Voröld - 01.02.1918, Qupperneq 2
2. Bls.
VORÖLD
Winnipeg, 1. Febráar, 1918
Útgáfunefnd:
þ. þ. Þorsteinsgbn, fitari SumarliSi Sveinson, féhirSir.
Arngrímur Johnson, forseti
Ritstjóri:
Sig. Júl. Jóhannesson
Skrifstofa: 482*4 Main St., Rialto Block. Winnipeg
Voröld.
“Nóttlaus voraldar veröld
þar sem víösýnið skín.”
Stephan G. Stephansson
Vestur-Islendingar:—Oft hefir því verið hreift að þörf
væri á nýju blaði, frjálslyndu; hafa þær raddir orðið bæði fleiri
og háværari eftir því sem árin hafa liðið.
Því hefir verið haldið fram af mörgum að gömlu flokka-
blöðin væri of háð og einhliöa og f jærri því að geta talist frjáls-
lynd eða alþýðleg í orðsins réttu merkingu. Umræðufrelsi væri
þar of takmarkaö og auðvaldsblær væri sjáanlegur og finnan-
legur í framkomu þeirra.
Sterkasta aflið í hverju þjóðfélagi eru blöðin; þessvegna
er heill hverrar þjóðar að allmiklu leyti undir því komin að hún
eigi víðsýn, heilbrigð, frjálslynd og andrík blöð, með öörum
oröum aö í gegn um blöðin sjáist “Nóttlaus voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skín”
Hugsunarháttur og sálarlíf fólksins skapast að miklu
leyti af áhrifum blaðanna; þaðan fær þjóðin sína andlegu nær-
ingu og er mikið undir því komið að sú næring sé holl og upp-
byggjandi.
Þeir sem að blaðaútgáfu vinna þurfa að hafa fleira i huga
en að græða fé. Það er áríðandi að blööin geti borið sið fjár-
hagslega, en köllun þeirra er miklu víðtækari en það og miklu
háleitari.
Ekkert blaö hefir erindi til fólksins nema því aöeins að
>að komi í því skyni að vinna eitthvert ákveöiö hlutverk sem
-ki yrði unniö án þess, og erindi “Voraldar” viljum vér skýra
'm fáu línum sem hér fylgja:
• “Voröld” verður óháð frjálslynt blað í stjórnmálum.
- fylgir Öllu því sem réttilega getur talist til sann þjóö-
a eða umbóta; þar á meðal fylgir hún eindregið stefnuskrá
ueirri er samþykt var á bændaþingi Vestur Canada 1917 (hinni
svokölluðu bændastefnuskrá).
2. “Voröld” flytur fjölbreyttar fréttir almennis efnis, bæði
innan lands og utan, héraðs fréttir, bæjarfréttir, o.s.frv.
3. “Voröld” flytur alþýðlegan bálk um búnað og mun reyna
-C vanda til hans eftir föngum, með aðstoð ýmsra góðra manna
!g fróðra.
4. “Voröld” ætlar að fylgja þeirri nýju stefnu að vem pVVi
síður blað Islendinga í Bandaríkjunum en í Canada; mun hún
reyna að kynna sér sem bezt öll mál þar syðra til þess að geta
rætt þau með sanngirni.
5. “Voröld” mun gera sér far um að efla sem bezt skilning
og styrkja vináttubönd milli Islendinga austan hafs og vestan.
6. “Voröld” ætlar sér að styðja islenzkar bókmentir og
gera sitt ítrasta til viðhalds þjóðerni voru og tungu.
7. “Voröld” telur það mikils virði að lögð sé rækt við hið
andlega líf hinna ungu, og því hefir hún í fyigð með sér ung-
lingablaö, sem kostað verður kapps um að vanda.
• 8. “Voröld mun flytja fólki glaðar stundir og sýna því
“sorgir” eftir því sem við ber.
9. “Voröld” fylgir engum trúmálaflokki, og leyfir ekki
neinar deilur í þeim efnum.
10. “Voröld” flytur sérstakan bálk um málefni kvenna og
skorar sérstaklega á konur og stúlkur að senda ritgeröir í hann.
11. “Voröld” flytur bálk um heilbrigði og auk þess býður
blaðið hverjum sem er að spyrja spurninga viðvíkjandi
heilbrigði sem reynt verður að svara eins ljóst og unt er.
