði Magnús
Markússon eftir kosningarnar:
Þó Lögberg og Kringla sér leið
hafi skift
og lamist um ölmusu brauðin,
þau sanna það öllum í ellinni gift
að ástin er sterkari’ en dauðinn.
BITAR
Grátum ekki, munum heldur.
Free Press hafði málfrelsi og
ritfrelsi á stefnuskrá sinni 1915
en hefir nú “strikað það út.”
Sagt er að Valtýr Guðmunds-
son ámæli Dönum fyrir vægð við
fslendinga.— Það eru lífseigir
draugar sem ganga aftur tutt-
ugu árum eftir að þeir eru grafn-
ir.
Manitoba réttvísi: Maður
stal skyrtu ræfli og var dæmdur
í sex mánaða fangelsi; annar
stal $1,000,000 og honum var
slept hegningarlaust.
Nýlega er því haldið fram í
blaði að stríöið hafi bjargað
heiminum frá yfirráðum verka-
manna—ætli tíminn sýni ekki
hið gagnstæða. ?
Það óhapp vildi til nýiega að
planki brotnaði í pallinum sem
Manitobastjórnin stóð á og er
búist við að sumir ráðherrarnir
muni detta niður um gatið.
vist ef dýrin mættu mæla
^röa blessað nafnið bitt
Þ orst. Erlingsson
skála í Noregi. Árið 1858 gekst
hann fyrir því að nýtt hákarla-
skip var fengið frá .útlöndum og
margfaldaðist hákarla veiði eftir
Það. Sama ár héldu bændur í
Eyjafirði fund með sér og af-
réðu að senda skip með 12000 kr.
viröi af vörum til Reykjavikur.
Tryggvi var kjörinn ioringi far-
arinnar, þá rúmlega tvítugur.
Hann ferðaðist nótt og dag,
samdi við kaupmenn í Reykja-
vík, hélt aftur heim, bjó skipið
og sigldi tafarlaust af stað.
Þetta var í fyrsta skifti að vör-
ur væru finttar sjóleið að norð-
an til Suðurlands og þótti merki
legt.
Árið 1869 var Tryggvi kjör-
| inn til alþingis og sat hann alls
| á 17. þingum. Var hann þar
oftast meðal hinna mestu at-
kvæða manna. Hann flutti þar
mörg mál, t.d. þessi: Að gufu-
skipaferðir kæmust á umhverfis
landið; að konur fengju jafnrétti
við menn; að afnumin yrði vín-
sala; að lög yrðu samin um dýra
verndun; að landið keypti bækur
og handritasafn Jóns Sigurðs-
sonar.
Tryggvi gekst fyrir því ásamt
Einar í Nesi að á fundi á Ljósa-
vatni var stofnað “Þjóðvinafé-
lagið” 1870. Jón Sigurðsson var
fyrsti forseti þess, eri Tryggvi
frá 1879 til dauðadags; hefir
það félag gefið út margar bæk-
ur og merkar, og Tryggvi
lagði því oft fé úr eiginn
vasa. Þjóðvinafélags almanak-
ið og Dýravinurinn verða ávalt
kærar bækur öllum sönnum fs-
lendingum.
Mörgum stórvirkjum veitti
Tryggvi forstöð; má þar til nefna
Alþingishúsið, Gagnfræðaskól-
ann á Möðruvöllum, brúna á
Skjálfanda; brúna á ölvusá;
bankahús.’ð, ofl.
Tryggvi Gunnarsson var
meiri maður en svo, og verk hans
víðtækari, en að því verði lýst í
stuttri blaðagrein; hann var einn
þeirra fáu manna sem bæði var
♦ ♦
<Bull
♦ #
Þótt pyngjan þín sé fjarri’ að vera full
og fylgt þú hafir margri von til jarðar,
að skíra’ og móta sálar sinnar gull
að síðstu reynist það sem mestu varðar.
Eg lasta hvergi’ að horfa út á við
og hafa gát á breyting vinda’ og strauma,
en gleymdu sízt að vera inn á við
á verði—í ríki þinna stóru drauma.
Þar áttu’ að hafa örugt vald og stjórn
á öllum strengjum, geislum, flaumi, bárum;
það kostar sjálfsagt marga mikla fórn
en—málmur andans skírist bezt í tárum.
Eg veit að skortur gjaldsins getur oft
þér göngu þyngt og jafnvel lamað þorið,—
en þegar hreint er andans andrúms loft,
þig ofurliði fær hann trauðla borið.
Og mörgum hefir auðsafn orðið hált
og æfiraunir þungar sálum bakað;
en andans gull er himnaríki hálft
þeim helgidómi yfir skyldi vakað!
En farðu aldrei samt að drauga sið
er sátu daga’ og nætur inni’ í haugum
og töldu gull sitt vafurlogann við
og vörðinn héldu yfir rauðum baugum.
Nei, gef þú, gef þú—gulli andans strá
á götur fjöldans, því er skírt þú hefur,
það eykst og bezt þér blessast einmitt þá
og bætist við, því meira sem þú gefur.
Eitt hlýju bros, eitt ástúðleikans orð,
eitt ylríkt handtak stundum meira vegur,
en pyngja full og borin krás á borð
og bikar veiga dýr og glæsilegur.
Nei, ekki skaltu’ um fátækt þína fást,
þótt förumaður sértu hérna megin,
ef þú átt nóg af innri birtu’ og ást
er endist þér að létta þreyttum veginn.
Guðmundur Guðmundsson