Um það hvort þörf sé á blaði eins og hér hefir verið lýst,
veröur fólkið að dæma sjálft. Vér sem ráðist höfum í útgáfu
“Voraldar” höfum ákveðið að gefa út 2 eða 3 eintök til þess að
vita hvernig því verður tekið. Til þess að blaðiö haldi ófram
þarf það fljótra og almennra undirtekta. Menn hafa tekið að
sér starf fyrir það í öllum íslenzkum bygðum og byrja það um
leið og þetta eintak hefir göngu sína. Ve'rður fólk beðið að
styrkja það eftir mætti, bæði með áskriftum, fjárframlögum, og
góðum orðum.
Þegar þessi eintök hafa verið gefin út og undirtektir sézt
er áformaö að kaupa prentsmiðju og halda blaðinu áfram, ef
svo vel gengur að tiltækilegt þyki; verði það ekki, þá verður öllu
því fé sem safnaö hefir verið skilað aftur til hlutaðeigenda.
Véf væntum þess að hugur fylgi svo máli manna að undir-
tektirnar heimili áframhald, því vér trúum þv. staðfastlega aö
í hugsun Islendinga ríki ennþá
“Nóttlaus voraldar veröld
þar sem víðsýnið skín.”
Útgefendurnir.
4|4
Stríðið.
Ekkert blað hér í landi getur leitt stríðið hjá sér eða látið
það vera að tala um hermálin. Canada hefir verið í stríðinu
í þrjú ár og verður í því þangað til að friður hefir verið saminn,
“Voröld” mun gera sitt til þess að taka þátt í hermálum og
ræða þau eins sannvizkusamlega og unt er.
Um herskylduna veröur alls ekki rætt, hún er utkljáð mál
og orðin að lögum; mun þjóðin að sjálfsögðu hlýða þeim eins og
hverjum öörum lögum.
Það er aöallega tvent sem vér munum leggja sterka á-
herzlu á í sambandi við hermálin; í fyrsta lagi að Canada taki
þátt í stríðinu þannig að bandamönnum megi að sem mestu
liði verða og í öðru lagi að þátttaka vor verði að sem minstu
tjóni og valdi sem minstum erfiðleikum heima fyrir.
Bandamenn þurfa á mörgu að halda, en helzt er það:
menn, vistir, vopn og flutningstæki. Bresti eitthvað af þessu
þá er alt hitt litils virði.
Lög hafa þegar verið samin er nægja til þess að senda
mennina; hin atriöin eru því aðallega til umræöu. Vistirnar
eru það sem'mest á ríöur; þeirra þarfnast bandamenn umfram
flest annað. Canada á í sér fólgnar svo miklar auðsuppsprett-
ur að vistir væru þar fáanlegar handa öllum heimi um langan
tíma, ef nægur væri vinnukraftur til þess að hagnýta þær.
“Voröld” mun leggja sig fram til þess að benda á aöferðir sem
hagkvæmastar megi verða til framleiðslu í öllum greinum.
Það er áríðandi um fram alt annað að nota vinnukraftana
í landinu sjólfu; en til þess þarf bæði nákvæmni, sanngirni og
vit. Þaö er undir notkun vinnukraftanna komiö hvort oss
hepnast að veita bandamönnum verulegt lið eða eigi, og það er
undir notkun vinnukraftanna komið hvort vér líðum nauð
heima fyrir eða ekki. En höndlun vinnukraftanna er vanda-
mál. Þjóðin er þannið samsett að á sérstakri lægni þarf aö
halda til þess að ekki verði hætt við mistökum. Því almennari
sem samvinnan verður meðal borgara landsins því betra liö
getum vér veitt bandamönnum, og því síður er hætt við tjóni
eða vansæld heima fyrir.
En varúð og sanngirni eru aðalatriðin í þessu efni. Allir
borgarar þjóðarinnar sem trúir eru og hollir, verða að finna
það að samvizkusamlega sé við þá breytt. Og með því móti
veröa þeir viljugir að leggja hönd á plóginn.
Minnumst þess að menn hafa hér mismunandi skoðanir;
minnumst þess að vér höfum allir valið oss hér sameiginlegt
heimili, þar sem vér ætlum oss að lifa framvegis eins og bræður.
Mikið er undir því komið að vér gleymum ekki þessu bræð-
ralagi, og höfum það fast í huga að ef hver höndin er uppi gegn
annari og engin samvinna tekst, þá verður þátttaka vor í her-
málum bandamanna til lítilla nota en þjóð vorri heima fyrir til
böls.
En eins og áður er framtekið er samvinnan undir sann-
girni komin. Allir veröa að láta sér skiljast það hvort sem
í þeir eru æðri eða lægri, aö hér á að ríkja fullkominn jöfnuður
og skoðana frelsi jafnt fyrir alla. Enginn einn flokkur má
beita þeim hnefarétti við annan að vilja varna honum máls um
sameiginleg heillamál landsins.
Það er afar áriðandi að allir láti hendur standa fram úr
ermum, af hvaða þjóðflokki sem þeir eru komnir, en þeir verða
að fá sanngjöm vinnulaun og samvizkusamlega meðferð að öllu
leyti.
Þetta er erfiðasta gátan í málurn Canada nú sem stendur
i og til þess að ráða hana þarf á lipurð og sanngirni aö halda.
“Voröld” óskar eftir tillögum góöra manna og kvenna um
; það hver sé heppilegasta stefnan í því efni að hagnýta til full-
j nustu alla vinnukrafta landsins. Og þótt vér Islendingar höf-
um hér fáu um að ráða, þá er það samt skylda vor sem annara
þjóðbrota að leggja vorn skerf þessari gátu til lausnar.
íslendingar hafa tekið hlutfallslega meiri þátt í stríðinu
j en nokkur annar þjóðflokkur hér í landi að undanskildum ef til
vill, þeim er flutt hafa hingað frá Bretlands eyjum. Þeir hafa
sent fleiri sjálfboða; þeir hafa safnað meira fé í hina ýmsu
j hermála- og þjóöræknissjóði, og 'þetr hafa unnið meira hlut-
; fallslega fyrir- öll þjóðræknisfélög í sambandi við stríðið. Þetta
( er auðsannað með hermálaskýrslum ef nauðsyn telst.
Af þessu leiðir það að Islendingar geta frjálst úr flokki
í talað þegar um hermálin er að ræða. Ein hliö málsins er það
sem “Voröld” vildi sérstaklega ræða; það er meðferð heimkom-
inna hermanna sem fatlaðir verða andlega og líkamlega að
einhverju leyti. Heill hópur slíkra manna hlýtur aö koma aftur
af vorum þjóðflokki, og væri þá vel ef vér gætum stutt að því
að þeir þyrftu ekki að líða nauö, heldur mættu þeir eiga bjarta
i framtíð fyrir höndum þrátt fyrir fötlunina.
“Voröld” vill taka höndum saman við hin íslenzku blöðin í
j því að vinna þessu máli gagn á hvern þann hátt sem fram-
kvæmarlegastur og hagkvæmastur mætti verða.
w v y?
*
Mishermi.
Eg finn mig knúðan til þess að leiðrétta mishermi sem
birtist í Lögbergi viðvíkjandi burtför minni þaðan.
Eg hafði fengið sex vikna frí frá ritstjórn til þess að geta
ferðast um bygðir Islendinga fyrir kosningarnar og unnið
I þannig fyrir frjálslynda flokkinn. Þegar kosningarnar voru
afstaönar átti eg að sjálfsögðu að taka viö ritstjóminni aftur.
En þegar Bordenstjórnin hafði unnið var kallað til fundar í
stjórnarráði Lögbergs og var mér boðið að mæta á þeim fundi.
Var eg þar spurður hver yrði stefna mín við blaðið gagnvart
samsteypustjórninni, og var svar mitt þetta: Eg ætla að láta
Lögberg flytja rétta og sanngjama grein um kosningarnar
eins og öll stjórnmálablöð eiga að gera og eins og Lögberg hefir
gjört eftir allar kosningar; eg ætla að skýra þar frá því að
kosningarnar hafi ekki verið óhindraöur dómur þjóðarinnar,
heldur hafi þær unnist með því aö beita hinum nýju kosninga-
lögum. Að því búnu mun eg láta stjórnina afskiftalausa,
hvorki fylgja henni né andmæla fyrst um sinn, heldur sjá hvað
setur. Þegar hún fer að starfa mun eg unna henni sammælis
fyrir það sem hún kann vel aö gera en finna að þeim geröum
hennar sem kunna að verða gagnstæöar hag þjóöarinnar.”
En þessi átefna þótti sumum nefndarmönnum ekki heppi-
leg, sögðu þeir aö blaðið yrði að fylgja stjórninni að málum og
urðu afleiðingamar þær sem öllum eru Ijósar.
Þegar þetta er borið saman við umsögn ritstjórans í Lög-
bergi 27. des. 1917, um burtför mína frá blaðinu kemur það dá-
lítið undarlega fyrir; hann kemst að orði á þessa leiö:
“Eina viturlega ráðið verður að taka því með jafnaðargeði
sem orðið er, og styðja þessa stjórn í öllu því sem hún gerir
vel. Þó á hinn bóginn að vér munum hlífðarlaust benda í yfir-
sjónir hennar og galla. Og þaö er þessi stefna sem hefir skilið
stjórnarnefnd Lögbergs og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson.”
Hér fer ritstjórinn með rangt mál. Þetta var einmitt sú
stefna sem eg kvaðst mundu fylgja, en stjórnendur blaösins
voru ekki ánægðir meö hana. Þeir vildu fylgja Bordenstjórn-
inni eindregið; þó skal þess getið að mikilsvirtur maður í nefnd-
inni kvað þessa stefnu einkar sanngjama.
Að þetta sé nákvæmlega rétt hermt veit eg að sumir nefnd-
armennirnir eru nógu sanngjarnir til að viðurkenna.
Sig. Júl. JóhannesBon
Muðtvæn fynoó.
Endur-undin úr Engla böndum
af Þ. Þ. Þorsteinssyni.
I.
Sem fagurt blóm er fyrir augað ber,
en fylgir þó ei ilmur neinn,
svo eru hin fögru orð, sem mæta þér,
en ekkert meina—kaldur steinn.
—Dammapada'.
II.
Líttu niður á lægstu kjörin:
líf þitt eigið dýrðlegt skín.
Líttu upp til hæstrar hepni:
helgrimm sýnast forlög þín.
III.
—Hitopodesa.
Yfirvinn reiði með góðsemi og greiða
—alt hið illa meö öllu góðu.
Sigraöu svíðinginn með gjöf
—lygarann með sálar þinnar sannleik.
—Mahabarata.
IV.
Menn unna ei því, sem auöveldlega næst
en elska það og tigna, sem ei fæst.
Á vetrum biðja um sól og sumaryl,
á sumrum langa í frost og vetrarbyl.
—Sanskrit.
V.
Líkt og uxi eldist sá, sem ekkert lærir:
holdið vex, en heilinn enga hugsun nærir.
—Dammapada.
VI.
Engin biðlund: engin trú og engin festa.
—Múhameð
Þolinmæðin er bænin bezta.
—Búdda.
VII.
Rógberi og snákur
ins ramma eiturs,
dauði úr sem drýpur,
báöir eiga
og báðir nota
tungur sínar tvær.
—Tamil.
VIII.
Á meðan syndin engan ávöxt ber,
þó hyggur flónið hunang sem það fær;
en þegar syndin þroska fullum nær,
þá sér það hversu grimmlegt gjaldið er.
—Dammapada.
IX.
Eins augnablilts réttlæti betur bætir fár,
en bæn í þúsund ár.
—Múhameö.
X.
Sem bjargiö þungt, sem bifast ei við brimsins kast,
svo titra ei heldur hygnir menn við hrós né last.
—Dammapada.
XII.
Bros til þíns bróður, er bezt-gefinn sjóður.
—Múhameð.
XIII.
Á eigin verkum upp og niður allir ganga,
eins og hann sem hleður veginn
—hann, sem grefur brunn í jöröu.
—Hitopodesa.
XIV.
Ef sigrast þú á sjálfum þér, þú sigrar meira
en sá sem þúsund þúsundanna þvoði dreyra.
—Dammapada.
I XV.
Maður veglyndur
meðaumkvun sýnir
illum, góðum—öllum.
Vel hann veit
að á vorri jörð,
breyskur er bróðir hver.
—Ramayana.
XVI.
Á þessu er trúin Budda bygð:
að hreinsa eigið hjarta,
svo hverfi iö illa—svarta,
en öðlast lifsins alla dygð.
Gautama.
XVII.
Treystu guði, trúaö barniö mitt;
en—hnýttu samt við hestasteininn hrossiö þitt
—Múhameð.
XVIII.
Betri er speki
björtum seva
en gull í lófa lagt.
—Cingalese
Þekking sönn,
er það að skilja
ilt hvað er og gott.
—Hitopodesa.
XIX.
Æðrast ei, þótt ei sé sæng þín altaf mjúk.
—Cingalese
Hamingja sönn, er heilbrigð sál í hraustum búk.
—Hitopodesa.
XX.
Afturför er erfð í líkams öllum hlutum.
Stunda frelsið sálar sanna,
sem er æðst í heimi manna.
—Hinstu orð Gautama.